Morgunblaðið - 11.05.2000, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 11.05.2000, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ pltrgíwMnMlí STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. A NORÐUR- PÓLNUM HARALDUR Örn Ólafsson, sem náði á norðurpólinn í gærkvöldi eftir tveggja mánaða göngu við erfiðar að- stæður, hefur unnið mikið afrek. Hann hefur unnið bæði líkamlegt og sálrænt þrekvirki með göngu sinni. Hann er einn af fámennum hópi manna í heiminum sem hefur geng- ið bæði á norðurpólinn og suðurpólinn. Þótt fátt hafi verið sagt má marka af ummælum hans og félaga hans, Ingþórs Bjarnasonar, sem varð að hætta við ferð sína vegna kals á höndum, að ferðalag þeirra hafi ver- ið margfalt erfiðara en þeir hafi gert sér hugmyndir um í upphafi og var þeim þó ljóst að aðstæður á þessum slóðum væru erfiðari og öðru vísi en á suðurpólnum en þangað gengu þeir báðir ásamt Ólafi Erni Haraldssyni alþingis- manni, föður Haraldar Arnar. I upphafi fóru þeir tiltölu- lega hægt yfir enda margar hindranir á vegi þeirra. Engin spurning er um að ákvörðun Ingþórs Bjarnasonar að hætta af fyrrgreindum ástæðum var hin eina rétta. Þau vandamál, sem hann og fleiri pólfarar hafa lent í á þessum vetri vegna kals, sýna hvað náttúruöflin eru harðleikin á þessum slóðum. Þeim mun meira átak hefur það verið fyrir hinn unga norðurpólsfara að halda einn áfram út á ísinn. Það hefur ekki verið auðveld ákvörðun. Það er ekki að ástæðulausu að þeir sem reyna við norðurpólinn eru yfirleitt fleiri en einn. Það hafa margir orðið að snúa við á þessari leið. Aug- ljóst er að kuldinn er ólýsanlega mikill. Ishryggir eru erf- iðir yfirferðar og þá ekki sízt fyrir menn sem draga sleða á eftir sér með verulegar birgðir. Margir norðurpólsfarar hafa orðið fyrir því óhappi að falla ofan í vök og sumir hafa lent í átökum við ísbirni. Haraldur Örn hefur tekizt á við allar hindranir sem á vegi hans hafa orðið. Og hann hefur tekizt á við sjálfan sig á þessari löngu og einmanalegu göngu. Hann hefur tekizt á við myrkur og kulda og allt sem því fylgir. Þess vegna er ferð hans ekki síður sálrænt afrek en líkamlegt. Framganga hans síðustu sólarhringa hefur verið ótrú- leg. Hann hefur gengið í 32 klukkutíma nánast án nokk- urrar hvíldar. Þegar Davíð Oddsson talaði við Harald Örn í gærkvöldi sagði forsætisráðherra m.a. um leið og fagnaðarlæti við- staddra bárust um símann til norðurpólsins: „Þessi fagn- aðarlæti, sem hér eru, endurspegla þá ánægju og það stolt sem býr núna í hugum landsmanna allra. Og það kemur í minn hlut að óska þér til hamingju fyrir hönd samlanda þinna og ríkisstjórnarinnar." Undir þessi orð forsætisráðherra munu landsmenn taka. Þjóðin er full aðdáunar á afreki þessa unga manns. Sjálfur sagði hann í gærkvöldi í samtali við Davíð Odds- son: „Þetta snertir mig djúpt og ég þakka þér kærlega fyr- ir að veita mér þá virðingu að taka við þessari tilkynningu minni. Eg var bara að koma hérna inn á pólinn rétt í þessu. Þetta hefur verið langur tími. Ég er búinn að vera á skíð- unum í um 32 klukkustundir án þess að hvílast mikið. Þetta er búið að vera mjög stíft og mikið af vökum að tefja mig þannig að ég var rétt í þessu að koma á pólinn. Það er stórkostleg stund að upplifa þette eftir tveggja mánaða þrotlausa vinnu að koma hingað. Ég er alveg í skýjunum, alveg á toppi tilverunnar.