Morgunblaðið - 18.05.2000, Blaðsíða 72
72 FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
Utskriftarsýning í Listaháskólanum
Þau Frosti, Ingibjörg, Sara María og Darri verða meðal þeirra nemenda
Listaháskóla Islands sem opna sýningu um helgina.
Morgunblaðið/Ásdís
Einn alsherjar
listhrærigrautur
Listaháskóli íslands er að breytast í
risavaxið gallerí. Unnar Örn Jónasson
athugaði í skjóli nætur hvort nemendur
skólans væru nokkuð farnir yfír um á
sinni fyrstu stóru samsýningu.
D: Þyngdarlaus list. Það er það
nýjasta!!
UM næstu helgi opnar í Listahá-
skólanum stærsta myndlistar- og
hönnunarsýning þessa árs, út-
skriftarsýning 3. árs nema skólans.
Það sem áður var árlegur viðburð-
ur í Myndlista- og handíðaskólan-
um, heldur nú áfram í nýstofnuðum
Listaháskóla. Það er alltaf spenn-
andi að sjá útkomuna þegar tæp-
lega 50 listamenn og hönnuðir
koma saman og sýna verk sín á
stórri samsýningu.
Að vanda er húsnæði skólans í
Laugarnesinu lagt undir sýning-
una.
Þessir annars dimmu og risa-
vöxnu gangar gamla SS sláturhús-
ins breytast á tveimur vikum í
stærsta og ferskasta gallerí borgar-
iíinar.
Blaðamaður hitti fyrir fjóra nem-
endur, þau Söru Maríu sem er í
textíldeild, Frosta Friðriksson úr
skúlptúrdeild, Ingibjörgu Magna-
dóttur íjöltæknideild og Darra Lor-
enzen úr málun.
Tilfinningar, drama og sköpun
Jæja eru þið að deyja úrstressi?
Ingibjörg: Eg ætlaði nú aldrei að
verða neitt stressuð; það er eitt-
hvað svo hallærislegt. Svo fékk ég
stresskast í síðustu viku en er núna
orðin hálf kærulaus.
Sara: Stress er ást og ég elska!
Frosti: Eg er nú svona frekar
slakur, alveg ótrúlegt.
Darri:Ja,jú, soldið
F: Við nýtum stressið öll á já-
kvæðan hátt.
Hvað verðið þið svo með á sýn-
ingunni?
D: Það á nú ekkert að vera að
tala um það.
F: Það er algjört leyndarmál. En
þeir sem koma á sýninguna verða
margs vísari um hvað list er!
Núna er þessi skóli búinn og þá
geti þið hætt að stunda myndlist
eðahönnun frá 9-5 eða hvað?
S: I upphafi skapaði Guð himin
ög< jörð og nú tökum við við. Þá
meina ég að vera til einhverstaðar
þar á milli.
F: En sumir segja að myndlist sé
ekki náttúra.
I: Myndlist er ekki að gera, held-
ur meira svona vandræðagangur,
það að vandræðast.
D: En núna getum við líka farið
að gera list eftir 11 á kvöldin, því þá
lokar skólinn alltaf, list allan sólar-
hringinn, það er alveg nýtt.
Hvað ernú það nýjasta í listinni,
er eitthva ð í gangi?
S: Það er listamannaleikurinn
sem virkar.
I: Tilfinningar, drama - sköpun
og tjáning. Það kemur inn núna í
sumar.
F: Ég held að listin sé að fara út-
úr samfélaginu, eitthvað annað.
D: Ut úr samfélaginu og út í
geim. Hvað með það!
S: Já, ósonlagið er að hverfa og
listin breytist - aðdráttaraflið er að
dvína.
Metnaðarfull sýning
Hver eru átrúnaðargoðin ykkar?
S: Billy Idol.djók! (Hugsar sig
um) Bara allt frá Barbapabba til
heljar.
F: Ég verða að segja: Inntakið
fyrir sköpunina. Það er átrúnaðar-
goðið mitt.
I: Maður á ekkert að vera að
dýrka fólk eða stofnanir en ef mað-
ur þarf að dýrka á annað borð er nú
skást að dýrka gamalt fólk eins og
Louise Bourgeois.
D: Ég er sammála öllum, ég
dýrka ekki neinn, held ég, nema
kannski Sveinbjörn Björnsson, sem
smíðaði Gula húsið á horni Frakk-
astígs og Lindargötu. Smíðaði heilt
hús; allgjört „púff“.
Er ekki mikill metnaður að
standa sig á svona stórri sýningu?
I: Jú, jú en sá metnaður hefði
mátt vera öll árin, finnst mér.
D: Já, það eru allir að gera svona
STÓRA verkið, allt er stórt eða
mikið.
F: Blessaður vertu, bullandi
metnaður sem á eftir að skila sér
alla leið út í samfélagið.
S: Er ekki metnaður hér eins og á
nektarstöðunum? Eru þá allir vinir,
engin samkeppni?
I: Það er engin samkeppni.
D: Það eru miklu heldur sam-
skipti. Maður er að tala við fólk sem
maður hefur varla séð öll þessi þijú
ár.
S: Þú meinar svona hver málar
eða pijónar flottast? Held ekki.
Hvar langar ykkur svo að sýna
næst?
D: Þetta er ekki lengur spurning
um hvar. Það skiptir engu. Gula
húsið er náttúrlega staður næstu
mánaða.
S: Þar er sem sagt meira svona
allstaðar og hvergi!
I: Maður á bara að sýna fyrir ut-
an kerfið, í blómabúrinu á Hlemmi
eða eitthvað.
