Morgunblaðið - 18.05.2000, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 18.05.2000, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2000 41 fHétgtuMnfeifc STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. MIKILVÆG YFIRLÝSING STURLA Böðvarsson, samgönguráðherra^ gaf mikil- væga yfirlýsingu á aðalfundi Landssíma íslands hf. í fyrradag. A fundinum kom fram, að daginn áður hefði fyr- irtækið lagt inn formlega umsókn um leyfi til þess að reka svokallaða þriðju kynslóð farsímakerfa, UMTS-kerfið. Samgönguráðherra sagði á fundinum, að ekki væri frá- leitt að selja aðgang að rekstrarleyfum fyrir slíkt farsíma- kerfi og sagði að ráðuneyti sitt mundi láta skoða þá kosti, sem væru í stöðunni. Á fundinum lýsti Friðrik Pálsson, stjórnarformaður Landssíma Islands hf., þeirri skoðun, að færa mætti sterk rök fyrir því, að leyfum til rekstrar UMTS-farsímakerfa yrði ekki úthlutað án endurgjalds og eðlilegt væri að inn- heimt yrði eitthvert gjald fyrir takmarkaða auðlind á borð við tíðnisvið fyrir farsímaþjónustu. Jafnframt sagði stjórnarformaður Landssímans: „Hins vegar er ljóst, að sé tekjuöflun ríkissjóðs höfuðmarkmið með úthlutun leyfa er hætta á, að það komi niður á út- breiðslu, gæðum, þróun og að sjálfsögðu verði nýrrar þjón- ustu. Slíkt óttast nú einmitt margir að muni gerast í Bret- landi, þar sem farsímafyrirtækin buðu ótrúlegar fjárhæðir í leyfin í mörgum tugum umferða.“ Sturla Böðvarsson hefur áður gefið til kynna, að hann gæti verið opinn fyrir því að taka gjald fyrir farsímarásir en hann hefur ekki fyrr gengið jafn langt í yfirlýsingum um þetta efni og nú. Þess vegna verður að líta svo á, að ummæli hans á aðalfundi Landssímans marki ákveðin þáttaskil í umræðum um gjaldtöku fyrir farsímarásir og vonandi ná þau sjónarmið ráðherrans einnig til útvarps- og sjónvarps- rása. Með ummæium Sturlu Böðvarssonar verður að líta svo á, að ríkisstjórnin sé að nálgast þá stefnumörkun að gjald skuli taka fyrir svo takmörkuð hlunnindi, sem hér um ræðir. Það hefur þýðingu á fleiri sviðum en þeim, sem varða farsímarásir því að svipuð sjónarmið eiga við um takmarkaðar auðlindir og hlunnindi á öðrum vettvangi. Það skiptir líka miklu máli, að stjórnarformaður Lands- símans hefur lýst þeirri skoðun að slík gjaldtaka væri eðli- leg þar sem um takmarkaða auðlind sé að ræða. Það skiptir máli, að Landssími íslands, þetta öfluga fyrirtæki, snúist ekki gegn þessum hugmyndum. Það eru margvísleg rök, sem mæla með gjaldtöku vegna farsímarása. í fyrsta lagi eru þau rök, að hér er um tak- mörkuð en mjög verðmæt hlunnindi að ræða. Það er eðli- legt að þeir, sem fá leyfi til slíks rekstrar, greiði gjald fyrir enda ljóst, að þau rekstrarleyfi verða ekki mörg. I öðru lagi verður ekki séð, hvernig stjórnmálamenn eða embættismenn eiga að geta úthlutað slíkum leyfum án þess að endurgjald komi fyrir. Það er alveg sama, hvernig staðið yrði að slíkri úthlutun ef hún byggðist á mati örfárra manna. Alltaf yrði litið svo á, að þeir sem leyfin fengju hefðu fengið úthlutun á grundvelli pólitískra tengsla. Ur því, að samgönguráðherra ætlar að láta fara fram sérstaka athugun á þessu máli í ráðuneyti sínu er eðlilegt að samhliða verði rökin fyrir því, að taka upp gjald vegna úthlutunar sjónvarps- og útvarpsrása, einnig tekin til með- ferðar. Það eru þess vegna allt önnur sjónarmið, sem