Morgunblaðið - 18.05.2000, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2000
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Og enn einu sinni þökkum vér þá náð og miskunn sem þú
auðsýnir okkur fátækum og smáum, herra.
Kynning á nýjustu línunni í innréttingum frá HTH
auk 20% afsláttar af öllum raftækjum sem keypt eru
með innréttingunni*
HTH og Bræðurnir Ormsson eiga um þessar mundir sitt fyrsta
sameiginlega afmæli og ætlum við af því tilefni að efna til sérstakra
eldhúsdaga þar sem nýja línan frá HTH verður í aðalhlutverki.
Spónlagður kirsuberjaviður og gegnheilt birki einkennir nýjustu straumana
sem liggja frá hinum danska framleiðanda sem getið hefur sér orð fyrir
glæsilega hönnun og vinalega verðlagningu.
Á eldhúsdögum fást líka öll önnur raftæki í verslun okkar með 20% afslætti
(með innréttingunni) og því geta húseigendur sparað sér umtalsverðan
tíma og fjármuni á þessum dögum.
Verið velkomin í glæsilegan sýningarsal okkar á 3.hæð í Lágmúlanum
•Venjulega merkja svona stjömur einhverjar
leiðinlegar takmarkanir á því hvaö feliur undir
skilmálana en í þessu tilfelli er það heldur betur á
hinn veginn. Viö erum ekki bara aö tala um hin ýmsu
tæki í eldhúsiö, stór sem smá, heldur sjónvörp,
hljómtæki, myndavólar og hvaö eina sem fæst í
búöinni okkar í Lágmúlanum - og hana nú.
B R Æ Ð U R N I R
Lágmúla 8 • Sími 530 2800
www.ormsson.is
Söngsveitin Fílharmónía 40 ára
Flytur Imm-
anúel í kvöld
Bernharður Wilkinson
SONGSVEITIN FQ-
harmónía á fjörutíu
ára afmæli um þess-
ar mundir. Stofnandi henn-
ar var Róbert A. Ottósson
en núverandi stjómandi er
Bemharður Wilkinson.
Hann var spurður hver
yrðu verkefni söngsveitar-
innar af jjessu tileíni?
„Hæst ber að við flytjum
Immanuel eftir Þorkel Sig-
urbjömsson í kvöld í Há-
skólabíói og hefst flutning-
urinn klukkan 20. Þegar
það bar á góma fyrir tveim-
ur árum að í vændum væri
stórafmæli fórum við að
velta fyrir okkur hver væri
besta leiðin til að halda upp
á þennan merka áfanga.
Það var kórfélaginn Magn-
ús Ingólfsson tenór sem
hvíslaði að mér: ,Af hverju
pöntum við ekki nýtt verk?“ Mér
fannst þetta alveg í anda þess
hvemig kórinn hefur starfað. Og
eftir nokkur fundahöld varð Þorkell
Sigurbjömsson fyrir valinu sem
tónskáld. Við sögðum að við vildum
fá stórt verk með hljómsveit, ein-
söngvurum og kór. Þá kom hann
með texta fyrir þetta verk úr Bi-
blíunni og líka frá „Kalia bróður“,
(Karli Sigurbjömssyni). Verkinu er
skipt í ellefu mismunandi kaíla og
kemur víða við í kristnu trúarlífi -
efasemdir, staðfestmg, átrúnaður
og návist Guðs, allt kemur þetta
fyrir í verki Þorkels. Það var mjög
spennandi að vinna við hið nýja tón-
verk, það er ekki á hveijum degi
sem stórverk af þessu tagi lítur
dagsins ljós á íslandi. Verkið heitir
Immanuel eins og fyrr kom fram og
einsöngvarar eru: Ólöf Kolbrún
Harðardóttir sópran og Bergþór
Pálsson baríton. Af þessu tilefni var
nauðsynlegt að hafa stóran kór og
við leituðum til Selkórsins um sam-
starf. Við höfum æft af fullum karfti
síðan í janúar og samstarfið hefur
gengið mjög vel. Elísabet Erlings-
dóttir hefur raddþjálfað kórinn og
Guðríður St Sigurðardóttir annast
undirleik.“
-Verða íleiri verkefni á dag-
skrármi í kvöld?
„Já, vissulega. Mér fannst við
hæfi að flytja á afmælistónleikun-
um stórt hljómsveitarverk sem
heitir Sinfónía Sacra eftir Panufnik.
