Morgunblaðið - 01.06.2000, Side 69

Morgunblaðið - 01.06.2000, Side 69
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 2000 69 Stefán Kristjánsson meistari Skákskólans Stefán Kristjánsson og Guðmundur Kjartans- son. Sigur Stefáns f skákinni tryggði honum meistaratitil Skákskðlans. SKAK Reykjavík MEISTARAMÓT SKÁKSKÓLA ÍSLANDS 26.-28. maí 2000 STEFÁN Kristjánsson, sautján ára Reykvíkingur, sigraði á níunda Meistaramóti Skákskóla íslands, sem fram fór 26.-28. maí. Fyrir skákáhugamenn er þetta eitt af skemmtilegustu skákmótum sem haldin eru og gaman er að fylgjast með okkar yngstu og efnilegustu skákmönnum berjast um meistara- titilinn. Stefán er vel að sigrinum kom- inn, en hann hefur verið í hópi okkar efnilegustu skákmanna und- anfarin ár. Sigur hans var nokkuð öruggur, en hann hlaut 6'Æ vinning í 7 skákum. Eina jafnteflið var gegn Davíð Kjartanssyni í fímmtu umferð, en þeir sömdu um jafntefli eftir einungis fjóra leiki. Annar af okkar ötulustu og efni- legustu skákmönnum, Guðjón Heiðar Valgarðsson, veitti Stefáni harða keppni og lenti í öðru sæti með 6 vinninga. Guðjón er einung- is fimmtán ára og hefur nánast frá upphafi skákferils síns vakið at- hygli fyrir góða frammistöðu mið- að við aldur og bætir stöðugt við styrkleikann. Röð efstu manna á mótinu varð annars þessi: 1. Stefán Kristjánsson 6'/2 v. 2. Guðjón Heiðar Valgarðsson 6 v. 3. Sigurður Páll Steindórsson 5 v. 4.-6. Dagur Arngrímsson, Hjörtur Þór Daðason og Guðni Stefán Pét- ursson 4'/2 v. 7.-11. Guðmundur Kjartansson, Davíð Kjartansson, Páll Óskar Kristjánsson, Aldís Rún Lárusdóttir og Ólafur Evert Úlfsson 4 v. 12.-16. Harpa Ingólfs- dóttir, Birkir Örn Hreinsson, Víðir Petersen, Víkingur Fjalar Eiríks- son, Atli Freyr Kristjánsson 3‘/2 v. o.s.frv. Verðlaun fyrir bestan árangur stúlkna hlutu Aldís Rún Lárus- dóttir og Harpa Ingólfsdóttir. Fyr- ir bestan árangur 10 ára og yngri fengu Ólafur Evert Úlfsson og Atli Freyr Kristjánsson fyrstu og önn- ur verðlaun. Skákstjórar á mótinu voru stór- meistararnir Helgi Ólafsson og Þröstur Þórhallsson. Kasparov sigrar í Sarajevo Gary Kasparov staðfesti enn á ný að hann er sterkasti skákmaður heims þegar hann sigraði á Bosna- skákmótinu í Sarajevo. Að þessu sinni virtist Alexei Shirov þó ætla að stela sigrinum, en tap hans í næstsíðustu umferð kom í veg fyr- ir það. Lokastaðan á mótinu varð þessi: 1. Gary Kasparov 8/2 v. 2.-3. Michael Adams, Alexei Shirov 8 v. 4.-6. Alexander Morozevich, Veselin Topalov, Evgeny Bareev 6 v. 7. Ivan Sokolov 4'/ v. 8.-11. Sergei Movsesian, Nigel D. Short, Kirií Georgiev, Mikhail Gurevich 4 v. 12. Et- ienne Bacrot 3 v. Útiskákmót í Mjódd Taflfélagið Hellir heldur Mjódd- armót Hellis laugardaginn 3. júní nk. og hefst mótið kl. 14. Mótið verður haldið í göngugötunni í Mjódd. Keppnin verður með því sniði að keppendur tefla fyrir fyr- irtæki. Tefldar verða 7 skákir með 7 mínútna umhugsunartíma. Þar sem fjöldi keppenda takmarkast við fjölda fyrirtækja sem taka þátt í mótinu er mikilvægt að skrá sig sem fyrst. Mótið er öllum opið. Þátttaka er ókeypis. Við skráningu tekur Gunnar Björnsson, hellir- @simnet.is, símar 581 2552 og 861 9416. Skákmót á næstunni 3.6. Hellir. Mjóddarmótið 5.6. Hellir. Atkvöld 9.6. SH. Skákþing Hafnarfj. Daði Örn Jónsson apútEk bar • grill Austurstræti 16 Síml:5757 900 SUMAFmUBOÐ SIMAC - HEIMAÍSVÉUN Einfalt - Auðvelt - Fljótlegt ísinn tilbúinn á 20 - 30 mín. Rjómaís Mjólkurís Jógúrtís Súkkulaðíís Jarðaberjaís Bananaís Krapís ís að eigin vali 25% afsláttur og 1 líter af etrtméssís ísblöndu til 17. júní. Alþjódu verslunarfélugid ekf. Skipholt 5, 105 Reykjavík, Sími: 5114100 Gctt er aí aetd sjdlj Nú getur þú fengið Skoda Octavia með sjálfskiptingu. Frábærir aksturs- eiginleikar njóta sín sem aldrei fyrr og fjölskyldan er örugg og ánægð út um borg og bý. rPÍ u m ■ •J SK0DA 0CTAV1A C0MBIGLX sjálfsk. Verttrá 1.547.000,- SK0DA 0CTAVIA GLX sjálfsk. Verð trá 1.447.000,- SKODA OCTRVIR - \emur á óvartl Laugavegur 170-174 • Sími 569 S500 Heimasíba www.hekla.is • Netfang hekl a@ h e kl a . i s m HEKLA - íforystu á nýrri öld!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.