Morgunblaðið - 07.06.2000, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.06.2000, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Sjdmannadagurinn Aldraðir sjó- menn heiðraðir Húsavík - Dagskrá sjómannadags- ins var hefðbundin og fór vel fram, hún hófst með skemmtisiglingu á Skjálfanda kl. 13 á laugardag. Að venju voru aldraðir sjómenn heiðr- aðir, að þessu sinni þeir Maríus Héðinsson og Gunnar Hvanndal. Maríus Héðinsson er fæddur á Húsavík 21. október 1923 og byrj- aði sjómennsku sem fullgildur há- seti hjá föður sínum fermingarvor- ið sitt. Hann var á ýmsum bátum frá Vestmannaeyjum, Sandgerði ofl. stöðum, Maríus lauk Sjó- mannaskólanum 1954 og byrjaði skipstjórn 1955 á mb. Svan AK, 1956 stofnaði hann ásamt Jóni Ár- manni bróður sínum o.fl. úgerðar- félagið Hreifa hf. og létu byggja fyrir sig mb. Helgu TH 7 í Dan- mörku, og 1960 mb. Héðinn ÞH 57, á þeim bát var Maríus aflahæstur yfir landið 1961. Árið 1966 létu þeir byggja nýjan Héðin sem þá var talinn fullkomnasta fiskiskip í heimi. Maríus varð að hætta skipstjórn vegna veikinda 1975 og seldu þeir útgerð sína. Gunnar Kristinn Hvanndal er fæddur á Húsavík 12. desember 1930, hann byrjaði sjómennsku 16 ára gamall á mb. Erlingi 12 tonna báti frá Húsavík. Hann lauk prófi Morgunblaðið/Hafþór Maríus Héðinsson og Gunnar Hvanndal voru heiðraðir að þessu sinni. frá Sjómannaskólanum 1954 og byrjaði sem stýrimaður á Gylfa EA frá Rauðuvík, hann var stýrimaður á ýmsum stærri bátum til ársins 1970 m.a með Maríusi á Héðni. Gunnar hefur fram á þennan dag stundað sjósókn á smærri bátum hér á Húsavík. Morgunblaðið/Ólafur Bemódus'son Þreyttur en ánægður hópur á toppi Spákonufells. Eins og sjá má er veðrið eins og best verður á kosið. og í hina áttina yfir Skagafjörð og Málmey til Siglufjarðarfialla. Þegar krakkarnir komu niður beið þeirra kaké og vöfflur í skíða- skálanum, sem er við rætur Spá- konufells. Þar fengu þau öll viður- kenningarskjal undirritað af skólastjóranumtil sönnunar þess að þau hefðu komið á Borgar- hausinn. Á hjólreiðadeginum var lög- reglan í samstarfi við skólann og fræddi börnin um ýmislegt varð- andi hjólreiðar og umferðina og skoðaði hjólin þeirra. Þá leystu krakkarnir ýmsar hjólaþrautir, kepptu á hjólum sínum og sýndu snilli sína með ýmsu móti. Húnavökuritið 40 ára Efnið af ýmsum toga spunnið Blönduósi - Héraðsritið Húna- vaka sem gefið er út árlega af Ungmennasambandi A-Hún- vetninga (USAH) er komið út í fertugasta sinn. Efni ritsins er að venju fjölbreytt og er þar meðal annars að finna viðtöl, frásagnir, ljóð, æviágrip látinna Húnvetninga og síðast en ekki síst fjölbreytta fréttamola úr héraði. I tilefni þessara tímamóta stóð USAH fyrir kynningu á Húnavökuritinu í kaffihúsinu Við árbakkann, hvar ritnefnd- armenn rifjuðu upp ýmis atvik í fjörutíu ára sögu ritsins. Stefán Á. Jónsson frá Kagað- arhóli sem hefur verið ritstjóri Húnavöku frá upphafi sagði frá því að Húnavakan væri orðin 9.000 blaðsíður og eru þá auglýsingasíður ekki meðtald- ar. Stefán sagði að 363 höfundar væru að efni Húnavökuritsins í gegnum tíðina þar af 101 kona. Stefáni taldist til að 261 ljóð hefðu birst í Húnavökuritunum 40 og um 800 lausavísur og æv- iágrip 750 látinna Húnvetninga. Unnar Agnarsson sem lengi hefur verið í ritnefnd rifjaði upp skemmtileg atvik hjá ritstjórn- inni og greindi frá óborganleg- um setningum sem birst hafa í Húnavökuritinu. Úr æviágrip- um nefndi Unnar meðal annars þessi dæmi: „Hann var jafnan ógiftur alla ævi“ og „Hann var svipmikill persónuleiki, hugdj- arfur og sóknharður en þó sat hann eigi í hreppsnefnd.