Morgunblaðið - 18.05.2000, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 18.05.2000, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Skólar og gjöld Það er hins vegar jull seint að ráðast að þessari ákvörðun Háskólans með öll voþn á lofti tilþess að flæma enn einu sinni skólagjaldadrauginn brott, því hann lifirgóðu lífi í leikskólum landsins. UPPISTANDIÐ vegna fynrætlana Háskóla íslands um að krefjast skóla- gjalda fyrir MBA- nám eru með öllu óskiljanlegar. Skólagjöld eru nú þegar staðreynd á íslandi og hafa verið um árabil. Og hér er ekki átt við gjöld við Há- skóla Reykjavíkur eða endur- menntunarstofnun Háskólans. Skólagjöld eru nú þegar innheimt á fyrsta stigi skólakerfísins, leik- skólastiginu. Þar mun liggja nærri að foreldrar, sem ekki njóta nokk- urra ívilnana, greiði um 200 þús- und krónur á ári í skólagjöld, sem er talsvert fyrir ofan innritunar- gjaldið, sem nú er innheimt í Há- skóla Islands. VIÐHORF Eftlr Karl Blóndal I eina tíð var litið á leik- skóla sem fé- lagslega þjón- ustu. Nú er öldin önnuð, starf leikskóla komið á námskrá og samkvæmt viðtekn- um uppeldiskenningum taliðsnar þáttur í þroska og uppvexti bams að vera í því umhverfi, sem boðið er upp á í leikskólum. Sömu sögu er ekki að segja um MBA-nám. Sá uppeldisfræðingur er vísast vandfundinn, sem fengist til að halda því fram að nauðsyn- legt væri þroska hvers einstak- lings að fara í MBA-nám í því skyni að verða meistari í viðskipt- um og stjómun. Uppeldisgildið er því tæplega ástæðan fyrir því að Háskólinn hyggst heimta skólagjöld íyrir MBA-námið. Þau rök hafa hins vegar heyrst að námsmenn geri sér betur grein fyrir gildi námsins séu þeir látnir greiða skólagjöld. Þá verði minna um fusk og fum, en einbeitingin látin sitja í fyrirrúmi. Hvort skólagjöldin hafi áhrif á kennarana eða þann anda meðal- mennsku, sem oft og tíðum virðist liggja eins og mara á Háskólanum, hefur hvergi komið fram, en það getur tæplega verið nóg að nem- endumir fái aðiiald, stofnunin hlýt- ur að þurfa það líka. En nemend- umir verða sem sé fyrsta flokks vegna skólagjaldanna, þótt því sé látið ósvarað hvemig slíkt hið sama verði tryggt með skólann og kennarana. Þessi skólagjaldasvipa hlýtur að vera ástæðan fyrir því hvað nem- endur í leikskólum landsins em framúrskarandi, enda verðskyn bama á skólaskyldualdri hárfínt. Gott dæmi um það er krafa fjög- urra ára drengs, sem fór fram á að faðir hans keypti allt dótið í Þýska- landi þegar hann tilkynnti að hann væri að koma heim frá útlöndum. Einn er þó reginmunur á íyrir- huguðum skólagjöldum Háskólans og skólagjöldum leikskólanna. Gjöld þess fyrmefnda verða sýnu hærri, sem reyndar mætti afsaka með því að MB A-námið verður sennilega talið lánshæft hjá Lána- sjóði íslenskra námsmanna önd- vert við leikskólanámið. Háskólinn hyggst krefjast milli 1,2 og 1,4 milljóna króna fyrir tveggja ára nám, sem yrði því rúmlega þreföld sú upphæð, sem tveggja ára leik- skólanám kostar. Skólagjöld Há- skólans yrðu hins vegar aðeins um fjórðungur þess, sem krafist er í dýrustu háskólum Bandaríkjanna þar sem skólagjöld geta numið rúmlega tveimur milljónumkróna á ári, en verður þó að teljast nokk- uð hátt miðað við nám, sem engin reynsla er komin á enn þá þannig að neytandinn getur ekki haft hug- mynd um hvað hann er að kaupa. Virtustu háskólarnir