Morgunblaðið - 11.05.2000, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 2000 1 3
FRÉTTIR
Tryggvaskálí, Selfossi.
Gistihúsið, Egilsstöðum.
Húsfriðunarsj óður
styrkir verkefni
Á FUNDI Húsfriðunarnefndar rík-
isins nýlega voru samþykktar
styrkveitingar úr Húsfriðunarsjóði
fyrir árið 2000. Veittir voru 164
styrkir, samtals að upphæð
56.200.000 kr., aðallega til endur-
bygginga og viðhalds gamalla húsa
um land allt.
Sú nýbreytni var tekin upp árið
1996 að leitast við að veita tiltölu-
lega stóra styrki, að upphæð ein
milljón hvern, til verkefna í hverj-
um landshluta í samræmi við
stefnumörkun Húsfriðunarnefndar.
Þessi styrkur hefur nú verið hækk-
aður í 2.250.000 kr. Eftirtalin hús
fengu slíkan styrk:
Dómkirkjan í Reykjavík, bygg-
ingarár 1796; Þingeyrarkirkja við
Dýrafjörð, byggingarár 1911; Gisti-
húsið Egilsstöðum, byggingarár
1903; Tryggvaskáli Selfossi, bygg-
ingarár 1890 og Syðrabæjarhúsið í
Hrísey, byggingarár 1886.
Húsafriðunarnefnd stjómar
Húsafriðunarsjóði en hlutverk
sjóðsins er að veita styrki til við-
halds og endurbóta á friðuðum hús-
um og mannvirkjum. Þá eru veittir
Dómkirkjan í Reykjavík.
styrkir til húsa sem hafa menning-
arsögulegt eða listrænt gildi að
mati nefndarinnar. Ennfremur
styrkir sjóðurinn gerð húsakannana
og rannsóknir á íslenskum bygg-
ingararfi og útgáfu þar að lútandi.
Ritið „Islensk byggingararfleifð
II, varðveisluannáll“ eftir Hörð
Ágústsson kemur út á árinu ásamt
ritinu „Skrá yfir friðuð hús, lög,
reglugerðir og samþykktir" í ritröð
Húsafriðunarnefndar um viðgerðir
gamalla húsa. Áður eru útkomin
ritin „Trégluggar", „Gömul timbur-
hús, útveggir, grind og klæðning“
og „Leiðbeiningar um gerð bæja-
og_húsakannana“.
I Húsafriðunarnefnd sitja Þor-
steinn Gunnarsson arkitekt, for-
maður, Guðrún Kristinsdóttir, for-
stöðumaður Minjasafns Akureyrar,
Guðmundur Gunnarsson arkitekt,
Magnús Karel Hannesson, fyrrver-
andi oddviti Eyrarbakkahrepps og
Margrét Hallgrímsdóttii’ þjóð-
minjavörður.
Framkvæmdastjóri Húsafriðun-
arnefndar er Magnús Skúlason
arkitekt.
Þingeyrarkirkja við Dýrafjörð.
Syðrabæjarhúsið í Hrísey.
Garðverkfætí 03 garðáhöld á góðu verði
- EINNIG EITT MESTA ÚRVALIÐ AF GASGRILLUM
OO
^ Char-Broil
23.900
Gaskútar fylgja ekki
Mosatætari (fyrir sláttuvélar) aðeins 930-
Slönguvagnar frá aðeins 2.987-
Fíflajárn kosta aðeins frá 159-
Hekk-klippurnar vinsælu, frá 2.332-
Járnkarlar frá aðeins 3.089-
HAKAR - SLEGGJUR - SLÖNGUVAGNAR - SLÖNGUHENGI - SLÖNGUTENGI - ORF ÚR ÁLI _________________
PLASTFÖTUR - PLÖNTUGAFFLAR - ARFAKLÓRUR - PLÖNTUSKEIÐAR - HANSKAR O.FL. Grandagarði 2, Rvík, sími 580-8500. Opið virka daga 8-18 og laugardaga 10-14
PÓSTSENDUM SAMDÆGURS