“ Um- mæli sem ritstjórinn Stefán Á. Jónsson viðhafði einhverju sinni þegar eitthvert álitamál kom upp á ritstjórnarfundi rifj- aði Unnar upp. „Það getur verið rétt þótt við höfum ekki heyrt það. Sem samnefnara fyrir þessi 40 ár, og lýsir kannski Húnavökuritinu best og rit- stjóminni, er vísa sem fyrrver- andi ritnefndarmaður, Hjálmar Jónsson, orti. Vel úr flestum vanda er greitt./Til verka allir kunnið./ Þó er efnið yfirleitt/ af ýmsum toga spunnið. Fóru í fjall- göngu Skagaströnd - Skólastarfi nemenda í Höfðaskóla lauk með tveimur úti- vistardögum að Ioknum prófunum. Fyrri daginn fóru krakkamir í langar gönguferðir og sund með kennurum sínum en seinni dagur- inn var hjólreiðadagur í skólanum. Nemendur úr 6 efstu bekkjum skólans, um 60 krakkar, gengu upp á Spákonufellsborg með nesti og nýja gestabók. Fjallið er rúmlega 600 metra hátt og tók ferðin frá einum og hálfum tíma upp í tvo. Allir skiluðu sér á toppinn og skrif- uðu í gestabókina sem geymd er í kassa í vörðu þar uppi. Þetta var ný bók þar sem sú gamla var orðin full. Flestir voru krakkarnir að fara upp í fyrsta sinn en nokkuð al- gengt er að Skagstrendingar gangi á Borgarhausinn og þykir í raun enginn vera orðinn raunvemlegur Skagstrendingur fyrr en hann hef- ur gengið á hausinn. Mjög víðsýnt er af Borgar- hausnum í góðu veðri eins og var í þetta sinn og sást meðal annars hvar „Hornbjarg úr djúpinu rís...“ Jákvæð og skemmti- leg samskipti Grindavík - Skólaslit Grunnskóla Grindavíkur voru í Grindavíkur- kirkju síðasta dag maímánaðar. Þessi skólaslit eru fyrir 8.-10. bekk en aðrir nemendur eru kvaddir deg- inum fyrr í „Heilsubælinu“. Eins og ævinlega er þetta mjög hátíðleg stund og mikið um viðurkenningar ogræðuhöld. Meðal viðurkenninga voru dönskuverðlaun, fyrir bestan árang- ur á samræmdu prófi, sem danska sendiráðið gefur og hlaut Hrefna Magnúsdóttir þau verðlaun en hún var einnig hæst í samanlögðum sam- ræmdum greinum. Þá var veitt við- urkenning fyrir bestan árangur á samræmdu prófi í ensku og hreppti Bryndís G. Grétarsdóttir þau. Viður- kenning fyrir bestan árangur í 8.-10. bekk voru líka veitt. „Það er kannski lýsandi fyrir þennan vetur að Berta Ómarsdóttir, nemandi í 10. bekk fékk sérstaka við- urkenningu fyrir félagsstörf, „Fé- lagsmálatröll skólans“ er nafnbótin. Veturinn var mjög jákvæður og skemmtiiegur hvað varðar öll sam- skipti við 8.-10. bekk og ég held því að það standi eftir í minningunni“, sagði Stefanía Ólafsdóttir, aðstoðar- skólastjóri. Morgunblaðið/GPV Þrír hæstu nemendur skólans. F.v. Sigurgeir Fannar Ævarsson, 3. sæti, Daníel Pálmason sem lauk samræmdu prófi í fyrra, 2. sæti, Páll Guðmundsson sem var hæstur og Stefanía Ólafsdóttir, aðstoðarskólastjóri. Tvisvar sinnu Bókaðu ísíma 570 3030 og 4781250 ffíl 9.730 kf.meðflu^vallarsköttum FLUGFÉLAG ÍSLANDS Fax 570 3001 • websales@airiceland.is •www.flugfelag.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.