Morgunblaðið - 07.06.2000, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
Sjdmannadagurinn
Aldraðir sjó-
menn heiðraðir
Húsavík - Dagskrá sjómannadags-
ins var hefðbundin og fór vel fram,
hún hófst með skemmtisiglingu á
Skjálfanda kl. 13 á laugardag. Að
venju voru aldraðir sjómenn heiðr-
aðir, að þessu sinni þeir Maríus
Héðinsson og Gunnar Hvanndal.
Maríus Héðinsson er fæddur á
Húsavík 21. október 1923 og byrj-
aði sjómennsku sem fullgildur há-
seti hjá föður sínum fermingarvor-
ið sitt. Hann var á ýmsum bátum
frá Vestmannaeyjum, Sandgerði
ofl. stöðum, Maríus lauk Sjó-
mannaskólanum 1954 og byrjaði
skipstjórn 1955 á mb. Svan AK,
1956 stofnaði hann ásamt Jóni Ár-
manni bróður sínum o.fl. úgerðar-
félagið Hreifa hf. og létu byggja
fyrir sig mb. Helgu TH 7 í Dan-
mörku, og 1960 mb. Héðinn ÞH 57,
á þeim bát var Maríus aflahæstur
yfir landið 1961. Árið 1966 létu
þeir byggja nýjan Héðin sem þá
var talinn fullkomnasta fiskiskip í
heimi.
Maríus varð að hætta skipstjórn
vegna veikinda 1975 og seldu þeir
útgerð sína.
Gunnar Kristinn Hvanndal er
fæddur á Húsavík 12. desember
1930, hann byrjaði sjómennsku 16
ára gamall á mb. Erlingi 12 tonna
báti frá Húsavík. Hann lauk prófi
Morgunblaðið/Hafþór
Maríus Héðinsson og Gunnar Hvanndal voru heiðraðir að þessu sinni.
frá Sjómannaskólanum 1954 og
byrjaði sem stýrimaður á Gylfa EA
frá Rauðuvík, hann var stýrimaður
á ýmsum stærri bátum til ársins
1970 m.a með Maríusi á Héðni.
Gunnar hefur fram á þennan dag
stundað sjósókn á smærri bátum
hér á Húsavík.
Morgunblaðið/Ólafur Bemódus'son
Þreyttur en ánægður hópur á toppi Spákonufells. Eins og sjá má er veðrið eins og best verður á kosið.
og í hina áttina yfir Skagafjörð og
Málmey til Siglufjarðarfialla.
Þegar krakkarnir komu niður
beið þeirra kaké og vöfflur í skíða-
skálanum, sem er við rætur Spá-
konufells. Þar fengu þau öll viður-
kenningarskjal undirritað af
skólastjóranumtil sönnunar þess
að þau hefðu komið á Borgar-
hausinn.
Á hjólreiðadeginum var lög-
reglan í samstarfi við skólann og
fræddi börnin um ýmislegt varð-
andi hjólreiðar og umferðina og
skoðaði hjólin þeirra. Þá leystu
krakkarnir ýmsar hjólaþrautir,
kepptu á hjólum sínum og sýndu
snilli sína með ýmsu móti.
Húnavökuritið 40 ára
Efnið af
ýmsum
toga
spunnið
Blönduósi - Héraðsritið Húna-
vaka sem gefið er út árlega af
Ungmennasambandi A-Hún-
vetninga (USAH) er komið út í
fertugasta sinn. Efni ritsins er
að venju fjölbreytt og er þar
meðal annars að finna viðtöl,
frásagnir, ljóð, æviágrip látinna
Húnvetninga og síðast en ekki
síst fjölbreytta fréttamola úr
héraði.
I tilefni þessara tímamóta
stóð USAH fyrir kynningu á
Húnavökuritinu í kaffihúsinu
Við árbakkann, hvar ritnefnd-
armenn rifjuðu upp ýmis atvik í
fjörutíu ára sögu ritsins.
Stefán Á. Jónsson frá Kagað-
arhóli sem hefur verið ritstjóri
Húnavöku frá upphafi sagði frá
því að Húnavakan væri orðin
9.000 blaðsíður og eru þá
auglýsingasíður ekki meðtald-
ar. Stefán sagði að 363 höfundar
væru að efni Húnavökuritsins í
gegnum tíðina þar af 101 kona.
Stefáni taldist til að 261 ljóð
hefðu birst í Húnavökuritunum
40 og um 800 lausavísur og æv-
iágrip 750 látinna Húnvetninga.
