Morgunblaðið - 18.05.2000, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 18.05.2000, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2000 69 I DAG BRIDS Umsjón (luömnntlur l'áll Arnai'Min SU VAR tíðin að Acol-spil- arar vöktu á laufi með 5-5 í svörtu litunum og var þá hugmyndin sú að tvímelda spaðann á eftir til að sýna skiptinguna. Þessi aðferða- fræði er orðin úrelt enda fráleitt að það þurfi að taka þrjá sagnhringi að segja makker frá fimmlit í spaða. En hér er spil frá 1970, sem kom upp í keppni í London. Þar opn- uðu allir á einu laufi í suð- ur: Suður gefur; NS á hættu. Norður * 105 v G * KG9832 * KD32 Vestur Austur ♦32 *K864 »109876542 vÁK ♦864 *ÁD10 * 10987 +- Vestur 3 hjörtu Suður AÁDG97 vD3 ♦ 5 4.ÁG654 Norður Austur 4 lauf 5 lauf 4 hjörtu Dobl Suður 1 lauf 4 spaðar Allir pass Þetta var algeng niður- staða sagna og yfirleitt kom vestur út með hjarta og austur skipti síðan yfir í tromp í öðrum slag. Hvernig er nú best að spila? Augljóslega þarf að gera spaðann góðan (með svín- ingu og einni trompun), auk þess sem trompa þarf hjartadrottninguna. Yfir- leitt tóku menn á laufkóng J öðrum slag og svínuðu spaðatiu. Svínuðu svo aftur í spaða, tóku spaðaás og sáu leguna. Nú verður að trompa spaða og spila svo tígli úr borði. En austur á einfalt svar við'því: Hann trompar bara aftur út. Þann slag verður að drepa í borði, síðan þarf að trompa tígul og trompa hjarta. En nú er sagnhafi staddur í borði og hefur ekki ráð á að trompa ann- an tígul. Tapað spil. Martin Hoffman var meðal þátttakenda og hann var sá eini sem vann fimm lauf. Hann spilaði einnig spaðatíu úr borði í þriðja slag, en yfirdrap með gosa! Þá innkomu notaði hann til að trompa hjartadrottninguna. Síðan svínaði hann aftur í spaða, tók ásinn og trompaði spaðann frían. Lagði svo niður hátt lauf í borði og spilaði tígli. Nú hafði hann fullt vald á trompinu og gat lagt upp. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúð- kaup, ættarmót og fleira lesendum sín- um að kostnaðar- lausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrir- vara virka daga og Þriggja daga fyrir- vara fyrir sunnu- dagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistil- kynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa : Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Arnað heilla Í7A ÁRA afmæli. 30. nóv- I V/ ember sl. varð sjötug Rósa Þorsteinsdóttir, Iða- völlum 6, Grindavík. Eigin- maður hennar er Kristján Finnbogason. I tilefni þess bjóða þau ættingjum og vin- um til fagnaðar kl. 20 föstu- daginn 19. maí í Veitinga- húsinu Jenný við Bláa lónið. ÁRA afmæli. í dag, I v/ fimmtudaginn 18. maí, verður sjötugur Sig- urður Hjartarson, bakara- meistari og kaupmaður, Álfaskeiði 96, Hafnarfirði. Eiginkona hans er Bára Jónsdóttir. Þau eru stödd erlendis á afmælisdaginn. A A ÁRA afmæli. í dag, Uv fimmtudaginn 18. maí, verður sextug Álfheið- ur Bjarnadóttir, Funafold 67, Reykjavfk. Eiginmaður hennar, Sævar Guðmunds- son, rennismiður, verður sextugur 9. ágúst nk. Hjónin eru erlendis. 7 A ÁRA afmæli. í dag, O \/ fimmtudaginn 18. maí, verður fimmtugur Björn Gústafsson, verk- fræðingur, Klapparbergi 25, Reykjavík. Eiginkona hans er Herborg ívarsdótt- ir, hjúkrunarfræðingur. Þau taka á móti gestum í sal Múrarameistarafélagsins í Skipholti 70, í dag milli kl. 20-22. Raddirframtíóar Stundum þegar maður þarf að gefa frá sér hljóð lengi þá fær maður bara tár í augun. BJarkl Páll, Kvarnarborg. LJOÐABROT VIÐ VALAGILSA Hefur þú verið hjá Valagilsá um vordag í sólheitri blíðu? Kolmórauð, freyðandi þeytist hún þá og þokar fram stórbjörgum gilinu frá, sem kastast í ólgandi straumfalli stríðu. Orgar í boðum, en urgar í grjóti, engu er stætt í því drynjandi róti. Áin, sem stundum er ekki í hné, er orðin að skaðræðisfljóti. Hefur þú gengið að gilinu þá til gamans, á meðan þú bíður? Því fyrst eftir miðnætti minnkar á, og meðan er skemmtun gljúfrið að sjá, hve grenjandi hrönnin við hrikaberg sýður. Hanga þar skuggar á hroðaklettum, hengdir draugar með svipum