Morgunblaðið - 11.05.2000, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 2000 9
FRÉTTIR
Hlutfall kvenna úr 16,6% í 25,6% í nefndum
ráðuneytanna á 10 árum
Lægst hjá ráðuneytum land-
btínaðar- og samgöngumála
Fjöldi kvenna og karla í opinberum nefndum,
stjórnum og ráðum um síðustu áramót og
hlutfall kvenna af heildarfjölda nú og 1990
••
ráðuneytum r-joiai alls Konur Karlar 2000 á1990
Dóms- og kirkjumálar. 236 50 186 21,2% 6,5%
Félagsmálaráðuneyti 370 137 233 37,0% 22,5%
Fjármálaráðuneyti 662 134 528 20,2% 16,2%
Forsætisráðuneyti 182 37 145 20,3% 7,1%
Heilbr.- og trygg.málar. 582 221 361 38,9% 21,1%
Iðnaðar- og viðskiptar. 498 86 412 17,3% 4,1%
Landbúnaðarráðuneyti 307 31 276 10,1% 5,6%
Menntamáiaráðuneyti 1.736 557 1.179 32,1% 29,3%
Samgönguráðuneyti 294 33 261 11,2% 8,3%
Sjávarútvegsráðuneyti 153 23 130 15,0% 6,4%
Umhverfisráðuneyti 316 67 249 21,2% 5,5%
Utanríkisráðuneyti 80 13 67 16,3% 6,2%
SAMTALS 5.416 1.389 4.027 25,6% 16,6%
HLUTFALL kvenna í opinberum
nefndum, stjórnum og ráðum á veg-
um ríkisins hefur vaxið úr 16,6% árið
1990 í 25,6% á þessu ári. Hlutfall
kvenna er í dag hæst í heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytinu eða
38,9% en lægst í landbúnaðarráðu-
neytinu, 10,1%.
Petta kom fram í svari Páls Pét-
urssonar félagsmálaráðherra við
fyrirspurnum Helgu A. Erlingsdótt-
ur, þingmanns Vinstri hreyfíngar-
innar - græns framboðs, um hlutfoll
kynja í stjórnum, nefndum og ráðum
á vegum opinberra aðila. Hlutur
kvenna hefur hækkað hjá öllum
ráðuneytunum á síðustu 10 árum.
Hefur hann fjórfaldast í iðnaðar- og
viðskiptaráðuneyti og umhverfis-
ráðuneyti. I tveimur ráðuneytum,
dóms- og kirkjumálaráðuneyti og
forsætisráðuneyti, hefur hlutur
kvenna nær þrefaldast og er nú um
og yfir 20%. í heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðuneytinu hefur hlutur
kvenna tvöfaldast frá árinu 1990 og
það sama er uppi hjá félagsmála-
ráðuneytinu. Hlutur kvenna er
lægstur í landbúnaðarráðuneytinu,
10,1%, en hefur tvöfaldast frá árinu
1990 og í samgönguráðuneyti er
hlutfall kvenna næstlægst eða
11,2%.
Félagsmálaráðherra
skipar flestar konur
Spurt var einnig hverjir tilnefndu í
stjómir, nefndir og ráð þegar um
slíkt væri að ræða og voru innheimt
svör við því hjá hverju og einu ráðu-
neyti. Greint var milli nefndarmanna
sem tilnefndir eru af Alþingi, hags-
munaaðilum, viðkomandi ráðherra
og ráðuneyti eða öðrum ráðuneytum.
Þegar litið er á skipanir einstakra
ráðherra kemur í ljós að félagsmála-
ráðherra og umhverfisráðherra
skipuðu hæst hlutfall kvenna. Hjá fé-
lagsmálaráðherra var hlutfall
kvenna 41,5% en 41% hjá umhverfis-
ráðherra. Þá eru konur yfir 30%
þeirra sem skipaðar hafa verið á veg-
um heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðherra, menntamálaráðherra og
fjármálaráðherra. Lægst hlutfall var
hjá utanríkisráðherra eða 9%. Alls
skipa ráðherrar án tilnefningar um
20% þeirra sem sitja í stjómum,
nefndum og ráðum á vegum ráðu-
neytanna og em konur um 29% af
þeim hópi.
516 rikisjarðir á forræði landbtínaðarráðuneytisins
Tekjur 150 milljónir og*
kostnaður 249 milljónir
TEKJUR ríkissjóðs af rOdsjörðum á
forræði landbúnaðarráðuneytisins
vora 150 milljónir króna á síðasta ári
en gjöld 249 milljónir. Alls era 516
jarðir á forræði landbúnaðarráðu-
neytisins.
