Morgunblaðið - 18.05.2000, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 18.05.2000, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2000 55 r. víkur og áttu þau þar heimili sitt síð- an. Oft í búskap þeirra voru mikil veikindi hjá þeim báðum. Rúna og Andrés voru mjög samhent hjón og bjuggu sér og bömum sínum hlýlegt og fallegt heimili. Rúna systir mín var hæglætiskona, sem ekki bar tilfinningar sínar á torg, hún var fremur hlédræg. Hún var mjög myndarleg í verkum sínum, hugmyndarík og allt handverk má segja, lék í höndum hennar, meðan hún hafði þrek og heilsu. Hún var mikil hannyrðakona á útsaum sem fatasaum, prjón og leirmuni. Hún fór ekki með hávaða eða óðagoti, en hún notaði vel hverja stund og var sívinn- andi. Að koma inn í litlu íbúðina henn- ar við Kríuhóla var rétt eins og að sjá listaverkasýningu. Hvar sem maður leit voru hlutir sem lýstu handbragði hennar. Rúnu var það eiginlegt að gleðja aðra, sérstaklega þá sem áttu eitt- hvað erfitt. Og margar voru peysurn- ar sem hún pijónaði, sokkar, vettling- ar og fleira sem hún gaf þeim sem þurftu. Það var hreint ótrúlegt hversu miklu hún kom í verk, með ró- legheitum sínum og hjartahlýju. Um nokkurn tíma hafði hún, vegna heilsubrests, dvalið á Elli- og hjúkr- unarheimilinu Grund og þar lést hún 7. maí sl. Kærkomin er hvfldin eftir starfsaman dag. Vini Rúnu, Eyjólfi Eyjólfssyni, vil ég þakka fyrir mikla hjálp og um- hyggju sem hann veitti Rúnu systur minni. Kæru bömin hennar: Magnea Kristbjörg, Guðmunda og Guðjón Rúnar og aðrir aðstandendur, ég votta ykkur innilega samúð mína. Guð blessi ykkur. Hvfl í Guðs friði, kæra systir. Þökk fyrir allt. María Guðnadóttir. Okkur langar til að minnast Hjálm- rúnar Guðnadóttur með nokkrum orðum. Sagt er að sorgin sé náðargjöf, sá sem hefur elskað getur syrgt og sá sem hefur elskað á margar minning- ar. Þannig er okkur innanbrjósts þegar við minnumst hennar. Rúna, eins og við kölluðum hana alltaf, var fastur punktur í tilveru okkar allra. Hjartahlýja hennar, örlæti og um- hyggja í okkar garð átti sér engin takmörk. Hún var ein af þeim sem hafði yndi af að gefa án þess að ætlast til einhvers á móti. Og það sem átti hug hennar allan vom barnabömin. Það sem mest einkenndi hana var mikil vinnusemi og vora verk hennar alltaf unnin af mikilli samviskusemi. Það era margir sem hafa notið góðs af því. Ég held að það séu ekki til þeir fætur í ættinni sem ekki hafa farið í sokka sem hún hefur pijónað. Fjöl- skylda okkar fann ævinlega styrk og kærleika streyma frá henni og alltaf reyndist hún okkur vel, sem og öðr- um. Við vonum að þér líði nú vel og öll vanlíðan og óþægindi að baki. En íyr- ir handan landamæri lífsins era fagn- aðarfundir. Þar sem þú ert komin í hóp þeirra vina og vandamanna sem fóru á undan, og seinna bíður þú elsku Rúna okkar brosandi og með opna arma með Adda þér við hlið, til að bjóða okkur hjartanlega velkomin þegar röðin kemur að okkur. Þakka þér fyrir allar góðu minningamar sem þú skildir eftir, við munum ætíð minnast þín. Við biðjum Guð að blessa þig og varðveita og alla þá sem eiga nú um sárt að binda við fráfall þitt. Hafðu þökk fyrir allt. Margrét Björgólfsdóttir, Guðjón R. Andrésson. Sá tími sem við áttum með þér, Hjálmrún mín, var allt of stuttur en afar ánægjulegur. Við viljum minnast þín með þessum orðum: Því hjarta mitt er fullt af hvfld og fógnuð af frið mín sál. Þá fmnst mér aðeins yndi, blíða, fegurð séalheimsmál, að allir hlutir biðji bænum mínum ogblessimig, við nætar gæskuhjartað jörð og himinn aðhvílisig. (Ók. höf.) Þakkir fyrir samvistimar. Asa og Birgitta. JONAS SIG URÐSSON + Jónas Sigurðsson kaupmaður fæddist í Reykjavík 21. september 1923. Hann varð bráð- kvaddur í Reykjavfk 8. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurður Ólafsson, fyrrverandi gjald- keri Sjómannafélags Reykjavíkur, f. 25.3. 1897, d. 20.10. 1947, og Grímheiður Jón- asdóttir, f. 20.10. 1897, d. 17.5. 1986. Þau giftust 7. maí 1915 og áttu fjögur böm: Ragnhildi, f. 31.7.1921; Jónas sem hér er kvaddur; Hannes; f. 21.3.1928; Þorgerði, f. 14.8.1930. Að loknu gagnfræðaprófi fór Jónas í Samvinnuskólann og gerð- ist síðan kaupmaður á Hverfis- götu 91 í Reykjavík frá 1947 til 1991, alla tíð á sama stað. Útför Jónasar fer fram frá Hall- grímskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Hvenær sem kallið kemur kaupirsigenginnfrí, þar Iæt ég nótt sem nemur, neitt skal ei kvíða því. (HallgrímurPét.) Þriðjudagsmorgun 9. maí barst mér í síma andlátsfregn um að Jónas vinur minn Sigurðsson kaupmaður hefði orðið bráðkvaddur mánudaginn 8. maí. Sama dag rétt fyrir kl. þrjú hringdi hann til mín hress og glaður að vanda og sagði mér að hann ætl- aði eftir kaffi að fara í sumarhúsið sitt með nýja aringrind. Ekki leyndi sér tilhlökkun hans að komast upp- eftir því að nú væri kominn tími til að huga að gróðrinum. í bústaðinn komst hann í síðasta sinn og lauk er- indinu en er þau systkin hófu göngu til baka hné hann niður áður en þau komu að bílnum. Þetta hafa verið ólýsanlega erfið augnablik fyrir syst- ur hans, ein á ferð að komast í síma- samband og ná til sjúkraliðs. Oft berst bænheitum styrkur á slíkum stundum. Fjórða þessa mánaðar keyrði hann mig heim neðan úr bæ. Við fögnuðum vætunni því að smá- vaxinn gróðurinn fyrir utan Skógar- bæ var að teygja sig upp úr moldinni. Sumarið var framundan. Snögglega er tjald dregið fyrir en minningarnar lifa. Ég sakna þess að fara ekki oftar með Jónasi í sumarhúsið hans og í ferðir austur í sveitir. Hver stjórnar svo fyrirvaralausri brottkvaðningu? Það er erfitt að skilja. Amma mín Sigurbjörg sagði þeg- ar ég var ungur og spurði eitthvað um hliðstæð mál: „Björgvin minn, mennirnir verða aldrei svo þroskaðir að þeir skilji leyndardóma Guðs al- máttugs.“ f dag era mennirnir ekki komnir lengra í þeim fræðum. Jónas Sigurðsson fæddist 21. september 1923 að Hverfisgötu 71. Vora foreldrar hans Sigurður Ólafs- son sjómaður síðar skrifstofumaður og gjaldkeri Sjómannafélags Reykjavíkur og kona hans Grímheið- ur Jónasdóttir. Jónas var hamingju- samur að geta búið í sama húsi alla ævi með systur sinni Þorgerði. Það má segja að þar bjuggu systkin sæl og góð. Þorgerður var innanbúðar í verslun bróður síns frá því að hann byrjaði eigin rekstur árið 1947 og þar til Jónas hætti kaupmennsku 1991. Systkinin vora ákaf- lega samrýnd. Þau áttu vistlegt og rúmgott heimili í fallegu húsi síns tíma. Þar var gott að koma, þar var í önd- vegi ró og friður en enginn tækjagjallandi. Á góðum stundum léku um húsið ljúfir tónar er Jónas settist við píanóið, frá eldhúsi kom Gerður með kaffi og bakkelsi. Hennar söknuður er mikill. í mínum huga var Jónas mikill öðlingur, hann mátti ekkert aumt sjá, reiðubúinn til hjálpar og miðlunar í hverfí þar sem bjuggu margar efnalitlar barnafjöl- skyldur og vansælir einstaklingar sem áttu erfitt við að þræða meðal- veginn. Hjá þessu fólki var oft eina leiðin að leita til Jónasar. Fyrir helg- ar og hátíðir var oft örtröð til síðustu stundar í Jónasarbúð. Fóra þá margir með pinkla heim, en lítið fór í skúffuna hjá kaupmanni. Stundum heyrði ég þá sem meira höfðu, hafa orð á greiðasemi Jónasar. Ef þeim leist ekki vel á viðskiptavinina þá sagði Jónas af sinni alkunnu hjálp- semi: „Það kemur seinna.