liggja að baki, en þau, að afla þurfi ríkissjóði aukinna tekna. Raunar væri hægt að hugsa sér að tekjur af slíkum gjöld- um og öðrum auðlindagjöldum rynnu í sérstakan sameigin- legan sjóð þjóðarinnar, sem rekin yrði á svipuðum grund- velli og olíusjóður Norðmanna, sem er eins konar sparnaðar- og fjárfestingarsjóður norsku þjóðarinnar allrar. Nú blasir það við, að þriðja sjónvarpsstöðin er að festa sig í sessi. Augljóst er að hún nýtur ekki jafnræðis í sam- keppni við hinar sjónvarpsstöðvarnar tvær, nema hún fái úthlutað rás, sem Ríkissjónvarpið hefur rétt á en notar ekki. Það er eina ónotaða sjónvarpsrásin af því tagi. Hvaða réttlæti er í því, að þær tvær sjónvarpsstöðvar, sem fyrir eru, hafi afnot af beztu rásunum án endurgjalds, sem máli skiptir, þegar keppinautur er kominn til sögunnar, sem þarf á sambærilegri rás að halda en hefur ekki fengið vegna þess, að engin slík rás er á lausu? Þetta er auðvitað óviðunandi samkeppnisaðstaða. En jafnframt má spyrja, hvernig opinberir aðilar eigi að geta úthlutað svo takmörk- uðum hlunnindum, þegar margir sækjast eftir þeim án þess, að rekstraraðilum gefist kostur á að bjóða í þær? Það er tímabært, að stjórnvöld taki þetta mál til alvar- legrar meðferðar og yfirlýsing samgönguráðherra bendir til þess, að það verði gert nú. Vonandi fylgir ráðherrann þeim áformum fast eftir. Einkaframkvæmd rædd á ráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga Hættuleg freisting eða hag- kvæm lausn? Er einkaframkvæmd bjargvættur eða böl- valdur? Samband íslenskra sveitarfélaga efndi í gær til umræðna um einkafram- kvæmd þar sem fram komu sjónarmið fylg;jenda þessarar leiðar, andstæðinga og Akureyrar, bæjarfélagsins, sem valið hefur þriðju leiðina. Morgunblaðið/Ásdís Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, ávarpar ráðstefnu sambandsins í Hafnarfirði í gær. Við hlið honum sitja fjórir ræðumenn á ráðstefnunni (f.v.), Stefán Þórarinsson, Magnús Gunn- arsson, Ásgeir Magnússon og Gunnar I. Birgisson. Kvikmynd Lars von Triers, Dancer in the Dark, frumsýnd í Cannes Fékk mj ög mikla athygli á hátíðinni Dancer in the Dark var frumsýnd í gær og fékk frábærar viðtökur, jafnt á hátíðarsýn- ingunni um kvöldið, sem og hjá blaðamönnum um morguninn. Þetta er myndin sem er á allra vörum, ekki síst vegna frammistöðu Bjarkar Guðmundsdóttur í myndinni. Pétur Blöndal sat blaðamannafund með leikstjóran- um Lars von Trier, leikkonunni Catherine Deneuve og öðrum aðstandendum myndarinnar. Leikkonunarnar Björk Guðmundsdóttir, Catherine Deneuve koma til frumsýningar myndarinnar. SAMBAND íslenskra sveit- arfélaga efndi í gær til ráð- stefnu um kosti og galla einkaframkvæmda á veg- um sveitarfélaga þar sem komu fram fulltrúar eins bæjarfélags, sem hefur tekið þetta fyrirkomulag upp á arma sína, annars, sem hefur hafnað þessari leið, ogþess þriðja, sem hefur ákveðið að fara sína eigin leið. Það eru Akureyringar, sem telja að þeir hafi fundið leið til að eiga kökuna og éta hana líka. