Morgunblaðið - 11.05.2000, Síða 68
MORGUNBLAÐIÐ
,68 FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 2000
FRÉTTIR
ÍDAG
Fréttamanna-
styrkir Norður-
landaráðs
NORÐURLANDARÁÐ veitir í ár
nokkra ferðamannastyrki til um-
sóknar fyrir fréttamenn á Norður-
löndunum. Styrkjunum er ætlað að
efla áhuga fréttamanna á norrænni
samvinnu og auka möguleika þeirra
á að skrifa um málefni annarra
• ' Norðurlanda, s.s. með því að gera
þeim kleift að fjármagna ferðalög
tengd greinaskrifum.
Styrkur er veittur í hverju Norð-
urlandanna og er fjárhæðin 90.000
danskar krónur fyrir Island í ár.
Styrkurinn er veittur einum eða
fleiri fréttamönnum dagblaðs, tíma-
rits, útvarps eða sjónvarps. Sjálf-
stætt starfandi fréttamönnum er
einnig heimilt að sækja um styrk-
inn. Við styrkveitinguna er tekið til-
lit til þess hvort umsækjandi hafi
sannanlega áhuga á norrænni sam-
vinnu og Norðurlöndum og er
styrkjum úthlutað að grundvelli um-
sókna. Styrkþegum er ekki heimilt
að sækja um styrk næstu þrjú árin.
Umsóknarfrestur er til 12. maí nk.
Umsóknareyðublöð fást hjá Is-
landsdeild Norðurlandaráðs.
Afmælisfagnaður og
sýning á verkum leik-
skólabarna í Gjábakka
- N-SJÖ ár eru liðin, fimmtudaginn 11.
maí, síðan Gjábakki, sem er félags-
heimili eldra fólks í Kópavogi var
opnaður. Á þessum sjö árum hefur
margt breyst, t.d. eru félagsheim-
ilin Gjábakki og Gullsmári sem
ætluð eru eldra fólki nú opin fólki
á öllum aldri.
Um dagskrá afmælisdagsins,
sem hefst kl. 14, sér fólk á öllum
aldri. Það er Bókmenntaklúbbur
Hana-nú sem byrjar á ljóðadag-
skrá. Lesin verða ljóð eftir Kópa-
vogsskáldið Böðvar Guðlaugsson,
nemendur úr leikskólanum Mar-
bakka syngja nokkur lög og opnuð
verður sýning á vinnu þeirra á
liðnum vetri. Eftir kaffihlé kemur
kór Snælandsskóla í heimsókn og
syngur nokkur lög undir stjórn
Heiðrúnar Hákonardóttur. Sýning
á verkum leikskólabarnanna verð-
ur opin til 25. mars frá kl. 10-12 og
kl. 14-16 alla virka daga.
Afmælisfagnaðurinn er opinn
öllum án endurgjalds.
-engu líkt-
LAUGAVEGI 32 • SÍMI 552 3636
VELVAKAIVDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Leitið og þér
munuð fínna
FÁEIN orð til íhugunar
um hvatningu biskups Is-
lands, herra Karls Sigur-
bjömssonar, um að leysa
þrælaböm úr ánauð í Ind-
landi.
Hve mörg böm fæðast á
hverjum degi á Indlandi?
Hvað bíður þeirra? Hvern-
ig væri að íhuga orsakir
vandans og snúast gegn
sökudólgum? Er byrjað á
réttum enda?
Mannfjöldi á Indlandi er
talinn vera 900 milljónir.
Indverjar búa í auðugu
landi og hafa því öll efni til
þess að skapa gott þjóðfé-
lag. Indverjar hafa kosið
sér lífsháttu sem fela í sér
mannfyrirlitningu og
mannhatur. Er hægt að
finna ieið til þess að hafa
áhrif á lífsháttu Indverja?
„Leitið og þér munuð
finna“.
Oft á hverju ári er knúið
dyra hjá almenningi á Is-
landi með hjálparbeiðnir.
Hjálpfúsir Islendingar
verða við þeim beiðnum
hverju sinni, eftir efnum og
aðstæðum. Ástæðulaust er
að fara fram með miklum
áróðri og kostnarsömum
auglýsingum.
Rannveig
Þorvaldsdóttir.
