Morgunblaðið - 11.05.2000, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 11.05.2000, Qupperneq 14
14 FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Nýtt blað um flugmál hefur göngu sína KOMIÐ er út tímaritið Flugið en út- gefandi þess er Flugmálaútgáfan. Að henni standa flugmennirnir Pórir Kristinsson og Guðmundur St. Sig- urðsson og segja þeir ætlunina að blaðið komi út tvisvar á ári. „Við viljum hleypa lífi í útgáfu og umfjöllun um flug og tilefnið er með- al annars það að í september á síð- asta ári var 80 ára afmæli flugsögu á íslandi,“ segja þeir Guðmundur og Þórir í samtali við Morgunblaðið. Fyrsta tölublaðinu er dreift end- urgjaldslaust til atvinnuflugmanna, flugvirkja og flugumferðarstjóra og liggur það frammi á bensínstöðvum og hefur verið sent í skóla og víða út um landið. „Kostnaður við fyrsta blaðið er greiddur með auglýsingum en síðan er ætlunin að selja blaðið í áskrift." Meðal efnis er viðtal við Arngrím Jóhannsson, stjómarformann Atl- anta, fjallað er um svifflug, áhrif kvefs á flugliða, flug að vetrarlagi, ýmsar fréttir og fjöldi mynda prýðir blaðið. En er það ekki bjartsýni að standa að útgáfu sem þessari? Mikið að gerast í fluginu „Það er mikill áhugi á þessu sviði og það er mikið að gerast í fluginu. Þess vegna teljum við grundvöll fyr- ir útgáfu á blaði sem getur bæði flutt fróðleik og skemmtun fyrir alla áhugamenn um flugmál og lesefni fyrir þá sem starfa við flug,“ segja útgefendumir. Þeir era báðir flug- menn á B757 þotum hjá Flugleiðum og segjast hafa leitað víða eftir lið- veislu við útgáfuna. Þess má að lokum geta að starf- rækt er heimasíða í tengslum við blaðið www.design.is/flugid og er þar að finna allar upplýsingar um blaðið. Morgunblaðið/RAX Útgefendur nýja tímaritsins eru Guðmundur St. Sigurðsson (t.v.) og Þórir Kristinsson. Morgunblaðið/Markant Menningarmiðstöðin er vel staðsett í Gimli. Á myndinni eru Neil Bardal, ræðismaður íslands í Winnipeg og Larry Ragnar Kristjánsson, umsjónarmaður framkvæmda. Islensk menningarmið- stöð í Gimli opnuð í haust FRAMKVÆMDIR við íslenska menningarmiðstöð í Gimli í Kanada era langt komnar en stefnt er að því að taka bygginguna í notkun í október í haust að viðstöddum Davíð Oddssyni forsætisráðherra. Nýja húsið kemur til með að hýsa fjölþætta starfsemi. Á jarð- hæð verður menningarmiðstöð þar sem lögð verður áhersla á að skapa aðlaðandi umhverfi fyrir gesti sem vilja njóta íslenskrar menningar og kynnast sögu Vestur-íslendinga í Kanada. Áformað er að þarna verði minjagripaverslun og íslenskt kaffihús. Vestur-íslenska minja- safnið verður þar til húsa og fyrir- hugað er að setja upp sýningu þar sem aðaláhersla verður lögð á sögu landnáms Islendinga í Nýja-Is- landi. Saga þess er um margt ein- stæð því að í 12 ár, frá 1875-1887, var samfélag íslendinga við Mani- toba-vatn algerlega undir stjórn íslendinga. Slíkt fyrirkomulag var hvergi viðhaft annars staðar í Kan- ada á síðustu öld. Á sýningunni verður beitt nýjustu tækni við að koma efninu á framfæri við gesti. Þar verður einnig aðstaða til flutn- ings tónlistar, leiklistar og kvik- mynda. Einnig verða í húsinu skrifstofur Lögbergs-Heimskringlu, ræðis- manns íslands og Þjóðræknisfé- lagsins. Ibúðir fyrir aldraða á efri hæðum Á efri hæðum hússins verða 55 söluíbúðir fyrir aldraða á vegum Betel-stofnunarinnar, sem rekið hefur elliheimili fyrir Vestur-Is- lendinga í 85 ár. Það voru konur af vestur-íslenskum ættum sem fyrst- ar söfnuðu fjármunum til stofnunar elliheimilis í Gimli. Á elliheimilinu búa í dag margir Vestur-íslending- ar sem tala fullkomna íslensku. Menningarmiðstöðin er staðsett við Winnipeg-vatn með útsýni yfir höfnina og miðbæinn og er húsið á fimm hæðum. Fjölskylduþjónusta Reykjavíkurborgar í Grafarvogi hefur gengið til sam- starfs við fyrirtækið Rittækni um verndun og dulkóðun viðkvæmra gagna Gögnin dulkóðuð inni á tölvukerfí Miðgarðs FYRIRTÆKIÐ Rittækni hefur verið að vinna með Miðgarði, fjöl- skylduþjónustu Reykjavíkurborg- ar í Grafarvogi, að verndun gagna á tölvum. Miðgarður fer með öll málefni, sem tengjast Grafarvogsbúum, þar á meðal barnaverndarmál, en tölvunefnd fór nýlega fram á að sveitarstjórnir gerðu grein