Morgunblaðið - 11.05.2000, Side 8
8 FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 2000
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Umræðuþátturinn frægi:
Þú berð ábyrgð á þessu. Þingprestuirnn segir að það þurfi
ekkert að fara eftir því sem stendur í biblíunni, góði.
Þú kaupir Luxor, Beko eða Sharp sjónvarp hjá okkur fyrir söngvakeppnina,
veðjar á sætið sem þú heldur að íslenska lagið lendi í og færð tækið
endurgreitt ef þú hefur rétt fyrir þér. Þannig er næsta víst að einhver fagnar
á laugardaginn, hvernig sem fer.
www.ormsson.is
Námstefna um vistferilsgreiningu
Umhverfisþætt-
ir kannaðir
Helga R. Eyjólfsdóttir
NORRÆN nám-
stefna um vistfer-
ilsgreiningu verð-
ur haldin dagana 15. til 16.
maí á Grand Hótel í
Reykjavík. Fjölmargir er-
lendir og innlendir fyrirles-
arar munu halda erindi
sem tengjast vistferli vöru.
Helga R. Eyjólfsdóttir
gæðastjóri hjá Rf (Rann-
sóknastofnun fiskiðnaðar-
ins) hefur ásamt Evu
Yngvadóttur haft með
höndum undirbúning fyrir
ráðstefnuna. En hvert
skyldi markmið hennar
vera?
„Markmiðið er að kynna
vistferilsgreiningu (Life
Cycle Assessment), sem er
nýstárleg rannsóknarað-
ferð, fyrir fulltrúum nor-
ræns fiskiðnaðar í von um að vekja
áhuga þeirra fyrir aðferðafræðinni
og fyrir hugsuninni sem að baki
býr.“
- Hvað er vistferilsgreining
nánar til tekið?
„Vistferilsgreining er aðferð
sem miðar að því að greina heildai-
umhverfisáhrif í framleiðsluferli
tiltekinnar vöru og þetta er gert
með því að greina aðföng (orku- og
efnanotkun) í öllu ferlinu sem þarf
til að framleiða ákveðna einingu,
eins og t.d. eitt kílógramm af sjó-
frystum þorskflökum. Markmiðið
með þessu er að finna þá þætti í
ferlinu sem mest neikvæð áhrif
hafa á umhverfið og finna leiðir til
að minnka þá. Þetta gildir allt frá
hráefnisöflun, vinnslu, pökkun,
flutningum, dreifingu og til förg-
unar.“
- Er þetta ný aðferð?
„Þetta er tiltölulega ung rann-
sóknaraðferð eða vísindagrein en
hún hefur rutt sér til rúms víða um
heim í kjölfar aukinnar vitundar
almennings um umhverfi sitt og sí-
fellt fleiri alþjóðleg fyrirtæki nota
hana sem verkfæri til þess að
framleiða umhverfisvænni vörur.
Neytendur gera í síauknum mæli
kröfur um að fá að vita að fram-
leiðsla þessarar ákveðnu vöru
skaði ekki umhverfið og þess
vegna teljum við að umhverfis-
merkingar á sjávarafurðum muni
koma og forsenda fyrir slíkum
merldngum er að vita nákvæmlega
hver heildarumhverfisáhrif vöru
eru og þar getur vistferilsgreining
gefið mikilvægar upplýsingar.“
- Hafíð þið unnið við umhverfís-
verkefni af þessu tagi fram til
þessa?