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formað- ur Sambands íslenskra sveitarfélaga, sagði í upphafsávarpi að það væri hlut- verk opinberra stjórnvalda að leita á hverjum tíma ýtrustu hagkvæmni í op- inberum framkvæmdum og rekstri og í því samhengi hefði einkaframkvæmd verið töluvert til umfjöllunar að und- anfömu á vegum sveitarfélaga. Vilhjálmur vitnaði til stefnuyfirlýs- ingar ríkisstjórnarinnar frá árinu 1999 er segði að stefna ætti að meiri hag- kvæmni við opinberar framkvæmdir og að kostir einkaframkvæmdar yrðu nýttir í auknum mæli. „Þannig hefur ríkisstjórnin markað sér þá pólitísku stefnu að auka gerð einkaframkvæmdarsamninga á sviði framkvæmda og rekstrar í þeim til- gangi að færa fleiri verkefni ríkisins til einkaaðila,“ sagði Vilhjálmur. „Sveit- arfélögin á íslandi hafi ekki markað sér sameiginlega pólitíska stefnu varð- andi gerð einkaframkvæmdarsamn- inga með sama hætti og ríkisstjórnin. Það þýðir þó ekki að einkaframkvæmd og gerð einkaframkvæmdarsamninga hafi ekki verið til umfjöllunar í sveitar- stjórnum." Lægra verð og bætt þjónusta Stefán Þórarinsson, stjórnarfor- maður Nýsis hf. ráðgjafarþjónustu, aðili að einkaframkvæmdarsamning- um vegna Iðnskólans í Hafnarfirði, leikskóla í Grindavík, leikskóla í Há- holti í Hafnarfirði, og hefur lagt inn til- boð vegna fleiri slíkra verkefna, hélt því fi'arn að vaxandi markaðsvæðing viðskipta og þjónustu hefði tryggt viðskiptavin- um lægra verð og bætta þjónustu. „í nútímasamfélagi er ekki þörf á að hið opin- bera sinni sjálft allri þeirri þjónustu og uppbyggingu, sem það ákveður að al- menningur njóti,“ sagði hann. „Marg- víslegri þjónustu, sem hið opinbera fjármagnar og veitir, geta einkaaðilar sinntjafnvel." Stefán sagði að annmarkar væru á því hjá hinu opinbera að lækka rekstr- arkostnað til að auka ráðstöfunarfé í nýframkvæmdir og í nágrannalöndun- um hefðu opinberir aðilar í auknum mæli nýtt sér kosti einkafram- kvæmdar. Stefán sagði að flokka mætti einka- framkvæmd í þrennt eftir eðli og gerð samninga. Þar væri um að ræða fjár- hagslega sjálfstæð verkefni þar sem einkafyrirtæki tæki að sér að annast tiltekna þjónustu gegn notendagjöld- um til að standa undir rekstrarkostn- aði og væru jarðgöng þar sem greidd- ur væri tollur dæmi um það. Annað fyrirkomulagið væri þjónusta seld hinu opinbera. Þar tæki einkafyrir- tæki að sér að annast þjónustu, sem hið opinbera væri eitt kaupandi að, og kostnaði verktakans væri mætt með endurgjaldi hins opinbera fyrir veitta þjónustu, til dæmis að reisa og reka skólamannvirki. Þriðja leiðin væri hlutaþátttaka hins opinbera þar sem einkafyrirtæki tæki að sér að annast þjónustu, sem að hluta til væri greidd af ríkinu, en að hluta með sjálfsaflafé, en forræði verkefnisins væri að öllu leyti hjá einkafyrirtækinu. Með þessu móti væri hægt að tryggja nauðsyn- lega þjónustu, sem ekki væri að fullu markaðshæf, til dæmis rekstur knatt- spyrnuhúss. „Samningur um einkaframkvæmd felur í sér hvata fyrir einkaaðilann til að veita góða þjónustu í samræmi við verklýsingu yfir allan samningstím- ann,“ sagði Stefán. „Fyrir opinbera aðila - og raunar allan almenning - eru áhrifin þau að það er hægt að auka þjónustuna fyrir sama fé eða veita sömu þjónustu fyrir minni kostnað en ef henni væri sinnt af hinu opinbera.