Morgunblaðið - 18.05.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.05.2000, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Og enn einu sinni þökkum vér þá náð og miskunn sem þú auðsýnir okkur fátækum og smáum, herra. Kynning á nýjustu línunni í innréttingum frá HTH auk 20% afsláttar af öllum raftækjum sem keypt eru með innréttingunni* HTH og Bræðurnir Ormsson eiga um þessar mundir sitt fyrsta sameiginlega afmæli og ætlum við af því tilefni að efna til sérstakra eldhúsdaga þar sem nýja línan frá HTH verður í aðalhlutverki. Spónlagður kirsuberjaviður og gegnheilt birki einkennir nýjustu straumana sem liggja frá hinum danska framleiðanda sem getið hefur sér orð fyrir glæsilega hönnun og vinalega verðlagningu. Á eldhúsdögum fást líka öll önnur raftæki í verslun okkar með 20% afslætti (með innréttingunni) og því geta húseigendur sparað sér umtalsverðan tíma og fjármuni á þessum dögum. Verið velkomin í glæsilegan sýningarsal okkar á 3.hæð í Lágmúlanum •Venjulega merkja svona stjömur einhverjar leiðinlegar takmarkanir á því hvaö feliur undir skilmálana en í þessu tilfelli er það heldur betur á hinn veginn. Viö erum ekki bara aö tala um hin ýmsu tæki í eldhúsiö, stór sem smá, heldur sjónvörp, hljómtæki, myndavólar og hvaö eina sem fæst í búöinni okkar í Lágmúlanum - og hana nú. B R Æ Ð U R N I R Lágmúla 8 • Sími 530 2800 www.ormsson.is Söngsveitin Fílharmónía 40 ára Flytur Imm- anúel í kvöld Bernharður Wilkinson SONGSVEITIN FQ- harmónía á fjörutíu ára afmæli um þess- ar mundir. Stofnandi henn- ar var Róbert A. Ottósson en núverandi stjómandi er Bemharður Wilkinson. Hann var spurður hver yrðu verkefni söngsveitar- innar af jjessu tileíni? „Hæst ber að við flytjum Immanuel eftir Þorkel Sig- urbjömsson í kvöld í Há- skólabíói og hefst flutning- urinn klukkan 20. Þegar það bar á góma fyrir tveim- ur árum að í vændum væri stórafmæli fórum við að velta fyrir okkur hver væri besta leiðin til að halda upp á þennan merka áfanga. Það var kórfélaginn Magn- ús Ingólfsson tenór sem hvíslaði að mér: ,Af hverju pöntum við ekki nýtt verk?“ Mér fannst þetta alveg í anda þess hvemig kórinn hefur starfað. Og eftir nokkur fundahöld varð Þorkell Sigurbjömsson fyrir valinu sem tónskáld. Við sögðum að við vildum fá stórt verk með hljómsveit, ein- söngvurum og kór. Þá kom hann með texta fyrir þetta verk úr Bi- blíunni og líka frá „Kalia bróður“, (Karli Sigurbjömssyni). Verkinu er skipt í ellefu mismunandi kaíla og kemur víða við í kristnu trúarlífi - efasemdir, staðfestmg, átrúnaður og návist Guðs, allt kemur þetta fyrir í verki Þorkels. Það var mjög spennandi að vinna við hið nýja tón- verk, það er ekki á hveijum degi sem stórverk af þessu tagi lítur dagsins ljós á íslandi. Verkið heitir Immanuel eins og fyrr kom fram og einsöngvarar eru: Ólöf Kolbrún Harðardóttir sópran og Bergþór Pálsson baríton. Af þessu tilefni var nauðsynlegt að hafa stóran kór og við leituðum til Selkórsins um sam- starf. Við höfum æft af fullum karfti síðan í janúar og samstarfið hefur gengið mjög vel. Elísabet Erlings- dóttir hefur raddþjálfað kórinn og Guðríður St Sigurðardóttir annast undirleik.