Morgunblaðið - 11.05.2000, Page 34

Morgunblaðið - 11.05.2000, Page 34
34 FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Tate Modern opnað með „veislu ársins“ Forstöðumaður Tate Modern, Sir Nicholas Serota, við skúlptúr Tony Cragg, einn þeiri a listamanna sem verk eiga í safninu. færi sem komið hefur verið fyrir á andlitum barna. Sjálfir segja þeir verk sín ætluð útvöldum og að al- menningur sé einfaldlega of vitlaus til að skilja þau. Breska ríkisstjómin er þó ekki sammála slíkum yfirlýsingum, sér í lagi þar sem henni hefur reynst erfitt að réttlæta háar fjárveiting- ar sínar til Konunglegu óperunnar. Chris Smith, menningannála- ráðheira Breta, heldur fast við þá stefnu stjórnarinnar að listir séu öllum ætlaðar og sagðist hann fyrr í vikunni hafa fulla trú á að Tate Modern ætti eftir að njóta mikilla vinsælda meðal almennings sem myndi hreint ekki hræðast safnið. Löng leit að baki Fyrir fimm árum var hafist handa við að breyta raforkuveit- unni í listasafn, eftir langa leit að heppilegum húsakynnum fyrir Tate Modem. Þá hafði Tate-safnið á Millbank fyrir löngu sprengt ut- an af sér þau húsakynni. Umtals- verðar breytingar hafa verið gerð- ar á yfirgefna raforkuverinu á Bankside sl. fimm ár, og hýsir það nú, að sögn dagblaðsins Daily Telegraph, stærsta listasafn 20. aldarinnar þar sem finna má álíka nýbreytni. Raforkuverið var upphaflega byggt árið 1947 eftir hönnun Sir Giles Gilbert Scott, sem einnig á heiðurinn að rauðu símaklefunum. Þeir sem bera ábyi-gð á nýgerðum breytingum á húsnæðinu em aftur á móti svissnesku arkitektarnir Jacques Herzog og Pieme de Meuron, sem margir lofa fyrir að hafa varðveitt bygginguna að mestu í óbreyttri mynd og leitað fremur leiða til að lýsa hana upp að innan í gegnum glerþak. Kostnaður við Tate Modern nemur 134,5 milljónum punda, eða tæpum 16 milljörðum króna. Búist er við að safnið verði eitt nýrra kennileita í London og að það dragi að sér tvær milljónir gesta fyrsta árið. London. Daily Telegraph. OPNUN Tate Modern-listasafns- ins í London hefur verið lýst sem „veislu ársins“. Safnið verður formlega opnað af Elísabetu Bretadrottningu í dag og í kvöld er fjögurþúsund manns boðið til íburðarmikils opnunarhófs, en meðal gesta er búist við að sjá megi stjörnur á borð við Madonnu, Cher, Miek Jagger, Jerry Hall og jafnvel Björk hefur verið nefnd á nafn. Heyrst hefur að miðai- á opnun- ina séu svo eftirsóttir að þeir selj- ist nú á svörtum markaði fyrir allt að 1.000 pund, eða 116.000 krónur, en vitað er með vissu til þess að miðar hafi verið boðnir til sölu á um 80.000 kr. Stjórnendur Tate fordæma hins vegar slíka sölu og segja að um ýkjur sé að ræða. Tate Modem er fyrsta listasafn- ið sem opnað er í London í áratugi og fyrsta raunvemlega nútíma- listasafnið sem borgin eignast. „Hákirkja hins svala“ Staðsetning þess er þó umdeild, en aðsetur safnsins er í gömlu raf- orkuveri, Bankside Power Station, sem ýmist er lýst sem ógnvekj- andi, napurlegu og aðeins fyrir út- valda, eða svölu og fallegu. Sumir ganga jafnvel svo langt að kalla safnið „hákirkju hins svala“, þótt