“ Ásgeir Magnússon, bæjarfulltúri á Akureyri, var ekki jafn afdráttarlaus í fyrirlestri, sem bar titilinn „Einka- framkvæmd er tískuorðið í dag“. Hann sagði að oft þegar ný hugtök og nýjar aðferðir kæmu fram yrðu skoð- anaskipti skýr og ákveðin og umræðan um einkaframkvæmd væri „dálítið svart-hvít“. Eignadeild stofnuð á Akureyri Hann sagði að raunveruleikinn væri ekki svona einfaldur og það kæmi fram í því hvernig bæjarstjórn Akur- eyrar hygðist taka á þessum málum. „Við ætium að fara þá leið að nýta okkur kosti þess að bærinn fær hag- stæðari lán en einkaaðilar, en á sama tíma að nýta okkur það vinnulag, sem bent er á í sambandi við skipulagningu og samningana um einka- framkvæmdir," sagði hann. , ,Við höfum skoðað þessi mál að ég tel vandlega og komist að þeirri niðurstöðu að það sé betra íyrir okkur við okk- ar aðstæður að fara aðrar leiðir.“ Þetta sagði Ásgeir að bærinn hygð- ist gera með því að stofna sérstaka eignadeild, sem annast ætti nýfram- kvæmdir, umsjón og viðhald bygginga í eigu bæjarsjóðs og gera leigusamn- inga um allt húsnæði, sem bærinn tæki á leigu eða endurleigði, þar á meðal íbúðarhúsnæði. Stefnt er að því að eignadeildin hafi sjálfstæðan fjárhag. Standa einkaframkvæmdir landsbyggðinni til boða? Ásgeir rakti ýmsa kosti og galla einkaframkvæmdar í máli sínu og gat þess að ein forsendan væri öflugt sam- keppnisumhverfi. Hann velti fyrir sér hvort einkaframkvæmdir stæðu sveit- arfélögum á landsbyggðinni til boða og bætti við: „Ég á erfitt með að sjá það fyrir mér því þar skortir að minnsta kosti annan þeirra þátta, sem ég tel forsendu fyrir því að einkafram- kvæmd komi til greina, en það er öfi- ugt samkeppnisumhverfi.“ Hann benti á að í fasteignum sveit- arfélaga, hverju nafni, sem þær nefnd- ust, væru miklir fjármunir bundnir: „Því er okkur nauðsyn að skoða allar þær leiðir, sem fram koma til að ná sem bestum tökum á þessum útgjalda- lið. Sum sveitarfélög hafa valið þá leið að láta einkaaðila um framkvæmdirn- ar. Á Akureyri höfum við ákveðið að fara þá leið að tileinka okkur verklag einkaframkvæmdanna, en vinna verk- ið sjálf.“ Næstur sté í pontu Magnús Gunn- arsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, þar sem sennilega hefm' verið gengið einna lengst í að fara einkafram- kvæmdarleiðina. Magnús benti á að Hafnarfjarðarbær hefði fyrstur sveit- arfélaga á Islandi undirritað samninga við einkaaðila um byggingu og rekstur skólamannavirkja, annars vegar samning við FM-hús ehf. um byggingu og rekstur grunnskóla og leikskóla í Áslandi og hins vegar við Nýsi hf. og ístak hf. um byggingu og rekstur leik- skóla við Háholt. Að auki er Hafnar- fjarðarbær þátttakandi með ríkinu í byggingu nýs iðnskóla í Hafnarfirði þar sem gerður var samningur við einkaaðila til 25 ára um að byggja, eiga og reka starfsemi skólans. 400 milljóna sparnaður Magnús á von á að sparnaðurinn fyrir bæjarsjóð Hafnarfjarðar af því að semja við FM-hús um byggingu og rekstur grunnskólans i Áslandi verði um 400 milljónir króna. Þessari niður- stöðu komst hann að með því að bera saman samningsniðurstöðuna við FM- hús og áætlun um kostnað bæjarsjóðs við að byggja og reka sambærilegt skólahúsnæði, en samtals væri gert ráð fyrir því að árlegur kostnaður vegna samningsins yrði 95 milljónir króna, en samkvæmt áætl- un hefði hann orðið 111 milljónir. Sparnaðurinn væri um 15% samanborið við hefðbundna aðferð og hefðu endurskoðendur bæjarins farið yfir þessa útreikninga og forsendur þeirra. ,Að fenginni reynslu ... tel ég engan vafa leika á að þjónustusamningur um einkaframkvæmd geti í vissum tilvik- um reynst sveitarfélögum góð leið til að mæta óskum íbúa og lögboðnum skyldum um þjónustu,“ sagði hann. „Það er mitt mat að hagkvæmni einka- framkvæmdar sé hvað mest þegar