Morgunblaðið - 07.06.2000, Síða 12

Morgunblaðið - 07.06.2000, Síða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fjórir tækni- fræðingar heiðraðir FJÓRIR félagar í Tæknifræðinga- félagi Islands voru sérstaklega heiðraðir á ijörtíu ára afmælishátíð félagsins, sem haldin var á Hdtel Sögu sl. laugardag. Fyrir hátíðina opnaði Sturla H. Böðvarsson sam- gönguráðherra, sögusýningu þar sem rakin er saga félagsins. Af þeim sem voru heiðraðir fengu þrír gullmerki félagsins þeir Freyr Jóhannesson, Guðmundur Hjálmarsson og Haraldur Sigur- steinsson og Hreinn Jónasson var gerður að heiðursfélaga TFÍ. Að sögn Jóhannesar Bene- diktssonar, formanns TFÍ, sóttu um 300 manns hátíðina og þar af voru formenn og framkvæmdastjórar allra norrænu félaganna. Á tveggja daga ráðstefnu sem haldin var á vegum félagsins í tengslum við af- mælið varfjallað um verkfræði- og tæknifræðinám í upphafi nýrrar al- dar. „Vandamál hjá tæknifræðing- um og verkfræðingum er að við teljum að þörf sé á fleirum í þetta nám. Þetta er gott nám og ágæt- lega launað en svo virðist sem eitt- hvað annað nám heilli meira,“ sagði Jóhannes. Morgunblaðið/Jón Svavarsson í tilefni af 40 ára afmæli Tæknifræðingafélags íslands voru fjórir félagar heiðraðir. Tafið frá vinstri er Logi Kristjánsson, framkvæmdasfjóri félagsins, þá Freyr Jóhannesson, Guðmundur Hjálmarsson og Haraldur Sig- ursteinsson, sem sæmdir voru guflmerki félagsins, Hreinn Jónsson, sem gerður var að heiðursfélaga, og Jó- hannes Benediktsson, formaður félagsins. Tækniskóiar í Danmörku Sækjast í auknum mæli eftir íslensk- um nemendum Yfirmaður hjá Nokia í Danmörku segir nauðsynlegt að ungt fólk velji tæknigreinar Far símar eru 1 % plast og 99% stærðfræði UM 70% allra tækni- og verkfræði- menntaðra í Finnlandi starfa hjá fyr- irtækinu Nokia og eykst starfsemi fyrirtækisins svo hratt að það hefur þurft að setja upp stöðvar í öðrum löndum til að anna álaginu. Nú eru útibú frá rannsókna- og þróunar- deild Nokia í Danmörku, Þýskalandi, Bretlandi, Bandaríkjunum, Kína og Japan. Karsten Vandrup, yfírmaður verkfræðideildar Nokia í Danmörku, þar sem nú vinna um 1200 manns, hélt fyrirlestur á ráðstefnu á vegum tæknifræðinga og verkfræðingafé- lags Islands, sem haldin er í tilefni 40 ára afmælis tæknifræðingafélagsins, og sagði meðal annars frá því hve hentugt væri að nýta möguleika fjarvinnslunnar á sviði rannsókna og þróunar. „Nokia í Finnlandi er orðið svo gríðarlega stórt fyrirtæki að það get- ur vart orðið stærra þar,“ segir Vandrup í samtali við Morgunbiaðið, „en það er mjög auðvelt að vera með rannsókna- og þróunardeildimar í öðrum löndum því það eina sem þarf fyrir slíka vinnu er nettenging." Nýjar og auknar kröfur gerðar til tæknimenntaðra Vandrup segir að Nokia hafi valið að hafa þessar deildir í löndum þar sem er mikið framboð af fólki sem er vel menntað í tæknigreinum. „Það er mikil og flókin tækni- þekking sem liggur að baki framleiðslu far- síma, sem eru alltaf að verða flóknari tæki. Ungt fólk, í Dan- mörku sérstak- lega, virðist ekki endilega átta sig á því að til þess að vinna við gerð tækja á borð við farsíma þarf stranga verkfræðimenntun. Svona tæki er nefnilega ekki bara búið til úr plasti. Farsími er 1% plast og 99% stærðfræði," segir Vandrup. Hann segir þörf á því að ungt fólk sæki meira í tæknigreinar, í Finnlandi hafí velgengni Nokia vissulega orðið til þess að auka áhuga ungs fólks á þessum greinum, en sama uppsveifla hafi hins vegar ekki orðið í Dan- mörku. Vandrup bendir einnig á að nýjar og fjölbreyttari kröfur séu gerðar til verk- og tæknifræðinga í stórum fyr- irtækjum á borð við Nokia. Þeir þurfi að geta unnið í stórum hópum, stöðugt með nýju fólki, og því þurfi þeir að hafa góða aðlögunarhæfni og hæfni í mannlegum