grettum. Standberg við standberg þar hreykjast upp há með hamrasvip, fettum og brettum. Kom þú í gilið, en haf eigi hátt, þeir í hömrunum þola það eigi. Verði þér hlátur, þá heyrir þú brátt þeir hljóða svo dimman úr hverri átt. Þeir vilja, að allt nema áin þegi. Þeir eru einvaldir í þvi gili, ótal búa í svörtu þili, gnísta tönnum við barinn botn og byltast í grænum hyli. Hannes Hafstein. STJÖRNUSPA eftir Franees Drake * NAUT Afmælisbarn dagsins: Pú ert varfærinn en vel meinandi og því traustur og góður vinur vina þinna. Hrútur (21.mars-19. apríl) "4* Þú ert að brjótast í þeim mál- um sem þér finnast þér of- vaxin. En vertu þolinmóður því sannleikurinn stendur nær þér en þú heldur. Naut (20. apríl - 20. maí) Hvar sem þú kemur rekurðu þig á vegg þegar þú berð upp spurningar þínar. Breyttu um aðferð og vertu ögn þolin- móðari í framsetningu. Þá færðu svör. Tvíburar (21.maí-20.júní) M Nú er ekkert sem heitir að þú verður að taka til á skrifborð- inu þínu og klára öll þau verk sem þú hefur tekið að þér. Annars fer allt úr böndunum. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Þótt mörg verkefni hafi hlað- ist upp hjá þér er engin ástæða til að örvænta. Þú hef- ur alla burði til að leysa þau auðveldlega og tafarlaust. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Lærðu á reglurnar í samfé- laginu og vittu að þær eru ekki settar þér til höfuðs heldur til þess að vernda fólk gegn þeim sem ekki kunna að virða rétt annarra. Meyja (23. ágúst - 22. sept.) Eitthvert sambandsleysi veldur því að þú ert ekki í þeim sporum sem þú vildir helst standa. Þessu geturðu samt auðveldlega breytt ef þú bara vilt. Vo£ XDk’ (23. sept. - 22. okt.) A 4* Það er góð regla að skrifa nið- ur verkefnalistann þegar margt er á döfinni. Síðan er að ganga skipulega til verks og klára hvern hlutinn á fæt- ur öðrum. Sþorðdreki (23. okt. - 21. nóv.) Það er ósköp notalegt að finna það að aðrir geta glaðst yfir velgengni manns. Sýndu því öðrum það sama og taktu þátt í þeirra hamingju. Bogmaður # ^ (22. nóv. - 21. des.) Aky Eitt og annað nýstárlegt mun reka á fjörur þínar. Kannaðu þessa hluti og dragðu síðan af þeim lærdóm sem þú getur nýtt þér til framtíðarinnar. Steingeit (22. des. -19. janúar) 4wH Vertu bara þú sjálfur heldur en að vera að apa eitthvað eft- ir öðrum. Vertu ánægður með þinn hlut þvi grasið er ekkert grænna handan girð- ingarinnar. Vatnsberi (20. jan. -18. febr.) Varastu að láta hugmynda- flugið hlaupa með þig í gönur. Reyndu að koma skikki á hiutina og skila því starfi sem þér er ætlað. Fiskar (19. feb. - 20. mars) W> Það er margt að gerast í kringum þig og þú mátt hafa þig allan við að straumurinn hrífi þig ekki með sér. Vertu staðfastur og þá fer allt vel hjá þér. Stjömuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum gmnni vísindaiegra staðreynda. Gerið góð kaup í GUESIBÆ! Fjöldi ólíkra verslana undir sama þaki $ Graco Glæsilegar kerrur í mörgum útfærslum! Úrvalið er hjá okkur! eJUo\jXa cý vÍXmæa, S ( M I 553 3366 Opið á laugardögum frá kl. 11.00 til 16.00, www.oo.is Dior Viltu líta vel út í sumar? Þá er Body Light svarið. Nýtt og endurbætt krem fyrir appelsínuhúð frá Christian Dior. Kremið inniheldur Cola jurtina sem kemur í veg fyrir fitumyndun. Komið og fáið faglega ráðgjöf í versluninni. Sígurborg Þórsdóttir Snyrti- og förðunar- fræðingur verður í versluninni á rnorgun föstudag og laugardag og veitir faglega ráðgjöf. SNVRTÍVÖRUVEPSLUNIN (,l I SIIM SÍMI 568 5170 n feiði imenn! | Þiö fáið altt í stangaveiðina hjá okkur | Veiðihjól • Línur • Veiðistangir • Vöðlur • Vesti • Flugur • Spúna Hnýtingarsett• Veiðihatta og margt, margtfleira. Sendum í póstkröfu samdægurs. UTILIF Glæsibæ • Sími 545 1500 • www.utilif.is B E T R I L I Ð A N OPIÐ alla virka daga 9:00-19:00 Lau 10:00-14:00 fT Opið í Lyf & heilsu, Ausfurveri allan sólarhringinn og Lyf & heilsu, Domus Medica alla virka daga 9:00-22:00 C?Lyf&heilsa J GLÆSIBÆ UilÆSIBÆR -með úrvalið íbænum! Álfheimum 74
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.