í Banda- ríkjunum birta einnig tölfræði þar sem þeir nánast lofa því að rúm- lega 98 af hundraði sé lofað vinnu innan þriggja mánaða frá útskrift með tæplega sjö milljóna króna árslaun, eina og hálfa milljón í önn- ur hiunnindi og eina og hálfa til viðbótar fyrir að skrifa undir starfssamning. Slíka framtíð geta þeir átt í vændum, sem fara í skóla á borð við Harvard, MIT og Stan- ford. Ekki eru margir þeirra há- skóla í Bandaríkjunum sem bjóða upp á MBA-nám og krefjast svip- aðra skólagjalda og á að gera hér meðal 50 bestu á lista vikuritsins U.S. News and World Report, en þó má finna þá. Einn þeirra er Brigham Young í Utah þar sem námið kostar rúmlega 1,3 milljónii- króna fyrir tvö ár. Þar eru líkumar á ráðningu rúmlega 90 af hundraði og meðallaun fyrsta árið um 4,5 milljónir. En það er einnig hægt að sleppa ódýrar frá MBA-námi vest- an hafs með því að fara í ríkisskóla. Gjöld við ríkisháskóla Massachus- etts í Amherst eru tæp milljón fyr- ir tvö ár í MB A-námi fyrir að- komumenn, en aðeins 600 þúsund fyrir þá, sem koma frá ríkinu. Lík- ur á ráðningu innan þriggja mán- aða frá útskrift frá Amherst eru 95% og meðallaun fyrsta árið eru 5,3 milljónir króna fyrir utan hlunnindi. Það þarf ekki að taka fram að við bandaríska háskóla tíðkast ekki æviráðningar og samkeppnin er slík að háskólar, sem krefjast nokkurra milljóna króna í skóla- gjöld geta væntanlega ekki boðið nemendum upp á innantómt snakk. Sagt er að Háskóli íslands verði með MB A-námi í beinni sam- keppni við háskóla erlendis. Bandaríkin eru það umhverfi, sem hann vill verða borinn saman við. í slíkum samanburði er ekki byijað á að bera saman skólagjöldin, held- ur það sem stúdentinn fær í aðra hönd. Það getur hver sem er lært hvað sem er hvað sem er ef hann leggur sig fram. Vera í góðum skóla þar sem kennarar eru fyrsta flokks getur hins vegar skapað ein- staklingnum það forskot, sem ræð- ur úrslitum þegar sóst er eftir draumastarfinu. Þess vegna leggja einstaklingar það á sig að greiða svimandi há skólagjöld. Það er ávallt umdeilanlegt þegar einstaklingar eiga að fara að greiða fyrir þjónustu, sem að mestu leyti er kostuð með al- mannafé. Ein hættan er sú að ríkið dragi að sama skapi úr sínu fram- lagi og þjónustan bætni því ekki hætishót, eða versni jafnvel. Há- skólinn má síst við slíku áfalli. Það er hins vegar full seint að ráðast að þessari ákvörðun Háskólans með öll vopn á lofti til þess að flæma enn einu sinni skólagjaldadrauginn brott, því hann lifir góðu lífi í leik- skólum landsins. Dag Solstad, hluti norsks þrístirnis Dag Solstad er hluti þrístirnis í norskri skáldsagnagerð. Hann fékk Bókmenntaverð- laun Norðurlandaráðs fyrir sögu sína, Roman 1987. Örn Ólafsson er þó síður en svo hrifínn af höfundinum og lætur það í ljós. ESSI norski rithöfundur er oft kallaður „en av de tre storstederne“ í heimalandi sínu, en sá orðaleikur, „stórborgirnar þrjár“, byggist á því að auk Solstad eru Kjartan Flogstad og Jan Kjærstad kunnustu skáldsagnahöfundar landsins. Nú hefur svo Fosnes Hansen (Titanic-sagan, m.a.) bæst í hópinn, og mér þykir Vigdis Hjorth síst lakari en fyrrnefndir þrír. Solstad gaf út fyrstu bók sína 1965, smásagnasafn. Síðan hefur birst hálfur þriðji tugur bóka, mest skáldsögur, einnig greinasöfn og bækur um íþróttir. Ekki lifandi ævisaga Hann