„Rf hefur í samstarfi við Iðn-
tæknistofnun unnið undanfarin ár
að verkefnum sem tengjast um-
hverfisvænu atvinnulífi og þar ber
helst að nefna þróun hreinni fram-
leiðslutækni sem er verkefni sem
sex stór fiskvinnslufyrirtæki tóku
þátt í á árunum 1994 til 1998. Þar
var haft að markmiði að nýta betur
hráefni, minnka vatns- og orku-
notkun og minnka úrgang. Og
núna hafa þessar stofnanir fengið
styrk frá Rannsóknarráði til þess
að vinna að verkefni um
vistferilsgreiningu á
þorskafurðum. Rf sér
um verkefnastjómun í
þessu verkefni. Til-
gangurinn er að finna
þá þætti í ferlinu sem
hafa neikvæðust áhrif á
umhverfið og finna leiðir til þess að
draga úr þeim með því eins og fyrr
sagði að greina orku- og efnanotk-
un vörunnar frá „vöggu til graf-
ar“.“
- Hvaða umfjöllunarefni ber
hæst á ráðstefnunni nk. mánudag
ogþriðjudagá Grand Hótel?
„Fyrri dagur ráðstefnunnar er
► Helga R. Eyjólfsdóttir fæddist
í Reylgavík 12. apríl 1964. Hún
lauk stúdentsprófi frá Mennta-
skólanum í Reykjavík 1984 og
mastersprófi í efnaverkfræði frá
háskólanum í Lundi 1991. Hún
starfaði á umhverfisdeild Volvo
eftir námslok og einnig hjá
sænsku matvælastoftiuninni SIK
í Gautaborg. Hún hóf störf hjá
Rannsóknastofnun fiskiðnaðar-
ins 1995 og hefur verið gæða-
stjóri hjá stofnuninni frá 1999.
Helga á tvær dætur, sex og átta
ára.
tileinkaður fiskiðnaði og ætlaður
fulltrúum frá honum, en seinni
dagurinn er meira hugsaður fyrir
vísindamenn sem starfa á þessu
sviði eða hafa áhuga á því. Við höf-
um fengið til okkar fiilltrúa nor-
ræns fisMðnaðar, t.d. Svante
Svensson frá OrMa Foods í Noregi
og Kristofer Sune frá Abba í Sví-
þjóð, til þess að segja frá hvemig
þessi aðferðafræði hefur nýst í
stórfyrirtækjum eins og t.d. Abba
til þess að gera fyrirtæMð um-
hverfisvænna og einnig mun Alda
Möller matvælafræðingur og ráð-
gjafi tala um atriði er tengjast
markaðssetningu sjávarafurða,
þessir fyrirlestrar verða fyrri dag
ráðstefnunnar. Seinni daginn
munu vísindamenn sem hafa starf-
að að vistferilsgreiningu um
skamma eða lengri tíð ræða um
stöðu vistferilsgreiningar í fisMðn-
aði, möguleika hennar og þörfina á
rannsóknum.“
- Eru umhverfísmál að fá aukna
þýðingu í sambandi við markaðs-
setningu á íslenskum sjávarafurð-
um?
„Mín skoðun er sú að almenn-
ingur er orðinn vel meðvitaður um
umhverfisvemd í víðu samhengi.
FyrirtæM sjá sér orðið hag í að
bæta ímynd sína með framleiðslu
umhverfisvænna vara og styrkja
ímynd sína á markaðnum á þann
hátt. Umhverfismerldngar á vör-
um verða æ algengari en þær em
ætlaðar til að kaupendur geti gert
sér betri grein fyrir hvemig varan
er framleidd og það er engin
spuming um að á næstu
ámm verða gerðar
auknar M-öfur í þessum
efnum. Erlendir aðilar,
sem miMa reynslu hafa
í þessu fagi, hafa bent á
að íslendingar hafi alla
burði til að vera til fyr-
irmyndar í umhvei-fismálum, það
sem helst skortir á er fræðsla og
upplýsingar og ráðstefna okkar er
t.d. kjörinn vettvangur til að reyna
að bæta úr þessu. Skráning á ráð-
stefnuna er hjá Úrvali-Útsýn og
einnig má sjá nánari upplýsingar á
heimasíðu Rf, sem er www.rfisk,-
Vistferils-
greining er tii-
tölulega ung
rannsóknar-
aðferð