Morgunblaðið - 19.04.2000, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 2000 35
LISTIR
Morgunblaðið/Kristinn
Stabat Mater verður flutt af kvenröddum Kammerkórs Suðurlands
ásamt hljómsveit.
Norræn málverka
sýning í London
London. Morgfunblaðið.
Kammer-
kór Suður-
lands flytur
Pergolesi
og Bach
KAMMERKÓR Suðurlands heldur
tvenna tónleika í dymbilvikunni.
Fyrri tónleikarnir verða í Skálholts-
kirkju á skírdag, 20. apríl kl. 16, og
hinir síðari verða í Fríkirkjunni í
Reykjavík, laugardaginn 22. apríl kl.
22.
Á tónleikunum verða fluttir átta
þættir úr Stabat Mater eftir G. B.
Pergolesi (1710 - 1736) og Kantatan
„Gottes Zeit ist die allerbeste Zeit“
(Actus tragicus) BWV 106 eftir J. S.
Bach (1686-1760).
Stabat Mater (Stóð við krossinn)
verður flutt af kvenröddum Kam-
merkórs Suðurlands, strengjasveit
og generalbassa. Einsöngvarar í
verkinu eru þær Magnea Gunnar-
sdóttir, sópran, Elín Gunnlaugsdótt-
ir, sópran og Eyrún Jónasdóttir,
mezzósópran og eru þær allar félag-
ar í Kammerkór Suðurlands.
Kantata Bachs „Gottes Zeit ist die
allerbeste Zeit“, einnig þekkt undir
nafninu Actus tragicus, verður flutt
af Kammerkór Suðurlands, ein-
söngvurum ásamt barokksveit. Ein-
söngvarar í kantötunni eru: Þórunn
Guðmundsdóttir, sópran, Guðrún
Jóhanna Ólafsdóttir, alt, Guðlaugur
Viktorsson, tenor og Hafsteinn Þór-
ólfsson, bassi. Stjórnandi beggja
verkanna er Hilmar Örn Agnarsson.
Kammerkór Suðurlands var stofn-
aður árið 1997 og eru félagar í hon-
um flestir starfandi tónlistarfólk á
Suðurlandi. Kammerkórinn hefur
flutt innlenda og erlenda tónlist frá
ýmsum tímum tónlistarsögunnar.
Síðastliðið sumar söng hann á Sum-
artónleikum í Skálholti tónlist sem
spannaði 1000 ára sögu íslenskrar
kirkjutónlistar og í vetur hefur hann
unnið að upptökum á þeim verkum.
Stjórnandi kórsins frá upphaíi er
Hilmar Örn Agnarsson, organisti í
Skálholti.
VIGDÍS Finnbogadóttir, fyrirver-
andi forseti, opnar í dag, miðviku-
dag, norrænu Carnegie-listasýn-
inguna í Barbican-listamiðstöðinni
í London. Á sýningunni eru 56
verk eftir 27 listamenn og eru þrír
íslendingar í þeim hópi.
Carnegie-verðlaunin fyrir 1999
hlutu Svíinn Rolf Hanson, fyrstu
verðlaun, önnur verðlaun hlaut
Silja Rantanen frá Finnlandi og
þriðju verðlaun Clay Ketter frá
Bandaríkunum. I dómnefndinni
áttu sæti forstöðumenn listasafna í
Helsingfors, Stokkhólmi, Malmö,
Osló og London; Tuula Arkio, Olle
Granath, Bera Nordal, Asmund
Thorkildsen og Lars Nittve, for-
maður dómnefndarinnar, en hann
er forstöðumaður Tate-nýlista-
safnsins, sem opnað verður í Lon-
don í næsta mánuði. Sýningin var
opnuð í Osló 15. október og var síð-
an haldin í Helsingfors, Kaup-
mannahöfn, Stokkhólmi og Reykja-
vík. I Barbican-listamiðstöðinni
verður hún til 21. maí.
Listamennirnir, sem eiga verk á
sýningunni í London, eru Kjell
Ánderson, Claus Carstensen, Jesp-
er Christiansen, Lena Cronqvist,
A.K.Dolven, Cecilia Edefalk, Guð-
rún Einarsdóttir, M. Elmgreen &
I. Dragset, Hilmar Fredriksen,
Helgi Þorgils Friðjónsson, Anne-
Karin Furunes, Georg Guðni, Rolf
Hanson, Heili Hiltunen, Steinar
Jakobsen, Clay Ketter, Jukka
Korkeila, Matti Kujasalo, Matts
Leiderstam, Arvid Pettersen,
Tarja Pitkánen-Walter, Tal R, Silja
Rantanen, Anna Retulainen, Janne
Ráisánen og Anssi Törrönen.
íslensk náttúra
í Listhúsinu
GARÐAR Jökulsson opnar
myndlistarsýningu í Veislugall-
eríi Listhússins við Laugardal í
dag, miðvikudag.
Sýningin ber heitið íslensk
náttúra. Veitingasalurinn
Veislugallerí er opinn alla virka
daga frá 9-19 og laugardaga frá
10-17, lokað á sunnudögum.
Sýningunni lýkur 9. maí.
SÍÐASTI DAGUR
ÚTSÖLUNNAR!
EKKI MISSA AF TÆKIFÆRINU! TRYGGÐU ÞÉR NOTAÐAN BÍL Á ÓTRÚLEGU VERÐI.
Grjóthálsi 1,S: 575 1230.