Fyrirspurn
til Samfylkingar
ÉG var að horfa á Skjá einn
sunnudaginn 7. maí sl. þar
sem rætt var við Pétur
Blöndal og Össur Skarp-
héðinsson, nýkjörinn for-
mann Samfýlkingarinnar.
Komu þar fram ólík pólitísk
sjónarmið en þegar Pétur
Blöndal talaði um að ör-
yrkjar hefðu það gott hér
fannst mér lítil viðbrögð
koma frá Össuri. Kona sem
hafði samband við mig
sagðist hafa rætt þetta við
mann sem er í Samfylking-
unni og hann sagði stefnu
þeirra skýra í þessum mál-
um, þeir hefðu talað mikið
um þetta fyrir síðustu
kosningar. En það er bara
ekki nóg. Fóik vill heyra
meira um þessi mál.
Menntunarmál setti Sam-
fylkingin meðal annars á
oddinn, en hvað hvað um
menntunarmál öryrkja og
annars fátæks fólks, sem
ýtt hefur verið út í horn í
samfélaginu? Það væri
hægt að hjálpa mörgum
með betri endurþjálfun en
nú er og menntun til að
komast út á vinnumarkað-
inn aftur. Margt fólk sem
skrimtir hér við hungur-
mörk getur ekki án aðstoð-
ar veitt sér menntun eins
og núverandi ástand er.
Eins og ástandið er núna
koðna margir niður og með
því er verið að búa til enn
meiri sjúklinga. Einnig
langar mig að vita hver
stefna Samfylkingarinnar
er í sambandi við húsnæðis-
mál, það virðist verða mikið
útundan í umræðunni bæði
hjá þeim og öðrum flokkum
líka. Það er full ástæða til
að ræða þau mál nánar, þar
sem neyðarástand ríkir á
húsnæðismarkaðnum. Ég
vil að lokum óska Samfylk-
ingunni og formanni henn-
ar, Össuri Skarphéðins-
syni, alls góðs í framtíðinni
og ég vona að ég fái svör við
spurningum mínum.
Sigrún.
Góð þjónusta
hjá Valmiki
MIG langar að koma á
framfæri þökkum til Val-
miki, skóverslunar í
Kringlunni, fyrir frábæra
þjónustu. Þjónustan þar er
til fyrirmyndar í alla staði
og mun betri en ég hef áður
átt að venjast.
Ánægður
viðskiptavinur.
Tapað/fundið
Lyklar töpuðust
LYKLAR töpuðust í mið-
bæ Reykjavíkur 1. maí sl.
Það eru sex lyklar á kipp-
unni og kippan er með
Reykj avíkurmaraþon-
merkinu. Upplýsingar í
síma 866-5463.
Glænýr fótbolti fannst
DRENGURINN, sem tap-
aði fótbolta mánudaginn 8.
maí sl. í Seljahverfi, er beð-
inn að hringja í síma 587-
4746.
Dýrahald
Abyssiniu-kettlingar
fást gefíns
ABYSSINIU-kettlingar,
blendingar fást gefins.
Upplýsingar í síma 867-
3297.
Tilboð á Laugaveginum.
Víkverji skrifar...
IVETUR tilkyTintu borgaryfirvöld
íbúum í Breiðholti og Árbæ að
þeir hefðu verið valdir til að taka þátt
í tilraun sem gengur út á „að minnka
sorpmagn og auka hlut endurnýting-
ar og endurvinnslu“. Víkverji, sem er
mikill áhugamaður um umhverfis-
mál, varð að vonum glaður að fá
tækifæri til að taka þátt í svo merkri
tilraun. í Breiðholtshverfi er skráð
hve oft tunnumar eru losaðar, en í
því skyni hefur strikamerki og tölvu-
kubbi verið komið fyrir á tunnunum.
Sorphreinsunarmenn fara vikulega
um hverfið og er til þess ætlast að
íbúarnir láti vita hvenær þejr vilja að
tunnurnar séu losaðar. I Árbæ eru
tunnurnar hins vegar losaðar á u.þ.b.
tíu daga fresti í stað vikulega. „Sorp-
hirða verður skipulögð til langs tíma
og munu íbúar fyrst um sinn fá í
hendur yfirlit um losunardaga á fyrri
hluta ársins," segir í bréfi borgaryf-
irvalda, en jafnframt er tekið fram
að gjald fyrir sorphirðu verði óbreytt
þrátt fyrir minni þjónustu.
