Morgunblaðið - 11.05.2000, Síða 22
22 FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
candi
Sleen
SCANDI SLEEP er einstök lína af úrvals boxdýnum frá stærstu dýnuframleiðendum á Norðurlöndum.
Yfirburðir SCANDI SLEEP kerfisins eru rökrétt heild, allir finna dýnu sem passar þeim. Pær tryggja þér
væran nætursvefn, þar sem líkaminn hvílist og nýtur fullkomins stuðnings, sem er forsenda fyrir algjöri
hvíld. Allar SCANDI SLEEP dýnurnar eru prófaðar með tilliti til langrar notkunar. Við erum viss um gæðin,
eftir 20 ára reynslu í sölu og veitum því allt að 15 ára ábyrgð. Húsgagnahöllin býður upp á 10 mismunandi
SCANDI SLEEP boxdýnur, allar einstaklega þægilegar, hver á sinn hátt. Líttu inn og prófaðu SCANDI
SLEEP boxdýnu strax (dag. SCANDI SLEEP er trygging fyrir réttu vali á dýnu.
B80 x L200 sm. kr. 59.710
B90 x L200 sm. kr. 59.710
B105 x L200 sm. kr. 77.970
— B120 x L200 sm. kr. 82.230
BI40 x L200 sm. kr. 89.760
zandi
SCANDI SLEEP 3030 boxdýna með þykkri latex
yfirdýnu. Millistíf dýna, sérlega þægileg. Pocketfjaðrir.
Tvöföld fjöðrun.
SCANDI SLEEP 3010 boxdýna með yfirdýnu.
Stíf dýna sem hentar vel léttu fólki sem kýs að
sofá á stífri dýnu. Einföld fjöðrun.
SCANDI SLEEP 3035 boxdýna með þykkri latex
yfirdýnu. Stíf dýna sem hentar vel þungu fólki sem
kýs að sofa á stífri dýnu.Tvöföld fjöðrun.
SCANDI SLEEP 3015 boxdýna með þykkri
yfirdýnu. Millistff dýna sem hentar flestum. Sérstak-
lega valin fyrir böm og unglinga.Tvöföld fjöðrun.
SCANDI SLEEP 3020 boxdýna með þykkri
yfirdýnu. Millistif dýna sem lagar sig vel eftir
líkamanum og hentar flestum.Tvöföld fjöðrun.
SCANDI SLEEP 3045 boxdýna með yfirdýnu.
Millistíf dýna sem hækka má án þrepastillingar við
höfða- og fótalag. Allar stillingar eru rafstýrðar.
Svæðaskiptar Pocketfjaðrir.Tvöföld flöðrun.
Dýnusett
B90 x L200 sm. kr. 47.630
BI40 x L200 sm. kr. 62.590
BI80 x L200 sm. kr. 91.190
SCANDI SLEEP 3025 boxdýna með þykkri
yfirdýnu. Millistíf dýna sem lagar sig fullkomlega
eftir líkamanum. Pocketfjaðrir. Góð fyrir bakveika.
Tvöföld fjöðrun.
SCANDI SLEEP 3050 Continental dýna með
þykkri yfirdýnu. Stff dýna sem sameinar boxdýnu
* með einfáldri fjöðrun og lausa dýnu.Tvöföld
fjöðrun.
Dýnusett
B90 x L200 sm. kr. 72.960
BI40 x L200 sm. kr. 105.420
BI80 x L200 sm. kr. 132.620
SCANDI SLEEP 3026 boxdýna með yfirdýnu
úr kaldsteyptum svampi. Millistlf dýna með
svæöaskiptum Pocketfjöðrum.Tvöföld fjöðrun.
SCANDI SLEEP 3060 Continental dýna með
þykkri latex yfirdýnu. Millistff dýna sem sameinar
boxdýnu með tvöfáldri fjöðrun og lausa dýnu
með svæðaskiptum Pocketfjöðrum. Þreföld
fjöðrun.
Boxdýnan er næstum því rúm, aðeins vantar fætur eða meiða,
mísmunandj verð eftir vali og rúmgafl ef óskað er. Mörg venjuleg
rúm eru einnig framleidd með boxdýnur f huga. Boxdýna er botn
og dýna í einu og það er einkennandi fyrir flestar boxdýnur að þær eru byggðar í
kringum tvö fjaðralög á trégrind. Boxdýnurnar leysa málin hvort sem er fyrir
einstaklinga eða hjón, dýnurnar eru einfaldlega festar saman svo ekkert bil verður.
Þúsundir íslendinga hafa treyst okkur fyrir dagiegri vellíðan sinni.
Áralöng reynsla okkar og sérþekking starfsfólks mun auðrelda þér
valið. Markmið okkar er að þú sofir vel og eigir góða daga.
HÚSGAGNAHÖLUN
Bíldshöfða, I
im*
Raögreiðslur í 36 mán.
0 Reykjavík, sími 5 1 0 8 0 0 0, www.husgagnahollin.is
NEYTENDUR
í fyrra lést barn í Hollandi þegar ferðarúm féll saman.