fékk Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir sögu sína Roman 1987, mjög ómaklega, fannst mér. Það er ævisaga, sögð í fyrstu persónu. Hún hefst þegar sögumaður er nýorðinn stúdent, og fer að vinna á dagblaði í smábæ í Mið-Noregi. Síðan fylgjum við honum í gegnum sagnfræðinám, hjónaband, kennarastarf þá er hann orðinn félagi í AKP, norska maóistaflokkinum. Eins og sæmir verkalýðsdýrkun þess straums, tekur hann sig til eftir tveggja ára kennslu og gerist verkamaður. Sjö árum síðar fer verksmiðjan á hausinn, og þá verður hann stundakennari í sögu, þar lýkur bókinni. Ævisöguforminu er fylgt í því, að jafnan er sagt frá, en sáralítið dvalið við persónur eða atburði, það verður því ekki lifandi. Þar við bætist, að sögumaður leggur áherslu á hið dæmigerða í fari sínu, hið venjulega. En þá verður sú spurning áleitin, hvers vegna sé yfirleitt verið að segja frá þessu lífi, ef ekkert er sérstakt, ekki einu sinni í augum sögumanns og frá- sögn. Þess í stað koma stundum lang- ar frásagnir af áhugamálum hans. Þegar hann var blaðamannsspíra hafði hann mikinn áhuga á skauta- hlaupi, og segir þó að í rauninni sé þetta einkar leiðinleg keppnis- íþrótt í augum allra annarra en sérfróðra. Það sannar hann svo með því að þenja sig á þriðja tug blaðsíðna yfir þrjátíu ára gamlar íþróttafréttir frá þessum smábæ í Mið-Noregi! Eins er þegar forn- vinur hans er að snúa honum til maóisma, þá kemur pólitískt stagl, fullt af endurtekningum, og fyllir á annan tug blaðsíðna. Hins vegar eru bara almennar lýsingar á konu hans og kennslustarfi, svo dæmi sé tekið. Á hann þó að hafa verið gagntekinn af konunni. Lesendur fá hvorki að skilja hvers vegna hann gerðist verkamaður, né hví hann hættir í flokknum, þegar verkamennskunni lýkur, hér eru bara yfirborðslegar lýsingar á at- burðum. Líkt og óskiljanlegt lagaþjarkið í seinni hluta Njálssögu. Nýrri skáldsaga Solstad, Niður- læging og virðuleiki (Genanse og verdighet, 1992), minnir á margan hátt á verðlaunabókina og t.d. Irr! Grönt! frá 1969. Einnig hér segir frá námsárum söguhetju og kennarastarfi fram á sextugsaldur. Sagan hefst raunar dramatískt, sagt er frá venjulegum kennslu- tíma þessa móðurmálskennara í menntaskóla. Hann er að fara yfir Villiöndina eftir Ibsen, og hefur raunar margar merkilegar túlkan- ir fram að færa á verkinu. En þær þylur hann bara yfir nemendum sínum, sem verða alveg óvirkir og leiðist því. Langdregnar lýsingar á kennsl- unni orka líkt, og t.d. óskiljanlegt lagaþjarkið í seinni hluta Njáls- sögu, magna smám saman upp spennu sem skyndilega brýst út. Þegar kennarinn okkar fer úr skólahúsinu getur hann ekki spennt upp regnhlíf sína. Og hann sleppir sér gjörsamlega á skólalóð- inni, lemur regnhlífina í tætlur og öskrar ókvæðisorð að nærstaddri stúlku. Síðan reikar hann burtu, gjörsamlega bugaður, og veit að hann á ekki afturkvæmt í þennan skóla né starfið sem hann gefur gegnt síðastliðinn aldarfjórðung. Og hvað verður þá um konu hans, sem er nýbyrjuð í námi, komin að fimmtugu? Þær hugleiðingar verða honum tilefni til að rifja upp ævi sína, allt frá því að hann var há- skólastúdent. Og það snerist mest um vin hans, sem hvarvetna var miðpunktur alls. Okkar maður dáðist að honum fyrir að vera jafn- vígur á allt, og gera ekki upp á milli þess að þekkja skíðahetjur og heimspekinga (það birtist