Morgunblaðið - 18.05.2000, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2000 31
REKSTRARAÐItl:'
Verðb'éfamarkaðúí bJandsbanka hf. Kirkj'usandi '55 Revkiav-A
Símr: 560-8900 «Veffang: vib.is * Netfang: vib@víb”is
FERÐALÖG
Apótekin
Hestaferðir fyrir
grænmetisætur
I SUMAR mun ferðaþjónustufyrir-
tæki Óla Flosa á Breiðabólstað í
Reykholtsdal að venju bjóða upp á
hestaferðir. Meðal nýrra ferða er
nú ein fyrir grænmetisætur.
Óli Flosa hefur í mörg ár verið
leiðsögumaður 1 hestaferðum.
Hann segir að með tímanum hafi
ýmsar ferðir fest í sessi en svo bæt-
ast nýjar ferðir við eins og gerist
og gengur. I ár verður bryddað
upp á nýjung, boðið upp á sérstaka
ferð fyrir grænmetisætur og fyrir
þá sein vilja huga að heilsunni.
„Okkur fannst vanta þennan val-
kost. Kjötætur eru að sjálfsögðu
velkomnar með en þær verða að
gera sér grænmeti að góðu. Eldað-
ir verða grænmetisréttir og lögð
áhersla á ferskt, íslenskt hráefni.
Farið verður í að minnsta kosti
eina svona ferð sem stendur í sex
daga og síðan verður ferðin endur-
tekin ef hún heppnast vel.
Við leggjum í hann frá Breiða-
bólstað í Reykholtsdal og ríðum að
Arnarstapa á Snæfellsnesi.
Boðið verður upp á nudd í lok
dags og ýmislegt annað verður á
boðstólum sem miðar að því að
gera ferðina ánægjulega. Til dæm-
is stendur til að hafa leikfimiæfing-
ar og teygjur á morgnana sem
sænsk kona mun hafa umsjón með
en hún hefur sérhæft sig í því sem
kallast „bodywork".
Ovissuferðin árviss viðburður
Óvissuferðin er ein þeirra ferða
sem alltaf er farin árlega. „Upp-
haflega fór einn Finni með mér í þá
ferð fyrir um ellefu árum og hann
hefur komið á hverju sumri sfðan.
Þá förum við í um 12 daga ferð á
hestum og iðulega liggur leiðin um
svæði sem ég hef ekki farið á áður.
Með árunum hefur fólk verið að
bætast við og nú förum við á bilinu
10-12 í þessa ferð, iðulega sami
kjarninn og síðan einhverjir nýir.“
En það eru ekki bara vanir
hestamenn sem fara með Óla í
hestaferðir. Þær henta öllum, jafnt
þeim sem hafa bara séð hesta á
Morgunblaðið/Ásdís Haraldsdóttir
myndum og þeim sem eru orðnir
sjóðaðir í ferðum sem þessum.
Hann segist vera með allskonar
ferðir í boði og sérsniðnar ef því er
að skipta.
Fólk kemur á eigin hestum
Óli segir að það hafi færst í vöxt
að fólk sem á 2-3 hesta nýti þjón-
ustu hans og komi með eigin hesta
í ferðirnar. „Það er auðvitað
skemmtilegast að ríða eigin hest-
um og fá að kynnast þeim á ferða-
lagi og horfa á þá hlaupa lausa
ásamt öðrum hrossum."
Aukin
starfsemi
hjá Leið-
arljósi
á Hellnum
Hellissandi. Morgnnbladið.
Ferðaþjónusta Leiðarljóss á Helln-
um í Snæfellsbæ er nú að auka og
bæta starfsemi sína. Framkvæmdir
standa yfir við Gistiheimilið í
Brekkubæ þar sem verið er að
byggja við núverandi húsnæði. Þar
verða sex tveggja manna herbergi
með baði og tengibygging þar sem
verður setustofa. Einnig hefur
fyrri aðstaða og húsnæði verið end-
urbætt. Allt er þetta byggt sam-
kvæmt þekktum vistvænum stöðl-
um um húsbyggingar.
Fyrirtækin innan Snæfellsás-
samfélagsins á Brekkubæ vinna
samkvæmt vel skilgreindri um-
hverfisstefnu og leggja metnað í
sjálfbæra þróun í tengslum við
starfsemi sína.
