Morgunblaðið - 18.05.2000, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.05.2000, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Heilbrigðisráðuneytið og Sameinaði lífeyrissjoðurinn gera þjónustusamning Ætla að auðvelda öryrkj- um leið út í atvinnulífíð INGIBJÖRG Pálmadóttir heil- brigðis- og tryggingamálaráðherra undirritar í dag þjónustusamning við Sameinaða lífeyrissjóðinn um tilraunaverkefni til endurhæfingar öryrkja. í verkefninu, sem valið hefur verið til þátttöku í keppni í Brussel, er unnið á sviði heilbrigð- is- og menntakerfis með það að markmiði að aðstoða örorkulífeyr- isþega til að gerast þátttakendur í atvinnulífinu. Samkvæmt þjón- ustusamningnum veitir heilbrigðis- ráðuneytið tilraunaverkefninu 8,5 milljóna króna fjárstyrk á þessu ári. Einn þegar fengið vinnu Verkefninu var hrint af stað í janúar síðastliðnum og stendur til loka ágúst á næsta ári. Þátttak- endur í verkefninu eru einstakling- ar yngri en 60 ára sem glíma við stoðkerfisvanda. Á annan tug ein- staklinga hefur hafið endurhæf- ingu, fiestir þeirra félagsmenn Sameinaða lífeyrissjóðsins og Líf- iðnar sem lent hafa í vinnuslysum. Einn hefur þegar fengið vinnu í kjölfar endurhæfingar en sækir enn stuðningsfundi. Ráðherra var kynnt starfsemin í gær. Kristín Hanna Siggeirsdóttir iðjuþjálfi er verksefnisstjóri til- raunaverkefnisins. Hún tók ásamt Jóhannesi Siggeirssyni, fram- kvæmdastjóra Sameinaða lífeyrir- sjóðsins, á móti ráðherra og leiddi hann um starfsstöðvar verkefnis- ins í Vörðuskóla og Iðnskólanum í Reykjavík. Litlar birgðir í Blóðbank- anum LITLAR birgðir eni til af blóði hjá Blóðbankanum um þessar mundir. Sveinn Guðmundsson, yfirlæknir hjá bankanum, segir að oft dragi úr blóðgjöfum á vorin vegna prófa hjá ungu fólki og íþróttaiðkunar sem taki frítíma fólks. f næstu viku er al- þjóðlegi blóðgjafadagurinn, 23. maí. Sveinn segir að enn sé skort- urinn ekki mjög alvarlegur, birgðirnar séu um 200-300 ein- ingar, en þyrftu helst að vera um 400 einingar. Á hverjum degi þarf um 50- 70 blóðgjafa til að viðhalda birgðunum. „Það er í raun ekki hægt að halda betur upp á Al- þjóðadag blóðgjafa en með því að eiga nóg af blóði á lager til að sýna að við getum staðið undir væntingum heilbrigðisþjónust- unnar,“ segir Sveinn. Hús brann á Hellissandi TVÍLYFT íbúðarhús á Hellis- sandi brann á fimmta tíman- um í fyrrinótt. Húsið var mannlaust, en ekki hafði verið búið í því í nokkurn tíma. Allt brann sem brunnið gat í hús- inu, þar á meðal húsgögn og aðrir innanstokksmunir sem þar voru. Húsið sem stendur við Hell- isbraut 9 var læst þegar slökkvilið kom að og þurfti það því að brjóta sér leið inn. Ekki er vitað hvað olli brunanum. Morgunblaðið/RAX Heilbrigðisráðherra óskar Kristjáni Guðbjartssyni, sem fengið hefur vinnu í kjölfar endurhæfingar, til ham- ingju með þann áfanga. Aðstandendur endurhæfingarverkefnisins fylgjast með. Kristín greindi frá því að iðju- þjálfar, læknir, sjúkraþjálfari, sálf- ræðingur og kennarar koma að endurhæfingunni. Verklegi þáttur hennar, svo sem tölvukennsla, fer fram í Iðnskólanum. Endurhæfingin er löguð að þörf- um hvers og eins og reynt að hjálpa fólki að ná þeim markmið- um sem það setur sér í samráði við fagfólk. Unnið er að því að styrkja sjálfstraust þeirra sem endurhæf- ingarinnar njóta og þeim hjálpað við atvinnuleit. Þá verður þeim fylgt eftir eftir að út í atvinnulífið er komið. Kristín segir verkefnið hafa vak- ið mikla athygli víða erlendis, enda algjört einsdæmi að unnið sé að endurhæfingu með þessum hætti. „Heilbrigðis- og menntakerfi eiga og geta unnið saman. Það er mjög mikilvægt í endurhæfingunni,“ sagði Kristín. Lyfjafræðingar semja við SV Samið um mark aðslaunakerfi Vottunarstofan Tún og Baugur gera samning Samstarf um kynningu á lífrænni framleiðslu Morgunblaðið/Golli Ólafur Gunnarsson, stjómarformaður Túns ehf., og Finnur Árnason, framkvæmdastjóri Nýkaups, ganga frá samningi um kynningu á líf- rænni framleiðslu. LYFJAFRÆÐINGAFÉLAG ís- lands og Samtök verslunarinnar, FIS, hafa undirritað nýjan kjara- samning þar sem samið er um markaðslaunakerfi. Samningurinn nær til lyfjafræðinga sem starfa hjá lyfjaheildsölum og lyfjadreifingar- fyrirtækjum. Samningurinn gildir til loka febrúarmánaðar árið 2004. Eingöngu