Ferðarúmin geta fallið saman ef hliðamar em ekki í læstri stöðu.
Mikilvægt að setja
ferðarúm rétt saman
MARGIR nota ferðarúm fyrir
bömin sín á ferðalögum og í sumar-
bústöðum. Það skiptir miklu máli að
rúmin séu rétt sett saman. í fyrra
lést barn í Hollandi þegar rúmið féll
saman. I kjölfar svokallaðrar Rapex
tilkynningar um hættulega vöru á
markaði voru ferðarúmin, Brevi og
Mothercare „weekend plus 2000“
tekin af markaði á Evrópska efna-
hagssvæðinu. Umrædd vara fannst
ekki á markaði hér á landi. Fjóla
Guðjónsdóttir hjá markaðsgæslu-
deild Löggjafarstofu segir að þrátt
fyrir það fáist svipuð rúm hér á
landi og það sé full ástæða til að
benda fólki á mikilvægi þess að
setja rúmin rétt saman.
Ferðarúmin eru einföld í upp-
setningu en þau geta fallið saman ef
hliðamar em ekki í læstri stöðu.
Þá bendir hún á að notkunarleið-
beiningar eigi ávallt að fylgja rúm-
unum því oft geti aðrir þurft að
setja rúmin saman eins og amma og
afi eða þeir sem em að gæta barna.
Fjóla segir að ekki sé gerð krafa
um að leiðbeiningar með rúmunum
séu á íslensku, sem sé miður, enda
sé það mikið hagsmunamál fyrir
neytendur að íslenskar notkunar-
leiðbeningar fylgi með vöm. Slíkt
eykur ekki einungis öryggi vörann-
ar heldur einnig notkunarmögu-
leika hennar. Fjóla vill að lokum
benda fólki á að athuga ástand eldri
ferðarúma, stöðugleika þeirra og
hvort klemmuhætta sé fyrir hendi.
Verðhækkun á kaf-
bátum hjá Subway
FYRIR skömmu hækkaði verð á
Subway-kafbátum að meðaltali um
2,44%. Skúli Gunnar Sigfússon,
eigandi og framkvæmdastjóri Su-
bway á íslandi segir að 6 tomma
bræðingur hafi t.d. hækkað um 10
krónur og 12 tomma bræðingur um
20 krónur en alls hækkuðu 10 teg-
undir af kafbátum um 20 krónur
mest. „Þá stóðu 4 tegundir í stað en
þetta á bæði við um 6 og 12 tomma
stærðir.
Frá opnun Subway á íslandi í
ágúst 1994 hefur vísitala neyslu-
verðs hækkað um 15,9% en kafbát-
ar Subway um 15,27%. A sama tíma
og kafbátar Subway hafa hækkað
um 15,27% hafa laun á almennum
markaði hækkað um 34% sam-
kvæmt launavísitölu hagstofunn-
ar,“ segir Skúli.
Ostur og kalkúnabringa
hækkað mest
Að sögn Skúla hefur gífurleg
verðhækkun orðið á tveimur hrá-
efnistegundum sem Subway notar.
„Kalkúnabringa hefur á einu ári
hækkað í innkaupum hjá okkur um
104,36% vegna þess að enginn toll-
kvóti hefur komið í okkar hlut síð-
ustu tvö tímabil. Því höfum við
þurft að flytja inn kalkúnabringu á
ofurtollum, en emm nú loks að fá
íslenska vöru sambærilega að gæð-
um sem þó verður talsvert dýrari
en innflutt vara með tollkvóta. Kal-
kúnabringa er t.d. uppistaðan í Su-
bway-bræðingi. Sama hefur gilt
með ostinn. Ekki hefur verið hægt
að framleiða hér á landi þann ost
sem Subway gerir kröfur um og því
höfum við flutt hann inn. Þegar við
fáum ekki tollkvóta, höfum við flutt
hann inn á ofurtollum. Subway hef-
ur að öllu leyti tekið þessar hráefn-
ishækkanir á sig, í stað þess að
koma henni áfram til viðskiptavina.
Þetta sést á því að við höfum varla
fylgt vísitölu neysluverðs, hvað þá
launavísitölu," segir Skúli.
Stjörnumál
„Svokallað Stjömumál var sett á
markað um leið og þessi 2,44%
hækkun kom til framkvæmda í ap-
ríl. Stjömumál samanstendur af
kafbáti, miðstærð af gosi og kar-
töfluílögum. Þegar viðskiptavinur
kaupir kafbát getur hann bætt við
gosi og flögum fyrir 170 krónur í
viðbót en þetta er afsláttur upp á
10-13% eftir tegundum. Þá standa
Sub-Club kort öllum viðskiptavin-
um Subway til boða. Viðskiptavinir
fá eitt frímerki í kortin fyrir hverja
6 tommu sem þeir kaupa og tvö
frímerki fyrir hverja 12 tommu sem
þeir kaupa. Þegar þeir hafa safnað
8 frímerkjum, fá þeir frían 6 tomma
kafbát ef þeir kaupa miðstærð af
gosdrykk með,“ segir Skúli.