samskiptum. Fólk sem vinni að tæknimálum sé ekki eins einangrað og það var ef til vill áður og verður hæfni þeirra því að vera byggð á breiðari grundvelli. Aðspurður segir Vandrup ekki hafa verið til umræðu að koma upp útibúi frá Nokia hér á landi. Til þess þyrfti að vera mun meira af tækni- menntuðu fólki sem ekki hefði vinnu við sitt hæfi. „Mér skilst að atvinnuleysi meðal tæknimenntaðra sé varla til hér,“ segir Vandrup. „En ef staðan breytt- ist gæti alveg komið til greina að opna deild hér enda er Nokia mjög sveigjanlegt og opið fyrir nýjum möguleikum. En þá þyrfti líka að vera tryggt að hér væri nægur mannskapur svo ekki þyrfti að flytja fólk inn til að vinna hér, það yrði óhagkvæmt.“ Þörf á fólki til að sinna störfum sem fylgja tækniþróuninni Vandrup ítrekar nauðsyn þess að ungt fólk velji tæknigreinar í aukn- um mæli. Þróun í framleiðslu tækja sé sífellt að verða hraðari og til þess að sinna öllum þeim flóknu störfum sem tækniþróuninni fylgja þurfi mikið af vel menntuðu fólki á þessu sviði. Sem dæmi um þær gríðarlega hröðu breytingar sem eiga sér stað á þessu sviði nefnir hann að því sé spáð að innan þriggja ára muni þráðlaus- ar nettengingar á borð við þær sem eru í nýjustu gerð farsíma verða fleiri en nettengingar í hefðbundn- um tölvum. DANSKIR tækniháskólar munu í síaukn- um mæli sækja nemendur hing- að, en nokkuð er um að full- trúar þeirra komi til íslands og kynni fyrir íslenskum nem- endum það sem Lyngbo skólar þeirra hafa upp á að bjóða. Að sögn Kristine Lyngbo náms- stjóra Tækniháskólans í Óðins- véum mun slíkt aukast enn frekar því mikil og vaxandi samkeppni sé á milli tækniháskóla í Danmörku um nemendur. Lyngbo hélt í gær erindi á ráð- stefnu tæknifræðinga og verkfræð- ingafélags íslands, sem haldin er í tilefni 40 ára afmælis tæknifræð- ingafélagsins, þar sem hún sagði meðal annars frá því að tæknihá- skólar í Danmörku sæktust sífellt meira eftir nemendum erlendis frá, meðal annars frá íslandi. „Samkeppni um nemendur meðal tækniháskóla í Danmörku er mikil, en dönskum ungmennum sem velja tækni- og verkfræði, fer fækk- andi,“ segir Lyngbo í samtali við Morgunblaðið. „Þess vegna leitum við til annarra landa, þar á meðal íslands. Ég er viss um að í fram- tíðinni munu danskir skólar stunda enn öflugri markaðssetningu á ís- landi og þið megið búast við því að fulltrúar þeirra mæti hingað með bæklinga á íslensku og alls konar tilboð handa ungmennunum. Þessir skólar verða því í öflugri sam- keppni um ykkar nemendur." Námsráðgjafar verða að vera upplýstir um gæði skólanna Lyngbo bendir á að samfara þessu verði íslenskir námsráðgjaf- ar að vera vel upplýstir um þá skóla sem bera víurnar í íslenska nemendur. „Það er mjög mikið og fjölbreytt úrval af tækniskólum í Danmörku. Nemendur hér vita kannski bara af örfáum þeirra, þeim sem hafa sent fulltrúa sína hingað. Þetta eru ekki endilega bestu skólamir, heldur þeir sem em aðgangsharðastir í markaðssetningu sinni. Því er mik- ilvægt að námsráðgjafar hér hafi góðar upplýsingar um alla þá möguleika sem em til staðar í Dan- mörku á þessu sviði.“ Hún bendir á að á vefsíðunni www.ius.dk megi finna upplýsingar um alla tækni- skóla í Danmörku. Lyngbo sagði að þeir íslensku nemendur sem stunduðu nám við Tækniháskólann í Óðinsvéum, sem nú væm um 30 talsins, stæðu sig yfirleitt með stakri prýði. Stundum væri um tungumálörðugleika að ræða í fyrstu, því námið færi allt fram á dönsku, en yfirleitt væm nemendurnir fljótir að yfirstíga þá. Kristine Björn Bjarnason um gagnrýni á raungreinakennslu í grunn- og framhaldsskólum Handstýrum ekki nemend- um inn á einstakar brautir B JÖRN Bjamason menntamálaráð- herra segir það staðreynd, bæði hér á landi sem í öðmm löndum, að áhugi nemenda á raungreinum í gmnn- og