Morgunblaðið - 18.05.2000, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.05.2000, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Fimmtán búfræðingar voru útskrifaðir frá Hvanneyri í Borgarfirði um síðustu helgi Morgunblaðið/Davíð Pétursson títskriftarnemendur frá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri. Morgunblaðið/Davíð Pétursson Magnús B. Jónsson rektor tók við minningarsjóðnum frá gefendum. Fyrstu skólaslit Landbúnaðarhá- skólans á Hvanneyri Grund - Skólaslit bændadeildar Landbúnaðarháskólans fóru fram í matsal skólans á Hvanneyri hinn 12. maí sl. að viðstöddu fjölmenni. Fimmtán búfræðingar voru útskrif- aðir. I yfirgripsmikilli skólaslitaræðu sagði Magnús B. Jónsson rektor meðal annars að síðastliðið skólaár hefði mótast mjög af þeim breytinginum, sem urðu á starfsum- hverfi skólans með nýjum bú- fræðslulögum. Hið nýja fyrirkomu- lag hefði haft í för með sér margvíslegar breytingar á skóla- starfinu og umgjörð þess. Nokkurn tíma tæki að koma því á og móta nýtt skipulag og temja sér ný vinnu- brögð. Síðan sagði Magnús: „Við erum nú að kynna nýja kennsluskrá fyrir skólann og það eru boðnar fram þrjár námsbrautir í háskólanámi og þær skipulagðar sem þriggja til fjög- urra ára nám. Hér er í fyrsta lagi um að ræða námsbraut í búfræði sem er byggð á grunni búvísindadeildar- námsins, sem skólinn hefur boðið fram í áratugi. Þá er námsbraut í landnýtingu, sem tekur fyrir skipulag landnýting- ar í dreifbýli, með áherslu á aðferðir við nýtingu og umhirðu úthaga og er ætlað að veita undirstöðu fyrir sér- hæfingu á sviðum úthagafræða, landvörslu, landgræðslu og skóg- ræktar. Þriðja námsbrautin er einnig tengd hinum nýju verkefnum sem snúa að dreifbýlinu og við höfum kosið að kalla hana Umhverfisskipu- lag. Þar er lögð áhersla á umfjöllun um náttúi-u landsins og félagslegar aðstæður og miðað að því að nem- endur geti þróað og mótað búsetu- landslag út frá fagurfræðilegum og öðrum umhverfstengdum sjónar- miðum. Þegar ég var að útskrifast frá Hvanneyri fyrir fjörutíu árum voru skilaboðin sem við fengum skýr og einföld. Ræktið meira, framleiðið meira, þá mun ykkur vel farnast. Línurnar voru mjög skýrar og ein- faldar. Því miður ef til vill of einfald- ar. Nú eru skilaboðin margbrotnari og mér virðist á stundum eins og tónninn sé ekki alltaf hreinn. Afætu- talið og ómagaumræðan fer þó dvin- andi og stundum heyrist að á Islandi séu dugandi bændur og öflugar byggðir. Búvörusamningarnir, skógrækt- ar- og landbótaáætlanirnar og fleiri verkefni eru með þeim hætti, að framtak einstaklingsins getur notið sín í því umhverfi sem þar er skapað og hugkvæmni og búhyggja skilar sér til réttra aðila. Þrátt fyrir þetta heyrast enn þær raddir að hinn samfélagslegi stuðn- ingur sé einungis stuðningur við bændur og hluti af tekjutryggingu þeiiTa. Það hefur ekki alltaf farið mikið fyrir andsvörum við þessum sjónarmiðum. Það gladdi mig því þegar landbúnaðarráðherra sagði umbúðalaust í sjónvarpsþætti nú á dögunum, að þessi stuðningur væri stuðningur samfélagsins við byggð- irnar til þess að skapa þar möguleika til ölfugs samfélags og aðeins degi síðar heyri ég formann Bændasam- takanna hafa uppi sams konar um- fjöllun um þessi efni. Stuðningur samfélagsins til verkefna, sem tengj- ast landbúnaði hefur allt aðra skír- skotun ef hann er skoðaður í þessu samhengi en ekki því sem oftast er, að þar sé aðeins um tekjutryggingu bænda að ræða,“ sagði Magnús. 84 nemendur innritaðir Á þessu skólaári hafa 84 nemend- ur innritast hér til náms. Af þeim hafa 36 nemendur verið innritaðir í reglulegt nám við bændadeildir skól- ans og 24 í fjarnám í búfræði og 16 í búvísindadeild. Af nemendum bændadeilda var 21 innritaður í 1. bekk á haustönn og luku 19 nemend- ur prófum. Síðan hafa 9 nemendur innritast til námsdvalar nú í vetur og er allmikið spurst fyrir um búfræði- námið. 