“ Auk þess leitaði fólk til hans með einkamál og alls konar vanda. Jónasarbúð var einskonar sjálfskipuð „félagsmálast- ofnun“ hverfisins. Jónas var góður maður enda hugsuðu margir hlýtt til hans, því kynntist ég úr hverfinu í marga áratugi. Ég nefndi áður að við Jónas hefð- um farið austur í sveitir, oftast í Mýrdalinn. Þangað rakti hann ættir sínar, var hann margfróður um stað- arhætti og öll bæjarnöfn. Á ungl- ingsáram hafði hann dvalið hjá frændfólki sínu á sumrin. Sælureitur systkinanna var sumarbústaðurinn Nes við Nátthagavatn og landið um- hverfis. Jónas kunni vel til verka og ræktaði garðinn sinn af eljusemi. Hann gróðursetti bæði tré og ranna á landspildunni og raðaði litskrúðug- um blómjurtum inná milli í stein- hleðslur næst bústaðnum. Austan við húsið rennur silfurtær upp- sprettulækur á lygnu vatninu og framan við bústaðinn eiga fuglar ör- uggt skjól. Auk þess sem áður er getið var Jónasi margt til lista lagt, hann fékkst við frístundamálun, gerði margar góðar myndir en einn- ig gat hann bragðið fyrir sig stöku við tækifæri. Allt bar lífshlaup Jóna- sar vott um trúarhneigð hans. Hann ólst upp við guðstrú og góða siði og sótti kirkju sína reglulega, síðast á páskadagsmorgun. Ég votta ástvinum vinar míns innilega samúð. Blessuð sé minning Jónasar Sigurðssonar. Björgvin Frederiksen. ^4 GARÐH EIMAR SIMl 540 3320 ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS | Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útfararþjónustu. Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni. Sverrir Einarsson útfararstjóri, sími 896 8242 ■ ::il m Sverrir I Olsen I útfararstjóri. Baldur Frederiksen útfararstjóri, sími 895 9199 Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi. Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is Guðmundur Óskar Guðmundsson, Kristín Petra Guðmundsdóttir, Birgir Snorrason, fris Guðmundsdóttir, Sigþór Gunnarsson, Sigríður Guðmundsdóttir, Fjölnir Þór Árnason og barnabörn. Helga Rut Baldvinsdóttir, Sigurður B. Baldvinsson, Erika Erna Cubero, Sigurður Sigurðsson, Stefanía Þorbergsdóttir, Aðalheiður Ósk Sigurðardóttir, Gunnar G. Sigvaldason, Kristín I. Sigurðardóttir, Ármann Sverrisson og barnabörn. Sigurður Sigurðsson, Barbro E. Glad og börn. + Við þökkum innilega öllum, sem sýndu okkur samúð og hlýjan hug við andlát og útför LEIFS ÞORBJARNARSONAR bókbindara frá Kirkjubæ, Vestmannaeyjum. Fyrir hönd aðstandenda, Hulda Reynhlíð Jörundsdóttir. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir og amma, SIGRÚN SIGURÐARDÓTTIR, Sundlaugavegi 22, Reykjavík, sem lést á líknardeild Landspítalans miðviku- daginn 10. maí sl., verður jarðsungin frá Lang- holtskirkju föstudaginn 19. maí kl. 15.00. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, DRÖFN FRIÐFINNSDÓTTIR myndlistarmaður, Hindarlundi 6, Akureyri, sem lést á heimili sínu að kvöldi fimmtu- dagsins 11. maí verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju föstudaginn 19. maí kl. 13.30. + lnnile|ar þakkir til allra þeirra, sem vináttu og samúð við andlát og útför ARNARS SIGURÐSSONAR, Laugarbraut 12, Akranesi. sýndu Legsteinar í Lundi 9ÓLOTEINAR við Nýbýlaveo, Kópavogl Sími 564 4566 v/ 'Fossvogskirkjwgarð Sími: 554 0500 Vesturhiíð 2 Fossvogi Sími 551 1266 www.utfor.is Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar. Við Útfararstofu kirkjugarð- anna starfa nú 14 manns með áratuga reynslu við útfaraþjónustu. Stærsta útfararþjónusta landsins með þjónustu allan s’ sólarhringinn. Prestur Kistulagning Kirkja Legstaður Kistur og krossar Sálmaskrá Val á tónlistafólki Kistuskreytingar Dánarvottorð Erfidrykkja WMli Mh \ 4 UTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA EHF.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.