Víkverji, sem býr í Árbæjarhverfi,
hefur af einhveijum sökum aldrei
fengið þetta yfirlit um losunardaga.
Hann hefur hins vegar orðið ræki-
lega var við að lengri tími líður á milli
heimsókna sorphreinsunarmanna.
XXX
NÚ eru rúm þijú ár síðan Vík-
verji tók upp nýja umhverfis-
stefnu. Öll blöð eru lögð til hliðar og
hent í blaðagáma. Sama á við um
mjólkurfemur. Gosflöskur og gler-
flöskur fara einnig í endurvinnslu.
Jafnframt er þess vandlega gætt að
rafhlöðum sé skilað á réttan stað.
Þrátt fyrir þetta hefur Víkveiji
ítrekað lent í því að sorptunnan hef-
ur fyllst og ruslapokar hafa þess
vegna safnast fyrir í þvottahúsinu.
Ástæðan er einfaldlega sú að ein
tunna dugar ekki undir tíu daga
sorp.
Víkverji heíúr að sjálfsögðu velt
fyrir sér hvort hann geti með ein-
hverjum hætti dregið enn frekar úr
því sorpi sem heimilið lætur frá sér.
Hann hefur t.d. velt fyrir sér að fjár-
festa í söfnunarkassa undir matar-
úrgang, en Víkveija sýnist að mat-
arafgangar séu mjög lítill hluti af
sorpinu enda var lögð áhersla á það
við hann í barnæsku að klára alltaf
matinn sinn. Þessa reglu hefur hann
og böm hans ávallt haft í heiðri. Vík-
verja sýnist að umbúðir af ýmsu tagi
séu stærsti hluti sorpsins og við það
er erfitt að ráða. Einnig taka bleiur
af yngsta meðlimi fjölskyldunnar
dijúgt pláss.
Til að leysa umhverfisvanda heim-
ilisins meðan þessi tilraun stendur
yfir koma fjórar leiðir til greina. í
fyrsta lagi að hoppa ofan í tunnuna
og troða betur í hana (sonur Víkverja
hefur t.d. boðist til að gera þetta).
Þessi tiilaga hefur hins vegar um-
hverfislega ókosti. í öðm lagi kemur
til greina að efna vikulega til brennu
á lóð Víkverja til að losna við það
sorp sem ekki kemst í tunnuna. Þessi
lausn hefur einnig vissa umhverfis-
lega ókosti. í þriðja lagi kæmi til
greina að aka með sorpið á gáma-
stöðvar áður en það fer að koma
mjög vond lykt í þvottahúsið. Þetta
þýðir að sjálfsögðu að farin er auka-
ferð á bílnum með tilheyrandi bens-
íneyðslu sem aftur stuðlar að meng-
un. í fjórða lagi kæmi til greina að
fylgjast vel með því þegar sorp-
hreinsunarmennirnir koma til að
tæma tunnumar og hlaupa svo með
sorpið sem ekki komst í tunnuna og
biðja þá vinsamlega að taka það með.
Þetta er sú lausn sem orðið hefur of-
an á. Nú rfldr spenna á heimili Vík-
veija. Heimilismenn ganga núna
vaktir til að fylgjast með ferðum
sorphreinsunarmanna um hverfið.
Þegar þeir birtast kallar vaktmaður-
inn: „Þeir era komnir; þeir era
komnir." Síðan hlaupa allir út með
sorppokana og biðja sorphreinsun-
armennina blessaða að taka þá með
sér. Undantekningalaust taka þeir
vel í beiðnina og fjölskyldan heldur
glöð og ánægð inn í þvottahús sem
brátt lyktar aftur eins og það gerði
áður.
Það er því ekki hægt að segja ann-
að en þessi tilraun Reykjavíkurborg-
ar hafi vakið umræður um sorp og
umhverfismál á heimili Víkverja.
Það væri hins vegar gott ef borgar-
yfirvöld gætu efnt loforð sitt um að
senda „yfirlit yfir losunardaga".
Ástæðan er sú að vissrar þreytu er
farið að gæta hjá sumum heimilis-
mönnum sem era á vaktinni að fylgj-
ast með ruslabílnum.