Morgunblaðið - 19.04.2000, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 19.04.2000, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 2000 29 ERLENT Áfengis- reglur rýmkaðar EVRÓPUSAMBANDIÐ, ESB, skýrði í gær frá því að samkomulag hefði tekist við stjómvöld í Svíþjóð um að reglur um heimild sænskra borgara til að taka með sér áfengi inn í landið til eigin nota yrðu samræmdar að fullu reglum sambandsins ár- ið 2004. Samkvæmt gildandi reglum í Svíþjóð er magnið mun minna en í öðrum ESB-lönd- um en reglurnar verða smám saman rýmkaðar. Frá 1. júlí má hver Svíi taka með sér allt að 20 lítra af léttvíni en hám- arkið er nú fimm lítrar. Háir skattar eru lagðir á áfengi í Svíþjóð og er mark- miðið að draga úr ofdrykkju. Finnar og Danir munu einnig samræma sínar reglur ESB- reglunum árið 2004. Mannfall í Aceh AÐ minnsta kosti átta manns féllu og 18 að auki særðust í óeirðum sem urðu í héraðinu Aceh á eyjunni Súmötru í Indónesíu á mánudagskvöld. Skæruliðar sem vilja stofna sjálfstætt, íslamskt lýðveldi í Aceh hafa barist við indónes- íska herinn frá 1976. Það sem af er þessu ári hafa um 300 manns fallið í héraðinu. Flóð í Ung- verjalandi NÆSTMESTA fljót Ung- verjalands, Tisza, var orðið svo vatnsmikið í gær að stjórnvöld gáfu skipun um brottflutning fólks frá 68 sveitarfélögum. Vel yfir 20 þúsund manns, þ.á m. her- menn, hafa unnið við að styrkja flóðgarða á rúmlega 230 stöðum við ána. Hlaðið hefur verið alls um sjö milljón sandpokum við árbakkana síðustu vikur en hætta er talin á að þessar aðgerðir dugi ekki. íbúar í bænum Tiszasuely, um 80 khi austan við höfuðborgina Búdapest, voru fluttir á brott aðfaranótt þriðjudags. Vatnsborðið var í gærmorgun 10,35 metrum hærra en venjulega á þessum árstíma við borgina Szolnok. Að sögn yfirvalda voru um 233.000 hektarar undir vatni í gær í landinu öllu. Blair á N-Irlandi TONY Blair, forsætisráð- herra Bretlands, fór í gær til Belfast til að reyna að hleypa á ný krafti í friðarsamninga sambandssinna og lýðveldis- sinna. Hann hugðist ræða við tals- menn helstu flokka en varaði þó fólk við að lausn á deilunni um afhendingu vopna írska lýðveldishersins, IRA, væri í augsýn. Samsteypustjórn héraðsins undir forystu Da- vids Trimbles var leyst frá störfum vegna ósamkomulags í febrúar sl. Trimble sagði í gær að samkomulagið sem kennt er við föstudaginn langa 1998 væri ekki dautt en IRA yrði að standa við fyrir- heit um að afhenda vopn sín. Hertoginn af Windsor sakaður um landráð London. Morgunblaðið. HERTOGINN af Windsor, sem á konungsstóli hét Játvarður VIII, en afsalaði sér konungstign, er sakaður um landráð í væntanlegri bók eftir Martin Allen, sem The Sunday Ti- mes segir frá. Ásökunin er dregin af bréfi, sem hertoginn á að hafa skrif- að Hitler. Sérfræðingar blaðsins segja flest benda til þess að bréfið sé falsað en Allen vísar á bug öllum efasemdum og segir föður sinn hafa fengið bréfið hjá Albert Speer, hergagnamálaráðherra Hitlers. Sannist það, að bréfið sé ófalsað, hefur hertoginn lagt Þjóðverjum lið við að leggja undir sig Frakkland og vinna sigra á brezka hernum í byrj- un stríðsins. Martin Allen heldur því fram, að brezka konungsfjöl- skyldan og valdastéttirnar í landinu hafi stungið öllum sönnunum um svik hertogans undir stól. Bréfið er skrifað á þýzku, sem hertoginn talaði reiprennandi. Það er dagsett 4. nóvember 1939, tveim- ur mánuðum eftir að heimsstyijöld- in síðari skall á. Það hefst með „Kæri herra Hitler" og undir stend- ur „EP“, en þá skammstöfun notaði hertoginn stundum. í bréfinu er fjallað um ferð að frönsku víglín- unni, sem hertoginn fór á vegum brezka herráðsins. í bréfinu biður hertoginn Hitler að gefa gaum að upplýsingum sem bréfberinn hafi lagt á minnið. Bréfberinn var Charles Bedaux, þýzkur njósnari, sem að sögn Ailen var vinur hertog- ans. Vildi konungdóminn aftur? Allen heldur því fram, að með hjálp Bedaux hafi hertoginn veitt Hitler leynilegar upplýsingar, sem hafi gert Þjóðverjum kleift að ráð- ast að Frökkum, þar sem varnir þeirra voru veikastar. Þjóðverjar lögðu Frakkland undir sig á sex vik- um og gjörsigruðu brezkar her- sveitir sem börðust við hlið Frakka. Samkvæmt bréfinu virðist her- toginn hafa vera fús til að taka aftur við konungdómi í Bretlandi, þegar það hafi verið neytt til friðarsamn- inga. Sérfræðingar þeir, sem The Sunday Times fékk til að athuga bréfið, telja öll líkindi á því að það sé falsað en bókarhöfundurinn vísar því á bug og teflir fram sínum sér- fræðingi, sem segist ekki hafa fund- ið neina ástæðu til að efast um ágæti bréfsins. Martin Allen segir föður sinn ekki hafa gert sér grein fyrir mikilvægi bréfsins né heldur getað lesið í undirskriftina og því hafi bréfið lent í skjalasafni hans, þar sem sonurinn fann það. 5 690691 1200091 Apríl 2000 3. tbl. 17. árg. krónur 699, -m. vsk MANN .j4%JSLATIÍF3 J vii u ;j Skemmtanalífið þá og nú ELÍZA BELLATRIX A barmi heims- frægðar - - ' J _rJ zJ Hjördís Gissurardóttir og dæturnar tvær um vináttu, snobb og velgengni. usm. nó -» Hönnun —♦ Ylfd Edelstein -»Nýr Saab ► Pólitísk spilling raéh teýgjdleikfimi -4 Lækningar að bandan $
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.