um er að ræða heildarlausn á stórum verkefnum." Freistingin og refsingin Gunnar I. Birgisson, þingmaður og bæjarfullti'úi í Kópavogi, tók næstur til máls og sagði að vissulega væru ný- ir kostir við fjármögnun og rekstur op- inberra verkefna gleðiefni, en þeim fylgdu freistingar, sem gætu stefnt fjármálum ríkis og sveitarfélaga í óefni ef ekki væri farið varlega í sak- irnar og arðsemin höfð að leiðarljósi. „Undanfarið hefur mildð verið rætt og ritað um þungan rekstur sveitarfé- laga og aukna skuldsetningu þeirra,“ sagði Gunnar. „Við slíkar aðstæður, þegar hlutfall rekstrarkostnaðar og skatttekna er hátt, rekstrarafgangur til framkvæmdar er lítill og skuldir sliga sveitarfélagið, freistar einka- framkvæmdin mest. Ástæðan er sú að við þessar aðstæður hefur sveitarfé- lagið ekkert fjárhagslegt svigrúm til framkvæmda. Hins vegar býður einkaframkvæmdin ... upp á fullfrá- gengið mannvirki gegn árlegu fram- lagi, sem rúmast ágætlega á rekstrar- reikningi og er að öðru leyti fyrir utan bókhald bæjarsjóðs. Við þessar að- stæður er freistingin mest, en að sama skapi refsingin verst.“ Hann sagði að fyrir því væru ýmsar ástæður. Þrýstingur kjósenda á fram- kvæmdir væri tilfinnanlegri gagnvart stjómvöldum þegar rekstrarforsend- ur og skuldabyrði leyfði ekki viðun- andi framkvæmdastig í náinni framtíð. Viðleitnin til að kaupa nú og greiða síð- ar kynni þá að verða örvuð með einka- framkvæmd. I stað þess að sætta sig við sársaukafulla hagræðingu í rekstri til að auka svigrúm til framkvæmda væri annarra leiða leitað. Ef einka- framkvæmd yrði fyrir valinu yrði gjaldfærsla hennar á rekstrarreikn- ingi og minná afgangs til niðurgreiðslu skulda og eignabreytinga hjá sveitar- félaginu. Eftir að Gunnar hafði lokið máli sínu voru fyrirspurnir og kom þar fram nokkur gagnrýni á einkaframkvæmd- ir. Jóhannes Geirdal, bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ, gagnrýndi harðlega einkaframkvæmd við íþróttahöllina, sem þar var reist í vetur, sagði að ábyrgðin væri öll hjá sveitarfélaginu, en það myndi ekki einu sinni eignast húsið að loknum samningstíma. Tryggvi Harðarson, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, hafnaði því mati bæjarstjórans að bæjarfélagið sparaði 400 milljónir króna á því að fara með grunnskólann í Áslandi í einkaframkvæmd og sagði að samkvæmt tölum minni- hlutans yrði framkvæmdin nú 10% dýrari, en hefði bæjarfélagið sjálft annast framkvæmdina. Hann benti einnig á að öndvert við iðnskólann væri grunnskóli snar þáttur í bæjar- skipulagi og því hefði verktakinn kverkatak á bæjarfélaginu þegar kæmi að því að endurnýja leigusamn- inginn og því ekki einfaldlega hægt að hætta að leigja húsnæðið. Ráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga sóttu um hundrað manns, flestir af suðvesturhorninu, en einnig komu fulltrúar frá Akureyri, ísafirði, Akranesi, Fjarðabyggð, Vest- mannaeyjum og Skagaströnd, svo eitt- hvað sé nefnt. BLAÐAMENN slást á rauða dreglinum um að komast á sýninguna sem er í bítið í Lumiere-kvik- myndahúsinu og tveimur tímum síðar um aðgang að blaða- mannafundinum. Hann reynist sá fjöl- mennasti á kvikmyndahátíðinni í Cann- es. Ekki er nóg með að öll sæti séu skipuð heldur er hver einasti fermetri troðinn blaðamönnum, sem ýmist standa, sitja eða jafnvel liggja hver ut- an í öðrum. Stemmningin íyrir mynd von Triers „Dancer in the Dark“ er hreint ólýsanleg og minnir einna helst á fárið í kringum Reyfara Tarantinos á sínum tíma. Á blaðamannafundi síðar á frumsýningardaginn, sem var í gær, segir framleiðandinn Harvey Wein- stein aðeins eitt um myndimar í keppn- inni: „Ég hef heyrt mikið lof um Dancer in the Dark.