Morgunblaðið - 19.04.2000, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 19.04.2000, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 2000 LISTIR MORGUNRLAÐIÐ Ljósmynd/Halldór Björn Eitt af verkum Margrétar Sveinsdóttur í Sverrissal, Hafnarborg. Hvítt á hvítt ofan Lýsingar við ljóð MYIVDLIST Sverrissal, llafnar- borg, Halnarlirði MÁLVERK - MARGRÉT SVEINSDÓTTIR Til 2. maí. Opið miðvikudag-a til mánudaga frá kl. 12-18. Aðgangur 200 kr. MARGRÉT Sveinsdóttir byggir einlit málverk sín á reglulegri mynsturgerð svo útkoman verður optísk þegar öll kurl koma til graf- ar. Ferningarnir sem mynda mynstrið reglulega eru upphleypt- ir og inndregnir svo hvarvetna milli þeirra verður til eins konar fjögurra blaða blóm. Þegar litið er yfir Sverrissal blasa þessi reglu- legu mynstur við og stundarkorn fá þau áhorfandann til að ruglast á forgrunni og bakgrunni. Það tekur augun smástund að venjast því sem fyrir augu ber. Margrét byggir á langri hefð einlitra, hvítra verka í list tuttug- ustu aldar. Þegar árið 1918 var rússneski málarinn Kasimir Malev- ich kominn að endastöð málverks- ins þegar hann málaði hvítt á hvítt ofan. Þessi verk sem voru lyktir þeirrar hugmyndar sem listamað- urinn kallaði súprematisma sýndu að einlitar myndir voru langt frá því að vera einhæfar. Þó voru fáir til að fylgja for- dæmi Malevich, að minnsta kosti enn um sinn. Að vísu reyndi konstrúktívistinn óþreytandi, Alexander Rodchenko, fyrir sér með einlitum málverkum en hvít voru þau ekki. Það var varla fyrr en á sjötta áratugnum, með ítalanum Piero Manzoni og Bandaríkjamönnunum Robert Rauschenberg og Robert Ryman að hugmyndin um hvítt málverk tók hug listamanna. Hvít- ur var litur allra lita, og þó var hann eins og andsvar í beinu fram- haldi af allri þeirri litadýrð sem listunnendur höfðu kynnst eftir heimsstyrjöldina síðari. ítalski málarinn Lucio Fontana hafði ekki aðeins dregið litina ofan í einn grunntón heldur risti hann göt í myndflötinn eins og hann vildi ná aftur fyrir málverkið. ítölum bætt- ist enn annar listamaður sem hafði hvíta litinn í hávegum. Það var Cy Twombly, bandarískur málari sem settist að á Ítalíu og átti síðar eftir að taka virkan þátt í mótun listar- innar á níunda áratugnum. Vestan hafs var svo Jasper Johns að mála stafrófsmyndir sínar með hvítum lit á hvítan grunn. Þannig var sjötti áratugurinn sú tíð þegar hvítar myndir sóttu í sig veðrið. Nú fjörutíu árum síðar sýna þær sig ennþá vera ómótstæðilegar. Mar- grét með hefðina á bakinu hefur hvað sem öðm líður fundið hrífandi leið til útvíkkunar mengi litlausa málverksins. Þótt myndir hennar séu stórar, sumar jafnvel risastórar, búa þær yfir þeim töfrum sem lát- leysið eitt getur framkallað. Þegar allir litir hafa verið prófaðir með misjöfnum árangri rennur upp sól hvíta litarins. Blæbrigðaspilið sem Margrét Sveinsdóttir dregur fram sýnir að lengi má komast af án lita, án þess að verkið virki einsleitt eða litvana. Halldór Björn Runólfsson MYNDLIST Svarta pakkhúsið Hafnargötu 2, Keflavík TEIKNINGAR/ OLÍA/ VATNSLITIR- SIGURÐUR ÞÓRIR Opið virka daga frá 16-18. Laugar- og helgidaga. Til 24 apríl. Aðgang- ur ókeypis. JAFNAN af hinu góða þá listafé- lög í landsbyggðinni sem nágranna- byggðinni efna til gildra framninga á myndlistarsviði, en hér hefur minna en skyldi verið um slíka suður með sjó, að Hafnarfjarðarbæ undanskild- um. Kópavogur og Seltjarnarnes teljast innan marka Stór-Reykjavík- ursvæðisins, sem einn góðan veður- dag gleypir svo einnig Hafnarfjörð, hafi svo ekki gerst nú þegar. Kefla- vík er hins vegar óskrifað blað og í vissum skilningi næstum jafn langt þangað og til Vestmanneyja og við- burðir á myndlistarsviði næstum jafn fátíðir á báðum stöðunum. Landskunnir myndlistarmenn hafa komið frá Vestmanneyjum eins og margur véit, en það er víst frekar á öðrum listasviðum sem Keflvíkingar hafa haslað sér völl og hafa þó af afar myndrænum sjónhring að státa, en vitað að áhugi er fyrir hendi og að einstaklingar hafa fest sér samtíma- list. Það var þvf tilefni viðbragða, að Sigurður Þórii’ listmálari í Reykja- vík hefur sett upp sýningu í húsi myndlistarmanna í Reykjanesbæ, nánar tiltekið í Svarta pakkhúsinu að Hafnargötu 2. Óþarfi að kynna lista- manninn sérstaklega hér í blaðinu, en hins vegar gefst Keflavíkingum tækifæri til að kynnast list hans rækilega af sjón og raun, því að á sýningunni eru allir þeir miðlar sem listamaðurinn hefur helst fengist við um dagana. Að auk er sýnihorn frá Hulda Bragadóttir fékk starfs- styrk HULDA Bragadóttir, organisti við ísafjarðarkirkju, hlaut í síðustu viku styrk úr Minningarsjóði Önnu Ingvarsdóttur, en hlutverk sjóðsins er að styðja til náms og starfa tónl- istarmenn í bænum. Styrkurinn var afhentur á tónleikum til fjáröflunar fyrir hljóðfærasjóð Isafjarðar- kirkju. Um það bil hálf milljón króna safnaðist í hljóðfærasjóðinn á tón- leikunum, en hvert sæti kirkjunnar var skipað. Sigrún Hjálmtýsdóttir og Bergþór Pálsson sungu lög eftir Sigfús Halldórsson og lög úr söng- leikjum og var Jónas Ingimundar- son meðleikari. Tónleikarnir voru haldnir í tilefni af því að um þessar mundir eru liðin 100 ár frá fæðingu Önnu. Bókaverslun Jónasar Tómasson- ar, sem fagnar 80 ára afmæli á ár- inu, stóð straum af kostnaði vegna tónleikanna og rann aðgangseyrir því óskiptur í hljóðfærasjóðinn. Nú vantar tæpa hálfa milljón króna upp á kaupverð flygils sem pantað- ur hefur verið. Von er á honum með haustinu. Grafíkverk í Borgarnesi í SAFNAHÚSI Borgarfjarðar verð- ur opnuð sýning á verkum Jóhönnu Sveinsdóttur laugardaginnn 22. apr- íl. Á sýningunni eru grafíkverk unn- in á síðustu tveimur áram. Sýningin stendur til 31. maí og er opin virka daga kl. 13-18, að auki fimmtudagskvöld frá 20-22. ýmsum fyrri framkvæmdum Sigurð- ar á borði ásamt listaverkabókinni, sem hann gaf út sjálfur sem eitt sér er umtalsvert afrek. Sýningin er öðru fremur byggð upp í kringum lýsingu Ijóðabókar Þórs Stefánssonar, Ljóð út í veður og vind, frál998, en upp úr þeim gerði hann einnig olíu- og vatnslita- myndir, eða réttara akvarellur. Hér