einnig heyrist þær gagnrýnisraddir að raforkuverið fæli frá þá sem nútímalist hræðast. Listamennirnir Jake og Dinos Chapman segja Tate Modem ekki eiga að vera fyrir fjöldann, heldur aðeins útvalda og sagði Jake Chapman að sér fyndist að kanna Horft yfir aðalrými safnsins, sem áður geymdi vélar raforkuversins. Verkin á myndinni eru eftir listakonuna Louise Bourgeois og nefnast „I Do, I Undo“ sem útleggja má sem Eg geri, ég afturkalla. ætti gáfnafar safngesta áður en eiga verk á safninu, verk sem þeim væri hleypt inn. Jake og Din- mörgum þykja umdeilanleg - os Chapman em í hópi þeirra sem lemstraðir líkamar og þrútin kyn- Hinn fullkomni jafningi aftur á fjölum Islensku óperunnar „Höldum forystu okkar sem frjálslynd þjóð“ SÝNINGAR á leikritinu Hinn full- komni jafningi hefjast að nýju í ís- lensku ópemnni annað kvöld kl. 20. Verkið var frumsýnt í byrjun árs 1999. Höfundur og eini leikarinn í sýningunni, sem fjallar um nokkra samkynhneigða menn í Reykjavík nútímans, er Felix Bergsson. Leik- stjóri er Kolbrún Halldórsdóttir. Hinn fullkomni jafningi er rétt kominn frá Lundúnum þar sem hann var sýndur á dögunum í Drill Hall- leikhúsinu við ljómandi viðtökur leikra sem lærðra. Segir Felix Lund- únaferðina hafa verið í alla staði ánægjulega. - Fóru viðtökur fram úr þinum björtustu vonum? „Já, þær gerðu það svo sannar- lega. Annars geri ég mér yfirleitt engar væntingar í þessum efnum. Tek eitt skref í einu. Uppmnalega ætlaði ég að leika nokkrar sýningar á íslandi, hefði orðið glaður með það. Þær urðu átján í fyrra og verða nú fleiri, auk sýninganna ytra. Nú er svo komið að mér hefur verið boðið aftur í sama leikhús í Lundúnum í haust. Þá sjá þeir fram á að geta selt tíu til fimmtán sýningar.11 Lundúnir era, sem kunnugt er, ein helsta leikhúsborg í heimi. Segir Fel- ix viðtökur Hins fullkomna jafningja sérstaklega ánægjulegar í því Ijósi. „Það er gleðilegt að við skyldum ná í gegn í öllu þessu flæði og að sagt hafi verið að þetta væri ein af sýningun- um í borginni sem væri þess virði að fara og sjá.“ Felix segir svipað að leika sýning- una fyrir Islendinga og Breta. „Ég fékk alveg sömu tilfinninguna áður en ég steig á svið úti og hérna. Það helltust yfir mig kvíði og efasemdir. Það var hins vegar ekki um annað að ræða en kasta sér út í djúpu laugina, kút- og korklaus. I lokin leið mér eins og eftir maraþonhlaup - og fagnað- arlætin eftir því.“ Felix þykir jafnframt ánægjulegt hve mikinn áhuga Bretar hafi á Is- landi. „í Lundúnum þykir allt sem fjallar um íslenskan vemleika rosa- lega spennandi. Við eigum upp á pall- borðið meðan hin Norðurlöndin fá ekki viðlíka kynningu. Frændur okk- ar em mjög fúlir út í okkur af þess- um sökum.