“ í eldhúsdagsumræðunum á Alþingi í gærkvöldi gerði Halldór Asgrímsson utanríkisráðherra afrek hins unga pólfara að umtalsefni og sagði efnislega eitthvað á þá leið að hann væri verðugur fulltrúi þeirrar kynslóðar sem mundi taka við íslandi. Þetta eru orð að sönnu. Kynslóð Haraldar Arnar Ólafssonar er dugmikil, vel menntuð og miklum hæfileikum búin. I þeirra hópi eru Everest-far- arnir sem tókust á við náttúruöflin með sínum hætti. Þetta unga fólk er að vinna hvert afrekið á fætur öðru, hvert á sínu sviði. Með ferð sinni hefur Haraldur Örn Ólafsson orðið til þess að vekja okkur íslendinga til betri vitundar um um- hverfi okkar. Þótt norðurpóllinn sé nálægur hefur hann verið fjarlægur í okkar huga og hugmyndir okkar um að- stæður þar óljósar. Nú gerir þjóðin öll sér skýrari grein fyrir þessu svæði sem er svo nálægt okkur og aðstæðum þar. Haraldur Örn hefur með göngu sinni beint athygli pkkar að heimskautasvæðunum í ríkara mæli en nokkur Islendingur hefur gert frá dögum Vilhjálms Stefánssonar. Morgunblaðið sendir Haraldi Erni og fjölskyldu hans allri hamingjuóskir. Þjóðin bíður heimkomu hans. + FIMMTUDAGUR 11. MAI 2000 41 __i Dómsmálaráðherra segir þjóðarvakningu nauðsynlega til að bæta umferðaröryggi E G hef þá bjargföstu trú að þetta samfélagsmein megi lækna - við getum og eigum að færa stöðu umferðar- mála í heillavænlegra horf,“ sagði Sól- veig Pétursdóttir dómsmálaráðherra í setningarávarpi sínu á ráðstefnunni Bætt umferðarmenning - burt með mannfómir sem hún hafði forgöngu um í gær. í ræðum framsögumanna var bent á nauðsyn þess að efla frekar umferðardeild ríkislögreglustjóra, að auka yrði eftirlit með akstri manna undir áhrifum áfengis eða vímuefna og hvetja þyrfti til meiri notkunar bfl- belta. Sólveig Pétursdóttir sagði að til að bæta umferðarmenningu þyrfti að efla eftirlit og löggæslu, breyta löggjöf og auka markvisst samvinnu þeÚTa sem koma að umferðarmálum. Ráðherra sagði þjóðarvakningu nauðsynlega í þessum efnum og benti á að umferðar- öryggi réðist fyrst og fremst af því hvemig ökumenn hegðuðu sér í akstri. „Það er lagaleg og siðferðileg skylda okkar að hegða okkur með þeim hætti að við setjum ekki eignir, heilsu og líf sjálfra okkar og annarra í hættu.“ Ný umferðaröryggis- áætlun fyrir árslok Meðal verkefna sem vinna þarf á næstunni sagði ráðherrann að væri að semja fyrir árslok nýja umferðarör- yggisáætlun fyrir árin 2001 til 2005. Sagði Sólveig einnig nauðsynlegt að semja áætlun til lengri tíma, til dæmis 12 ára, með hliðsjón af vegaáætlun og raða þyrfti verkefnum í forgangsröð á grandvelli mats á því hvemig fjármun- ir nýttust best til að sporna gegn um- ferðarslysum. Brýnustu verkefnin sagði ráðherra vera að auka notkun bflbelta, sporna gegn ölvunarakstri og draga úr ólöglegum hraðakstri. „Umferðareftirlit lögreglu er lykil- atriði í umferðaröryggi. I því er fólgið hið óhjákvæmilega aðhald og ögun sem umferðinni er brýn þörf á. Snar þáttur allrar viðleitni til þess að bæta umferðarmenningu er því bætt og virkara eftirlit lögreglunnar. Þess vegna verðum við að bæta tækjakost lögreglunnar, fjölga myndavélum og öndunarmælum, og fylgja eftir tækni- framförum í umferðarlöggæslu. Við þurfum skilvikari og marksæknari stjórnun, með verkefnastýringu og árangursmati. Og við þurfum að auka mannaflann í umferðar- ____________ gæslunni. Fyrir þessu mun ég beita mér.