Morgunblaðið - 11.05.2000, Síða 30
30 FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Stj órnarandstaðan í Zimbabwe hótar fjöldamótmælum
Ihugar að snið-
ganga kosningar
Hararel AFP.
STJÓRNARANDSTAÐAN í
Zimbabwe hótaði því í gær að
sniðganga fyrirhugaðar kosningar
í landinu og efna til aðgerða gegn
„ofríki“ Roberts Mugabes, forseta
landsins, sem myndu m.a. fela í
sér allsherjarverkfall.
Morgan Tsvangirai, leiðtogi
Lýðræðishreyfingarinnar (MDC),
helsta stjórnarandstöðuafls Zimb-
abwe, sagði í gær að flokksforyst-
an myndi hittast nk. laugardag og
taka afstöðu til þess hvernig taka
bæri á versnandi aðstæðum í
stjórnmálum og efnahagslífi
landsins. Á dagskrá væri að snið-
ganga kosningarnar og líkur
væru á því að efnt yrði til fjölda-
mótmæla sem gæti þýtt allsherj-
arverkfall. Tilefnið væri hið „við-
varandi ástand stjórn- og
lögleysis í landinu“ og
væru jafnframt líkur á að
stjórnarandstaðan myndi
hvetja alþjóðasamfélagið
til að auka þrýstinginn á
stjórnvöld í Harare.
„Hvernig getur lýðræð-
islegur flokkur líkt og
MDC att kappi við að-
þrengda ríkisstjórn sem
einkennist af ofbeldis-
hneigð og einræðistil-
burðum," sagði Tsvangir-
ai við blaðamenn í Harare í gær.
Ómögulegt að halda
kosningar að sinni
Lýðræðishreyfingin er talin
eiga góða möguleika á að steypa
stjórn landsins og hafa leiðtogar
hennar ítrekað kennt Mugabe
forseta og ríkisstjórn hans um að
standa að baki og æsa
meirihluta landsmanna til
ofbeldisverka gegn hvít-
um bændum og landtöku
jarða þeirra. Yfirlýst
stefna ríkisstjórnarinnar
um að styðja eignarnám
blökkumanna á bújörðum
í eigu hvítra bænda sé
gerð með það að mark-
miði að vinna kosning-
arnar. Leiðtogar MDC
segja hins vegar að
ómögulegt sé að halda frjálsar og
réttlátar kosningar að sinni
vegna ógnaraldarinnar í landinu.
Peter Hain, ráðherra Afríkumála
i bresku ríkisstjórninni, lýsti
sömu skoðun í gær og sagði að ef
kosningarnar uppfylltu ekki lýð-
ræðisleg skilyrði þá ætti Zimb-
abwe á hættu á að missa trúverð-
ugleika í augum alþjóða-
samfélagsins - jafnvel enn meir
en orðið hefur.
Mugabe hefur hins vegar ýtt
kosningabaráttu sinni úr vör og
er þar áherslan lögð á landtöku-
málið. Enn hefur þó ekki verið
ákveðið hvenær kosningarnar fari
fram en samkvæmt lögum lands-
ins geta þær ekki verið síðar en í
ágúst á þessu ári.
„Stofnana-
bundnu“
ofbeldi
mótmælt
Mannréttindasamtökin Amn-
esty Intemational hvöttu á
þriðjudag Sameinuðu þjóðirnar
til að fordæma Bandaríkin
vegna mannréttindabrota og
„stofnanabundins" lögregluof-
beldis en í dag hefst rannsókn
sérstakrar nefndar SP á lög-
regluofbeldi gegn minnihluta-
hópum í Bandaríkjunum.
Amnesty gerir þá kröfu að lög-
reglumenn hvorki skjóti að né
gangi í skrokk á óvopnuðu fólki
sem grunað er um glæp en
slíku segja samtökin vera aðal-
lega beitt gagnvart blökkum-
önnum og öðrum minnihluta-
hópum. Þá krefjast samtökin
þess að lögreglan hætti að beita
byssum er gera menn meðvit-
undarlausa og nota hlekki sem
ætlaðir eru til þess að hemja
fanga. Næstu tvo daga mun
sérnefnd SÞ gegn pyndingum
fjalla um hvort og hvernig níu
ríki, þ.á m. Bandaríkin og Kína,
halda í heiðri alþjóðasáttmála
gegn pyndingum.
