Morgunblaðið - 11.05.2000, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Gíslamálið á Filippseyjum
Reynt að na
samningum
Jolo. AFP, AP.
SAMNINGAMENN stjórnarinnar
á Filippseyjum hófu í gær viðræður
við íslamska uppreisnarmenn sem
halda 21 manni í gíslingu á Jolo-eyju
og sögðust vongóðir um að þýsk
kona á meðal gíslanna yrði látin laus
í dag af heilsufarsástæðum.
Samningamennirnir óskuðu eftir
því að konan yrði leyst úr haldi strax
til að hægt yrði að senda hana á
sjúkrahús. Uppreisnarmennirnir
sögðust ætla að ákveða innan sólar-
hrings hvort orðið yrði við þeirri
beiðni.
Talsmaður uppreisnarmannanna
sagði þó eftir samningaviðræðurnar
í gær að þeir hefðu ákveðið að hafna
beiðninni. Hann hélt því fram að
konan, Renate Wallert, 57 ára kenn-
ari, gerði sér upp veikindin.
Wallert hefur tvisvar fengið heila-
blóðfall, að sögn fjölskyldu hennar.
Frakki á meðal gíslanna er einnig
sagður þurfa að komast á sjúkrahús
sem fyrst vegna þvagfærasýkingar.
Wallert, þýskur eiginmaður henn-
ar og sonur þeirra, frönsk hjón, tveir
Finnar, hjón frá Suður-AfWku, líb-
önsk kona, níu Malasíumenn og tveir
Filippseyingar eru í gíslahópnum.
Þeim var rænt á eyju í Malasíu á
páskadag og þau voru flutt á Jolo-
eyju skömmu síðar.
Samningamaður stjórnarinnar,
Ghazali Ibrahim, og fyrrverandi
stjómarerindreki Líbýu, Rajab
Azzarouq, hyggjast halda viðræðun-
um áfram í dag.
Roberto Aventajado, ráðgjafi for-
seta Filippseyja, sagði að uppreisn-
armennirnir hefðu ekki lagt fram
neinar kröfur á fundinum í gær. „Við
þurfum ef til vill að vera þolinmóð en
ég er bjartsýnn."
Reuters
Stærsti lottó-
vinningur sögunnar
LANGAR biðraðir mynduðust á
þriðjudag utan við sölustaði lottó-
miða í þeim sjö ríkjum Banda-
ríkjanna sem starfrækja Big
Game-lottóið.
Eigendur tveggja miða skiptu
með sér stærsta lottóvinningi í
sögu Bandaríkjanna, jafnvirði
meira en 27 milljarða íslenskra
króna.
FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 2000 26'
OPNUNARTILBOÐ - 4 DAGAR
3 stærðir
150-175sm. áður kr.T590 NÚ kr. 795
176-200sm. áður kr.T290 NÚ kr. 1145
201 -250sm. áður kr.T99ö NÚ kr.1995
Fossvogsbletti 1 ( Fyrir neðan Sjúkrahús Reykjavíkur)
UPPLYSINGASIMI: 564 1777
AUGLYSINGADEILD
Sími: 569 1111, Bréfsími: 569 1110
Netfang: augl@mbl.is
A &
A 7 V
r
Við höfum
frá kl. 10.00
i sumar
21.00
á fimmfudögum!
Þessar verslanir verða með opið á sunnudögum:
Habitat, Nanoq, Byggt og búib, Nýkaup, Skífan, Leikfangabúbin Vedes.
Stjörnutorg og aðrir veitingastaðir eru með opið alla sunnudaga.
/Ck(ko(a>\
PHR S E M^TH J R R T H fl SLffR
UPPIÝSINCASÍMI 588 7788 SKRIFSTOFUSÍMI 568 9200