“ Eftirlit lögreglu er lykilatriði í umferðaröryggi Hraðakstur, ölvunarakstur, fjöldi banaslysa í dreifbýli, of lítil notkun bílbelta og vandi ungra ökumanna var meðal þess sem fjallað var um á ráðstefnu um bætta umferðarmenningu. Jóhannes Tómasson nam hluta þess sem þar var borið fram. Morgunblaðið/Þorkell Fjölmargir sátu ráðstefnu um bætta umferðarmenningu í gær, ræðumenn og áheyrendur. Frá vinstri: Ólafur B.Thors, forstjóri Sjóvár-Almennra, Sigurður Guðmundsson landlæknir, Óli H. Þórðarson, framkvæmdastjóri Umferðarráðs, Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra og Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri. Koma þarf upp æfíngasvæði í samtali við Morgunblaðið sagðist dómsmálaráðherra hafa áhuga á að beita sér fyrir því að komið yrði upp æfingasvæði í tengslum við ökuk- ennslu, svonefndu ökugerði. Þar gætu ökunemendur spreytt sig bæði með kennuram og í æfingaakstri með for- eldram. Kvað hún nú leita að heppi- legu svæði í þessu skyni Lokaorðin í ræðu dómsmálaráð- herra voru þessi: „Það er mikilvægt að umferðaröryggismál fái aukið pólitískt vægi í samfélaginu og að okkur takist að bægja mannfórnum umferðarinnar burt. Ljóst er að ekki næst árangur í umferðaröryggismálum ef ekki er fyr- ir hendi pólitískur metnaður bæði í sveitarstjórnum og hjá ríkinu. Við megum ekki gleyma því að stór hluti ökumanna sýnir tillitssemi og ábyrgð í umferðinni. En það er ekki nóg. Við verðum að halda umræðu um umferðaröryggismál vakandi, því þetta er sannarlega mál sem snertir alla landsmenn með beinum hætti. Eg skora því á alla landsmenn að stíga nú á stokk og vinna það heit að koma bættri umferðarmenningu á og láta það verkefni ganga fyrir í forgan- gsröðun. Hér er virkilega um líf og dauða að tefla.“ I ökuskóla aftur eftir slys? Eru Islendingar ökufantar? spurði Sigurður Guðmundsson landlæknir meðal annars í erindi sínu um ábyrgð við akstur. Hann benti meðal annars á að munurinn á litlum drengjum og körlum lægi fyrst og fremst í verði leikfanganna sem þeir ættu. Hann sagði þekkingu og viðhorf undirstöðu eigin breytni og væri að öðram kosti erfitt að rísa undir ábyrgð. Sigurður varpaði því fram hvort gefa ætti út Stór hluti öku- manna sýnir tillitssemi ökuskírteini til eins árs í senn fyrstu þrjú árin og taka þá í ökuskóla á ný sem yllu slysum í umferðinni. Hann ________ varpaði því einnig fram hvort fólk ætti ekki líka að nota bflbelti í strætis- vögum og rútum og hvort veita ætti ökuleyfi þeim sem ættu við áfengis- eða vímuefnavanda að etja. Einnig benti hann á niðurstöðu rannsóknar í Kan- ada að hlutfallsleg áhætta á slysi væri nærri fimmföld hjá ökumönnum fyrstu fimm mínútumar eftir símtal en mun minni ef 15 mínútur væra liðnar frá símtali. Gunnar Felixson, varaformaður Sambands íslenskra