Morgunblaðið - 19.04.2000, Blaðsíða 76
Heimavörn
Drögum næst
25. aprfl
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNl 1,103 REYKJAVÍK, SÍMl 5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJmBLIS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1
MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 2000
VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK.
Bremerhaven
Verðfall
ákarf-
anum
KÍLÓIÐ af karfa seldist í síðustu
viku á um 2 þýsk mörk eða um 70
krónur. Verð á karfa í vikunni fyrir
páska í fyrra fór upp í nærri 4 mörk
og hefur því lækkað um helming.
Samúel Hreinsson, fram-
kvæmdastjóri Iseyjar, sem rekur
fiskmarkaðinn í Bremerhaven, seg-
ir alltof mikið af fiski hafa komið
inn á markaðinn i síðustu viku. Það
komi sér illa fyrir alla, ekki bara
seljendur, heldur einnig kaupend-
ur. Hann segir ýmsar ástæður
liggja að baki og þessu sé erfitt að
? ^stjórna.
„Það hafa greinilega margir
hugsað sér gott til glóðarinnar
núna í páskavikunni og vonast eftir
háu verði. Þannig fengum við karfa
frá nokkrum fyrirtækjum sem hafa
ekki selt hjá okkur á þessu ári fyrr
en núna, heldur verið meira í flök-
unum. Mesta truflunin kemur
þannig frá þeim sem ekki selja hér
að öllu jöfnu,“ segir Samúel.
Hilmar Júlíusson, hjá Iceland
Seafood í Þýskalandi, segir mikið
^_magn á fiskmarkaðnum og verð-
^^mskkun í Bremerhaven einnig þýða
verðlækkun í útflutningi ferskra
karfaflaka frá Islandi.
Mikil og almenn þátttaka var í átakinu Dæturnar með í vinnuna
i.
■ Mikil verdlækkun/C3
Uppsagnarfrestur sjúkraliða
verður ekki framlengdur
j Morgunblaðið/Ásdís
Guðbjörg Osk settist í stól
bæjarstjórans föður síns
Viðræður hefjast
. á ný eftir páska
EKKI verður gripið til þess að
framlengja uppsagnarfrest þeirra
sjúkraliða á Landspítala Háskóla-
sjúkrahúsi sem sögðu upp störfum
1. mars sl. en uppsagnarfresturinn
rennur út 1. júní nk. Þetta kom
fram á vinnustaðarfundi sjúkraliða
með lögfræðingi spítalans og
starfsmannastjóra í gær. Jafn-
framt var ákveðið að hefja á ný
vinnufundi eftir páska.
„Þetta var allt á góðum viðræðu-
grundvelli og viðræður munu hefj-
ast á ný eftir páska á vinnufund-
um,“ sagði Guðrún Björg Ketils-
dóttir trúnaðarmaður á Land-
L.spítalanum við Hringbraut. „Stofn-
unin vill semja við okkur fyrir 1.
júní þegar áætlað er að við göngum
út. Því verður haldið áfram núna
og markmiðið er að samningar tak-
ist fyrir þann tíma. Það er einlæg-
ur vilji bæði okkar og stofnunar-
innar að það gangi enda mega þeir
ekki missa okkur.“
Um 65% sjúkraliða
hafa sagd, upp störfum
Að sögn Guðrúnar hafa um 65%
sjúkraliða sagt upp störfum hjá
Landspítalanum við Hringbraut og
í Fossvogi. „Það er þegar komið los
á fólk,“ sagði hún. „Sumir ætla að
láta uppsagnirnar standa og fara í
önnur störf. Þegar svona lagað
gerist þá verður það oft til þess að
ýta við fólki.“
Sagði hún að á fundinum hefði
komið fram að fólk væri farið að
líta í kringum sig eftir öðrum og
betur launuðum störfum. Nefndi
hún sem dæmi að laun sjúkraliða
eftir 20 ára starf væru lægri en
starfsmanna á bensínstöðvum.
MIKIL og góð þátttaka var í átak-
inu Dæturnar með ívinnuna sem
efnt var til í gær í tengslum við
AUÐI í krafti kvenna, verkefni sem
miðar að því að auka hagvöxt á Is-
landi með því að hvetja konur til at-
vinnusköpunar.