“ - Kanntu einhverja skýringu á þessu? „Bretum finnst við bara svo skemmtilegir og spennandi. Síðan hefur Björk auðvitað lyft Grettistaki varðandi kynningu á landi og þjóð. Bretum finnst iíka gaman að sækja okkur heim, fínnst Reykjavík skemmtileg borg. ísland hefur upp á svo margt að bjóða. Það vom því ekki bara hommar og lesbíur sem duttu inn á þessa sýningu, heldur fullt af áhugafólki um ísland og svo auðvitað áhugafólk um nýtt leikhús." Felix segir þrjár ástæður liggja til þess að hann tekur nú upp þráðinn í Óperanni. „í fyrsta lagi þurfti að hætta sýningum fyrir fullu húsi í fyrra. Færri komust að en vildu. Eg hlakka mikið til að byija aftur, en sýningin hefur þróast töluvert í með- föram okkar aðstandenda. I annan Felix Bergsson í leikriti sínu, Hinn fullkomni jafningi. stað er sýningin liður í Hinsegin dög- um, hátíð samkynhneigðra, sem skjóta mun upp kollinum í allt sumar. Síðast en ekki síst er sýningunum nú komið á til að halda upp á það hversu vel verkinu hefur gengið." Gagnlegar umræður Boðið verður upp á umræður að sýningu lokinni, líkt og gert var í fyrra. Segir Felix þær hafa tekist með ágætum, margt gagnlegt hafi komið fram. „Mér er sérstaklega minnisstæður fundur með kirkjunn- ar fólki. Þar sem menn töluðu saman. Vandamálið hefur nefnilega oft verið að það er talað um okkur samkyn- hneigða í stað þess að tala við okkur.“ - Ertu sáttur við umræðuna um samkynhneigð eins og hún er í sam- félaginu í dag? „Já, í aðalatriðum. Auðvitað skýt- ur einn og einn yfir markið en al- mennt talað em Islendingar frjáls- lyndir. Við emm á undan öðram þjóðum að því leytinu til og eigum að halda þeirri forystu." Felix segir Hinsegin dagana leggj- ast vel í sig, um skemmtilegt framtak sé að ræða. „Við fómm af stað með þessa dagskrá fyrir alvöra í fyrra og hún heppnaðist alveg frábærlega. Það var stórkostlegt að standa niðri á Ingólfstorgi innan um tvö þúsund manns og upplifa stemmninguna. Nú er hátíðin mun stærri í sniðum. Við emm alltaf að verða sýnilegri í ís- lensku samfélagi og það gerir menn- ingarlífinu gott eitt að í okkur heyr- ist.“ I tilefni af Hinsegin dögum verður flutt inn áströlsk leiksýning sem einnig fjallar um samkynhneigð, Go by Night. Flytjandi er Steven Sheehan. Verður verkið sýnt í ís- lensku ópemnni 25. maí. Felix fagnar komu Sheehans og vonast til að geta endurgoldið heim- sóknina á næsta ári, farið með Hinn fullkomna jafningja til Ástralíu. Það mál sé þó á framstigi. Sýningar á Hinum fullkomna jafn- ingjaverða 12., 13., 17., 18. og27. maí og 28. maí verður leikritið sýnt í enskri útgáfu. Morgunblaðið/Kristinn Stefán Aðalsteinsson, Vilborg Dagbjartsdóttir og Yrsa Sigurð- arddttur hlutu viðurkenningu íslandsdeildar IBBY-samtak- anna. Þrír rithöf- undar hlutu barnabóka- verðlaun IBBY BÖRN og bækur - íslandsdeild IBBY veitti í gær, í 14. sinn, við- urkenningu deildarinnar og féll hún í skaut þriggja rithöfunda að þessu sinni. Vilborg Dagbjartsdóttir fyrir störf sín og skáldskap í þágu barna. Hún hefur kennt börnum í Austurbæjarskóla í áratugi og veitt þeim veganesti út í lífið. Einnig hefur hún skrifað bækur og ljóð fyrir börn, og um börn. Yrsa Sigurðardóttir fyrir bókina „Við viljum jólin í júlí“, en það er önnur bók Yrsu, og Stefán Aðal- steinsson fyrir bókina „Land- námsmennirnir okkar“. Hún er fræðibók um tímabil í sögu Is- lands. Stefán hefur áður ritað fjórar slíkar bækur um náttúru Islands ætlaðar börnum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.