Morgunblaðið - 11.05.2000, Side 54

Morgunblaðið - 11.05.2000, Side 54
54 FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 2000 (JMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ \9r Þnöjudagar og eru McHam AÐEINS Tilboðiö gildir aðeins á þriðjudögum og fimmtudögum! i®®8 - ' Suðurlandsbraut 56 • Austurstræti 20 • Kringlan Háskólanám á Austurlandi og Vestfjörðum MIKILVÆGT ski-ef til að tryggja áfram- haldandi þróun byggð- ar um allt land er að sjá til þess að íbúar á landsbyggðinni eigi greiðan aðgang að menntun á öllum skóla- stigum. Með örri tækniþróun undanfar- inna ára hafa hug- myndir um að stofna námsbrautir í ýmsum byggðarlögum, undir stjórn skólastofnana, sem vel geta verið stað- settar annars staðar, fengið byr undir báða vængi hér á landi eins og víðar í heiminum. Erlendis verður t.d. sí- fellt algengara að háskólar stofni kennslustöðvar eða útibú langt frá sínum aðalbækistöðvum og má taka uppbyggingu háskólamenntunar í hálöndum og eyjum Skotlands sem dæmi. Hagnýting nútímaupplýs- ingatækni við fjarkennslu og gagna- flutninga gefur einnig aukin sóknar- færi á þessu sviði. Snemma á þessu ári kynnti Há- skólinn á Akureyri hugmyndir um Byggóaþróun Góðir skólar og fjöl- breytt framboð á frasðslu, segir Þuríður Backman, skiptir afar miklu fyrir farsæla byggðaþróun. þróun háskólanáms á Austurlandi og Vestfjörðum undir stjóm skólans, en hann hefur hug á að vinna að því að koma á fót kennslustöðvum á Egils- stöðum og ísafirði. Verði hugmyndir um aukin verkefni að veruleika gefst um leið mikilvægt tækifæri til að styrkja tengsl skólans við lands- byggðina og auka möguleika á fjöl- breyttari starfsemi, m.a. rannsókna- starfsemi. Háskólanám á Austurlandi Austfírðingar hafa fagnað hug- myndum HA um háskólanám á Aust- urlandi, enda hafa þeir markvisst unnið að því mörg undanfarin ár að komið verði á fót háskólanámi í fjórð- ungnum. Leggja þarf áherslu á að skipulagning og uppbygging náms- ins fari fram í nánum tengslum við heimamenn. Á Austurlandi gefst nú kostur á háskólanámi og endur- menntun í formi fjarkennslu á veg- um Fræðslunets Austurlands. Sú starfsemi er gott skref og tengist sérstaklega framhaldsskólum í fjórð- ungnum. En þar má ekki láta staðar numið. Öllum ber saman um hvílík lyftistöng fræðamiðstöðvar og skóla- setur eru fyrir viðkomandi lands- hluta og um leið fyrir landið allt. Vestfirðingar og fjarnám á háskólastigi í meira en áratug hefur háskóla- nám verið stundað á Vestfjörðum með fjarkennslusniði, einkum á veg- Qáfroaf úísJtrifiargjafa um Kennaraháskóla ís- lands, Fósturskóla ís- lands og nú einnig frá HA. Nú er Fræðslu- miðstöð Vestfjarða ætl- að að vera vettvangur fyrir nám á háskóla- stigi í fjórðungnum og standa fyrir námi sem ekki heyrir undir nám- skrá á grunn- og fram- haldsskólastigi. Heima- menn á Vestfjörðum hafa sýnt þeim hug- myndum sem hór eru til umræðu mikinn áhuga og eru sammála um mikilvægi þess að fundnar verði leiðir til að bjóða upp á háskólanám á kjördæminu, enda er slíkt talið ein helsta leiðin til að efla og styrkja byggð á svæðinu. Samvinna við aðrar háskólastofnanir í þingsályktunartillögunni sem áður var nefnd er gert ráð fyrir að háskólanámsbrautir á Austurlandi og Vestfjörðum heyri undir Háskól- ann á Akureyri. Engu síður er nauð- synlegt að gera ráð fyrir sem bestum tengslum þessara háskólanáms- brauta við aðrar háskólastofnanir, svo sem Háskóla Islands, Kennara- háskóla íslands, Samvinnuháskól- ann á Bifröst og háskóladeildir menntastofnana landbúnaðarins á Hvanneyri og Hólum í Hjaltadal, svo og Garðyrkjuskóla ríkisins að Reykj- um í Ölfusi. Jafnframt er sjálfsagt að gera ráð fyrir fullkomnustu aðstöðu til fjarkennslu með nettengslum við aðrar háskólastofnanir í landinu og góðri aðstöðu til rannsóknastarf- semi. Þá má einnig gera ráð fyrir að þáttur í starfi háskóladeilda af því tagi sem hér er fjallað um yrði stuðn- ingur við þá sem kunna að stunda fjarnám við aðrar háskólastofnanir og þannig auka tækifæri skóla til samvinnu og samræmingar í stárfi. Mjög hefur verið litið til þess að fjamám af ýmsu tagi auðveldi að- gang fólks úti á landi að ýmiss konar menntun. Það er vissulega rétt, en þó er ekki öll sagan sögð. Fjamám reynist nemendum sem það stunda oft afar erfitt og kemur þar einkum tvennt til, annars vegar sú staðreynd að nemandi og kennari em ekki í sams konar persónulegu sambandi og við hefðbundið nám og hins vegar hin mikla einsemd fjarnemans sem situr einn við tölvu sína en fær ekki þann stuðning og félagsskap sam- nemenda sem hefðbundið skólasam- félagbýðurupp á. Mikilvæg pólitísk stefnumörkun Fátt er mikilvægara nú um stund- ir en framboð á menntun á öllum skólastigum. Góðir menntunar- möguleikar varða bæði æskufólk og þá sem eldri era og þörf hafa fyrir endurmenntun og símenntun. Góðir skólar og fjölbreytt framboð á fræðslu skiptir afar miklu fyiir far- sæla byggðaþróun. Það á einnig við um samstarf skóla, atvinnu- og menningarlíf á viðkomandi svæðum. Þingsályktunartillagan sem nefnd var í upphafi fékk ekki afgreiðslu á þessu þingi. Hún vérður endurflutt strax og þing kemur saman að nýju í þeirri vissu að ákvörðun um að koma á fót háskólanámi á Austurlandi og Vestfjörðum hafi mikið gildi fyrir þessi landsvæði og um leið fyrir há- skólamenntun í landinu. Hér væri stigið fyrsta skrefið í uppbyggingu öflugra sjálfstæðra háskólastofnana á þessum landsvæðum. Þróun á sviði menntamála er ör og gildi fram- haldsmenntunar eykst ár frá ári. Landsfjórðungar eins og Vestfirðir og Austurland mega ekki verða þar afskiptir. Þuríður Backman Höfundur er alþingismaður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.