Morgunblaðið - 18.05.2000, Blaðsíða 48
48 FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
„Óheilbrigð sjálfsímynd“
* barna samkynhneigðra
SVAR til áhuga-
mannahóps um velferð
barna.
I Morgunblaðinu 7.
maí birtist grein frá
áhugamannahópi um
velferð barna þar sem
hann bendir réttilega á
að velferð barna skuli
höfð í fyrirrúmi í málum
um ættleiðingar sam-
-kynhneigðra. Hins veg-
ar bendir þetta örugg-
lega ágæta félag á
rannsóknir sem sýna
fram á þau skaðlegu
áhrif sem samkyn-
hneigðir foreldrar hafa
á börnin sín. Niður-
stöður þessara kannana eru vægast
sagt sláandi. 47% barna sem hafa al-
ist upp hjá samkynhneigðum for-
eldrum viðurkenna að þau séu ekki
fullkomlega gagnkynhneigð. Mér
tókst ekki að finna þessa könnun á
Netinu (http:/Avww.org.insight/
is94c3hs.html) en fann þó heimasíðu
hinna virtu fjölskyldusamtaka sem
að henni stóðu, Family Research
^ouncil, FRC (http://
www.frc.org.issues/homosexualma-
in.html). Ég held að könnun frá sam-
tökum, sem trúa því að samkyn-
hneigð sé óholl, ósiðsamleg og
eyðileggjandi fyrir einstaklinginn,
fjölskylduna og samfélagið sé engan
veginn marktæk. I þröngsýni sinni
túlka þau aðeins það sem þau vilja út
úr svörum barnanna; kynímynd
þeirra er brengluð, þau telja sig ekki
fullkomin eftir mælikvarða þjóðfé-
lagsins. Meira fáum við ekki að vita
um niðurstöður könnunarinnar.
Hívemig gengur þessum börnum í
skóla, eru þau fordómalausari og
víðsýnni en önnur böm, hvernig er
samband þeirra við foreldra, leiðast
þau frekar eða síður út í fíkniefna-
neyslu og vitleysu?
Það er örugglega lítið
mál að gera könnun
sem sýnir jákvæðar
afleiðingar hvort sem
það er eitthvert vit í
þeim eður ei.
Fyrir mér eru svör
þessara barna einlæg
og sönn. Samkyn-
hneigð foreldranna
hefur ekkert að gera
með kynhneigð þeirra,
aðeins það að þau eru
óhrædd við að tjá sig.
Maðurinn er ekki full-
kominn og í okkar
gráa heimi er erfitt að
draga línu milli svarts
og hvíts. Þessi böm töldu sig ekki
vera tvíkynhneigð og þaðan af síður
samkynhneigð. Þau telja sig að öll-
um líkindum ekki „óeðlileg" (eins og
FRC vilja túlka þau) heldur átta þau
sig á hversu eðlileg sjálfshvöt þeirra
Samkynhneigð
Ég held að könnun frá
samtökum sem trúa því
að samkynhneigð sé
óholl, ósiðsamleg og
eyðileggjandi, segir
Gyða Valtýsdóttir, sé
engan veginn marktæk.
er. Svör barnanna em því fullkom-
lega réttlætanleg og sýna þroska
frekar en „óheilbrigða sjálfsímynd".
Ég ætla að benda áhugahópi um
velferð barna á hættulegan hóp sem
finnst í öllum samfélögum heims.
Það era heyrnarlausir, en hjá þeim
er tíðni samkynhneigðra 2/10 í stað
1/10. Ekki veit ég hvort ástæðan er
sú að þeir sem þegar era í minni-
hlutahópi eigi auðveldara með „að
koma út úr skápnum" eða hvort hin
hættulega hommaveira smitast
svona hratt milli heyrnarlausra og
brenglar kynferði þeirra. En FRC
eru fús til að hjálpa og vilja lækna
fólk af þessum skaðlega sjúkdómi.
Þau benda réttilega á að margir
„sjúklingar“ líði sálarkvalir vegna
sjúkdómsins. Það er óþarfi að kvelj-
ast, en orsökina er ekki að finna í
„sjúkdómnum" heldur í samfélaginu
og hvernig það kemur fram við
„sjúklingana11. Það er siðferði hins
þröngsýna samfélags sem er brengl-
að og það sem þarf að lækna.
