Morgunblaðið - 11.05.2000, Page 2

Morgunblaðið - 11.05.2000, Page 2
2 FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Ný kjördæma- skipan samþykkt frá Alþingi ALÞINGI samþykkti í gær lög um kosningar til Alþingis en löggjöfin felur í sér breytingar á kjördæma- skipan, m.a. skiptingu Reykjavíkur í tvö kjördæmi. Þrír þingmenn Sjálfstæðisflokks, Guðjón Guðmundsson, Einar Oddur Ellefu ákærðir e-töflumáli * 1 RÍKISSAKSÓKNARI hefur gefið út ákæru á hendur 11 einstakiingum vegna aðildar að umfangsmiklu e- töflumáli, sem lögregla kom upp um í lok síðasta árs. Einn hinna ákærðu ber þyngstu sökina og er ákærður fyrir innflutning á tæpum 4 þúsund e-töflum en meðákærðu tengjast innflutningi fikniefnanna með einum eða öðrum hætti. Þrír ungir menn sitja enn í gæslu- varðhaldi vegna málsins. Héraðsdómur Reykjavíkur úr- skurðaði aðalsakborninginn í áfram- haldandi gæsluvarðhald til 21. júní í gær, en ákærði kom við sögu máls Kios Briggs hérlendis á sínum tíma. Briggs situr í fangelsi í Danmörku vegna e-töflumáls og hefur afplánað nærri helming fangelsisrefsingar ♦ ♦ ♦ Engin kona tilnefnd í Breiðafjarðarnefnd Ráðherra vill breytta skipan SIV Friðleifsdóttir umhverfis- ráðherra hefur farið þess á leit við tilnefningaraðila í Breiðafjarðar- nefnd að þeir endurskoði tilnefn- ingar sínar í ljósi 12. gr. jafnréttis- laga um jafnan rétt kvenna og karla en engin kona var tilnefnd í nefndina. f bréfi umhverfisráðuneytisins kemur fram að ráðuneytinu hafi borist tilnefningar allra til- nefningaraðila í Breiðafjarðar- nefnd og í Ijós hafi komið að engin kona hafi verið tilnefnd í nefndina. Af því tilefni sé þess góðfúslega far- ið á leit að tilnefningaraðilar end- urskoði tilnefningar sinar með hlið- sjón af 12. gr. jafnréttislaga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla og ályktun Alþingis frá 1998 um framkvæmdaáætlun um aðgerðir til að ná fram jafnrétti kynjanna. ■ Lægst hjá ráðuneytum/9 Kristjánsson og Einar K. Guðfinns- son, greiddu atkvæði gegn samþykkt frumvarpsins en 31 þingmaður greiddi atkvæði með því. Sex þing- menn sátu hjá við atkvæðagreiðsl- una, Kristinn H. Gunnarsson, Fram- sóknarflokki, Hjálmar Jónsson, Sjálfstæðisflokki, og Kolbrún Hall- dórsdóttir, Steingrímur J. Sigfús- son, Þuríður Backman og Ögmundur Jónasson, þingmenn Vinstrihreyf- ingarinnar - græns framboðs. 23 þingmenn voru fjarverandi. Alls urðu tíu frumvörp að lögum á fundi Alþingis í gær. Þeirra helst má nefna lög um persónuvernd og með- ferð persónuupplýsinga og lög um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum en þau síðamefndu fela í sér staðfestingu búvörusamnings Bændasamtakanna og ríkisins. Einnig var samþykkt frumvarp sem felur í sér breytingar á lögum um þjóðlendur, breytingar á upplýsinga- lögum, breytingar á lögum um brunavamir, lög um alþjóðaverslun með tegundir villtra dýra og plantna í útrýmingarhættu, lög um markaðs- setningu vistvænna og lífrænna af- urða, meðferð, vinnslu og dreifingu sjávarafurða og lög um gjaldmiðil Is- lands og Seðlabanka íslands. Sprenging og eldur í vélarrúmi fiskibáts Áhöfnin náði að slökkva eldinn og báturinn var dreginn til hafnar Hellissandi. Morgunblaðið. ELDUR kom upp í vélarrúmi vél- bátsins Þorsteins SH 145 frá Rifi