Morgunblaðið - 18.05.2000, Page 69

Morgunblaðið - 18.05.2000, Page 69
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2000 69 I DAG BRIDS Umsjón (luömnntlur l'áll Arnai'Min SU VAR tíðin að Acol-spil- arar vöktu á laufi með 5-5 í svörtu litunum og var þá hugmyndin sú að tvímelda spaðann á eftir til að sýna skiptinguna. Þessi aðferða- fræði er orðin úrelt enda fráleitt að það þurfi að taka þrjá sagnhringi að segja makker frá fimmlit í spaða. En hér er spil frá 1970, sem kom upp í keppni í London. Þar opn- uðu allir á einu laufi í suð- ur: Suður gefur; NS á hættu. Norður * 105 v G * KG9832 * KD32 Vestur Austur ♦32 *K864 »109876542 vÁK ♦864 *ÁD10 * 10987 +- Vestur 3 hjörtu Suður AÁDG97 vD3 ♦ 5 4.ÁG654 Norður Austur 4 lauf 5 lauf 4 hjörtu Dobl Suður 1 lauf 4 spaðar Allir pass Þetta var algeng niður- staða sagna og yfirleitt kom vestur út með hjarta og austur skipti síðan yfir í tromp í öðrum slag. Hvernig er nú best að spila? Augljóslega þarf að gera spaðann góðan (með svín- ingu og einni trompun), auk þess sem trompa þarf hjartadrottninguna. Yfir- leitt tóku menn á laufkóng J öðrum slag og svínuðu spaðatiu. Svínuðu svo aftur í spaða, tóku spaðaás og sáu leguna. Nú verður að trompa spaða og spila svo tígli úr borði. En austur á einfalt svar við'því: Hann trompar bara aftur út. Þann slag verður að drepa í borði, síðan þarf að trompa tígul og trompa hjarta. En nú er sagnhafi staddur í borði og hefur ekki ráð á að trompa ann- an tígul. Tapað spil. Martin Hoffman var meðal þátttakenda og hann var sá eini sem vann fimm lauf. Hann spilaði einnig spaðatíu úr borði í þriðja slag, en yfirdrap með gosa! Þá innkomu notaði hann til að trompa hjartadrottninguna. Síðan svínaði hann aftur í spaða, tók ásinn og trompaði spaðann frían. Lagði svo niður hátt lauf í borði og spilaði tígli. Nú hafði hann fullt vald á trompinu og gat lagt upp. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúð- kaup, ættarmót og fleira lesendum sín- um að kostnaðar- lausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrir- vara virka daga og Þriggja daga fyrir- vara fyrir sunnu- dagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistil- kynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa : Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Arnað heilla Í7A ÁRA afmæli. 30. nóv- I V/ ember sl. varð sjötug Rósa Þorsteinsdóttir, Iða- völlum 6, Grindavík. Eigin- maður hennar er Kristján Finnbogason. I tilefni þess bjóða þau ættingjum og vin- um til fagnaðar kl. 20 föstu- daginn 19. maí í Veitinga- húsinu Jenný við Bláa lónið. ÁRA afmæli. í dag, I v/ fimmtudaginn 18. maí, verður sjötugur Sig- urður Hjartarson, bakara- meistari og kaupmaður, Álfaskeiði 96, Hafnarfirði. Eiginkona hans er Bára Jónsdóttir. Þau eru stödd erlendis á afmælisdaginn. A A ÁRA afmæli. í dag, Uv fimmtudaginn 18. maí, verður sextug Álfheið- ur Bjarnadóttir, Funafold 67, Reykjavfk. Eiginmaður hennar, Sævar Guðmunds- son, rennismiður, verður sextugur 9. ágúst nk. Hjónin eru erlendis. 7 A ÁRA afmæli. í dag, O \/ fimmtudaginn 18. maí, verður fimmtugur Björn Gústafsson, verk- fræðingur, Klapparbergi 25, Reykjavík. Eiginkona hans er Herborg ívarsdótt- ir, hjúkrunarfræðingur. Þau taka á móti gestum í sal Múrarameistarafélagsins í Skipholti 70, í dag milli kl. 20-22. Raddirframtíóar Stundum þegar maður þarf að gefa frá sér hljóð lengi þá fær maður bara tár í augun. BJarkl Páll, Kvarnarborg. LJOÐABROT VIÐ VALAGILSA Hefur þú verið hjá Valagilsá um vordag í sólheitri blíðu? Kolmórauð, freyðandi þeytist hún þá og þokar fram stórbjörgum gilinu frá, sem kastast í ólgandi straumfalli stríðu. Orgar í boðum, en urgar í grjóti, engu er stætt í því drynjandi róti. Áin, sem stundum er ekki í hné, er orðin að skaðræðisfljóti. Hefur þú gengið að gilinu þá til gamans, á meðan þú bíður? Því fyrst eftir miðnætti minnkar á, og meðan er skemmtun gljúfrið að sjá, hve grenjandi hrönnin við hrikaberg sýður. Hanga þar skuggar á hroðaklettum, hengdir draugar með svipum grettum. Standberg