Morgunblaðið - 11.05.2000, Side 33

Morgunblaðið - 11.05.2000, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 2000 33 Tiittug'ii ára sam- búð með Bakkusi Morgunblaðið/Jim Smart Æfingar hátíðar- kórsins hafnar BÆKUR Reynslusaga DRYKKJA- ÁSTARSAGA eftir Caroline Knapp. Þýðandi: Ragnheiður Margrét Guðmunds- dóttir. Forlagið, 2000 - 288 bls. ÞÆR guðaveigar sem lífga sálaryl eiga það einnig til að frysta sálina. Það kann að virðast saklaust að neyta áfengis í hófl. En hvað er með- alhóf og hvenær tekur Bakkus völd- in? Það kemur nefnilega fyrir að menn vakni við vondan draum eftir tuttugu ára fyllerí. Metsölubókin Drykkja - Ástar- saga lýsir á nærfærinn og hlutlægan hátt ástarsambandi konu og áfengis. Höfundurinn, Caroline Knapp, lýsir þar flóknum samskiptum sínum við Bakkus um tveggja áratugaskeið. I bók hennar afhjúpast allt pukrið í kringum vínandann, fjölskyldu- harmleikirnir, þykjustuleikurinn með fíknina og vald hennar yfir lífi hins drykkjusjúka. Við sjáum einnig hvernig fíknin eyðileggur öll pers- ónuleg sambönd því að ekki er til af- brýðisamari elskhugi en sá sem er í gullnu glasi. Höfundur dregur sannarlega ekki upp neina glansmynd af drykkjunni en hann fellur heldur ekki í þá gryfju að sýna okkur inn í endalaust svartnætti. Miklu fremur einhvers konar meðvitundarleysi hins drykk- fellda. A vissan hátt eru aðstæður höfundai' óvenjulegar fyrir slíka drykkjusjögu. Caroline er vel stæð miðstéttarkona í Bandaríkjunum og umhverfi sögunnar í samræmi við það. Afengið raskar hvorki fjárhag hennar né þjóðfélagsstöðu. Hún leit- ast því ekki við að sýna okkur áfeng- isneysluna sem eymd heldur sem sjúkdóm sem allir geta fengið. Þegar hún nær botninum í áfengisneyslu sinni er hún hvergi nærri ræsinu heldur þvert á móti velstæður og vinsæll blaðamaður og rithöfundur. I þessari bók er því ekki lögð áhersla á alkóhólisma sem orsök og afleiðingu niðurlægingar. Styrkur bókarinnar er hófstillt en beinskeytt lýsing á framakonu sem lifir tvöföldu lífi, hinu opinbera og því drukkna. Diykkjusaga Caroline Knapp tek- ur mið af kenningum AA-samtak- anna og aðferðum enda fmnur hún lausn sína úr víti alkóhólismans í þeirra skjóli. Þótt alkóhólisminn sé meginþráðurinn er hún einnig pers- ónuleg saga og gefur það bókinni styrk og dýpt. Megintilgangur verksins er að vekja athygli á því hversu ísmeygi- legur alkóhólisminn er og hversu víða hann leynist. Það er svo í anda bókarinnar að henni lýkur með lista yfir meðferðarstofnanir og stuðn- ingsstofnanir við alkóhólista. Þýðing Ragnheiðar Margrétar Guðmundsdóttur er látlaust og kall- ar ekki á athygli lesanda. Hún styður því mjög hófstillingu textans og ger- ir það að verkum að bókin er hið læsilegasta verk. Skafti Þ. Halldórsson FRÁ fyrstu samæfingu hátíðar- kórsins, sem syngur í hátíðar- messu og á tónleikum með Sin- fóníuhljómsveit Islands á Þingvöllum 2. júlí í sumar. Þar voru saman komnir milli 120-140 söngvarar undir stjórn Harðar Áskelssonar. • • • Vélarstærð Hestöfl ABS Loftpúðar Hnakkapúðar CD 1800 cc 112 já 2 5 já Lengd 4,60 m Verð frá 1.589.000 kr. Peugeot 406 er aðlaðandi bifreið hvernig sem á hana er litið. Sumir heillast af frábærum aksturseiginleikum, aðrir af fágaðri útlitshönnuninni og öryggi bílsins er í margra augum það sem skiptir mestu máli. Peugeot 406 er stór bíll á verði smábíls, - kjörgripur á hjólum. Gunnar Bernhard ehf. Vatnagörðum 24 • s. 520 1100 Sýningar og prufubílar eru einnig á eftirtöldum stöðum: Akranes: Bílver s. 431 1985, Akureyri: Bílasala Akureyrar s. 461 2533 Vestmannaeyjar: Bílaverkstæðið Bragginn s. 481 1535, Keflavík: Bílavík ehf. s. 421 7800. PEUGEOT

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.