I Reykjanesbæ létu tólf ungar
stúlkur að sér kveða við upphaf
bæjarstjórnarfundar er þær komu
sér fyrir í sætum bæjarfulltrúa og
báru fram tillögu um að bæjaryfir-
völd kanni möguleika á að náms-
efnið Látum drauminn rætast, sem
samið var í tengslum við AUÐI í
krafti kvenna, verði tekið til
kennslu í grunnskólum bæjarins.
Tillagan hlaut góðar undirtektir
meðal bæjarfulltrúa í Reykjanesbæ,
sem látið höfðu stúlkunum eftir
stjórnartaumana um stund. Á
myndinni má sjá Ellert Eiríksson
bæjarstjóra til hægri en í sæti hans
situr dóttir hans Guðbjörg Osk Ell-
ertsdóttir. Til vinstri er Thelma
Guðbjörg Theódórsdóttir en hún
sat í sæti Jóhanns Geirdals bæjar-
fulltrúa.
■ Fjöldi dætra/6
Þjóðmenningarhúsið opnað eftir 330 milljóna endurbætur
Gjörðabók þjóðfundar
1851 sýnd í fyrsta sinn
ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ verð-
ur opnað við hátíðlega athöfn í gamla
Safnahúsinu við Hverfisgötu á morg-
un. Húsið hefur verið endurnýjað að
utan og innan en það hefur verið gert
í fullu samræmi við alfriðun þess.
Framvegis verða ekki söfn í húsinu
heldur verður það opinbert sýning-
ar- og fundarhús, vettvangur kynn-
ingar á íslenskri sögu og menningar-
arfi.
Heildarkostnaður við endurbætur
Þjóðmenningarhússins er um 330
milljónir króna, eða 15 milljónir yfir
frumkostnaðaráætlun sem gerð var
árið 1997 og hljóðaði upp á 315 millj-
ónir. Jóhanna Hansen, verkíræðing-
ur hjá Framkvæmdasýslu n'kisins,
telur það tiltölulega vel sloppið og
segir mismuninn að miklu leyti skýr-
ast af verðbreytingum milli áranna
1997 og 2000. '
Kostnaður við endurbætumar er
greiddur úr Endurbótasjóði menn-
ingarbygginga.
■y f Jtj/troí’ /i t (ufmi ■jtm—ijJ,.,-y
Í' ,e*f /** f
n UjUf* •{*»**«>:
‘i-)a h/M Ufr fú/l,í ftnu lýjt,
\kxn * ót'ttvaU.wx ailx^u!
. / {uttt {/r / rtuiut í fuif Affnrny '.
íUnuitV tt /ffJe/,' uf nr jitf Mlnunt. in *f fú/ tv/*.
v.V /'o.ifeJ, ttnn
, / ' 07/'/ '? /
ert/wý/s ? Vt/ö'/tx/d *
inh 'J/ftf/tf/t /Mi /u,.
*» Auttitt ! („tu Úfjt
/ÁAíCUA.
Vttf d/
Morgunblaðið/Kristinn
Gjörðabók þjóðfundarins 1851
verður til sýnis í Þjóðmenning-
arhúsinu. Orð þingmanna, að
frumkvæði Jóns Sigurðssonar,
„Vér mótmælum allir!“ eru
táknræn fyrir þjóðfundinn og
hafa orðið fleyg.
Margir kjörgripir verða til sýnis í
Þjóðmenningarhúsinu. Þar má nefna
gjörðabók þjóðfundarins 1851 sem
kemur nú í fyrsta skipti fyrir al-
menningssjónir. Bókin geymir frum-
heimildir um þennan sögufræga
fund sem álitið er að hafi markað
þáttaskil í sjálfstæðisbaráttu þjóðar-
innar. Fundargerðina ritaði Bene-
dikt Gröndal skáld og er hún listilega
skrifuð.
Ometanlegar heimildir
Heimildir gjörðabókarinnar eru
taldar ómetanlegar um hina sögu-
legu atburði í Reykjavík er dönsk
stjórnvöld reyndu að innlima ísland í
Danmörku til frambúðar.
A þjóðfundinum settu leiðtogar Is-
lendinga, undir forystu Jóns Sig-
urðssonar forseta, fram kröfur sem
urðu grundvöllur sjálfstæðisbarátt-
unnar næstu áratugina.
■ Þjóðmenningarhús/E 1-4