Morgunblaðið - 11.05.2000, Síða 26
26 FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Aleksander Kwasniewski, forseti Póllands, er bjartsýnn á inngöngu í ESB árið 2003
Myndi styrkja það sem
áunnist hefur eftir
hrun kommúnismans
Aleksander Kwasniewski, forseti Póllands,
er vongóður um að landið fái aðild að
Evrópusambandinu árið 2003 og telur að
hún muni styrkja það sem áunnist hefur í
Póllandi eftir fall kommúnistastjórnarinnar
fyrir áratug. Þetta kemur fram í svari
pólska forsetans við nokkrum spurningum
Morgunblaðsins 1 tilefni af heimsókn hans
til Islands sem hefst í dag.
FINNA Pólverjar til ör-
yggiskenndar nú þegar
þeir njóta þeirrar
verndar, sem fylgir að-
ild að Atlantshafs-
bandalaginu, eftir að hafa mátt
þola kúgun voldugra nágranna-
rfkja í margar aldir?
Innganga Póllands í NATO á
síðasta ári markaði tímamót í sögu
pólsku þjóðarinnar. Aðild okkar að
Atlantshafsbandalaginu veitir okk-
ur öryggistryggingar sem Pólland
hefur aldrei haft áður. Við erum nú
í bandalagi með traustum lýðræð-
isríkjum, bandalagi sem ísland
hefur átt aðild að frá upphafí, í
rúma hálfa öld. Við erum á sama
tíma okkur meðvitandi um að að-
ildinni að NATO fylgja einnig
mjög miklar skyldur af hálfu Póll-
ands. Við höfum því ekki aðeins
eflt eigið öryggi. Ábyrgð okkar
eykst einnig. Skuldbindingar okkar
gagnvart bandalaginu aukast enn-
fremur í samræmi við aukin verk-
efni sem NATO þarf að takast á
við. Málið snýst því ekki aðeins um
sameiginlegar varnir, heldur einn-
ig um innlegg í þá viðleitni banda-
lagsins að takast á við ný verkefni
við breyttar aðstæður í heiminum.
Viljum bæta sam-
skiptin við Rússland
Frá því Pólverjar fengu aðild að
NATO fyrir ári hafa þeir beitt sér
fyrir inngöngu Úkraínu og Eystra-
saltsríkjanna í vestrænar stofnan-
ir. Hefur þetta leitt til versnandi
samskipta milli Póllands og Rúss-
lands og telur þú að land þitt muni
gegna forystuhlutverki í Mið- og
Austur-Evrópu sem aðili að
NATO?
Pólverjar framfylgja virkri
stefnu í málefnum Mið- og Austur-
Evrópu. Við leggjum mikla áherslu
á náin og vinsamleg samskipti við
öll nágrannaríki okkar. Við styðj-
um þá ósk vina okkar í Austur-
Evrópu að fá að taka þátt í
evrópska samrunanum.
Við höfum sérlega mik-
il tengsl og samskipti
við Ukraínu, Litháen
og hin Eystrasaltsrík-
in. Ég tel enga ástæðu
til að ætla að bætt
samskipti við þessi ríki
þurfí að hafa neikvæð
áhrif á tengsl okkar við Rússland.
Við höfum mikinn hug á að efla
einnig samvinnuna við stærsta
samstarfsríki okkar í Austur-
Evrópu. Ég vona að með sameigin-
legu átaki getum við bundið enda á
þá stöðnun í samskiptum Póllands
og Rússlands sem við höfum orðið
varir við að undanförnu.
Svo ég svari spurningunni beint
vil ég leggja áherslu á að Pólland
Prins póló þarf
ekki að vera
eina póiska út-
flutningsvaran
á ísiandi
hefur enga löngun til að gegna for-
ystuhlutverki í Mið- og Austur-
Evrópu. Sem aðili að NATO og
síðar Evrópusambandinu vill Pól-
land heldur ekki verða „framvarð-
arríki“ eða nokkurs konar víg-
garður. Við viljum miklu frekar
gegna hlutverki brúar milli Vestur-
og Austur-Evrópu. Ef fallið yrði
frá því að stækka bæði vestrænu
bandalögin og bæta við nýjum ríkj-
um myndi það jafngilda því að rök-
in á bak við breytingarnar í
Evrópu væru véfengd.
Bjartsýnn á aukin
samskipti við fsland
Hvernig metur þú samskipti
Póllands við ísland og hvernig er
hægt að auka þau að þínu mati?
Samskipti Póllands og íslands
fara síbatnandi. Pólverjar hafa
lengi tengt Island við hveri, eldfjöll
og jökla. Víkingar og Islendinga-
sögurnar, elsta þing Evrópu, meira
en þúsund ára gamalt, fiskur og
lýsi - þetta eru hefðbundin vörum-
erki íslands, sem eru einnig þekkt
á bökkum Vislu. Frá því á síðasta
ári höfum við einnig verið banda-
menn. Pólland varð aðili að NATO
sama dag og forseti íslands, Ólafur
Ragnar Grímsson, kom í opinbera
heimsókn til Póllands.