við standberg þar hreykjast upp há með hamrasvip, fettum og brettum. Kom þú í gilið, en haf eigi hátt, þeir í hömrunum þola það eigi. Verði þér hlátur, þá heyrir þú brátt þeir hljóða svo dimman úr hverri átt. Þeir vilja, að allt nema áin þegi. Þeir eru einvaldir í þvi gili, ótal búa í svörtu þili, gnísta tönnum við barinn botn og byltast í grænum hyli. Hannes Hafstein. STJÖRNUSPA eftir Franees Drake * NAUT Afmælisbarn dagsins: Pú ert varfærinn en vel meinandi og því traustur og góður vinur vina þinna. Hrútur (21.mars-19. apríl) "4* Þú ert að brjótast í þeim mál- um sem þér finnast þér of- vaxin. En vertu þolinmóður því sannleikurinn stendur nær þér en þú heldur. Naut (20. apríl - 20. maí) Hvar sem þú kemur rekurðu þig á vegg þegar þú berð upp spurningar þínar. Breyttu um aðferð og vertu ögn þolin- móðari í framsetningu. Þá færðu svör. Tvíburar (21.maí-20.júní) M Nú er ekkert sem heitir að þú verður að taka til á skrifborð- inu þínu og klára öll þau verk sem þú hefur tekið að þér. Annars fer allt úr böndunum. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Þótt mörg verkefni hafi hlað- ist upp hjá þér er engin ástæða til að örvænta. Þú hef- ur alla burði til að leysa þau auðveldlega og tafarlaust. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Lærðu á reglurnar í samfé- laginu og vittu að þær eru ekki settar þér til höfuðs heldur til þess að vernda fólk gegn þeim sem ekki kunna að virða rétt annarra. Meyja (23. ágúst - 22. sept.) Eitthvert sambandsleysi veldur því að þú ert ekki í þeim sporum sem þú vildir helst standa. Þessu geturðu samt auðveldlega breytt ef þú bara vilt. Vo£ XDk’ (23. sept. - 22. okt.) A 4* Það er góð regla að skrifa nið- ur verkefnalistann þegar margt er á döfinni. Síðan er að ganga skipulega til verks og klára hvern hlutinn á fæt- ur öðrum. Sþorðdreki (23. okt. - 21. nóv.) Það er ósköp notalegt að finna það að aðrir geta glaðst yfir velgengni manns. Sýndu því öðrum það sama og taktu þátt í þeirra hamingju. Bogmaður # ^ (22. nóv. - 21. des.) Aky Eitt og annað nýstárlegt mun reka á fjörur þínar. Kannaðu þessa hluti og dragðu síðan af þeim lærdóm sem þú getur nýtt þér til framtíðarinnar. Steingeit (22. des. -19. janúar) 4wH Vertu bara þú sjálfur heldur en að vera að apa eitthvað eft- ir öðrum. Vertu ánægður með þinn hlut þvi grasið er ekkert grænna handan girð- ingarinnar. Vatnsberi (20. jan. -18. febr.) Varastu að láta hugmynda- flugið hlaupa með þig í gönur. Reyndu að koma skikki á hiutina og skila því starfi sem þér er ætlað. Fiskar (19. feb. - 20. mars) W> Það er margt að gerast í kringum þig og þú mátt hafa þig allan við að straumurinn hrífi þig ekki með sér. Vertu staðfastur og þá fer allt vel hjá þér. Stjömuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum gmnni vísindaiegra staðreynda. Gerið góð kaup í GUESIBÆ! Fjöldi ólíkra verslana undir sama þaki $ Graco Glæsilegar kerrur í mörgum útfærslum! Úrvalið er hjá okkur! eJUo\jXa cý vÍXmæa, S ( M I 553 3366 Opið á laugardögum frá kl. 11.00 til 16.00, www.oo.is Dior Viltu líta vel út í sumar? Þá er Body Light svarið. Nýtt og endurbætt krem fyrir appelsínuhúð frá Christian Dior. Kremið inniheldur Cola jurtina sem kemur í veg fyrir fitumyndun. Komið og fáið faglega ráðgjöf í versluninni. Sígurborg Þórsdóttir Snyrti- og förðunar- fræðingur verður í versluninni á rnorgun föstudag og laugardag og veitir faglega ráðgjöf. SNVRTÍVÖRUVEPSLUNIN (,l I SIIM SÍMI 568 5170 n feiði imenn! | Þiö fáið altt í stangaveiðina hjá okkur | Veiðihjól • Línur • Veiðistangir • Vöðlur • Vesti • Flugur • Spúna Hnýtingarsett• Veiðihatta og margt, margtfleira. Sendum í póstkröfu samdægurs. UTILIF Glæsibæ • Sími 545 1500 • www.utilif.is B E T R I L I Ð A N OPIÐ alla virka daga 9:00-19:00 Lau 10:00-14:00 fT Opið í Lyf & heilsu, Ausfurveri allan sólarhringinn og Lyf & heilsu, Domus Medica alla virka daga 9:00-22:00 C?Lyf&heilsa J GLÆSIBÆ UilÆSIBÆR -með úrvalið íbænum! Álfheimum 74

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.