“ Björk hvarvetna nálæg Þegar Lars von Trier kemur inn í salinn ásamt leikurum og aðstandend- um myndarinnar, m.a. Catherine De- neuve og Peter Stormare, mætir hon- um lófaklapp og húrrahróp. Það vekur athygli í öUu fárinu að þótt Björk veiti engin viðtöl er hún hvarvetna nálæg; myndir af henni prýða forsíður tíma- rita, flestar spumingar snúast um hana og margir hafa gengið svo langt að spá henni verðlaunum fyrir besta leik á há- tíðinni. Það kemur því ekki á óvart að fyrsta spurning til von Triers varði hana; manneskju sem hefur aldrei áður leikið í kvikmynd en er engu að síður sú sem ber myndina uppi. „Það kom aldrei nein önnm- til greina," segir hann. „Ég hef lítið vit á tónlist, svo mér fannst tilvalið að hún sæi um hana. Þótt ég þekkti ekki til tónlistar hennar hafði ég séð hana í tónlistarmyndbandi og fundist hún yndisleg. Hún segir að það hafi tekið mig langan tíma að sannfæra sig um að leika í myndinni og ég ætla ekki að deila við hana um það, en það tók um tíu sekúndur og þá sagði hún: „Já, Lars!““ Hann kímir og heldm- áfram: „Nei, þetta var brandari, - ég man ekki hvemig þetta kom til. En ég er viss um að með tíð og tíma muni hún gefa færi á sér og vera reiðubúin að ræða um þetta. Eftir tíu ár, eða tuttugu ár, þá mun hún sitja hér í þessum stól og segja ykkur sína sögu.“ Upplifði atburðina sjálf Næsta spuming varðar samvinnu von Triers og Bjarkar á tökustað. „Þetta hefur verið hræðilegt," svarai' hann af innlifun. „Björk er ekki leik- kona og það kom mér á óvart, því mér virtist hún vera svo fagmannleg. Það reyndist fjarri sanni. Raunar er eitt af því góða við myndina að hún er ekki að leika. Hún upplifir atburðina sjálf, sem er ótrúlegt og afar erfitt fyrir hana, sem og alla aðra. Þetta er eins og að vera með deyjandi manneskju. Hún komst að kjama þessarar persónu og varð samofin örlögum hennar meðan á tökum stóð. Það tók mikið á hana. Ég var í þehri ankannalegu aðstöðu að horfa upp á hverju hún áorkaði, sem ég var ánægður með, og vera að sama skapi böðullinn, í þeim skilningi að draga hana áfram. Svo ég verð að segja að þessi vinna með Björk hefur verið mjög árangursrík, en að sama skapi af- ar sársaukafull fyrir okkur bæði. Eins og ég met stöðuna í dag gat þetta ekki farið á annan veg. Mér þykir mjög vænt um það sem hún hefur afrekað og vil þakka henni fyrir það.“ „Ég vil ekkert segja um manninn; það er persónulegt,“ svarar Catherine Deneuve, aðspurð um manninn og leik- stjórann Lars von Trier. „Hvað leik- stjórann varðar gildir hið sama um hann og aðra erlenda leikstjóra, að hluti af samskiptum okkar verður ráð- gáta, eða týnist jafnvel alveg, vegna þess að við tölum ekki sama tungumál. Ég hafði mikinn áhuga á að vinna með Lars, þótt ég væri einnig örlítið hrædd við það, vegna þess að ég vissi að tök- urnar myndu standa lengi yfir. Hlut- verkið var þannig að það krafðist mik- ils undhbúnings og viðvera; ég er einskonar vemdarengill Selmu í mynd- inni og því í mörgum atriðum. Ef við skoðum bara eitt lítið atriði eins og dansinn í