tryggingafélaga, ræddi um slys og vátryggingar og í lok erindis síns fjallaði hann um aðgerðir til að bæta umferðarmenningu. Hann sagði nauðsynlegt að endurskoða allt skipulag og stjómsýslu á sviði um- ferðar- og umferðaröryggismála. Gunnar sagði agaleysi Islendinga koma vel fram í umferðinni og að streita og óþolinmæði hefðu sínar af- leiðingar þegar út í umferðina væri komið. „Það er bjargföst skoðun mín að aga- og skeytingarleysi fyrir um- ferðarreglum og öðram vegfarend- um er ein höfuðorsök þess _________ ófremdarástands, sem hér á landi ríkir í umferð- armálum. Auðvitað verð- ur aga og tillitssemi ekki komið inn í íslenska þjóð- arsál í einni andrá. Brýnt er hins veg- ar að hefja það starf strax. Liður í því er að stórefla löggæslu,“ sagði Gunn- ar og telur að lögreglan verði að vera víðar og sýnilegri í umferðinni en Skerpa þarf á framkvæmd bónusreglna Útafakstur til skoðunar ÚTAFAKSTUR er ein helsta ógnin í umferðinni á Islandi og sérstaklega skaðlegur í þeim tilvikum er öryggis- belti hafa ekki verið spennt. Þetta kemur meðal annars fram í skýrslu rannsóknanefndar umferðarslysa sem Simon Sigvaldason, formaður nefndarinnar, kynnti. Á síðasta ári lést 21 í umferðarslys- um hérlendis en 27 árið 1998. í átta tilvikum var orsökin útafakstur eða í 38% tilvika en útafakstur var orsök banaslysa í 56% tilvika árið áður. Fimm þeirra sem létust í fyrra voru gangandi vegfarendur, í þremur til- vikum var ekið framan á bfl, í tveimur ekið í hlið bfls og þrjú tilvik eru flokk- uð sem annað. „Það er mjög sjaldgæft að sjá svo háa tíðni útafaksturs í gögnum ann- arra þjóða yfír banaslys og í þeim löndum þar sem vegakerfið er mun þróaðra en á Islandi er þessi tegund slysa fátíð. Rannsóknanefnd umferð- arslysa mun taka útafakstur til sér- stakrar skoðunar árið 2000 svo unnt verði að leita leiða til að fækka bana- slysum í þessum flokki,“ segir í skýrsl- unni. Ríflega 70% banaslysa í dreifbýli Tæplega 30% banaslysa á síðasta ári áttu sér stað í þéttbýli og ríflega Hlutfallsleg skipting banaslysa í umferðinni eftir aldri árin 1998 og 1999 33% _____________________ 30% Fjöldi banaslysa 1998: 27 2go/o Fjöldi banaslysa 1999: 21 15% e JS 19% oc ;o s í ALDUR 0-14 15-24 25-34 35-44 45-54 55-64 65 og eldri 70% í dreifbýli. Árið 1998 urðu um 80% banaslysa í dreifbýli og 20% í þéttbýli og er talið að hærri ökuhraði og lakari vegir í dreifbýli sé megin- skýringin. Séu tekin saman árin 1998 og 1999 kemur í ljós að 40 banaslys af 48 á þeim árum urðu í dreifbýli og þar sem hámarkshraði var hærri en 60 km/klst. Þá kemur fram í skýrslunni að ung- ir ökumenn séu orsakavaldar umferð- arslysa oftar en hlutdeild þeirra í um- ferðinni gefi tilefni til. Megi búast við því að þau 9% ökumanna á aldrinum 17-20 ára sem í umferðinni séu valdi um 29% umferðarslysa. Er hér byggt á könnun Umferðarráðs við mat á hlutdeild aldurshópa í umferðinni. Talið er að ökumaðurinn sjálfur sé aðal orsakavaldur banaslysa í umferð- inni í 87% tilvika síðustu tvö árin. Um- hverfí er talið eiga þátt í 9% tilvika. hingað til. Vill hann sjá markvisst eft- irlit en ekki tímabundin átök eða her- ferðir og telur hann nauðsynlegt að veita