Efnahagssamstarf Póllands og
íslands - bæði á sviði viðskipta og
þjónustu (einkum þjónusta við ís-
lensk fískiskip) - er gott og líklegt
til að batna. I Póllandi hefur verið
ráðist í ýmis sameiginleg verkefni
með íslensku fjármagni. Ég veit að
prins póló súkkulaði er vinsælt
meðal landa þinna en það þarf alls
ekki að vera eina útflutningsvaran
okkar á íslenska markaðnum.
Ég er sannfærður um að menn-
ingarleg tengsl þjóðanna aukast
einnig þrátt fyrir fjarlægðina.
Pjóðirnar hafa lengi haft mikil
tengsl á tónlistarsviðinu. Bohdan
Wodiczko - sem stjórnaði Fflharm-
óníusveitinni í Reykjavík í nokkur
ár - er enn virtur
verndari þessara
tengsla.
Á góðri leið með að
fá aðild að ESB
Velti Walesa úr sessi
ALEKSANDER Kwasniewski var
kjörinn forseti Póllands árið 1995
og bar þá sigurorð af Lech Walesa,
fyrrverandi Leiðtoga Samstöðu og
fyrsta forseta landsins eftir fall
kommúnistastjórnarinnar fyrir
áratug.
Kwasniewski fæddist í pólskum
smábæ 15. nóvember 1954. Faðir
hans var læknir og móðir hans
hjúkrunarkona.
Kwasniewski nam hagfræði við
háskólann í Gdansk, gekk í komm-
únistaflokkinn 23 ára að aldri og
varð brátt einn af forystumönnum
ungliðahreyfingar flokksins.
Hann var um skeið ritstjóri viku-
blaðs sósíalískra námsmanna og
síðar dagblaðs ungliðahreyfíngar
kommúnista.
Hann var skipaður ráðherra
æskulýðsmála 1985 og fór síðan
með íþróttamál í stjórninni á ár-
unum 1987-90. Hann tók þátt í
hringborðsviðræðum kommún-
istastjórnarinnar við leiðtoga Sam-
stöðu 1989 þegar alræði kommún-
ista var afnumið. Kommúnista-
flokkurinn var leystur upp ári
síðar og Kwasniewski varð leiðtogi
nýs vinstriflokks, Lýðræðislega
vinstrabandalagsins (SLD). Þrem-
ur árum síðar varð SLD stærsti
fiokkurinn á þingi Póllands.
Pólland vill fá aðild
að Evrópusambandinu
en áhyggjur nokkurra
aðildarríkjanna af pólskum land-
búnaði virðast vera helsta hindrun-
in. Hvernig metur þú möguleika
Póllands á að fá inngöngu í sam-
bandið?
Aðild Póllands og umræðan um
stækkun Evrópusambandsins
verður eitt af helstu viðfangsefnum
þess á næstu árum. Ég tel að
sagnfræðingar muni líta á samrun-
ann í álfunni sem mikilvægasta af-
rek kynslóðar okkar. Athygli
Evrópuríkjanna beinist oft að
ástandinu á vinnumörkuðum þeirra
eða varnar- og öryggismálum. Allt
er þetta mikilvægt. Stækkunin
ætti samt að vera forgangsverk-
efni. Hún snýst um að færa út vel-
gengnina í Evrópu til landa eins og
Póllands sem hafa alltaf tilheyrt
Evrópu en ekki fengið tækifæri til
að taka þátt í samrunanum. Ég tel
að stækkunin sé kjarninn í mikil-
vægustu þáttum þróunarinnar sem
orðið hefur í álfunni, svo sem því
að tryggja að evrópski samruninn
byggist á sameiginlegum grund-
vallarreglum og gildum. Stækkun-
in er einnig besta svar sameinað-
rar Evrópu við nýjum
úrlausnarefnum vegna félags-,
efnahags- og menningarlegrar
hnattvæðingar.
Pólland er á góðri leið með að fá
aðild að Evrópusambandinu. Við
höfum ráðist í metnaðarfulla áætl-
un um breytingar á lögum lands-
ins. Mikill árangur hefur
náðst í að bæta efnahag-
inn, einkum stöðu kola-
og stálfyrirtækja sem
hafa átt við erfiðleika að
stríða. Samningaviðræð-
urnar hafa þokast áfram.
Líklegt er að stjórnkerf-
isumbótum Evrópusam-
bandsins verði komið í framkvæmd
fyrir lok ársins og þær greiði fyrir
stækkun þess. Eg er þess vegna
bjartsýnn á að Pólland fái aðild að
Evrópusambandinu árið 2003 og
það er markmið okkar.