verksmiðjunni, lá að baki því ómæld vinna, þótt það væri aðeins þrjár sekúndur, því það þurfti að þaul- æfa sönginn og dansinn, þannig að hann væri trúverðugur. Þetta er í fyrsta skipti sem ég tók þátt í spuna- vinnu á ensku og sú reynsla var mér dýrmæt. Ég dái myndh von Triers og þá veröld sem hann skapar. Efth að hafa leikið í jafn mörgum myndum og raun ber vitni er sjaldgæft að fá að upp- lifa eitthvað nýtt. Mér þykir þetta leitt Þá er von Trier tekinn á beinið af sænskri blaðakonu, sem spyr hvernig standi á því að konur séu ávallt fórnar- lömb í myndum hans. „Mér ...“ svarar hann og hikar: „Mér þykh þetta leitt.“ Þetta einlæga svar vekur hlátur í saln- um og von Trier heldur sínu striki: „Ég vil taka fram að þessar persónur eru sterkar konui', bæði í Brimbroti og þessari mynd, og það er ekkert niður- lægjandi við þeirra tilvera. Vissulega fóma þær sjálfum sér, en ég hef ekkert um það að segja. Sögurnar þróuðust bara þannig. Þetta er ekki ætlað sem boðskapur, að fólk eigi að fórna sjálfu sér. Að mínum dómi á það að láta það vera.“ Var það skírskotun í myndina Sound of Music að Björk flytti lagið „My Fav- orite Things". „Ég hef mjög gaman af Sound of Music,“ svarar von Trier. „í henni era góð tónlist og lagatextar og þótt mér finnist hún ekki sérlega vel gerð þá er hún fyrir mér hápunktur söngvamynda. Lagavalið var byggt á persónu Selmu [sem leikin er af Björk] og hún hélt upp á myndina. Mér fannst skemmtileg tilviljun að Björk hafði horft á myndina tuttugu sinnum, eða eitthvað í þá áttina, ætli þetta hafi ekki verið eina myndin sem sýnd var á ís- landi.“ Deneuve er spurð um deilumar á tökustað og kýs að byrja á því að tjá sig um myndina. „Ég hef leikið í fjölmörg- um söngleikjum um ævina. Það að horfa á söngleik er fyrh mér eins og að opna töfradyi-; það greiðh leiðina fyrh átakanlegar sögur, vegna þess að þær eru studdar af tónlistinni. Hvað varðar Björk finnst mér ekki við hæfi í viður- vist svona margra blaðamanna hvaðan- æva að úr heiminum, að leggja of mikla áherslu á hvað gerðist bakvið tjöldin. Ég hef aldrei heyrt um gerð myndar, þar sem allt hefur gengið eins og í sögu. Engin kvikmynd er tekin án spennu, erfiðleika, vandamála og jafnvel tára. Því meiri sem spennan er, þeim mun 61110314 eru tökurnar. Björk er yndisleg manneskja, en hún er afar sérstök. Eins og Lars sagði áð- an þá getur hún ekki leikið, hún verður að upplifa. Sumar kringumstæður vora mjög erfiðar í tökunum, hún upplifði svo mikinn sársauka að hún náði ekki að jafna sig fyrh næsta tökudag. Þetta varð til þess að hún hegðaði sér stund- um eins og manneskja, eins og barn sem er búið að fá nóg, sem strýkur úr skólanum, stundum strauk hún, en vegna þessarar innlifunar vai' leikurinn mun betri. Efth á að hyggja vora þetta allt smámunh. Það er afraksturinn sem skipth máli. Oftast var yndislegt í tökum á myndinni, ekki að það væri eins og í „Sound of Music“, þetta var heldur ekki eins og í ævintýri, en and- inn á tökustaðnum var góður og fólkið samrýnt. Við skulum þvi ekki láta erf- iðleika Bjarkar vera miðpunkt um- ræðnanna. Hún er ekki hér með okkur og getur því ekki tjáð sig um málið.