aukið fjármagn til löggæslumála. Ábyrgð stjómvalda sé því mikil. Reglur umferðarlaga um vátrygg- ingar og bótarétt sagði Gunnar tryggja hagsmuni tjónþola sérlega vel. Hann sagði munatjón valda um þriðj- ungi kostnaðar vegna ábyrgðartrygg- inga en líkamstjón, þ.e. kostnað vegna slysa á fólki, valda um tveimur þriðju kostnaðarins og sagði hann margt benda til þess að slysakostnaðurinn ætti eftir að vaxa enn frekar. Gunnar sagði bótaskyld umferðarslys, sem kæmu til kasta vátryggingafélaga, fleirl hérlendis en í ríkjum sem Island væri oft borið saman við. Þau hefðu til dæmis verið tvisvar sinnum fleiri hér en í Svíþjóð árið 1994 eða tvö þúsund á hverja 100 þúsund íbúa hér en eitt þús- und í Svíþjóð. Taldi hann ástæður margar og samverkandi, m.a. ástand vega- og gatnakerfis og tilhögun lög- gæslumála en ekki endilega að íslend- ingar væra almennt verri ökumenn. Þó taldi hann agaleysi hafa töluverð áhrif í þessum efnum. Þó sagði hann ekki unnt að skýra fjölda bótaskyldra slysa hérlendis eingöngu með fleiri umferðaróhöppum; mismunandi mats- reglur t.d. varðandi örorku í hinum ýmsu löndum skiptu hér einnig máli. Gunnar sagði vátryggingafélögin geta gripið til ákveðinna úrræða til að freista þess að draga úr slysum, m.a. að gera eigin áhættu ökumanna meiri og skerpa á framkvæmd reglna um bónus eða umbun fyrir að aka tjónlaus. ,Að mínu mati hafa félögin af sam- keppnisástæðum verið á stundum of eftirgefanleg, og ekki fylgt því eftir sem skyldi að leggja álag á hina tjón- sæknu. Vel má vera að einhverjir öku- menn sýndu aukna aðgát, kæmu af- leiðingar óvarkárni þeirra meira við pyngju þeirra,“ sagði Gunnar. Fjárhagslegur ávinningur í umferðarlöggæslu Haraldur Johannessen ríkislög- reglustjóri sagði að margs konar nýr búnaður hefði verið tekinn í notkun hjá embættinu síðustu þrjú árin til að auka eftirlit með hraðakstri og akstri mót rauðu ljósi. Þá sagði hann miklar væntingar til búnaðar til að mæla önd- unarsýni vegna gruns um ölvunarakst- ur. Hann sagði erlendar athuganir hafa sýnt fram á fjárhags- legan ávinning við það að fjárfesta í aukinni umferð- arlöggæslu. Þá gerði Haraldur skipt- ingu löggæsluumdæma landsins að umtalsefni og varpaði því fram hvort skynsamlegt gæti verið að sameina lögreglulið, fækka lögreglu- umdæmum og setja yfir þau lögreglu- stjóra sem eingöngu sinntu lögreglu- stjórn. Taldi hann að halda mætti uppi skilvirkari og markvissari löggæslu en með svipuðum tilkostnaði. Haraldur taldi einnig mikilvægt að efla enn frek- ar umferðardeild ríkislögreglustjóra til að stuðla að fækkun alvarlegra um- ferðarslysa á þjóðvegum landsins. Á ráðstefnunni talaði einnig Kate McMahon, deildarstjóri umferðarör- yggisdeildar í samgönguráðuneyti Bretlands, og sagði hún svipuð vanda- mál uppi þar og hérlendis, hraðakstur, ölvunarakstur og of mörg slys. Sagði hún frá áætlun breskra yfirvalda um að draga úr banaslysum og alvarleg- um slysum um 40% til ársins 2010, 50% úr slysum á bömum og um 10% á minni háttar slysum, sem þýddi að draga yrði að meðaltali úr slysum um 3,6% árlega fram að því. Ekki hærri bílprófsaldur í hringborðsumræðum framsögu- manna og fleiri í