Morgunblaðið - 19.04.2000, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 19.04.2000, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 2000 35 LISTIR Morgunblaðið/Kristinn Stabat Mater verður flutt af kvenröddum Kammerkórs Suðurlands ásamt hljómsveit. Norræn málverka sýning í London London. Morgfunblaðið. Kammer- kór Suður- lands flytur Pergolesi og Bach KAMMERKÓR Suðurlands heldur tvenna tónleika í dymbilvikunni. Fyrri tónleikarnir verða í Skálholts- kirkju á skírdag, 20. apríl kl. 16, og hinir síðari verða í Fríkirkjunni í Reykjavík, laugardaginn 22. apríl kl. 22. Á tónleikunum verða fluttir átta þættir úr Stabat Mater eftir G. B. Pergolesi (1710 - 1736) og Kantatan „Gottes Zeit ist die allerbeste Zeit“ (Actus tragicus) BWV 106 eftir J. S. Bach (1686-1760). Stabat Mater (Stóð við krossinn) verður flutt af kvenröddum Kam- merkórs Suðurlands, strengjasveit og generalbassa. Einsöngvarar í verkinu eru þær Magnea Gunnar- sdóttir, sópran, Elín Gunnlaugsdótt- ir, sópran og Eyrún Jónasdóttir, mezzósópran og eru þær allar félag- ar í Kammerkór Suðurlands. Kantata Bachs „Gottes Zeit ist die allerbeste Zeit“, einnig þekkt undir nafninu Actus tragicus, verður flutt af Kammerkór Suðurlands, ein- söngvurum ásamt barokksveit. Ein- söngvarar í kantötunni eru: Þórunn Guðmundsdóttir, sópran, Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, alt, Guðlaugur Viktorsson, tenor og Hafsteinn Þór- ólfsson, bassi. Stjórnandi beggja verkanna er Hilmar Örn Agnarsson. Kammerkór Suðurlands var stofn- aður árið 1997 og eru félagar í hon- um flestir starfandi tónlistarfólk á Suðurlandi. Kammerkórinn hefur flutt innlenda og erlenda tónlist frá ýmsum tímum tónlistarsögunnar. Síðastliðið sumar söng hann á Sum- artónleikum í Skálholti tónlist sem spannaði 1000 ára sögu íslenskrar kirkjutónlistar og í vetur hefur hann unnið að upptökum á þeim verkum. Stjórnandi kórsins frá upphaíi er Hilmar Örn Agnarsson, organisti í Skálholti. VIGDÍS Finnbogadóttir, fyrirver- andi forseti, opnar í dag, miðviku- dag, norrænu Carnegie-listasýn- inguna í Barbican-listamiðstöðinni í London. Á sýningunni eru 56 verk eftir 27 listamenn og eru þrír íslendingar í þeim hópi. Carnegie-verðlaunin fyrir 1999 hlutu Svíinn Rolf Hanson, fyrstu verðlaun, önnur verðlaun hlaut Silja Rantanen frá Finnlandi og þriðju verðlaun Clay Ketter frá Bandaríkunum. I dómnefndinni áttu sæti forstöðumenn listasafna í Helsingfors, Stokkhólmi, Malmö, Osló og London; Tuula Arkio, Olle Granath, Bera Nordal, Asmund Thorkildsen og Lars Nittve, for- maður dómnefndarinnar, en hann er forstöðumaður Tate-nýlista- safnsins, sem opnað verður í Lon- don í næsta mánuði. Sýningin var opnuð í Osló 15. október og var síð- an haldin í Helsingfors, Kaup- mannahöfn, Stokkhólmi og Reykja- vík. I Barbican-listamiðstöðinni verður hún til 21. maí. Listamennirnir, sem eiga verk á sýningunni í London, eru Kjell Ánderson, Claus Carstensen, Jesp- er Christiansen, Lena Cronqvist, A.K.Dolven, Cecilia Edefalk, Guð- rún Einarsdóttir, M. Elmgreen & I. Dragset, Hilmar Fredriksen, Helgi Þorgils Friðjónsson, Anne- Karin Furunes, Georg Guðni, Rolf Hanson, Heili Hiltunen, Steinar Jakobsen, Clay Ketter, Jukka Korkeila, Matti Kujasalo, Matts Leiderstam, Arvid Pettersen, Tarja Pitkánen-Walter, Tal R, Silja Rantanen, Anna Retulainen, Janne Ráisánen og Anssi Törrönen. íslensk náttúra í Listhúsinu GARÐAR Jökulsson opnar myndlistarsýningu í Veislugall- eríi Listhússins við Laugardal í dag, miðvikudag. Sýningin ber heitið íslensk náttúra. Veitingasalurinn Veislugallerí er opinn alla virka daga frá 9-19 og laugardaga frá 10-17, lokað á sunnudögum. Sýningunni lýkur 9. maí. SÍÐASTI DAGUR ÚTSÖLUNNAR! EKKI MISSA AF TÆKIFÆRINU! TRYGGÐU ÞÉR NOTAÐAN BÍL Á ÓTRÚLEGU VERÐI. Grjóthálsi 1,S: 575 1230.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.