Unnar Agnarsson sem lengi
hefur verið í ritnefnd rifjaði upp
skemmtileg atvik hjá ritstjórn-
inni og greindi frá óborganleg-
um setningum sem birst hafa í
Húnavökuritinu. Úr æviágrip-
um nefndi Unnar meðal annars
þessi dæmi: „Hann var jafnan
ógiftur alla ævi“ og „Hann var
svipmikill persónuleiki, hugdj-
arfur og sóknharður en þó sat
hann eigi í hreppsnefnd.“ Um-
mæli sem ritstjórinn Stefán Á.
Jónsson viðhafði einhverju
sinni þegar eitthvert álitamál
kom upp á ritstjórnarfundi rifj-
aði Unnar upp. „Það getur verið
rétt þótt við höfum ekki heyrt
það. Sem samnefnara fyrir
þessi 40 ár, og lýsir kannski
Húnavökuritinu best og rit-
stjóminni, er vísa sem fyrrver-
andi ritnefndarmaður, Hjálmar
Jónsson, orti. Vel úr flestum
vanda er greitt./Til verka allir
kunnið./ Þó er efnið yfirleitt/ af
ýmsum toga spunnið.
Fóru í
fjall-
göngu
Skagaströnd - Skólastarfi nemenda
í Höfðaskóla lauk með tveimur úti-
vistardögum að Ioknum prófunum.
Fyrri daginn fóru krakkamir í
langar gönguferðir og sund með
kennurum sínum en seinni dagur-
inn var hjólreiðadagur í skólanum.
Nemendur úr 6 efstu bekkjum
skólans, um 60 krakkar, gengu upp
á Spákonufellsborg með nesti og
nýja gestabók. Fjallið er rúmlega
600 metra hátt og tók ferðin frá
einum og hálfum tíma upp í tvo.
Allir skiluðu sér á toppinn og skrif-
uðu í gestabókina sem geymd er í
kassa í vörðu þar uppi. Þetta var
ný bók þar sem sú gamla var orðin
full. Flestir voru krakkarnir að
fara upp í fyrsta sinn en nokkuð al-
gengt er að Skagstrendingar gangi
á Borgarhausinn og þykir í raun
enginn vera orðinn raunvemlegur
Skagstrendingur fyrr en hann hef-
ur gengið á hausinn.
Mjög víðsýnt er af Borgar-
hausnum í góðu veðri eins og var í
þetta sinn og sást meðal annars
hvar „Hornbjarg úr djúpinu rís...“
Jákvæð og skemmti-
leg samskipti
Grindavík - Skólaslit Grunnskóla
Grindavíkur voru í Grindavíkur-
kirkju síðasta dag maímánaðar.
Þessi skólaslit eru fyrir 8.-10. bekk
en aðrir nemendur eru kvaddir deg-
inum fyrr í „Heilsubælinu“. Eins og
ævinlega er þetta mjög hátíðleg
stund og mikið um viðurkenningar
ogræðuhöld.
Meðal viðurkenninga voru
dönskuverðlaun, fyrir bestan árang-
ur á samræmdu prófi, sem danska
sendiráðið gefur og hlaut Hrefna
Magnúsdóttir þau verðlaun en hún
var einnig hæst í samanlögðum sam-
ræmdum greinum. Þá var veitt við-
urkenning fyrir bestan árangur á
samræmdu prófi í ensku og hreppti
Bryndís G. Grétarsdóttir þau. Viður-
kenning fyrir bestan árangur í 8.-10.
bekk voru líka veitt.
„Það er kannski lýsandi fyrir
þennan vetur að Berta Ómarsdóttir,
nemandi í 10. bekk fékk sérstaka við-
urkenningu fyrir félagsstörf, „Fé-
lagsmálatröll skólans“ er nafnbótin.
Veturinn var mjög jákvæður og
skemmtiiegur hvað varðar öll sam-
skipti við 8.-10. bekk og ég held því
að það standi eftir í minningunni“,
sagði Stefanía Ólafsdóttir, aðstoðar-
skólastjóri.
Morgunblaðið/GPV
Þrír hæstu nemendur skólans. F.v. Sigurgeir Fannar Ævarsson, 3. sæti, Daníel Pálmason sem lauk samræmdu
prófi í fyrra, 2. sæti, Páll Guðmundsson sem var hæstur og Stefanía Ólafsdóttir, aðstoðarskólastjóri.
Tvisvar sinnu
Bókaðu ísíma 570 3030 og 4781250
ffíl 9.730 kf.meðflu^vallarsköttum
FLUGFÉLAG ÍSLANDS
Fax 570 3001 • websales@airiceland.is •www.flugfelag.is