Þetta kom fram í svari Guðna
Ágústssonar landbúnaðarráðherra
við fyrirspumum Drífu Hjartardótt-
ur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins,
en hún spurði einnig um skil á vottuð-
um landbúnaðarafurðum, skilaverð til
bænda fyrir framangreindar afurðir
og útflutning á fullunnu dilkakjöti.
Á síðasta ári höfðu 29 bændur feng-
ið vottun lífrænnar framleiðslu mat-
væla og 388 vottun framleiðslu vist-
vænna matvæla, aðallega kindakjöts.
Af þeim sem höfðu vottun um lífræna
framleiðslu vora 12 framleiðendur
sauðfjárafurða, 14 framleiddu mat-
jurtaafurðir og þrír vora mjólkur-
framleiðendur
Skilaverð samkomulagsatriði
I svari landbúnaðamáðherra kom
fram að skilaverð til bænda fyrir líf-
rænar og vistvænar afurðir væri sam-
komulagsatriði milli framleiðenda og
afurðastöðva. Ekki væra tiltækar
upplýsingar um skilaverð fyrii- vist-
vænt vottað dilkakjöt en skilaverð á
kíló fyrir útflutt lífrænt dilkakjöt
hefði verið á bilinu 200 til 240 kr. á síð-
asta ári. Þá greiða afurðastöðvar 15%
hærra verð fyrir lífræna mjólk en
hefðbundna.
Árin 1995 til 1999 voru flutt út 6 til
22 tonn af fullunnu dilkakjöti og var
skilaverð að meðaltali frá 254 krónum
til 334 króna hvert ár.
Ríkisjarðir á forræði landbúnaðar-
ráðuneytisins era 516 og eru þær
flestar í Ámessýslu eða 57, 56 í Suð-
ur-Múlasýslu, 49 í Rangárvallasýslu
og 40 í Vestur-Skaftafellssýslu. Yfir
30 jarðir era í Eyjafjarðarsýslu, Suð-
ur-Þingeyjarsýslu og Norður-Múla-
sýslu. Flestar era þessar jarðir nýttar
af bændum eða 319, 85 era í eyði, 72
era nýttar af öðram og 40 nýttar af
undirstofnunum ráðuneytisins. Arin
1991 tU 200 hefur ríkið selt 127 jarðir,
fjórar tU 25 á ári hverju og á sama
tíma keypti rfldð 21 jörð.
Ekki fékkst svar við því hversu
milrið hefldarsöluverðmæti rfldsjarða
hefði verið á núgfldandi verðlagi og
var bent á að meta yrði hverja jörð til
að fá þær upplýsingar, m.a. ræktun,
mannvirki og hlunnindi.
Sjö ríkisjarðir til sölu
Áætlað er að selja á þessu ári sjö
ríkisjarðir og verður leitað tilboða í
þær. Jarðirnar era: Dalir II, Eyjar II
og Hjalli í Suður-Múlasýslu, Eystri-
Torfastaðir II og Kvoslækur í Rang-
árvallasýslu og Hrærekslækur og
Kirkjubær í Norður-Múlasýslu.
Þá er heimild í fjárlögum ársins til
að selja 14 jarðir tíl viðbótar en ekki
hefur verið ákveðið hvort þær heim-
ildir verða nýttar. Þessar jarðir era:
Blábjörg í Suður-Múlasýslu, Digur-
holt í Austur-SkaftafeUssýslu, Fram-
nes og Lyngholt í Strandasýslu,
Geitafell í Vestur-Húnavatnssýslu,
Gufudalur I og II, Minni-ÓlafsvelUr
og Reykjakot í Ámessýslu, Hólsland í
Snæfellsnessýslu, Kotmúli í Rangár-
vallasýslu, Nýrækt í Skagafjarðar-
sýslu, Setberg og Straumur í Dala-
sýslu og Þverá í Eyjafjarðarsýslu.
Kringlan 4-12
sfmi 533 5500
Viza
SAUMAGALLERY
Hamraborg 7,
200 Kópavogi
sími/fax 564 4131
BUTASAUMSEFNI
HVERGI ÓDÝRARA
ÚRVALIÐ ER GOTT
Ljósakrónur
Borðstofusett
__ ./tifíB
ÆUofnnö 1974> munír
Bókahillur
*
Ikonar
S
Urval af borðstofuhúsgögnum
Antíkmunir, Klapparstíg 40, sími 552 7977.
Tískujakkar og
buxur með borða
Barnakot
Kring|Unn\4-6sírm 588 1340
Engladagar
20% afsláttur
af englum
í þrjá daga
Ótrúlegt úrval
Ath. opið til kl. 21 í kvöld
%?7d versV^
1928, á horni Laugavegs og Klapparstígs, sími 552 2515.
BLUE EAGLE
• • • mkm
við Óðinstorg
101 Reykjavík
sími8S3 5177
JOBIS
JAEGER
BRAX
GISPA