um kl. 7 í gærmorgun þegar hann var á leið á miðin á Breiðafirði um eina mílu norðvestur af Hellissandi. Skip- verjar náðu að slökkva eldinn og var báturinn dreginn til hafnar. Að sögn skipstjórans á Þorsteini, Kristjáns Jónssonar, var hann einn í brúnni og aðrir skipverjar, fimm að tölu, í vistarveram sínum aftur í bátnum. Vélstjórinn var nýkominn upp úr vélarrúminu þegar mikil sprenging varð þar niðri og eldur gaus upp. Olíuleiðsla hafði farið í sundur og olía sprautast á pústgrein- ina sem er um 400 gráða heit og það valdið eldinum og sprengingunni. Áhöfnin gekk í það að loka öllum hurðum og loftinntökum að vélar- rúminu og loka fyrir olíurennsli til vélar. Slökkvibúnaður fór síðan í gang af sjálfú sér en hann er útbúinn með handvirkri gangsetningu. Allar talstöðvar urðu sambandslausar nema neyðartalstöðin og með henni Morgunblaðið/Hrefna Magnúsdðttir Þorsteinn SH við bryggju í Rifi í gær eftir að báturinn hafði verið dreginn til hafnar eftir eldsvoðann um borð í gærmorgun. náði skipshöfnin sambandi við vél- bátinn Friðrik Bergmann frá Ólafs- vík sem var þar skammt frá. „Áhöfnin fór fram á stefni til að forðast reykinn og sprengihættu og búa sig undir að fara í björgunarbát og yfirgefa skipið. Við sáum svo fljótt að eldurinn var slokknaður og þar með minnkaði hættan," sagði Kristján. Hann sagðist viss um að ef halon-slökkvibúnaðurinn hefði ekki Fjármálaráðherra við eldhúsdagsumræður á Alþingi Bregðast þarf við út- lánaaukningu bankanna GEIR H. Haarde, fjármálaráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokks- ins, sagði í almennum stjómmálaum- ræðum, sem fram fóra á Alþingi í gær, að útlánaaukning bankanna hefði verið óhófleg að undanfömu og að bregðast þyrfti við henni með öll- um tiltækum ráðum. Geir lagði hins vegar áherslu á að staða ríkisfjármála væri góð þótt vissulega yrði að vinna að því að treysta stöðuna enn meir. Fjármálaráðherra sagði efnahags- umræðuna að undanfömu nokkuð hafa snúist um það hvort aðhald í rík- isfjármálum væri nægilegt eða ekki. Umræðan missti hins vegar marks að því leytinu til að ríkisfjármálin væra ekki vandamál á íslandi. „Staðreynd- in er sú að óvíða er meira aðhald í þeim efnum heldur en hér, enda metafgangur á ríkissjóði og það jafn- vel þótt áhrif hagsveiflunnar séu und- anskilin,“ sagði Geir. Þetta væri mik- ilvægt að hafa í huga því sá misskilningur væri útbreiddur að af- ganginn af ríkissjóði mætti alfarið rekja til hagsveiflunnar. Það væri hins vegar einfaldlega rangt. „Vandinn er hins vegar frekar sá að hér á landi er nú mjög greiður að- gangur að lánsfjármagni, jafnt inn- lendu sem erlendu. Þetta er meðal annars fylgifiskur þess að fjármagns- flæðið hefur verið gefið frjálst milli landa og þar með era fjármálastofn- anir hér á landi komnar í virka sam- keppni við erlenda aðila. Útlánaaukn- ing bankanna hefur af þessum sökum verið óhófleg og við því þarf að bregð- ast með þeim ráðum sem tiltæk era.“ Halldór Ásgrímsson, utanríkisráð- herra og formaður Framsóknar- flokksins, tók undir orð fjármálaráð- herra í ræðu sinni í gær. Ljóst væri að útlán bankanna hefðu verið of mik- il. „í marsmánuði einum var útlána- aukning bankanna 17 milljarðar króna, eða meira en nemur afgangi af ríkissjóði á öllu þessu ári,“ sagði Hall- dór. „Útlánaaukningin hafði þá verið 24% á heilu ári. Þetta er of mikið og það er alveg ljóst að Seðlabankinn verður að grípa til aðgerða til að hemja þessa útlánaaukningu.