Pólski landbúnaðurinn
er ekki meginvandamálið
Ég tel að áhyggjurnar af aðild
Póllands að sameiginlegri landbún-
Stækkun ESB
ætti að vera
forgangs-
verkefni sam-
bandsins
aðarstefnu Evrópusambandsins
séu óhóflegar og tilefnislausar að
mörgu leyti. Mikilvægt er að hafa
rétta yfirsýn yfir ástandið. Margir
telja að fjórðungur pólska vinnu-
aflsins starfi í landbúnaði en
reyndin er að aðeins um helmingur
pólsku bændanna selur framleiðslu
sína á markaðnum. Aðeins þeir
hafa landbúnað að aðalstarfi.
Vandamálið snýst í raun ekki
svo mjög um landbúnað. Við tök-
umst nú á við erfið félagsleg úr-
lausnarefni, svo sem skort á störf-
um úti á landsbyggðinni öðrum en
landbúnaðarstörfum og fleiri
byggðavandamál.
Verði samruni pólsku matvæla-
framleiðslunnar við framleiðslu
Evrópusambandsins dreginn á
langinn myndi það hvorki vera
Póllandi né ESB í hag. Menn hafa
einnig óttast að stækkun Evrópu-
sambandsins stofni landbúnaðar-
mörkuðum ESB í hættu. Jafnvel
30% aukning landbúnaðarfram-
leiðslu í Póllandi - sem þýðir að-
eins að hún yrði jafn mikil og fyrir
1989 - getur aðeins haft mjög lítil
áhrif á verð landbúnaðarafurða
innan Evrópusambandsins.
Pólski landbúnaðurinn er því
ekki vandamálið. Við stöndum hins
vegar frammi fyrir því að sameig-
inlega landbúnaðarstefnan tekur
til sín um helminginn af fé Evrópu-
sambandsins. Dagskrá 2000 og
fjárhagspá Evrópusambandsins
fyrir næstu sex árin samræmast
auk þess illa væntingum Pólverja.
Þetta er kjarni málsins.
Ljóst er þó að ekki er nóg að
fresta því að leysa vandann.
Evrópa hefur alltaf hagnast á
djörfum ákvörðunum. Ef Robert
Schuman hefði beðið með að telja
menn á að styðja áætlun hans um
að stofna Kola- og stálbandalagið
fyrir fimmtíu árum hefði ekkert
orðið af þeim evrópska samruna
sem við þekkjum. Éinurð skiptir
sköpum og Evrópa þarf nú jafn-
mikið á henni að halda og á þeim
tíma.
Myndi styrkja lýðræðið
og efnahaginn
Hver yrði ávinningur Póllands af
aðild að Evrópusambandinu og
hvaða áhrif telur þú að hún hefði á
pólska samfélagið?
Innganga í Evrópusambandið
myndi blása nýju lífi í þá viðleitni
okkar að koma Póllandi í nútíma-
legt horf. Hún myndi styrkja það
sem áunnist hefur í Póllandi síð-
ustu tíu árin eftir umskiptin 1989:
lýðræði okkar, réttarríkið og efna-
haginn. Hún myndi skapa ný tæki-
færi fyrir því sem næst alla þjóðfé-
lagshópana. Það að ferðast í fyrsta
skipti með vegabréf með tólf
stjörnum Evrópusambandsins
verður einstakur viðburður fyrir
okkar öll. Pólland er á meðal
þeirra ríkja heims, sem laða til sín
flesta ferðamenn, en þau miklu
tengsl við önnur Evrópuríki, sem
innganga í ESB hefur í för með
sér, myndi skapa enn fleiri tæki-
færi. Hið sama gildir um þátttök-
una í ákvörðunum Evrópusam-
bandsins, það að geta tekið þátt í
því að móta framtíð álfunnar.
Eftir fimmtíu ára samruna í álf-
unni er Evrópusambandið orðið
mjög flókin og margslungin smíð.
Undirbúningur aðildarinnar er því
mjög erfitt verkefni. Það krefst
ekki aðeins átaks af
hálfu alls samfélagsins
heldur einnig hugarfars-
breytinga. Yið þurfum að
laga okkur að nýju um-
hverfi þar sem sam-
keppnin og fjölbreyti-
leikinn verður meiri.
Þetta krefst ekki aðeins
þess að fólk sætti sig við breyting-
arnar heldur styðji þær einnig í
verki, þannig að við gerum sem
mest úr aðild okkar að samband-
inu. Ég er þó sannfærður um að
Pólverjar eru sannir Evrópusinnar
í hjarta sínu. Ég treysti því þess
vegna að samruninn njóti mikils
stuðnings í pólska samfélaginu
þótt mikilli heimavinnu sé enn
ólokið.