í spaugi- legu atriði þegar þeir félagar sitja á krá og horfa á skíðastökk í sjón- varpi, þá breytist nafnaruna skíða- kappanna smámsaman í upptaln- ingu frægra heimspekinga sam- tímans). Þegar marxisminn kemst í tísku, finnur þessi heimspekistú- dent að Kant var bara forboði hans, en þegar þessi tíska fjarar út á áttunda áratuginum, verður marxisminn honum tæki til að skilja auðvaldið, fremur en leið til frelsunar alþýðu. En nú er lesand- inn löngu búinn að skilja það sem söguhetjan áttar sig aldrei á, að þessi vinur hans er öldungis ósjálf- stæður, hugsar um það eitt að vera með þar sem mest gengur á. Hann fer síðan til Bandaríkjanna, til að vinna fyrir auðvaldið og eftirlætur söguhetjunni „ólýsanlega fagra" konu sína og dóttur. Við fáum svo nokkrar endurminningar um sam- líf þeirra hjóna, þar sem aldrei er talað út um hlutina, að því er virð- ist af ótta við að þá myndi allt splundrast. Á sama hátt hugsar söguhetjan um það að enginn tali í rauninni saman lengur í hans kunningjahóp, nema á almennum rásum, svo sem að bera saman skuldaþrældóm sinn. Og þó er þetta menntað fólk sem hefur samanlagt þekkingu á flest- um sviðum mannlífsins. Hann saknar námsáranna, þegar enda- laust var rætt um hlutina. Raunar þorði hann aldrei að taka til máls, og var líka jafnan sammála síðasta ræðumanni í and- stæðum skoðanaskiptum. En hon- um fannst hann samt vera með í öllum þessum eldhug. Sögumaður yfirgnæfir allt Enn er svipað á ferðinni í skáld- sögunni Nótt Andersons prófess- ors, frá 1996. Uppvöxtur, einkum námsár, og pælingar í miðaldra, efnuðu mið- stéttarfólki. í sögumiðju er þessi prófessor, sem verður vitni að morði á jólanótt, en getur ekki sagt neinum frá því, síst lög- reglunni, þrátt fyrir samviskukval- ir. Loks vingast hann við morð- ingjann, og botnar þó varla í sjálfum sér. Eins og oft áður situr söguhetja föst, ræður sér ekki. Það einkennir allta tíð frásagn- arhátt Solstad, að sögumaður yfir- gnæfír allt, mjög lítið er um bein samtöl eða sviðsetningu á annan hátt. Oft fjarlægist frásögnin sögu- hetjuna skyndilega eins og fugl fljúgi hátt upp: „Þessi maður, á gangi eftir íbúðagötu í átt að mið- bænum í borg sem heitir Osló, og er höfuðborgin í landinu Noregi, í Norður-Evrópu." Allt var þetta ljóst fyrir, og er því til þess eins að skapa firringu, eða e.k. hlutlægni. Þetta eru á ýmsan hátt merki- legar sögur, taka á vanda og ótta hversdagslífs lesenda. Gallinn er eins og í Roman 87, tafsið. Endur- tekningar geta verið áhrifaríkar í skáldsögu, sýnt þráhyggju, eða ef þær eru með tilbrigðum, þá geta þær sýnt margskonar túlkanir sömu atburða. En í þessum sögum eru sömu hlutirnir sagðir 2-3 sinn- um á hverri opnu, og sé ég þó ekki að endurtekningarnar bæti neinu við. Hér eru bara margendurtekn- ar upplýsingar. Mér dettur helst í hug sú skýr- ing, að þessi frásagnarháttur geri aumkunarverða söguandhetjuna skynjanlegri lesendum, emda þótt hann sé ekki formlega sögumaður. Þessar skáldsögur eru óvægin út- tekt á kynslóð Solstads, en þá kemur þetta á móti, að sögumaður talar kumpánlega við lesendur, um veikleika þeirra og takmarkanir. Ég tel víst að samtvinnun þessa tvenns valdi vinsældum sagna Sol- stads, og áreiðanlega ættu þær að geta höfðað til sambærilegs les- endahóps á Islandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.