lokin, sem Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir fréttamaður stýrði, kom fram að menn teldu ekki skynsamlegt að hækka aldursmörk til bílprófs, þá væri einungis verið að fresta vandanum um ár en fram hafði komið að ungir ökumenn væru valdir að hlutfallslega mörgum slysum. Þór- hallur Olafsson sagði það reynslu víða um heim að aukin löggæsla drægi úr ölvunarakstri. Landlæknir sagði að vímuefnaneysla, sem væri að verða faraldur hérlendis, væri ógn við um- ferðaröryggi og brýnt væri að koma að þeirri hugsun að það þætti ófínt að stunda fíkniefnaneyslu. + Vilja ekki verða gleypt en heldur ekki einangrast A ráðstefnu um minni ríki og Evrópusamrun- ann, sem haldin var á þriðjudag, voru m.a. flutt erindi um stöðu Noregs og Sviss gagn- vart ESB. A undan ráðstefnunni flutti Bertel Haarder, fyrrverandi menntamálaráðherra Danmerkur, svokallaðan Schuman-fyrirlest- ur. Qli Jón Jónsson hlýddi á. SCHUMAN-fyrirlestur er haldinn í mörgum ríkjum Evrópu á hverju ári í tilefni af Evrópudeginum svokall- aða 9. maí, en hefur ekki áður verið fluttur hér á landi. í upphafi máls síns rifjaði Haarder upp að þegar hann var ráðherra hefði hann eitt sinn boðið starfsbræðram sínum frá hinum Norðurlöndunum í ferð að landamær- um Danmerkur og Þýskalands. Þar hefði hann sýnt þeim legstein sænsks hermanns sem barðist með Dönum gegn Þjóðverjum á síðustu öld. Þá var barist um yfirráð yfir Slésvík-Holt- setalandi og lyktaði ófriðnum með ósigri Dana. Haarder vakti athygli á því að á þessum stað væra menn minntir á að hugmyndin um einingu Norðurland- anna hafi fengið meðbyr vegna ógnar- innar sem að þeim hafi steðjað úr suðri. Skáldin hafi þá tekið að mæra hið norræna í ljóðum sínum, þeirra á meðal íslenska skáldið Jónas Guð- laugsson og Norðmaðurinn Bjorn- stjerne Bjornson. Hugmyndir um norræna einingu hafi ekki falið í sér að þjóðirnar sameinuðust í einu ríki, heldur héldu áfram að vera sjálfstæð- ar. Hin norræna heild yrði sterkari af þvi að þjóðmenning hvers og eins rík- is eíldist. Haarder telur að svipaðar hug- myndir komi fram í grunnsáttmála Evrópusambandsins þar sem segir að markmið sáttmálans sé að þjóðmenn- ing ríkjanna blómgist og dafni. Þær þjóðir sem nú sækjast eftir aðild að ESB hefðu ekki lagt inn umsókn að sambandinu ef þær teldu að það ógn- aði sjálfstæði þeirra og tilvera sem þjóða. Þvert á móti telji þessi ríki að sjálfstæði þeirra styrkist við það að ganga í sambandið. Af þessu telur Haarder að megi ráða að hægt sé að sameina hið norræna og hið evrópska og lætur í ljós þá ósk að Norðurlöndin sameinist innan ESB og uppfylli þar með draum skáldanna. Staða Noregs breytt Ráðstefnan um minni ríki og Evrópusamrunann var haldin á veg- um stjórnmálafræðiskorar HÍ, Sam- taka um vestræna samvinnu - Varð- bergs, og Félags stjórnmálafræðinga. Á ráðstefnunni, sem var fjölsótt, voru flutt erindi um stöðu smáríkja, jafnt innan sem utan ESB, og þróun varn- arsamstarfs í álfunni. Clive Archer, prófessor við borgar- háskólann í Manchester, fjallaði um stöðu Noregs utan Evrópusambands- ins. Hann leiddi rök að því að hún hefði versnað mjög frá árinu 1994, þegar Norðmenn felldu aðildarsamn- ing í þjóðaratkvæðagreiðslu. Aðild