er það hin hreina og áherslulausa lína sem jafnaðarlega ræður ríkjum í pennateikningunum, þó að einni undanskilinni, Hús andans, (16). Yf- irbragðið er létterótískt sem hæfir vel ljóðmáli en hér hefði ég viljað sjá meiri áherslur og fjölbrejtni því í heildina verður þetta nokkuð eintóna þó vera megi að það hæfi brag ljóð- anna. Við sjáum svo teikningamar ganga aftur í olíumálverkinu og enn ber full mikið á hinum staðlaða og fá- brotna tóni. Það er fyrst í akvarell- unum að listamaðurinn nýtir sér miðilinn til fulls bæði í hryni og fjöl- breytni og vil ég hér einkum vísa til myndanna Lífsþorsti (6), Lífsblómið (28) og Vonarfar (29), sem telja verð- ur hápunkt sýningarinnar. Vel er búið að framkvæmdinni þótt aðkoman sé nokkuð hrá, en á því má ráða bót og er afar mikilvægt at- riði varðandi sýningarsali og listhús, en hér eigum við Islendingar mikið ólært. Get trauðla skilist við þetta skrif, án þess að minnast á útsýnið heilu leiðina frá Hafnarfirði til Keflavíkur og kristalstæra birtuna þennan heið- skíra sunnudagseftirmiðdag. Skugg- arnir í hrauninu svo undarlega djúp- ir og slikjumettir, að það var töfram líkast og yfir jarðarsverðinum sá í heiðbláa sjávarræmu og svo fjalla- lengju yfir með Snæfellsjökul sem túrban sköpunarverksins. Man ekki eftir slíkri birtu á þessum slóðum fyrr, sem gerði að auk gömlu húsin á leiðinni eitthvað svo óræð, lifandi og tímalaus. Bragi Ásgeirsson Pöpppassía í Bústaða- kirkju POPPPASSÍAN Síðustu dagar Krists verður ílutt í Bústaðakirkju í kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20 og kl. 22. Verkið er byggt á síðustu dögum Jesú Krists, krossfestingu hans og upprisu. Öll tónlist er framsamin. Hlutverk frelsarans er í höndum Jóns Rósmanns, Rúnar Júlíusson syngur Júdas ískaríot. Auk þeirra koma fram Margrét Eir, Lýður Ámason, stúlknakór Bústaðakirkju undir stjórn Jóhönnu Þórhallsdóttur og drengjahljómsveitin COR frá Flateyri. Gabríela Friðriksdóttir sér um leikmynd og búninga en vemdari sýningarinnar er Pálmi Mattíhasson, prestur í Bústaðasókn. Hinrik Ólafsson leikari leikstýrir verkinu. Aðgangseyrir 1.000 kr. Trú, list og börn Á SKÍRDAG kl. 12 verður opnuð myndlistarsýning 6-11 ára barna í safnaðarheimilinu Borgum í Kópa- vogi. Sýningin er í tilefni af þúsund ára afmæli kristni á Islandi og eru verkin unnin undir handleiðslu myndmenntakennara skólans. Á sýningunni eru m.a. íkonar, grafík- myndir og verk unnin í pappír, gler og leir en öll verkin eiga það sameig- inlegt að hafa trúarlega skírskotun- Sýningin verður opnuð á skírdag að aflokinni messu. Sýningin verður opin á skírdag til kl. 17, á páskadag verður hún opnuð kl. 8, mánudag annan í páskum til sunnudags 30. apríl verður hún kl.14-17, en þá lýkur sýningunni. Auglýsendur! Minnum á, að auglýsingapantanir fyrir sérblaðið Heimili/fasteignir, sem kemur út 26. apríl, þurfa að berast fyrir kl. 12.00 miðvikudaginn 19. apríl. AUGLÝSINGADEILD Sími: 569 1111 • Bréfasími: 569 1110» Netfang: augl@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.