15 nemendur voru innritaðir í 2. bekk. Af 24 nemendum sem innrit- uðust í fjamámið gengu 17 upp til prófa, sem nú standa yfir. Brautskráðir voru 15 búfræðing- ar, eða allir sem hófu nám í II. bekk sl. haust. Bestum árangri náðu: 1. Sigurjón Þorsteinsson 9,5,2. Sigurður Þ. Guð- mundsson 8,7 og 3. Hallfríður Ólafs- dóttir 8,5. Niðurstöður prófa voru þessar: 1 ágætiseink.: 1, I. eink.: 9, II. eink.: 4 og III. eink.: 1. Allir nemendur fengu ilmbjörk frá skólanum að gjöf, sem þeir gróður- setja væntanlega á heimaslóðum sín- um. Mörg fyrirtæki og stofnanir veittu viðurkenningar fyrir náms- ái-angur og framkomu og kom helm- ingur af öllum viðurkenningum og verðlaunum í hlut dúxins Sigurjóns Þorsteinssonar. Blikastaðasjóður Að lokinni verðlaunaafhendingu bað Magnús Sigsteinsson frá Blika- stöðum um orðið. Erindi hans var að afhenda með formlegum hætti minn- ingarsjóð, sem faðir hans, Sigsteinn Pálsson og fjölskylda hans, höfðu stofnað til minningar um eiginkonu Sigsteins, Helgu J. Magnúsdóttur á Blikastöðum svo og hjónin Magnús Þorláksson og KristínuJósafatsdótt- ur, fyrrverandi ábúendur á Blikast- öðum. Magnús Þorláksson hafði búið á Vesturhópshólum í V-Húnavatns- sýslu, en eftir að hafa misst eigin- konu og tvö ung börn undi sér hann ekki lengur fyrir norðan og keypti Blikastaði árið 1908 og fluttist þang- að með tveim dætrum sínum. Seinni kona Magnúsar var Kristín Jósa- fatsdóttir. Er Magnús keypti Blikastaði var það skráð lélegasta kotið í Mosfells- sveit, húsakostur afburða lélegur og landið aðallega blautar forarmýrar. Magnús lést 1942 og stóð búskapur þeirra Sigsteins og Helgu frá því ári til ársins 1970 er kúabúskap var hætt. Þá voru Blikastaðir orðnir eitt af stórbýlum landsins og glæsilegt höfuðból. Stofnframlag sjóðsins er 10 millj- ónir króna. I þriðju grein skipulags- skrárinnar segir svo um markmið og tilgang gefenda. „Hlutverk sjóðsins er að styrkja nemendur sem lokið hafa háskólanámi frá Landbúnaðar- háskólanum á Hvanneyri til fram- haldsnáms erlendis eða til rann- sókna í landbúnaðarvísindum, eftir því sem stjórn sjóðsins ákveður. Einnig er stjórn sjóðsins heimilt að verðlauna nemendur Landbúnaðar- háskólans fyrir framúrskarandi árangur á burtfararprófi. Styrkveit- ingar fari fram í júnímánuði og um- sóknir um styrki skulu hafa borist stjórn sjóðsins fyrir 1. júní ár hvert.“ Er rektor hafði mótekið þessa glæsilegu minningargjöf var skólan- um slitið og gestir settust að veislu- borði í boði Landbúnaðarháskólans. Skeifukeppnin tókst vel Fjölmenni var að vanda við Skeifukeppnina á Hvanneyri og tókst framkvæmd með miklum ágætum. Skeifuhafi ársins er Hall- fríður Olafsdóttir frá Víðidalstungu, sem hlaut hina eftirsóttu Morgun- blaðsskeifu. Hún hlaut einnig ásetu- verðlaunin og samnemendur hennar völdu hana hirði vetrarins og fyrir það fékk hún Eiðfaxabikarinn. Fáir nemendur tóku þátt í skeifukeppn- inni. Morgunblaðið/Steinunn Ósk Konur fjölmenntu á stofnfund Verslunarmannafélags Suðurlands. Verslunarmenn á Suðurlandi sameinast Stofnfundur nýs sameinaðs stéttar- félags allra verslunarmanna í Ár- nes-, Rangárvalla- og Vestur- Skaftafellssýslu var haldinn á Hlíð- arenda, Hvolsvelli sl. mánudag. Hið nýja félag, Verslunarmanna- félag Suðurlands, er stofnað með sameiningu Verslunarmannafélags Árnessýslu og Verslunarmannafé- lags Rangárvallasýslu en samein- ing var samþykkt á aðalfundum beggja félaganna í vor. Að mati Ingibjargar R. Guð- mundsdóttur, formanns Landssam- bands íslenzkra verzlunarmanna, á þetta nýja félag eftir að styrkja stöðu félagsmanna á Suðurlandi. Hún sagðist telja að verslunarmenn á landsbyggðinni þyrftu að sameina meira krafta sína. Verslunarmenn á Austurlandi væru búnir að sam- einast í eitt félag og nú ætti þessi sameining sér stað á Suðurlandi. Hún sagðist gera sér vonir um að fleiri skref yrðu stigin í þessa átt á komandi árum. Félagsmenn f þessu nýja Verslun- armannafélagi verða tæplega 600. Á stofnfundinum var kosin sjö manna stjórn og formaður er Gunn- ar Kristmundsson, áður formaður Verslunarmannafélags Árnessýslu, og Kristján Hálfdánarson, áður for- maður Verslunarmannafélags Rangárvallasýslu. Markmiðið með stofnun samein- aðs félags er fyrst og fremst að efla samstöðu og starf að hagsmuna- málum verslunarmanna á öllu Suð- urlandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.