“ 6% verðbólga óviðunandi Efnahagsmálin settu einnig svip á ræður talsmanna stjómarandstöð- unnar í gær. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingar, benti á að verðbólga væri nú komin í 6% en sagði að svo virtist reyndar sem Davíð Oddsson forsætisráðherra sæi engan mun á því hvort verðbólga væri 6% eða 2%, eins og hún var fyrir ekki löngu. 6% verðbólga væri hins farið í gang hefði mátt búast við að eldurinn hefði logað lengur, skips- höfnin verið í meiri hættu og skipið hefði skemmst meira. „Friðrik Bergmann var kominn til okkar eftir um 20 mínútur og tók okkur um borð án þess að við færum í björgunarbátinn og dró Þorstein til hafnar í Rifi,“ sagði Kristján. Skemmdir eru miklar í vélarrúmi og er talið að viðgerð taki langan tíma. vegar algerlega óviðunandi og velti Össur því fyrir sér hvar hún væri sú mjúka lending sem forsætisráðherra hefði talað um að ná í efnahagsmálun- um. Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, sagði margt benda til að stjórn efnahagsmála væri að fara úr böndunum. Þróun raungengis ís- lensku krónunnar væri á háskalegri braut, viðskiptahalli væri vaxandi sem og verðbólga. Sjálf hellti ríkis- stjómin olíu á eldinn með ýmsum óviturlegum ráðstöfúnum. „Davíð Oddsson - og ríkisstjóm hans - hlýt- ur nú eins og hún hefur að undan- fömu eignað sér góðærið, að axla ábyrgð á því með nákvæmlega sama hætti ef efnahagsstjómin fer í vask- inn,“ sagði Steingrímur. Sverrir Hermannsson, formaður Frjálslynda flokksins, vitnaði til við- varana Seðlabankans og annarra stofnana vegna verðbólguþróunar og viðskiptahalla. Allt kæmi hins vegar fyrir ekki því ríkisstjómin hunsaði allar viðvaranir og reyndi síðan að hylma yfir hinar köldu staðreyndir. „Þess era engin merki að ríkisstjóm- in ætli að taka sig á og veita við- spymu gegn þessum ófamaði,“ sagði Sverrir við umræðumar í gær. Sóttur á pólinn á morgun SPÁÐ er lágþrýstisvæði yfir norðurpólnum í dag og því verður ekki unnt að sækja Harald Örn Ólafsson fyrr en á morgun. Flugmaður hjá First Air-flugfélaginu tjáði bakvarðasveitinni að fallegt veður og gott skyggni yrði trúlega í kjölfar lágþrýsti- svæðisins og er stefnt að því að fijúga þá eftir Haraldi. Áætlunin er á þá leið að flogið verður frá Resolute Bay til Evreka í dag þar sem gist verður. Á morgun er síðan ráð- gert að halda á pólinn og taka eldsneyti á leiðinni á 86. gráðu og það þarf sömu- leiðis að gera á bakaleiðinni. Ekki er ljóst hvort leið- angurinn nær alla leið til Resolute Bay annað kvöld eða hvort gista þarf að nýju í Evreka en það ræðst einnig af veðurfari. Mikið af farangri bak- varðasveitarinnar, sem flaug út á þriðjudag, m.a. kulda- fatnaður, varð eftir í Boston. Búist var við að farangurinn næði til Resolute Bay í dag og verður þá strax haldið af stað til Evreka. Sérblöð í dag Morgunblaðinu í dag fylgir tímaritið 24-7. Útgefandi: Alltafehf. Ábyrgðarmaður: Snorri Jónsson Reynir í mark Aftureldingar / C1 Sigurður gerðj 2ja ára samning við ÍA / C1 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.