Morgunblaðið - 18.05.2000, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 18.05.2000, Blaðsíða 66
66 FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2000 morgunbLáðið „Nútt ár, nýtt árþúsund, / ' 'í.sagði „Ég œtla að skipta um lífshœtti, heilsusam-. 'l leqra matarœð/, \ A I ri FLÖGUR, SALTHNETUR, BEIKONBITA 06 STÓRA KÖNNU AF SJÓfi TAKK F/RIR Ljóska Smáfólk THE ANNUAL BU5INE55 MEETIN6 OF TME CACTU5 CLUB LOILL COMETOORPER.. Aðalfundur kaktusklúbbsins er að hefjast. THE BUILPIN6 COMMITTEE REPORT5 THAT TME BANK UJILL NOTBE L0ANIN6U5 FIFTV MILLION DOLLARS TO BUILPANEUI CLU8H0U5E.. 5 5-6-00 Byggingarnefndin greinir svo frá að bankinn vilji ekki lána tæpa fjóra milljarða til að byggja nýtt samkomuhús. MAINLV BECAU5E I PIPNT HAVE THE NERVE 10 ASK... -STVí'fc'.z- Aðalega vegna þess að nefndin hafði ekki kjark til að fara fram á það. BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1108 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Almenningssam- göngur - eru þær fyrir unglinga og aumingja? Frá Guðjóni Jónssyni: í FRÉTT í Morgunblaðinu í gær 4. maí, bls. 6, um ráðstefnu á vegum Reykjavíkurborgar um Reykjavík framtíðarinnar er haft eftir einum frummælanda á þessari ráðstefnu, að strætó sé bara fyrir unglinga og aum- ingja. Hvað á blessaður maðurinn við? Mætti biðja um nánari útlistan á þessu hugarflugi eða á að fara fram á að viðkomandi biðjist velvirðingar á þessum óskiijanlegu ummælum? Mér finnst frummælandi þessi taka töluvert mikið upp í sig og það vera honum til vansa. Strætisvagnar eiga mikinn rétt á sér og þörfin fyrir þessum samgöngu- hætti verður vaxandi í næstu framtíð með þverrandi orkulindum í formi ol- íu og knýjandi þörf á að draga úr mengun og náhámarkslandnýtingu. Birting á efni sem þessu er einnig sérkapítuli út af fyrir sig. Morgun- blaðið hefur um alllanga hríð verið þekkt fyrir vönduð vinnubrögð og á þeim bæ þykist eg vita að kappkostað sé að gera gott blað betra. En svona efni er til þess fallið að fæla venjulegt fólk sem eg tel mig heyra til, að mér er það með öllu óskiljanlegt að svona þvættingur sé birtur. Hins vegar er mikil þörf á umræð- um um samgöngur á höfuðborgar- svæðinu sem fram að þessu hafa verið nánast á eina bókina lærðar; einka- bflisminn og flugvöllurinn. Eigi ætla eg mér að hætta mér út í þau fúafen að ræða það vandræðamál sem geng- ur út á hvort klastra eigi við gamalt hemaðarmannvirki úr heimsstyrjöld- inni eður ei. Furðu oft vill gleymast, að líta ber á samgöngur í sem víðustu samhengi. Vaxandi notkun einkabfla hefur haft í för með sér mjög mikla mengun og slysahættu. Pekkt eru vandræði lög- reglu-, sjúkra- og slökkvibfla að kom- ast í gegnum umferðarkraðakið. Auk þess kallar notkun bfla á aukna þörf á bflastæðum og götum sem er ekki til þess fallin að sjónarmið um góða landnýting séu viðhöfð. Athugun á að koma á lestarsam- göngum milli Keflavfkurflugvallar og Reykjavíkur er mjög athyglisverð og er til þess fallin, ef úr verður, að fjölga samgöngumöguleikum á tiltölulega hagkvæman hátt. Áætlaður stofn- kostnaður liggur nokkum veginn á stærðargráðunni 1-1,5 búvörusamn- ingur, eins og sá sem gerður var nú í vetur við sauðfjárbændur. Munurinn á þessu tvennu ólíku er, að búvöru- samningurinn er glatað fé fyrir þorra landsmanna. Hins vegar er fjárfest til framtíðar og það stuðlar að hámarks- nýtingu innlendra orkulinda og spar- ar auk þess mfldð landrými með lest- arsamgöngum. Oft vill það gleymast að bflar eiga vel við í dreifbýli þar sem oft þarf að fara langar leiðir til að fara miili staða. Auk þess er yfirleitt vandræða- laust að skiUa bflinn eftir úti á víða- vangi, við vegrönd eða afleggjara þar sem hann er ekki fyrir öðrum vegfar- endum. I þéttbýli dugar ekki þessi dreifbýlishugsunarháttur. Það til- heyrir fortíðinni, því miður, að Palli sé einn í heiminum og geti ekið eins og honum sýnist og geti skilið bflinn eftir hvar sem er. Við þurfum að líta lengra fram á veginn, stemma stigu við óhóflegri notkun einkabfla og opna aðra mögu- leika til að komast á milli staða. Al- menningssamgöngur er það sem bjargað hefur borgum og stærri bæj- um erlendis frá algjörum glundroða. Hér er hinsvegar talað um í fréttinni sem minnst er á, að leggja jafnvel þessar samgöngur af. Þvflík firra! Al- menningssamgöngur þarf hins vegar að gera ódýrari og þá þarf fyrst og fremst að huga að rekstrargrundvelli þeirra sem eg tel vera eins og aftan úr fomeskju. Meðan vörugjald er stór- lækkað af einkabflum er rekstrar- grundvöllur stærri bifreiða óbreyttur og jafnvel verri en áður. Stjómvöld með Alþingi, Sam- gönguráðuneytið og sveitarfélögin í fararbroddi þurfa nauðsynlega að huga vel að þessum málum, því fyrr því betra. Að öðmm kosti er sú hætta fyrir hendi að höfuðborgarsvæðið verði að algjöru öngþveiti að fólk forðast þvflík örlög að þurfa að sækja nokkuð til Reykjavíkur nema í síð- ustu lög. Og eitt að lokum: Almenningssam- göngur þurfa að vera skipulögð af þeim sem nota þær. Því miður ber mikið á því, að þeir sem skipuleggja almenningssamgöngur virðast ekki gera sér fyllilega grein fyrir því, hvemig er unnt að nota þær. Þetta mætti laga með því að virða rétt neyt- enda. GUÐJÓN JENSSON, bókasafnsfr. og leiðsögumaður Amartanga 43, Mosfellssbæ. ------------------- Fyrirspurn til landbúnaðar- ráðherra Frá Gylfa Pálssyni: VEGNA fréttar í Morgunblaðinu 4. maí sl. um tilraunaeldi á norskum laxi langar mig til að spyrja: 1. Hver/hveijir kosta það tilrauna- eldi á norskum laxi sem ráðgert er undan Vogastapa á Reykja- nesskaga? 2. a) Hvaða vísindamaður/menn hafa lagt fram rannsóknaráætl- anir um þá eldistilraun sem um ræðir og í hverju em þær í gróf- um dráttum fólgnar? b) Hafa þær áætlanir verið lagðar fyrir Veiðimálastofnun? 3. a) Hve marga laxa er ætlunin að ala hvort ár um sig? b) I hve mörgum kvíum verða laxarnir aldir? 4. Hvenær er áætlað að hefja til- raunaeldið við Vogastapa? GYLFIPÁLSSON, stangveiðimaður. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.