Þessi sinfónía var samin 1964 í til-
efni af pólskri kristnitökuhátíð og
er byggt á elsta þekkta gregori-
anska sálmi Pólverja, þessir tón-
leikar okkar eru á vegum neindar
um Kristnitökuhátíð í samstarfi við
Sinfóníuhljómsveit Islands,
Reykjavík - menningarborg
Evrópu árið 2000, við erum þeim
þakklát fyrir jákvæðar undirtekir í
málinu.“
- Hvað verk hefur borið hæst í
starfí söngsveitarinnar?
„Hún hefur flutt flest öll helstu
stórkórverkin - en að vísu ekki öll
undir minni stjóm. Þar má nefna 9.
sinfóníu Beethovens, Requiem eftir
Brahms og Mozart. Af veraldlegu
tagi má nefna Carmina Burana eft-
ir Carl Orff og Baldur
eftir Jón Leifs.“
- Hvert er þitt eftir-
lætisviðfangsefni í kór-
stjórn?
„Ég er í raun alæta á
tónlist. Mér finnst alltaf
að það verk sem ég er að fást við á
hverjum tíma sé mitt eftirlætis-
verk. En óneitanlega var ákaflega
mikil upplifun að flytja eitt mesta
verk sem hefur verið samið: Requ-
iemeftirMozart."
-Hvað eru margir félagar í
söngsveitinni núna?
„Við erum um sextíu talsins en
það breytist dálítið eftir verkefii-
► Bernharður Wilkinson fæddist
14.3.1951 í Hitchin í Englandi.
Hann var kórdrengur í West-
minster Abbey í London, síðan
var hann í Repton-school og eftir
það í Royal Northem College of
Mucik in Manchester þaðan sem
hann lauk kennaraprófi árið
1973. Hann tók BA-gráðu árið
1974 í tónlist sem flautuleikari.
Hann hefur starfað á íslandi frá
því í september 1975 sem flautu-
leikari í Sinfóníuhljómsveit fs-
Iands, hann hefur kennt við tón-
Iistarskóla í Kópavogi og
Garðabæ og er nú kennari við
Tónlistarskólann í Reykjavik.
Hann er stofnfélagi í Blásara-
kvintett Reykjavíkur og stjórn-
andi Söngsveitarinnar Fflharm-
ónía. Árið 1999 var Bemharður
gerður að aðstoðarhljómsveitar-
stjóra Sinfómuhljómsveitar fs-
lands. Bernharður er kvæntur
Ágústu Jónsdóttur fiðluleikara í
SÍ og eiga þau tvö börn.
um. Nú stefnir kórinn á að fara til
útíanda. Einn kórfélaga sagði í við-
tali sem birtist í Lesbók Morgun-
blaðsins: Kórinn sem fór aldrei til
útlanda. En svo varð af utanlands-
fór fyrir sex árum. Nú viljum við
fara aftur utan en höfum enn ekki
ákveðið hvert.“
- Hvemig gengur þér sjálíum að
samræma starf þitt hjá söngsveit-
irmi t.d. stnrfí þínu hjá Sinfón-
íuhljómsveit Islands?
„Það gengur bara vel. Ætli að ég
hafi ekki fengið íslensku bakteríuna
þegar ég kom hingað til lands; það
er að segja að vinna allan sólar-
hringinn. Það náttúrlega hjálpar til
að öll þessi störf eru mjög gefandi
og mér finnst mjög gaman að vinna
með skemmtilegu fólki, bæði í hópi
atvinnumanna og áhugafólks. Eg
kenni dáh'tið ennþá við Tónlistar-
skólann í Reykjavík og er líka
stjómandi lítils kammerskórs sem
heitir Hljómeyki. Sá kór hefur inn-
an sinna vébanda um tuttugu
manns og flytur bæði kirkjulega og
veraldlega músík. Kórinn er á leið
til Noregs í sumar.
Einnig hef ég stjómað
Kammersveit Reykja-
víkur sem fram kemur
undir minni stjóm hinn
5. júní nk. á Listahátíð í
Reykjavík og flytur þá
eingöngu íslenska tónlist."
-Hvað er fyrirhugað í næstu
framtíð hjá Söngsveitinni Fílharm-
óníu?
„Við eram að safna saman ís-
lenskum þjóðlögum, bæði verald-
legum og kirkjulegum á efnisskrá
fyrir utanlandsferðina og líka verð-
ur farið með þá efnisskrá víða inn-
anlands."
Áhugi kórfé-
laga er mjög
mikill ogfórn-
fýsin eftir þvi