Foreldrar sem hræðast að börn
þeirra verði samkynhneigð geta
fundið góð ráð á heimasíðu FRC um
það hvernig þau geta haldið börnum
sínum frá kynvillandi áhrifum. Ekki
veit ég hvort FRC telja þetta vera
fyrirbyggjandi leiðir eða hvort þau
vilja að böm þeirra leyni kynhneigð
sinni og verði þar af leiðandi ham-
ingjusamari einstaklingar. FRC
ættu kannski til öryggis að koma
heyrandi börnum heyrnarlausra for-
eldra í fóstur hjá „eðlilegum" fjöl-
skyldum. Það hefur verið sannað að
heyrn þeirra fer versnandi með aldr-
inum og mörg þeirra hafa hræðilegt
tóneyra.
Að lokum ætla ég að gleðja Helgu
og hina barngóðu vini hennar með
því að í framtíðinni getum við að öll-
um líkindum fomitað börnin okkar
við fæðingu. Þannig getum við út-
rýmt öllum göllum og náð lengra í að
fullkomna mannverana og það mun-
um við væntanlega öll gera með vel-
ferð barna okkar í huga.
Höfundur er nemi.
Gyða
Valtýsdóttir
Hafró
í hafvillu
ÞAU undur hafa nú
gerst að Hafrann-
sóknastofnun hefur
gert tilraun til að
svara athugasemdum
og ábendingum sem
fram hafa komið
vegna smíði hafrann-
sóknaskips í Chile (sjá
Mbl. 06.05.2000).
Fram til þessa hefur
stofnunin eingöngu
gefið út misvísandi
fréttatilkynningar til
að bera blak af chil-
ensku skipasmíðastöð-
inni sem falið var að
vinna verkið.
í grein minni í blað-
inu á dögunum (27.04) benti ég á að
tafir hafi orðið veralegar á afhend-
ingu hafrannsóknarskipsins. Þessu
á Hafró auðvitað ekki auðvelt með
að mótmæla, en þess í stað talað um
að tafirnar tengist „bilunum/göllum
sem upp komu í framdrifsbúnaði,
skrúfuási og skrúfu skipsins." Með
því er verið að hvítþvo chilensku
stöðina og koma sök á þá sem smíð-
uðu umræddan búnað. Þrátt fyrir
nokkra eftirgrennslan hefur ekki
tekist að fá staðfest að þessi fullyrð-
ing sé rétt enda ofangreindur bún-
aður frá virtum fyrirtækjum sem
hafa mikla reynslu við framleiðslu
hans. Hins vegar er mikilvægt að
þeir sem setja niður slíkan búnað
kunni til verka. Samsetning fram-
drifsbúnaðar, skrúfuáss og skrúfu
og tenging við skip er að sönnu mik-
ið vandaverk. Tiltrú Hafró, Ríkis-
kaupa og ráðgjafa á hæfni chilen-
esku stöðvarinnar til að vinna þetta
verk var fölskvalaus í upphafi verks
og talað um yfirburði í því sambandi.
Þrátt fyrir meinta yfirburði þurfti
umrædd skipasmíðastöð samt meira
en hálft ár til að greiða úr hávaða-
og titringsvanda í skip-
inu og því ekki óeðlilegt
að rnenn efist um færni
hennar á því sviði. I at-
hugasemdum sínum
tekur Hafró að sínu
leyti undir þetta með
því að viðurkenna að
tafirnar hafi m.a. stafað
af því „að byggingarað-
ili stóðst ekki kröfur í
samningi um lágt há-
vaðastig." Er þá orðið
vandséð í hverju yfir-
burðirnir felast.
Ég læt svo lesendum
um að dæma um það
hvort ég hafi farið með
„alrangt mál“ að hávaði
hafi tafið verkið eins og segir í at-
hugasemd Hafró.
Happdrættisvinningur
í formi dagsekta!
I fyrri grein minni læt ég þau orð
falla að skipið sé orðið dýrara en
samningsverð gerði ráð fyrir. Þá
miða ég einfaldlega við þá upphæð
sem kynnt var á sínum tíma í fjöl-
miðlum, þ.e. 1,5 milljarðar króna
(sjá Mbl. 22.02.98). Nú er hins vegar
talað um að skipið kosti 1,6 til 1,7
milljarða króna. Þarna er þó mis-
munur sem er 100 til 200 milljónir
króna. Auðvitað mega þeir í Hafró
hafa þá skoðun að þetta sé ekki há
upphæð. Ég deili þeirri skoðun ekki
með þeim.