er samið um upphafs- hækkun launa en frekari samnings- bundnar launahækkanir eru ekki í samningnum. Viðtöl einstakra starfsmanna og vinnuveitenda ráða frekari hækkunum við endurskoðun EINKAAÐILAR sjá um að gefa út vottorð um að rafrænum undirskrift- um sé treystandi, ef frumvarp um raf- rænar undirskriftir verður að lögum, en drög að því voru kynnt á fundi iðn- aðar- og viðskiptaráðuneytis í gær. Fram kom í máh Birgis Más Ragn- arssonar lögfræðings, sem situr í nefnd um rafrænar undirskriftir og samdi fyrstu drög að frumvarpinu, að frumvarpið miðar að því að fullnægja kröfu tilskipunar Evrópusambands- ins. Samkvæmt henni verður þróuð rafræn undirskrift, sem studd er af svokölluðu gæðavottorði og gerð með öruggum undirskriftarbúnaði, að vera jafngild handritaðri undirskrift. Útgáfa hinna svokölluðu gæðavott- launa. Samningurinn kveður á um 4% upphafshækkun launa, styttingu vinnuvikunnar í 36 klukkustundir og 15 mínútur í áföngum á samn- ingstímanum. Að auki var samið um framlag vinnuveitenda í séreigna- sjóð vegna lífeyrissparnaðar og verður það 2% í lok samningstím- ans. Samningurinn er hliðstæður samningi sem Samtök verslunarinn- ar gerðu við Verzlunarmannafélag Reykjavíkur í janúar, en sá samn- ingur var fyrsti markaðslaunasamn- ingur sem gerður hefur verið. orða er í höndum einkaaðila, en til að hægt sé að kalla vottorð gæðavottorð verður það þó að standast ákveðnar kröfur sem Löggildingarstofa sér um að hafa eftirlit með. Óheimilt er, sam- kvæmt tilskipun Evrópusambands- ins, að gera fyrirfram leyfi að skilyrði fyrir útgáfu vottorða. Nefnd um rafrænar undirskriftir var skipuð á síðasta ári. Gunnar Jóns- son hæstaréttariögmaður er formað- ur hennar, en auk hans sitja í henni fyrmefndur Birgir Már Ragnarsson, Jakob Falur Garðarsson og Jónas Þór Guðmundsson. Nefndin fól Birgi Má að undirbúa setningu laga um raf- rænar undirskriftir og var afrakstur- inn kynntur í gær. VOTTUNARSTOFAN Tún ehf. og Baugur hf. hafa gert með sér samning um samstarf við að efla þekkingu neytenda og starfsfólks í verslunum á lífrænni framleiðslu. í samningnum er kveðið á um samstarf um útgáfu kynningarefnis fyrir almenning og neytendur, kynningu á vottunarmerki Túns og fræðslu meðal starfsmanna versl- ana Baugs um lífrænar aðferðir og reglur um meðferð lífrænna afurða. Samstarf félaganna miðar að því að auka þekkingu hins almenna neyt- anda á lífrænum vörum, hvernig þær eru framleiddar, hvar unnt er að nálgast þær, hvers vegna þær eru nokkru dýrari en aðrar vörur og hvaða þýðingu lífrænar aðferðir hafa fyrir umhverfí okkar og heil- brigði. Mikilvægt að verslanir taki þátt í kynningu Ólafur Gunnarsson, fonnaður stjórnar Túns ehf., og Finnur Árnason, framkvæmdastjóri Ný- kaups, undirrituðu samninginn. Við það tækifæri fagnaði Ólafur því að Baugur gengi til liðs við fyrirtækið við kynningu á lífrænni framleiðslu og sagði að það sýndi framsýni fyr- irtækisins. Forsvarsmenn' Túns binda vonir við samkomulagið og vitna í því efni til niðurstaðna nýrra rannsókna um stöðu mála á Evrópska efnahagssvæðinu. Þær benda til þess að framfarir á sviði lífrænnar framleiðslu séu mestar þar sem almenningur er meðvitað- ur um gildi slíkra afurða og stór- verslanir taka afgerandi forystu í markaðssetningu þeirra. Finnur sagði í samtali við Morg- unblaðið að Nýkaup hefði haft á boðstólum lífrænt ræktað græn- meti, bæði innlent og innflutt, kryddjurtir og lambakjöt, enda félli það vel að stefnu verslunarinnar að leggja áherslu á ferskleika og gæði. Hann sagði að þessi grein væri í mikilli þróun erlendis, hjá þeim verslunarfyrirtækjum sem mestum árangri næðu, og hægt væri að merkja aukna eftirspurn einnig hér á landi. Telur hann að neytendur og framleiðendur séu að vakna til vitunar um gildi lífrænnar fram- leiðslu. Að sögn Gunnars Á. Gunnars- sonar, framkvæmdastjóra Túns ehf., er nú þegar ákveðið framboðið af flestum eftirsóttustu lífrænu af- urðunum svo sem inni- og útirækt- uðu grænmeti, kartöflum, krydd- jurtum, nýmjólk og AB-mjólk og lambakjöti. Þó hafi vantað egg en hann kveðst vonast eftir því að líf- ræn egg komi á markaðinn í sumar. Frumvarp kynnt um rafrænar undirskriftir Byggist á einka- reknu vottunarkerfí
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.