Morgunblaðið - 11.05.2000, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 11.05.2000, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 2000 35 Ólöf Sigurðardóttir Þorsteinn frá Hlöðum Erlingsson Bréf skálda BÆKUR Bréf ORÐ AF ELDI Bréfasamband Ólafar frá Hlöðum og Þorsteins Erlingssonar á árunum 1883-1914. Erna Sverrisdóttir tók saman - Háskólaútgáfan. 2000 - 212 bls. NOKKUR áhugi virðist vera á bréfasambandi skáldanna, Ólafar Sigurðardóttur frá Hlöðum og Þor- steins Erlingssonar. Fyrir stuttu var gefin út bókin Bréfaástir um þetta samband og degi seinna Orð af eldi, sem hér er til umfjöllunar. Báðar bækurnar birta svipað bréfaúrval og því er ekki mikill munur á þeim. Bréfin eru að ýmsu leyti áhuga- verð. Þau birta okkur einhvers konar andlegt vináttu- og ástarsamband þessara skálda sem raunar hittust ekki oft á lífsleiðinni. Þau eru opin- ská og berorð og varpa ljósi á pers- ónuleika höfundanna, einkum þó Ólafar því að henni er sýnt um að fjalia um tilfinningar sínar auk þess sem ýmislegt má lesa milli línanna um ævikjör hennar. Ekki eiga bréfin síður erindi til okkar vegna þeirrar innsýnar sem þau gefa okkur inn í líf og stöðu íslenskra kvenna í kringum aldamótin 1900 en hlutskipti Ólafar í lífinu segir okkur mikið um þann veruleika. Utgáfa þessara bréfa er sérkenni- legur kapítuli íslenskrar bókmennta- sögu sem erfitt er fyrir utanaðkom- andi að dæma um. Spurningar sem vakna eru margar enda formáli Orða af eldi helgaður ýmiss konar vand- ræðagangi í kringum útgáfuna, eink- um það hvers vegna tvær bækur unnar í skjóli Háskól- ans skuli koma út með þessum sömu bréfum. Svo er það athugunar- efni að ekki skuli allir afkomendur skáldanna hafðir með í ráðum. Tilviljanir og slys eiga þar þó meiri þátt en vilji til að ganga á hlut eins né neins. Það er alltaf álita- mál hvort gefa eigi út einkabréf látins fólks, ekki síst þegar það hefur farið fram á það í lifandi lífi að bréfin yrðu eyðilögð eins_ og Þorsteinn gerði. Ólöf arfleiddi á sínum tíma Steindór Steindórsson frá Hlöðum bréfin frá Þorsteini og hann færði þau Ásthildi Erlingsdóttur, sonardóttur Þor- steins, með þeirri ósk Ólafar „að þau kæmust ekki í ómildra hendur“ en erfingjar hennar standa að útgáf- unni með Háskólaútgáfunni. Ég fæ ekki betur séð en að við þessari ósk hafi verið orðið. Orð af eldi er vandað verk og ritstjóri verksins leitast við að fara um höfunda bréfanna kær- leiksríkum og mildum höndum. Bréfin eiga líka flest, sem fyrr segir, erindi við okkur. Þó finnst mér orka tvímælis að birta síðasta bréfa- safn bókarinnar, bréfaskipti þeirra Ólafar ' og Guðrúnar, ekkju Þor- steins, eftir að hann er allur. Þau bera fyrst og fremst mærðarlegt vitni spíritisma og bæta litlu við þá meintu ástarsögu sem elstu bréfin greina frá. Einhvern veginn finnst mér sú mynd sem þar er dregin af skáldinu látnu í andstöðu við þá mynd sem við höfum af Þorsteini sem jarðbundnum manni. Þrátt fyrir dálítinn vandræðagang í tengslum við útgáfu þessara bréfa eiga þau vissulega erindi við okkur. Orð af eldi er vandað rit. Erna Sverrisdóttir hefur unnið gott starf með útgáfunni og inngangur hennar og millikaflar ei'u upplýsandi og fróðlegir. Skafti Þ. Halldórsson Síðustu sýningar Þjóðleikhúsið Abel Snorko býr einn NU eru tvær sýningar eftir á franska leikritinu Abel Snorko býr einn á Stóra sviði Þjóðleik- hússins: þriðjudaginn 16. maí og sunnudaginn 21. maí. Verkið var sýnt allt síðastlið- ið leikár á Litla sviðinu, en flutti upp á Stóra svið á liðnu hausti og eru sýningar nú orðn- ar 86 talsins. Með hlutverk nóbelsverð- launahöfundarins Abels Snorko fer Arnar Jónsson en Arnar Jónsson og Jóhann Sig- Jóhann Sigurðarson leikur urðsson í hlutverkum í leikritinu blaðamanninn Erik Larsen. Abel Snorko býr einn. Við erum i okkar árlegu ferð um landið með nokkra af okkar bestu og vinsælustu bilum. Við verðum á Isafirði um helgina. Nýttu tækifærið. Komdu og prófaðu bfla af bestu gerð. Isafjörður Laugardaginn 13. maí kl. 13-17 Sunnudaginn 14. maí kl. 13-17 Bensínstöðin ísafirði Allar nánari upplýsingar: Bílaverkstæði Nonna, Bolungarvik, sími 456-7440 Land Rover Discovery Land Rover Defender Land Rover Freelander BMW Compact Renault Scénic Renault Laguna Renault Mégane Break Renault Mégane Classic Hyundai Starex Hyundai Accent Hyundai Sonata REWAULT HYUnDRI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.