Þeir benda á að ástæður hækkun-
ar eigi sér aðallega skýringar í að
varahlutir í framdrifsbúnað hafi
reynst 25 milljónum króna dýrari en
gert var ráð fyrir, aukaverk vegna
smíðinnar, sem ekki var séð fyrir ki'.
25 milljónir og kostnaður vegna eft-
irlits (aðallega vegna tafanna) litlar
35 milljónir króna. Hér er því um 85
milljónir króna að tefla sem ekki er
Ingólfur
Sverrisson
BRIDS
llmsjón Arnór G.
Ragnarsson
Sumarbrids hafinn
Mánudagskvöldið 15. maí hófst
sumarspilamennskan. Spilaður
var eins kvölds Howell-tvímenn-
ingur og urðu þessi pör efst eftir
‘4>arpa keppni (meðalskor 84):
Birkir Jónss. - Jóhann Stefánss. 110
Daníel M. Sigurðss. - Vilhjálmur Sig. jr. 90
Sigrún Pétursd. - Alfreð Kristjánss. 86
Þriðjudagskvöldið 16. maí varð
niðurstaðan þessi (meðalskor 165):
Birkir Jónss. - Jón Sigurbjörnss. 210
Hafþór Kristjánss. - Kristinn Karlsso. 198
Meðgöngufatnaður
ÞUMALÍNA
Pósthússtræti 13 s. 5512136
ísak Ö. Sigurðss. - Jón St. Gunnlaugss. 177
Spilað er öll kvöld nema laugar-
dagskvöld, alltaf byrjað klukkan
19:00.
Spilastaður er Þönglabakki 1,
húsnæði Bridssambandsins.
Allir eru velkomnir og hjálpað
er til við myndun para.
Bikarkeppni BSI
Skráning er hafin á skrifstofunni
og bridge@bridge.is
Skráningarfrestur rennur út
föstudaginn 26. maí kl. 16.00. Dreg-
ið verður í
1. umferð um kvöldið. Keppnis-
gjald er kr. 4.000 fyrir hverja um-
ferð.
Síðasti spiladagur hverrar um-
ferðar:
1. umf. sunnudagur 25. júní
2. umf. sunnudagur 23. júlí
3. umf. sunnudagur 20. ágúst
4. umf. sunnudagur 17. septem-
ber
Undanúrslit og úrslit verða spil-
uð 23. og24. september.
20 pör í Gullsmára
Bridsdeild FEBK í Gullsmára
spilaði tvímenning á tíu borðum
mánudaginn 15. maí sl. Miðlungur
var 168. Efst vóru:
NS
BjömBjarnason-HannesAlfonsson 230
Guðm. G. Guðmundss. - Guðm. Á Guðm. 200
Þorgerður Sigurgeirsd. - Stefán Friðbj. 188
AV
Viðar Jónsson - Sigurþór Halldórsson 209
Sigurpáll Amas. - Sigurður Gunnlaugss. 195
Sigurður Jóhannss. - Hafsteinn Ólafss. 190
TILEFNI þessa
skrifa er sú sorglega
frétt sem blasti við
áhugamönnum ólymp-
ískra hnefaleika á síð-
um Morgunblaðsins
14. maí síðastliðinn. Al-
þingismenn felldu
framvarp um lögleið-
ingu ólympískra hnefa-
leika á Islandi með
eins atkvæðis mun, 27
gegn 26. I einfeldni
minni átti ég alls ekki
von á þessari niður-
stöðu, en þar sem okk-
ar ágætu alþingismenn
hafa jú oftar en ekki
tekið réttinn af okkur
sauðheimskum almenningnum til
þess að velja og hafna, hefði ég nú
getað séð þetta fyrir. Það er mín
einlæga skoðun að þarna hafi þing-
heimur heldur betur hlaupið á sig
og tekið ranga ákvörðun.
Mér finnst það einfaldlega ekki
eiga að vera löggjafans að stjórna
því hvaða íþróttir fólk vill stunda.