fyrir hvernig meðferð upplýsinga um þau væri háttað. Með fyrirkomu- laginu, sem verður í Miðgarði, er stefnt að því að hafa sem minnst af gögnum á pappír, heldur verða þau vistuð dulkóðuð á tölvukerfi Miðgarðs. Engin gögn varðandi viðskiptavini Miðgarðs eru tekin út, heldur eru gögn skráð á far- tölvu, sem er dulkóðuð, þegar farið er að vinna úti í bæ. Hafist handa við verkefnið fyrir hálfu ári Sigurður Erlingsson, fram- kvæmdastjóri Rittækni, segir að fyrsta skrefið í þessum efnum hafi verið stigið fyrir rúmlega hálfu ári þegar sett var dulkóðun á fartölvu, sem sálfræðingar hjá Miðgarði nota þegar þeir fara á fundi vegna Hægt að ákveða aðgengi einstakra starfsmanna viðskiptavina. Þar eru öll gögn dulkóðuð með 128 bita dulkóðun og gögn því aðeins aðgengileg fyr- ir þá, sem hafa lykilorð að tölv- unni. Næsta skrefið að taka upp snjallkort „Þetta er dulkóðað á vélinni og kerfið læsir á þann, sem reynir þrisvar að komast inn án þess að hafa lykilorðið," segir Sigurður. Að hans sögn er næsta skrefið að starfsmenn fái snjallkort, sem mun veita aðgang að tölvukerfi og gagnagrunni þar sem haldið sé ut- an um þessi gögn og önnur hjá Miðgarði. Hafist verður handa við það í þessum mánuði. Hann segir að þetta sé gert þannig að nýtt lyklaborð með snjallkortalesara sé sett á tölvuna. Þegar kveikt sé á tölvunni biðji hún strax um snjallkortið og þegar það sé komið í lesarann þurfi að slá inn lykilorð. Með réttu lykilorði opnist aðgangur viðkomandi að tölvukerfinu og hann getur verið mismikill eftir einstaklingum. 011 viðkvæm gögn í tölvukerfinu eru dulkóðuð og aðeins þeir, sem eru skilgreindir með aðgang, komast að þeim. Þannig er hægt að ákveða hvort leyfilegt sé að prenta við- komandi gögn út, vista þau á disk eða senda í tölvupósti og tryggja að viðkvæm gögn geti ekki farið á flakk. Vildu uppfylla hugsanlegar kröfur tölvunefndar Sigurður segir að þessi viðbún- aður sé fremur hugsaður fyrir fyr- irtæki, sem séu að vernda við- skiptaleyndarmál og væri hægt að stjórna aðgangi manna, sem til dæmis væru að hætta hjá viðkom- andi fyrirtæki. Hann bætir við að talið sé að 60% tölvuglæpa séu fólgin í stuldi viðskiptaleyndar- mála. „Miðgarður leitaði til okkar með gagnagrunninn," segir Sigurður. „Þeir vildu uppfylla hugsanlegar kröfur tölvunefndar." Hann segir að búnaðurinn, sem væri verið að setja upp hjá fjöl- skylduþjónustunni í Grafarvogi væri með ITSEC-vottun (stendur fyrir infotechsecurity). Sá staðall nær frá E1 upp í E7 og þarf að hafa vottun ITSEC E2 til E4 til að verða samþykktur í Evrópu ef nota á hann til persónuverndar. Sigurður segir að aðeins sé notað- ur hug- og vélbúnaður með vottun ITSEC E2 til E4 hjá Rittækni. Hann segir að Rittækni sé í samstarfi við þýska tölvufyrirtæk- ið Utimaco. Það sér um öryggi varðandi skráningu inn á tölvu- kerfi Evrópusambandsins og send- ingu á gögnum frá því. Utimaco hefur einnig unnið fyrir ýmsa banka og stofnanir í Evrópu, þar á meðal Dresdner Bank í Þýskalandi og Barclays á Bretlandi. Rittækni var stofnuð 1985 og var þá með þjónustu á skrifstofu- búnaði. Fyrir tveimur árum fór fyrirtækið út í gagnavernd og tölvuöryggi. Forsetakjör fer fram 24. júní Framboð berist fyrir 19. maí FORSÆTISRÁÐUNEYTIÐ hefur aujglýst framboð og kjör forseta Islands, sem skal fara fram 24. júní nk. Framboðum skal skila til dóms- og kirkjumálaráðuneyt- isins, ásamt samþykki forseta- efnis, nægilegri tölu meðmæl- enda og vottorðum yfirkjör- stjórnar um að þeir séu kosningabærir í síðasta lagi 19. maí nk. eða fímm vikum fyrir kjördag. * VIS bannað að bera ið- gjöld sín og FIB saman SAMKEPPNISRÁÐ hefur bannað Vátryggingafélagi íslands hf. (VÍS) að bera iðgjöld bifreiða- trygginga hjá Félagi íslenskra bif- reiðaeigenda (FÍB) saman við bif- reiðatryggingaiðgjöld VÍS. Samkeppnisráðið telur auglýs- ingu sem VIS birti í Morgunblað- inu 5. nóvember sl. vera villandi og ósanngjarna gagnvart keppinaut og neytendum. Þar voru iðgjöld bifreiðatrygginga hjá FÍB borin saman við bifreiðagjöld VIS sem miðast við viðskiptavini með F+ fjölskyldutryggingu. Það er sá samanburður sem Samkeppnisráð hefur nú bannað VIS að beita.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.