framhaldsskólum sé minni en margir kjósi. Þetta sé áhyggjuefni vegna þess hvað raungreinamar skipti miklu máli. Björn bendir hins vegar á að með nýjum námskrám og end- urskoðun námsefnis sé unnið að ýmsum breytingum í skólunum og verið að auka nám í þessum greinum. Aukin áhersla á raun- greinar í nýrri námskrá í grein í Morgunblaðinu sl. sunnu- dag fjallaði Rúnar Þorvaldsson, deildarstjóri í eðlisfræði við Mennta- skólann í Kópavogi, um ýmis vanda- mál raungreinakennslu í gmnn- og framhaldsskólum, sem hann segir felast í þeirri umgjörð sem eigi að skapa kennuram sem best skilyrði til að fást við raungreinakennslu. Gagn- rýnir Rúnar m.a. námsefni sem not- að er í raungreinum í skólum, að- stöðuleysi og tækjabúnað til kennslunnar, og segir nemendur hafa h'tinn áhuga á raungreinum. „Með nýju námskránum emm við í senn að auka nám í þessum grein- um í grunnskólum og setja skýrari markmið auk þess sem framhalds- skólanámið er endurskoðað. Við þessa vinnu nutum við ráðgjafar kennara úr þessum greinum. Ráðun- eytið markaði þá stefnu, að í kjama einstakra bóknámsbrauta á fram- haldsskólastigi skyldu settar þrengri kröfur en margir raungreinakennar- ar vilja, það er rétt. Við viljum að nemandinn móti sér námsleiðina með því að nýta sér kjörsvið og frjálst val í stað þess að hún sé mótuð af ráðuneytinu. Bekkjakerfisskólar hafa þó farið þá leið að móta náms- leiðir með bindandi hætti fyrir nem- endur sína, meðal annars í raun- greinum," segir Björn Bjamason. „Það er val nemandans sem haft er að leiðarijósi. Menn geta að sjálf- sögðu deilt á þá stefnu og sagt sem svo að það eigi að skylda fleiri til þess að læra þessar greinar, en við höfum valið þá meginstefnu við gerð námskránna á framhaldsskólastig- inu að skilgreina kjarnann frekar þröngt og hafa frekar kjörsvið nem- endanna og frjálsa valið meira,“ sagði hann. Ýta undir áhuga og efla metnað Aðspurður um þörfina á að bæta tækjabúnað og annan aðbúnað raungreinakennslunnar sagðist menntamálaráðherra þeirrar skoð- unar að allir sem hefðu metnað fyrir skólastarfi ynnu að bótum á þessu sviði, þótt það væri alltaf álitamál hvenær öllum kröfum væri fullnægt. Hann bendir á, að ýmsar leiðir sé unnt að fara í þessu efni, til dæmis hafi verið ákveðið, þegar haldin var ólympíukeppni framhaldsskólanema í eðlisfræði hér á landi, að tækjabún- aður í keppninni yrði gefinn til skól- anna, sem hafi væntanlega bætt úr þörf á kennslutækjum. ,Að sjálfsögðu má betur gera. Ég held að stjórnvöld leggi að ýmsu leyti meira af mörkum til þess að vekja áhuga nemenda á raungrein- um en mörgum öðmm greinum. Við styrkjum bæði stærðfræðinga og eðlisfræðinga til þess að stofna til keppni og ýta undir áhuga og efla metnað. Við tökum hins vegar ekki ákvarðanir fyrir hönd nemenda um hvort þeir fara inn á þessar brautir. Það eiga þeir sjálfir að gera. Við handstýmm ekki nemendum inn á einstakar brautir í framhaldsskólun- um.“ Ekki séríslenskt fyrirbrigði Bjöm bendir einnig á að hér sé ekki um séríslenskt fyrirbrigði að ræða heldur standi menn alls staðar frammi fyrir þessu viðfangsefni. „Ég átti á dögunum fund með Richard W. Riley, menntamálaráðherra Banda- ríkjanna, og þar kom þetta sama fram, að vandinn væri sá þar, ekki síður en hér, að nemendur væm tregir til þess að fara í þessar grein- ar. En öllum er kappsmál að búa þannig í haginn að nemendur laðist að þessu námi. Að sjálfsögðu má segja sem svo að betri tæki, betri laun kennara og betri námsbækur séu þættir sem skipti máli en hitt er ekki síður mikil- vægt að nemendur hafi áhuga og skilning á nauðsyn þess að leggja þetta nám fyrir sig. Eðlisfræði er tví- mælalaust mjög mikilvægt nám í nú- tímaheimi," sagði Björn Bjarnason menntamálaráðherra.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.