F: Annars er þetta allt háð lög-
málum um framboð og eftirspurn,
er það ekki?
Eruð þið komin með fasta vinnu
sem listamenn og hönnuðir?
F: Markaðurinn ræður því.
D: Peningar og list fara ekki
saman, nema maður ætli að gera
svona markaðslist.
I: Það er nú nóg af fólki að gera
öll þessi málverk. Ég er til dæmis
með heilan vegg með málverkum á
sýningunni.
Leggst þessi listahrærigrautur
þá vel i ykkur?
I: Ég hef trú á þeim sem eru trúir
sjálfum sér.
S: Já, já, prjónaskapur er sprell-
lifandi handverk.
I: Oll sköpun sem fer fram í gegn-
um hendur.
F: Bara að passa að halda sjálf-
stæði sínu.
Allir nemendur taka þátt í sýn-
ingunni sem verður opnuð laugar-
daginn 20. mai kl. 14 i húsi Listahá-
skólans að Laugarnesvegi 91 og
stendur til sunnudagsins 28. maí.
Veðurofsi
og dílóttir
hundar
RAGNHEIÐUR Jónsdóttir var
síðust af sex listamönnum að taka
þátt í verkefninu Veg(g)ir á Kjar-
valsstöðum. Að loknu sérhverju
sýningartímabili var framlag hvers
listamanns fjarlægt eða hulið á bak
váð nýtt lag af málningu sem um
íeið varð undirlag þess sem næst
kom á vegginn. Ragnheiður hefur
nú lokið sinni vinnu og verður
formlega lokað kl. 17 á Kjarvals-
stöðum í dag.
Ragnheiður tók við veggnum
hinn 27. apríl af Gunnari Erni og
gaf við það tækifæri út eftirfarandi
yfirlýsingu: „Vegleysur... Þetta
verður ein af þessum óvissuferðum
- ég veit ekkert hvað morgun-
dagurinn ber í skauti sér. Þannig
upplifi ég oft tilfinninguna að byrja
á nýju verkefni. Ég hugsa mér að
- ífete hina órannsakanlegu vegi hug-
arflugsins - um firnindi - vegleys-
ur. Þar eru klettar - klungur - urð
og grjót. Ferðin hefst þarna í suð-
vesturhorninu (50 cm frá gólfi).
Takmarkið er að komast um þessar
vegleysur - alls 350.000 cm2 - og
ná til ákvörðunarstaðar á norðaust-
urhorninu (50 cm frá lofti) fyrir 18.
rtiaí anno 2000. Nestið er fátæk-
legt; nokkrir pakkar af viðarkolum
- rauðvínsflaska (tóm) - ónýtu
sokkarnir mínir - strokleður."
Ferðalag um vegleysur
En nú þegar ferðalaginu er lokið
liggur beinast við að spyrja Ragn-
heiði hvert ferðinni reyndist vera
heitið?
„Ég hugsaði mér verkið svipað
og landakort, þannig að efri brún
verksins væri norður og svo fram-
vegis. Viðfangsefnið var vegir/
veggir en verkið mitt átti að vera
um vegleysur, það er ferðalag,
þetta er óvissuferð um vegleysur.“
Listamennirnir sex notuðu vegg-
inn sem þeir höfðu til umráða á ól-
íkan hátt, Ragnheiður notaði til að
mynda viðarkol við vinnu sína. „Ég
muldi þau niður í duft og setti í
nælonsokkana mína og teikna með
því,“ útskýrir hún. „Ég gerði teikn-
ingu sem er 14 m á lengd og 2,5 m
á hæð því mér fannst njóta sín bet-
ur að hafa hvítt rými til hliðanna.
Hvort þetta er stærsta teikning
sem gerð hefur verið á íslandi veit
ég ekki,“ segir Ragnheiður en
veggurinn sem listamennirnir
höfðu til umráða var 24 m á lengd
og 3,5 m hæð. Veg(g)ir var unnið
fyrir opnum dyrum og var stöðug-
ur straumur fólks alla daga sem
komu til að sjá listamennina við
vinnu sína.
Unnið fyrir opnum dyrum
„Það var mjög skemmtilegt að
vinna verkið undir þessum kring-
umstæðum. Ég er vön því, ég á
stóra fjölskyldu sem hefur fylgst
með því sem ég hef verið að gera í
gegnum tíðina. Ég kunni ákaflega
vel við mig þarna á Kjarvalsstöðum
og hafði gaman af að spjalla við
fólkið.“
Að sögn Ragnheiðar reyna flest-
ir að sjá eitthvað hlutlægt út úr
myndlist þegar um abstrakt-mynd-
ir er að ræða. „Það hefur verið
mjög skemmtilegt að finna við-
brögð fólksins sem kom að fylgjast
með og er gaman að sjá hversu
mismunandi upplifun fólks er eftir
aldri og kyni. Þegar ég spurði
krakka hvað þau sæju á veggnum
sögðust þau sjá landslag, dýr,
landnámsmenn og hvað eina. Einn
sá björn og annar sá dílóttan hund.
Það er alveg dásamlegt hvernig
þau opna sig og eru óþvinguð."
Þá segir Ragnheiður töluverðan
mun hafa verið á túlkun eldra fólks
eftir kyni. Karlarnir sáu sumir land
í mótun sem var úfið yfirferðar.
„Þá voru þeir alltaf að spá í veðrið.
Einn sagði að greinilega væri
þarna norðarhryssingur og blíð-
skaparveður fyrir sunnan, en kon-
urnar sáu oftast konuandlit; konu
með hatt, konu með uppsett hár
kona og ein sá konu að geifla sig.“