Morgunblaðið - 11.05.2000, Side 18

Morgunblaðið - 11.05.2000, Side 18
18 FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ V öruflutning- ar á Flúðaleið í 20 ár Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Pálmar Þorgeirsson með nýjasta flutningabíl sinn, Volvo FM-12. Hrunamannahreppi - Það er mik- ils virði hverju byggðarlagi að hafa örugga flutningaþjónustu þar sem traustir menn annast flutninga til og frá viðkomandi sveitarfélagi. Þessir dugmiklu bílstjórar, sem eru eins konar konungar veganna, leggja sig fram um að koma vörum á áfangastað, í hvernig veðrum og færð sem er, til eða frá sínum kaupstað, kauptúni eða sveit. Einn slíkur er á Flúðum en það er Pálmar Þorgeirsson. Hann hef- ur annast vöruflutninga hingað í Hrunamannahreppinn og ná- grannasveitir í 20 ár. Hann tók við af Guðmundi Sigurdórssyni sem veitti þessa þjónustu farsællega í 26 ár. Af því tilefni, og sem Pálmar var að taka í notkun nýjan vöruflutn- ingabíl, bauð hann síðastliðinn laugardag til sín hópi þjónustu- og viðskiptaðila og aðra þá sem hafa aðstoðað við starfsemi hans síðast- liðna tvo áratugi. Þjónustufyrir- tæki hans, Flúðaleið ehf., sem hann rekur ásamt eiginkonu sinni Ragnhildi Þórarinsdóttur, hefur nú fjóra flutningabíla í rekstri sem flytja margvíslegar þungavörur, þar af einn ársgamlan með aft- anívagn sem hægt er að lengja upp í 22 metra. Sá bíll kemur sér vel til flutninga á aðföngum og fullunnum vörum frá Límtrésverksmiðjunni á Flúðum og Yleiningu í Reykholti í Biskupstungum. Dæmi eru um að límtrésbitar séu um og yfir 30 metra langir en Pálmar annast alla flutninga fyrir Límtré hf. Fyrir- tæki hans annast einnig, meðal annars, áburðaflutninga í hreppinn og nokkrar nágrannasveitir en það er mikið magn. Pálmar flutti allt grænmeti héð- an úr sveitinni til ársins 1994 en þá tóku framleiðendur sjálfir við þeim flutningum. í þau 20 ár sem fyrirtæki hans hefur starfað hefur hann keypt átta Volvo-vöruflutn- ingabíla, þar af fimm af þeim nýja. Fórí 1. maí- göngn og fann úti- gengið fé Borgarfirði eystri - Nýlega heimti Andrés Hjaltason, bóndi í Njarðvík, útigengnar ær með tveimur lömbum. Tildrög þess að féð fannst voru þau að Andrés ákvað að fara 1. maí-gönguna út á Brimnes, sem er norðan við Njarðvík og er í daglegu tali oft nefnd Kögur eftir Kögurvita sem þar stendur. Úti á nesinu sá Andrés ána sem hann sakn- aði af fjalli í fyrrahaust ásamt tveimur lömbum, hrút og gimbur. Gimbrin var nýborin og ærin með lambi. Virtist féð vel á sig komið eftir veturinn og ráðgerir Andrés að sækja það einhvern næstu daga. Morgunblaðifl/Davlð Pétursson Vatnavextir í Borgarfirði Grund - Brúarsmiðirnir við Grímsó urðu óþreifanlega varir við feikna- legt flóð í Grímsó eftir úrfelli sunnudagsins 7. maí og aðfaranótt mánudagsins 8. maí. Búið var að aka fyllingu undir syðri brúarendann og út ó klett í ónni, sem var um það bil 20-30 metra fró órbakkanum. Á fylling- unni stóð rafstöð og lítill olíutankur. Þegar brúarsmiðirnir sóu að í ánni óx jafnt og þétt, þorðu þeir ekki annað en að festa rafstöðina og tankinn með stálvírum í brúarbit- ana. Sú fyrirhyggja borgaði sig, því fáum tímum seinna ruddi áinn mest allri fyllingunni í burt, en rafstöðin og olíukálfurinn dingluðu í lausu lofti undir brúarbitunum. Tækjunum sem þarna hanga verður vart í land komið, fyrr en búið er að gera nýja fyllingu. Morgunblaðið/Sigrún Arngrímsdóttir Frá landsmótinu í skólaskák sem haldið var á Borgarfirði eystra. Landsmót í skólaskák í Borgarfirði eystra Sigurveg- ararnir unnu allar skákirnar Borgarfirði eystri - Landsmót í skólaskók var haldið á Borgarfirði eystra dagana 5.-7. maí. Keppendur voru 20 úr öllum kjördæmum lands- ins. Keppt var í tveimur aldursflokk- um þ.e. 1 .-7. bekkur og 8.-10. bekkur. Sigurvegari í yngri flokki var Guð- mundur Kjartansson, Reykjavík. Hann vann allar sínar skákir og hlaut 9 vinninga. í eldri flokki sigraði Guðjón Heiðar Valgarðsson, Reykjavík og vann hann einnig allar sínar skákir og var með 9 vinninga. Mótið fór fram í Vinaminni sem er félagsheimili eldri borgara á staðn- um. Stjórnendur mótsins voru Har- aldur Baldursson, landsmótsstjóri og Ólafur H. Ólafsson, kjördæmis- stjóri í Reykjavík og voru þeir mjög ánægðir með alla aðstöðu og viður- gjöming á mótinu. Forgöngu um að mótið væri haldið hér á Borgarfirði hafði Gunnar Finnsson, skólastjóri Grunnskóla Borgarfjarðar, en hann er jafnframt kjördæmisstjóri Austurlands. Þess má geta að af fjórum keppendum fyrir Austurland voru þrír frá Borg- arfirði. Fundu 1.157 sígar- ettustubba Höfn - Árlegur rusladagur var haldinn I Ilafnarskóla föstudaginn 28. arpfl. Þá mátti sjá nemendur skólans á harðahlaupum út um bæinn að tlna rusl; Þeir Pálmi Snær Brynjúlfsson, Vilmar Herbert Baldursson, Gunn- ar öm Marteinsson og Þröstur Þór Ágústsson tóku að sór að tína upp sígarettustubba og taldist þeim til að þeir hefðu fundið 1.167 sígar- ettustubba, og mun megnið af þeim hafa Iegið á bak við benslnstöðvar bæjarins. Morgunblaflifl/Þorvaldur ÞorstetasBon Litafjör í risninsunni POLLAGALLAR, STÍGVÉL OG GÚMMÍSKÓR PÓSTSENDUM Grandagarði 2, Rvfk, sfmi 580 8500 og 800 6288 OPIÐ VIRKADAGA 8-18 LAUGARDAGA 10-14

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.