Norðmanna að EES-samstarfinu hafi á þeim tima tryggt viðskiptahagsmuni þeirra, Noregur hafi átt aukaaðild að Vestur-Evrópusambandinu (VES) og tryggt sér samskonar aðild að Schengen-samstarfinu ári síðar. Efnahagslíf hafi staðið í blóma og áróður um að landið myndi einangrast án ESB-aðildar, hafi ekki átt við rök að styðjast. Archer heldur því fram að staða Noregs sé nú allt önnur en fyrir sex árum. í fyrsta lagi sé EES-samstarfið ekki lengur það sem það hafi verið, með því að ríkin sem tilheyra EFTA- stoðinni séu nú aðeins þrjú í stað sex Morgunblaðið/Kristinn John Maddison, sendiherra fram- kvæmdastjórnar ESB á Islandi og í Noregi, ávarpaði ráðstefnugesti og kynnti Evrópudaginn. áður. Möguleikar þeirra ríkja sem eft- ir era innan EES til að hafa áhrif á ákvarðanir hafi minnkað stórum eftir breytinguna. Áhrifaleysi þeirra hafi t.d. valdið því að á síðustu áram hafi Norðmenn þurft að innleiða tilskipan- ir ESB sem séu andstæðar hagsmun- um þeirra. I annan stað nefndi Archer að vegna þess að Schengen-samstarfið var með Amsterdam-sáttmálanum tekið inn í ESB, hafi áhrif Norðmanna á ákvarðanir þar skerst miðað við upphaflegu tilhögunina. I þriðja lagi hafi þróun sameigin- legrar öryggis- og varnarmálastefnu ESB vakið upp spurningar um hvern- ig öryggishagsmunum Noregs sé best borgið. Archer bendir á að þegar hug- myndir um að fella VES undir sam- starfið innan ESB komu upp árið 1996, hafi Norðmenn getað reitt sig á andstöðu breskra stjórnvalda við þær. Eftir að rfldsstjóm Verkamanna- flokksins tók við í Bretlandi hafi málið aftur á móti tekið nýja stefnu. „Þetta hefur valdið norsku utanríkis- og varnarmálaráðherrunum miklum áhyggjum þar sem þeir óttast að Nor- egur kunni að einangrast. Það versta sem gæti hent væri að Bandaríkin minnkuðu hervamir sínar í Evrópu, sérstaklega í norðurhluta álfunnar, á sama tíma og samrunaþróunin í ör- yggis- og varnarmálum héldi áfram.“ Archer telur að spurningunni um hvort Norðmenn kjósi að sækjast eft- ir aðild að ESB verði ekki svarað fyrr en eftir þingkosningar í landinu á næsta ári. Framhald málsins ráðist af því hvers konar ríkisstjórn tekur við að þeim loknum. Hann telur einnig að endanleg niðurstaða muni að miklu leyti ráðast af því hvernig staðið verði að framkvæmd þjóðaratkvæða- greiðslu í tengslum við hugsanlega að- ildarumsókn. Sú hugmynd hafi komið upp að halda tvær aðgreindar at- kvæðagreiðslur, þá fyiri um að hefja viðræður en þá síðari um aðildar- samninginn sjálfan. „Ef þessi háttur verður hafður á, gæti það í raun aukið líkur á því að Noregur gangi inn. Áður hefur það hamlað baráttu þeirra afla sem stutt hafa aðild að ,já-baráttan“ hefur ekki getað hafist fyrr en niður- stöður samningaviðræðna hafa legið fyrir.