“ Von THer segist ekki hafa alist upp. við söngleiki. „Það vora engar myndir sýndar heima hjá mér þar til ég var tíu ára,“ segh hann. „Fyrstu söngleikhnh sem ég man efth vora með Gene Kelly og hann hefur verið í uppáhaldi hjá mér síðan. En foreldrar mính höfðu engan áhuga á kvikmyndum, hvað þá söngva- myndum, sem þeim fundust yfirborðs- kenndar og ótrúverðugar. Ég skil vel það sjónarmið, þótt ég sjálfur hafi gam- anafþeim." Söngleikjahefðin brotin upp Robby Muller semur dansana í myndinni, auk þess að leika í henni, og segh það ólíkt öllu því sem hann hafi fengist við áður. „Lars von Trier hefur brotið upp söngleikjahefðina með þess- ari mynd. Þegar hann kom fyrst að máli við mig um að taka að mér verk- efnið var hún kölluð Taps. Ég sagði við hann: „Lars, ég hafði mikla ánægju af því að vinna með þér, en ég kann ekki steppdans og ekki Björk heldur.“ Ég lagði því til að hann hugsaði um dans- atriðin að nýju, þannig að þau yrðu raunsærri og sérviska hreyfinga Bjarkar fengi að njóta sín, sem við fór- um að kalla Björkisma. Enginn í heim- inum hreyfir sig eins og hún. Von Trier vildi að dansamh yrðu ekki eins og í söngvamynd frá Holly* wood og bað mig um að vinna leið til að gera þá raunsærri, þannig að í stað þess að æfa dansatriðin frá sjónarhóli Vincents, gerði ég það frá sjónarhóli Selmu. Hún er hugfangin af söngleikj- um og þegar hún gefur sig á vald hug- arfluginu, er eins og hún móti hreyfing- ai- allra í kringum sig í þessum útópíska heimi, þar sem fantasíurnar eiga sér stað. Leikuranum, sem margh hverjir höfðu aldrei dansað á lífsleiðinni, fannst þetta miklu auðveldaiá nálgun, því hún kemur frá persónu, sögu og hjartanu, í stað þess að ég væri að þvinga hreyfingar upp á persónurnar." En hvað sló Deneuve mest við von Trier. „Hversu gífurlegt vald hann hef- ur yfii’ tökunum og hversu öruggui' hann er um sjálfan sig. Hann viður- kennh það jafnvel þegar honum verðm' á í messunni. Það gaf leikurum mikið frelsi að notaðar væra myndavélar sem hægt var að halda á því fyrh vikið var hægt að taka upp ógrynni af efni og gera ýmiskonar tilraunh. Maður gat síðan skoðað frammistöðuna hjá sjálf- um sér efth hverja töku. Þessi hringiða von Triers, sem maður kastar sér út í, er frábragðin öllu öðra sem ég hef unn- ið að. Hann heldur á upptökuvélinni og getur því hvenær sem er myndað það sem honum dettur í hug. Hann notast varla við neina aðstoðarmenn, þannig að það er auðvelt að nálgast hann, án þess að trafla heilt fótboltalið af töku- mönnum.“ „Við urðum mjög nánar,“ segh Deneuve um samvinnu sína við’ Björk. „Ég gerði allt sem ég gat til að halda yfir henni vemdarhendi á töku- stað, enda var hún í vandasömu hlut- verki. Samræðumar era þéttskilfaðar, sem er ektó auðvelt í flutningi. Stund- um lítur þá út fyrh að leikarar séu ekki að hlusta á sjálfa sig þegar þeh fara með textann. Við þurftum að prófa okkur endalaust áfram með hvert at- riði og þótt ég hafi ekkert á móti Lars persónulega, þá var hann kröfuharður og leikaramh vissu ekki alltaf hvað gerðist næst. Tökumar fóru líka úi' böndunum og stóðu í heila þrjá mánuðW Ofan á allt er Björk sér á parti; hún er mjög feimin, hafði fram að þessu aðeins komið fram í sjónvai'pi og var óvön því að stöðugt væri fylgst með henni, - fyr- h henni jaðraði myndin við að vera eins og krossfesting. Hún þarfnaðist því stundum hughreystingar og fyrir mér er hún umfram allt yndisleg og hrífandi manneskja." f Umræða sögð á svart-hvítum nótum Hyggjast nota kosti hvors tveggja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.