Morgunblaðið - 01.06.2000, Síða 69

Morgunblaðið - 01.06.2000, Síða 69
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 2000 69 Stefán Kristjánsson meistari Skákskólans Stefán Kristjánsson og Guðmundur Kjartans- son. Sigur Stefáns f skákinni tryggði honum meistaratitil Skákskðlans. SKAK Reykjavík MEISTARAMÓT SKÁKSKÓLA ÍSLANDS 26.-28. maí 2000 STEFÁN Kristjánsson, sautján ára Reykvíkingur, sigraði á níunda Meistaramóti Skákskóla íslands, sem fram fór 26.-28. maí. Fyrir skákáhugamenn er þetta eitt af skemmtilegustu skákmótum sem haldin eru og gaman er að fylgjast með okkar yngstu og efnilegustu skákmönnum berjast um meistara- titilinn. Stefán er vel að sigrinum kom- inn, en hann hefur verið í hópi okkar efnilegustu skákmanna und- anfarin ár. Sigur hans var nokkuð öruggur, en hann hlaut 6'Æ vinning í 7 skákum. Eina jafnteflið var gegn Davíð Kjartanssyni í fímmtu umferð, en þeir sömdu um jafntefli eftir einungis fjóra leiki. Annar af okkar ötulustu og efni- legustu skákmönnum, Guðjón Heiðar Valgarðsson, veitti Stefáni harða keppni og lenti í öðru sæti með 6 vinninga. Guðjón er einung- is fimmtán ára og hefur nánast frá upphafi skákferils síns vakið at- hygli fyrir góða frammistöðu mið- að við aldur og bætir stöðugt við styrkleikann. Röð efstu manna á mótinu varð annars þessi: 1. Stefán Kristjánsson 6'/2 v. 2. Guðjón Heiðar Valgarðsson 6 v. 3. Sigurður Páll Steindórsson 5 v. 4.-6. Dagur Arngrímsson, Hjörtur Þór Daðason og Guðni Stefán Pét- ursson 4'/2 v. 7.-11. Guðmundur Kjartansson, Davíð Kjartansson, Páll Óskar Kristjánsson, Aldís Rún Lárusdóttir og Ólafur Evert Úlfsson 4 v. 12.-16. Harpa Ingólfs- dóttir, Birkir Örn Hreinsson, Víðir Petersen, Víkingur Fjalar Eiríks- son, Atli Freyr Kristjánsson 3‘/2 v. o.s.frv. Verðlaun fyrir bestan árangur stúlkna hlutu Aldís Rún Lárus- dóttir og Harpa Ingólfsdóttir. Fyr- ir bestan árangur 10 ára og yngri fengu Ólafur Evert Úlfsson og Atli Freyr Kristjánsson fyrstu og önn- ur verðlaun. Skákstjórar á mótinu voru stór- meistararnir Helgi Ólafsson og Þröstur Þórhallsson. Kasparov sigrar í Sarajevo Gary Kasparov staðfesti enn á ný að hann er sterkasti skákmaður heims þegar hann sigraði á Bosna- skákmótinu í Sarajevo. Að þessu sinni virtist Alexei Shirov þó ætla að stela sigrinum, en tap hans í næstsíðustu umferð kom í veg fyr- ir það. Lokastaðan á mótinu varð þessi: 1. Gary Kasparov 8/2 v. 2.-3. Michael Adams, Alexei Shirov 8 v. 4.-6. Alexander Morozevich, Veselin Topalov, Evgeny Bareev 6 v. 7. Ivan Sokolov 4'/ v. 8.-11. Sergei Movsesian, Nigel D. Short, Kirií Georgiev, Mikhail Gurevich 4 v. 12. Et- ienne Bacrot 3 v. Útiskákmót í Mjódd Taflfélagið Hellir heldur Mjódd- armót Hellis laugardaginn 3. júní nk. og hefst mótið kl. 14. Mótið verður haldið í göngugötunni í Mjódd. Keppnin verður með því sniði að keppendur tefla fyrir fyr- irtæki. Tefldar verða 7 skákir með 7 mínútna umhugsunartíma. Þar sem fjöldi keppenda takmarkast við fjölda fyrirtækja sem taka þátt í mótinu er mikilvægt að skrá sig sem fyrst. Mótið er öllum opið. Þátttaka er ókeypis. Við skráningu tekur Gunnar Björnsson, hellir- @simnet.is, símar 581 2552 og 861 9416. Skákmót á næstunni 3.6. Hellir. Mjóddarmótið 5.6. Hellir. Atkvöld 9.6. SH. Skákþing Hafnarfj. Daði Örn Jónsson apútEk bar • grill Austurstræti 16 Síml:5757 900 SUMAFmUBOÐ SIMAC - HEIMAÍSVÉUN Einfalt - Auðvelt - Fljótlegt ísinn tilbúinn á 20 - 30 mín. Rjómaís Mjólkurís Jógúrtís Súkkulaðíís Jarðaberjaís Bananaís Krapís ís að eigin vali 25% afsláttur og 1 líter af etrtméssís ísblöndu til 17. júní. Alþjódu verslunarfélugid ekf. Skipholt 5, 105 Reykjavík, Sími: 5114100 Gctt er aí aetd sjdlj Nú getur þú fengið Skoda Octavia með sjálfskiptingu. Frábærir aksturs- eiginleikar njóta sín sem aldrei fyrr og fjölskyldan er örugg og ánægð út um borg og bý. rPÍ u m ■ •J SK0DA 0CTAV1A C0MBIGLX sjálfsk. Verttrá 1.547.000,- SK0DA 0CTAVIA GLX sjálfsk. Verð trá 1.447.000,- SKODA OCTRVIR - \emur á óvartl Laugavegur 170-174 • Sími 569 S500 Heimasíba www.hekla.is • Netfang hekl a@ h e kl a . i s m HEKLA - íforystu á nýrri öld!
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.