Berlusconi
laus mála
ÁFRÝJUNARRÉTTUR í Míl-
anó felldi á þriðjudag úr gildi
dóm undin-éttar gegn ítalska
stjórnarandstöðuleiðtoganum
Silvio Berlusconi. Féll dómur
áfrýjunarréttarins aðeins
nokkrum vikum eftir að Ber-
lusconi vann sætan sigur í
sveitarstjórnarkosningum og
er talinn gefa honum byr undir
báða vængi. Árið 1998 var Berl-
usconi, sem rekur umsvifa-
mikla fjölmiðlasamsteypu á
Italíu, ákærður fyrir að eiga að-
ild að mútugreiðslum til starfs-
manna skattayfirvalda og var í
kjölfarið dæmdur til fangelsis-
vistar. Áfrýjunarrétturinn
ógilti hins vegar niðurstöðu
undirréttarins og komst að
þeirri niðurstöðu að ekki væri
hægt að dæma í málinu þar sem
of langt væri síðan glæpurinn
hefði átt að vera framinn.
Um er að ræða vikunámskeið (mán.-fös.)
fyrir krakka úr öllum félögum,
alls staðar af landinu
MARKASKORARAR, 5-8 ÁRA
KL. 9-12 og/eða 13-16
A þessu námskeiði, sem er ætlað yngstu krökkunum, er áhersla lögð á að
kenna undirstöðuatriði knattspyrnunnar. Æfingar og leikir miða að því aö
auka leikni nemenda. Áhersla er lögð á marksækni og æfingar eiga að
kveikja áhuga jafnvel hinna allra yngstu. Fótbolti verður ekki eina
viðfangsefnið á þessu námskeiði, einnig verður farið í sund og aðra leiki.
Góð aðstaða er til inniveru ef þörf krefur.
Verð kr. 3.000
SÓKNARKRAFTUR, 9-12 ÁRA
KL. 9-12 og/eða 13-16
Áhersla er lögð á að kenna bæöi tækni og leikskilning sóknarknattspyrn-
unnar. Hér er bæði miðað að því að þjálfa leikni hvers og eins og kenna
honum tækni. Einnig er lögö rík áhersla á að glæöa leikskilning og kenna
leikskipulag. Þess er vandlega gætt að hver og einn fái þjálfun viö hæfi og
taki fullan þátt í öllum æfingum.
Þátttakendur á námskeiðinu fara einnig í sund og f aðra leiki sem
fjölbreytt landslag Laugardalsins býður upp á. Verð kr. 3.000.
ÚRVALSDEILDIN, 10-14. JÚLÍ
AHir aldurshópar KL. 9-16
Y I Hápunktur sumarstarfs Sóknarskóla lans Rush og Þróttar er úrvalsdeildin.
(, , ;| Einnar viku námskeiö sem lan Rush stýrir sjálfur. Námskeiöið er ætlað
ungum knattspyrnumönnum, stelpum og strákum, sem vilja læra enn
meira í fótbolta. Lærið af æfingum sem lan Rush hefur notað á ferli sínum
með Liverpool, Juventus, Leeds, Newcastle, Wrexham, Chester og Velska
landsliðinu. Verð kr. 11.900.
Hádegis matur innifalinn.
Fyrir hverja er sóknarskóli lans Rush?
Hann er fyrir stúlkur og drengi á öllum aldri. Leikmenn
sem hafa gaman af því að skora mörk. Alla þá sem ekki
leika í fremstu víglínu en vilja bæta leik sinn og ná valdi á
sóknarknattspymu.
Allir fá þjálfun við sitt hæfi, sama hvaða stöðu þeir leika.
Af hverju ættu foreldrar að setja börn sin i
Sóknarskóla lans Rush og Þróttar?
Umhverfi skólans er gott og öruggt og skólinn er
skemmtilegur. Skólinn krefst aga af nemendum sínum en
blæs þeim heilbrigði og íþróttamennsku í brjóst.
Heilbrigð sál í hraustum líkama.
Hvað býður Sóknarskóli lans Rush og
Þróttar nemendum?
Kennslu og þjálfun í hæsta gæðaflokki.
Nike bol og Nike bolta.
Viðurkenningarskjal fyrir þátttökuna.
Möguleikann á að verða boðið í Sóknarskóla
lans Rush á Englandi.
SKRÁNING
og upplýsingar
kl. 12-18 alla virka daga í
síma 580 5903.
Ath. takmarkaður fjöldi á hvert
námskeið.
Sóknarskólinn er Uka fyrír varnarmenn og markmenn
lasisiBRESisieigi
PROACTIVE
; c '• r. T f, tf h N A { M »• h T I. i M i T U
iBnnin
ImiiSPORT
ALVÖRU ORKA
Robert
Mugabe