“ -Verða íleiri verkefni á dag- skrármi í kvöld? „Já, vissulega. Mér fannst við hæfi að flytja á afmælistónleikun- um stórt hljómsveitarverk sem heitir Sinfónía Sacra eftir Panufnik. Þessi sinfónía var samin 1964 í til- efni af pólskri kristnitökuhátíð og er byggt á elsta þekkta gregori- anska sálmi Pólverja, þessir tón- leikar okkar eru á vegum neindar um Kristnitökuhátíð í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Islands, Reykjavík - menningarborg Evrópu árið 2000, við erum þeim þakklát fyrir jákvæðar undirtekir í málinu.“ - Hvað verk hefur borið hæst í starfí söngsveitarinnar? „Hún hefur flutt flest öll helstu stórkórverkin - en að vísu ekki öll undir minni stjóm. Þar má nefna 9. sinfóníu Beethovens, Requiem eftir Brahms og Mozart. Af veraldlegu tagi má nefna Carmina Burana eft- ir Carl Orff og Baldur eftir Jón Leifs.“ - Hvert er þitt eftir- lætisviðfangsefni í kór- stjórn? „Ég er í raun alæta á tónlist. Mér finnst alltaf að það verk sem ég er að fást við á hverjum tíma sé mitt eftirlætis- verk. En óneitanlega var ákaflega mikil upplifun að flytja eitt mesta verk sem hefur verið samið: Requ- iemeftirMozart." -Hvað eru margir félagar í söngsveitinni núna? „Við erum um sextíu talsins en það breytist dálítið eftir verkefii- ► Bernharður Wilkinson fæddist 14.3.1951 í Hitchin í Englandi. Hann var kórdrengur í West- minster Abbey í London, síðan var hann í Repton-school og eftir það í Royal Northem College of Mucik in Manchester þaðan sem hann lauk kennaraprófi árið 1973. Hann tók BA-gráðu árið 1974 í tónlist sem flautuleikari. Hann hefur starfað á íslandi frá því í september 1975 sem flautu- leikari í Sinfóníuhljómsveit fs- Iands, hann hefur kennt við tón- Iistarskóla í Kópavogi og Garðabæ og er nú kennari við Tónlistarskólann í Reykjavik. Hann er stofnfélagi í Blásara- kvintett Reykjavíkur og stjórn- andi Söngsveitarinnar Fflharm- ónía. Árið 1999 var Bemharður gerður að aðstoðarhljómsveitar- stjóra Sinfómuhljómsveitar fs- lands. Bernharður er kvæntur Ágústu Jónsdóttur fiðluleikara í SÍ og eiga þau tvö börn. um. Nú stefnir kórinn á að fara til útíanda. Einn kórfélaga sagði í við- tali sem birtist í Lesbók Morgun- blaðsins: Kórinn sem fór aldrei til útlanda. En svo varð af utanlands- fór fyrir sex árum. Nú viljum við fara aftur utan en höfum enn ekki ákveðið hvert.“ - Hvemig gengur þér sjálíum að samræma starf þitt hjá söngsveit- irmi t.d. stnrfí þínu hjá Sinfón- íuhljómsveit Islands? „Það gengur bara vel. Ætli að ég hafi ekki fengið íslensku bakteríuna þegar ég kom hingað til lands; það er að segja að vinna allan sólar- hringinn. Það náttúrlega hjálpar til að öll þessi störf eru mjög gefandi og mér finnst mjög gaman að vinna með skemmtilegu fólki, bæði í hópi atvinnumanna og áhugafólks. Eg kenni dáh'tið ennþá við Tónlistar- skólann í Reykjavík og er líka stjómandi lítils kammerskórs sem heitir Hljómeyki. Sá kór hefur inn- an sinna vébanda um tuttugu manns og flytur bæði kirkjulega og veraldlega músík. Kórinn er á leið til Noregs í sumar. Einnig hef ég stjómað Kammersveit Reykja- víkur sem fram kemur undir minni stjóm hinn 5. júní nk. á Listahátíð í Reykjavík og flytur þá eingöngu íslenska tónlist." -Hvað er fyrirhugað í næstu framtíð hjá Söngsveitinni Fílharm- óníu? „Við eram að safna saman ís- lenskum þjóðlögum, bæði verald- legum og kirkjulegum á efnisskrá fyrir utanlandsferðina og líka verð- ur farið með þá efnisskrá víða inn- anlands." Áhugi kórfé- laga er mjög mikill ogfórn- fýsin eftir þvi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.