Endurbætur fara nú einnig fram
á tjaldsvæðinu og verið er að bæta
salernisaðstöðuna og setja upp
sturtur og koma fyrir þvottavél
fyrir tjaldstæðagesti.
Þá fara fram endurbætur á sal
þar sem boðið er upp á svefnpoka-
plássgistingu.
Rekstraraðilar eru Guðrún og
Guðlaugur Bergmann, Guðríður
Hannesdóttir, Jóhann Þóroddsson,
Sveinbjörg Eyvindsdóttir, Ketill
Sigurjónsson og Bryndís Sigurðar-
dóttir.
Alþjdðleg vottunarsamtök
í mars síðastliðnum gerðust öll
ferðaþjónustufyrirtækin innan
Snæfellsássamfélagsins á Brekku-
bæ að Hellnum aðilar að Green
Globe 21 vottunaráætluninni, fyrst
allra ferðaþjónustufyrirtækja á ís-
landi. Fyrirtækin sem hér um ræð-
ir eru Gistiheimilið Brekkubær,
Ferðaþjónusta Leiðarljóss og
Tjaldstæðið á Brekkubæ.
Umer að ræða alþjóðleg vottun-
arsamtök sem bjóða upp á alþjóð-
lega umhverfisáætlun fyrir sjálf-
bæra ferðaþjónustu fyrir 21.
öldina, sem á að vera til hagsbóta
fyrir neytendur, fyrirtæki og sam-
félög. Þátttaka í þessari vottunar-
áætlun er í beinu framhaldi af
þeirri mótun umhverfisstefnu og
uppbyggingu á sjálfbærum líffstíl
innan Snæfellsássamfélagsins sem
átt hefur sér stað frá því að samfé-
lagið var stofnað árið 1995.
Betri leiðir að
sólbrúnni húð
ESTÉE LAUDER Sunless
Fáðu fallegan sólgullinn lit á húðina án sólar - og án nokkurs skaða af
hennar vðldum. Sérstök ávaxtasýrublandan í Self-Action SuperTan gerir
húðina eðlilega „sólbrúna". Þú gætir líka prófað Go Bronze litaða brúnku-
kremið okkar, sem fæst ekki aðeins fyrir andlit og háls heldur fótleggina
líka og þú getur notað til að sveipa þig sólarljóma frá toppi til táar.
Uppgötvaðu hversu auðvelt og skemmtilegt það getur verið að fá
fallega sólbrúna húð - strax í dag.
Með hjálp ESTÉE LAUDER.
Sérfræðingur frá ESTÉE
LAUDER verður j versluninni
í dag frá kl. 13-18.
6ara
Bankastræti 8, sími 551 3140.
Ljósmyndari/Hrefna Magnúsdóttir
AÐALFUNDIR 2000
Hlutabréfamarkaðuriun hf.
25. maí 2000, kl. 17:15
Kirkjusandi, 155 Reykjavík
MARK
Nýmarkaðurixui M.
25-maí 2000, kl. 17:15
Kirkjusandi, 155 Reykjavík
Dagskrá:
Dagskrá:
1. Veryuleg aðalfimdarstörf, sbr. 14. grein
samþykkta félagsins.
1. Veryuleg aðalfundarstörf, sbr. 14. grein
samþykkta félagsins.
2. Tillaga um samruna Hlutabréfa-
markaðsins M. og félagsins.
3. Önnur mál, löglega upp borin.
2. Tillaga um samruna Nýmarkaðsins M.
og félagsins.
3. Tillaga til breytinga á 4. gr. samþykkta
félagsins um aukningu hlutafjár með
áskrift nýrra Muta
4. Tillaga um heimild til stjómar félagsins
um kaup á hlutabréfiun félagsins skv.
55. gr. hlutafélagalaga.
5. Önnur mál, löglega upp borin.
Dagskrár og samrunaáætlanir ásamt þeim gögnum sem um getur í 5 mgr. 124 gr.
hlutafélagalaga og tillögur til breytinga á samþykktum félaganna, liggja firammi á skrifstofu
þeirra að Kirkjusandi, Reykjavík. Einnig liggja ársreikningar félaganna frammi á skrifstofu
þeirra viku fyrir aðalfund, hluthöfum til sýnis.
Hluthafar eru hvattir til að mœtOL