Ég hélt að mér væri í sjálfsvald sett
hvaða íþróttir ég stundaði, allavega
á meðan ÍSÍ og Ólympíunefnd Is-
lands legðu blessun sína yfir íþrótt-
ina. Eru alþingismenn að segja að
forystumenn þessa samtaka séu
ekki hæfir til að ákveða hvaða
íþróttir megi stunda hér á landi?
Telja þeir sig vita betur en forystu-
menn þeirra þjóða sem leyfa ólymp-
íska hnefaleika? (Að mér vitandi er
Island eina þjóðin í heiminum sem
bannar ólympíska hnefaleika. Leið-
réttið mig ef það er rangt.) Eða era
þeir enn og aftur að segja að ein-
staklingnum sé ekki hollt að hafa
frelsi til að velja og hafna, að al-
þingismenn viti betur?
Ég óska hér með eftir
svöram frá ÍSÍ og Ól-
ympíunefndinni um
hvaða stefnu þeir ætla
að taka í kjölfar þess-
arai- niðurstöðu.
Andstæðingar ól-
ympískra hnefaleika
hafa verið duglegir við
að benda á að íþróttin
sé hættuleg og að
henni fylgi há slysa-
tíðni, að það sé Ijótt að
lemja aðra og síðast en
ekki síst að ólympískir
hnefaleikar séu ekki
íþrótt heldur slagsmál.
Fylgjendur ólymp-
ískra hnefaleika hafa á móti sýnt
fram á lága slysatíðni miðað við
aðra íþróttir og þannig hafa skýrsl-
ur og rannsóknir gengið á víxl og
hvoragir aðilar viljað taka mark á
Hnefaleikar
Ég vil fá að ráða því
sjálfur, segir Þórður
Sævarsson, hvort ég
stunda ólympíska
hnefaleika eða ekki.
hinum. Gott og blessað. En að halda
því fram að ólympískir hnefaleikar
séu „bara slagsmál" er mikil ein-
földun og hrein og bein óvirðing við
íþróttamenn sem leggja mikið á sig
við æfingar til að ná árangri í íþrótt
sinni, ekki síður en t.d. kattsgyrnu-
menn og frjálsíþróttafólk. Ég er
sannfærður um að íþróttin gæti alið
af sér heilbrigða og hrausta ein-
staklinga, sem gætu orðið íslandi til
sóma á Ól-leikum ef tækifæri gæf-
ist.
Að stunda ólympískra hnefaleika
á ekki að vera lögbrot frekar en að
stunda handbolta eða fimleika, sem
hvorutveggja era Ólympíugreinar.
Hverjum myndi t.d. detta í hug að
banna handbolta hér á landi, þrátt
fyrir að íþróttinni fylgi oft mikil
átök og dæmi séu um að menn hafi
látist í henni? Engum dettur í hug
að banna hestamennsku þrátt fyrir
að ein „bikkjan“ hafi kastað ástkær-
um forseta okkar af baki og axlar-
brotið hann. Hvað skyldu margir
hafa látist við köfun, fjallaklifur,
fallhlífastökk eða í sundlaugum, svo
dæmi séu tekin? Það verður kannski
næsta skref Vinstri grænna (sem
vora öll á móti framvarpinu, aðrir
flokkar klofnuðu í afstöðu sinni) að
banna knattspyrnu svo að formaður
þeirra geti sinnt þingstörfum án
sérstakrar aðstoðar. Það er alls ekki
ætlun mín að sverta aðrar íþrótta-
greinar til þess að fegra ólympíska
hnefaleika og ég ætla ekki að halda
því fram að ólympískir hnefaleikar
séu algjörlega hættulaus íþrótt. En
það getur hver sem er séð fáránleik-
ann í því að banna ólympíska hnefa-
leika eingöngu þvermóðskunnar
vegna því upptalningin hér að ofan
gerir mönnum ekki lengur kleift að
fela sig á bak við heilbrigðissjónar-
mið. Það eina sem ég fer fram á era
sjálfsögð réttindi, að ég fái sjálfur
að ráða því hvort ég stundi ólymp-
íska hnefaleika eða ekki.
Höfundur er nemi og áhugamaður
um ólympíska hnefaleika.
>
GOLFBUDIN.IS
_ www.golfbudin.is - Email: golfbudin@golfbudin.is
Sviptur réttinum
til að velja og hafna
Þórður
Sævarsson