“ Vaxandi Evrópuumræða í Sviss Clive Church, prófessor í Evrópu- fræðum við háskólann í Kent, ræddi um afstöðu Sviss til Evrópusamran- ans. Hann gat þess að á síðustu áram hefðu viðskipti milli Sviss og ESB- ríkja aukist mikið og væri nú svo kom- ið að 80% innflutnings til Sviss kæmu frá ESB og um 60% af útflutningi landsins færu þangað. Þetta hefði haft í för með sér að hagsveiflan í Sviss fylgir nú ríkjum ESB meira en áður. Svisslendingar ættu mjög mikið sam- starf við ESB, bæði formlegt og óformlegt, en hefðbundin sérstaða landsins hefði hingað til komið í veg fyrir að landið sæktist eftir nánari tengslum. Nokkrir tvíhliða samningar væra í gildi milli Sviss og ESB en lög- mæti þeirra hefði verið dregið í efa og fram færi þjóðaratkvæðagreiðsla um þá 21. maí næstkomandi. Að því er varðar afstöðu Svisslend- inga til ESB-aðilar telur Chureh ekki margt benda til þess að breytingar verði þar á í náinni framtíð. „Nú er hins vegar svo komið að valdastéttir í landinu eru komnar á þá skoðun að hagsmunum landsins sé best borgiÁ- með aðild. Almenningur er á öðru máli og sumir stjórnmálamenn hafa fært sér það í nyt.“ Church telur að tvíhliða samning- arnir við ESB verði að öllum líkindum samþykktir og að deilur um Evrópu- mál muni fara vaxandi upp frá því. „Sviss er í raun dæmi um land sem á í miklum erfiðleikum við að leysa þann vanda smáríkisins að koma í veg fyrir að verða gleypt, á sama tíma og það reynir að forðast einangrun í sam- starfi þjóðanna." Baldur Þórhallsson, lektor við Há- skóla íslands, ræddi um starfshætti minni ríkja innan ESB. Vegna smæð- ar stjórnsýslu minni ríkjanna yrðu þau að einbeita kröftum sínum að meginhagsmunamálum sinum. Af sömu ástæðu fengju embættismenn töluvert svigrúm til að móta stefnu lands síns, tækju þátt á flestum stig- um ákvörðunarferlisins og önnuðust jafnvel framkvæmd löggjafarinnar heima fyrir. Baldur sagði að minni ríkin reyndu fremur að tryggja hagsmuni sína með samstarfi við framkvæmdastjómina heldur en innan ráðherraráðsins. Hann benti á að þau reyndu því eink- um að hafa áhrif á mótun löggjafar á fyrstu stigum ákvörðunarferlisins í nefndum á vegum framkvæmda- stjórnarinnar. Minni ríkin litu svo á að framkvæmdastjórnin ætti að miðla málum milli þeirra og stærri ríkjanna. Nýjar ógnir kalla á nýjar lausnir Seinni hluti ráðstefnunnar var helgaður umræðum um breytingar í öryggis- og varnarmálum álfunnar. Meðal þeirra sem til máls tóku var Emil Kirchner, prófessor við háskól- ann í Essex. Hann sagði að minni ríki nytu þess gjarnan að vera innan hern- aðarbandalaga án þess að leggja mik- ið af mörkum til sameiginlegra varna. Hins vegar yllu nýjar ógnir því að mun erfiðara væri fyrir ríki að vera. óvirk með þessum hætti en áður. Nú mætti telja minni líkur á því en áður að Evrópa yrði fyrir kjarnorku- eða efnavopnaárás en að sama skapi hefði hætta aukist vegna skipulagðrar glæpastarfsemi, átaka samfélagshópa innan ríkja, umhverfisslysa og tölvu- glæpa, svo dæmi séu nefnd. Spurning- in væri hvernig ætti að glíma við vandamál af þessu tagi og hvers kon- ar skipulagsheildir kæmu þar að gagni. Kirchner sagði að yfirleitt megi telja ESB betur fallið til að tryggja öryggi Evrópu gegn þessum nýju ógnum en NÁTO. Hann sagðist teljaT að áform Bandaríkjanna um að koma upp gagneldflaugakerfi til að verja þau fyrir takmarkaðri kjarnorkuárás gætu haft mikið að segja um þróun varnarsamstarfsins innan Evrópu. Uppsetning kerfisins gæti t.d. haft í för með sér að Bretar yrðu opnari fyr- ir hugmyndum um samevrópskar varnir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.