Morgunblaðið - 07.06.2000, Side 24
24 MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Breska konungsfjölskyldan
Deilir um erfða-
breytt matvæli
London. Reuters, AFP.
NÚ þegar hneykslismálin eru að
baki er deilan um erfðabreytt mat-
væli farin að valda klofningi í bresku
konungsfjölskyldunni. Filippus
drottningarmaður hefur nú blandað
sér í deiluna með því að verja notk-
un erfðabreyttra lífvera í landbún-
aði. Hann tekur þar með afstöðu
gegn syni sínum, Karli prins, sem
hefur oft varað við erfðabreyttum
matvælum.
„Við skulum ekki gleyma að við
höfum erfðabreytt dýrum og jurtum
allt frá því að fólk hóf kynbætur,11
sagði Filippus og bætti við að eini
munurinn á hefðbundnum kynbót-
um og erfðatækni nútímans væri sá
að erfðatæknin tæki skemmri tíma.
„Fólk gleymir því að tilkoma fram-
andi tegunda - til að mynda tilkoma
gráíkoma hér á landi - veldur miklu
meiri skaða en erfðabreytt kar-
tafla,“ hefur Lundúnablaðið The
Times eftir drottningarmanninum.
Karl prins hefur hins vegar gagn-
rýnt notkun erfðabreyttra lífvera í
landbúnaði og lýst erfðabreyttum
matvælum sem „frankenstein-
fæðu“. Prinsinn er einn af þekktustu
talsmönnum lífræns landbúnaðar og
á bújörðum hans í Cornwall eru ein-
göngu framleiddar lífrænar afurðir.
Systir Karls, Anna prinsessa, sem
er forseti Breska vísindafélagsins,
er ekki sama
sinnis og krón-
prinsinn. „Það er
mikil einföldun
að segja að allur
búskapur eigi að
vera lífrænn eða
að erfðabreytt
matvæli ættu
ekki að vera til.
Lífið er því miður
ekki svo einfalt,“ sagði prinsessan í
viðtali við tímaritið The Grocer, sem
gefið var út um helgina.
„Algjör
þvættingur“
Nokkrir breskir þingmenn hafa
gagnrýnt innlegg drottningar-
mannsins í deiluna. Tim Yeo, tals-
maður íhaldsflokksins í landbúnað-
armálum, lýsti orðum hans sem
„algjörum þvættingi".
„Eg tel ekki að Filippus prins
skilji til fulls hvað erfðatæknin snýst
um, en hún snýst m.a. um það að
gen eru tekin úr fiski og sett í tóm-
ata,“ sagði Yeo. „Ég verð að segja
að ég stend með krónprinsinum en
ekki föður hans að þessu sinni og í
ljósi ummæla Önnu prinsessu um
helgina virðist hafa blossað upp fjöl-
skyldurifrildi út af þessu máli.“
Reynisvatn - útivistarperla Reykjavíkur er í ósnortnu umhverfi aðeins 2 km. frá Grafarvogsvegamótum.
I vatninu er gnægð Bleikju, laxa og regnbogasilunga, veiði við allra hatfi frá landi eða af báti.
Ævintýranámskeið að Reynisvatni í allt sumar
fyrir börn frá 7 ára aldri.
Vikunámskeið hefjast 19.júní og standa alla virka daga frá kl. 9-17.
Verð 11.700 kr.á viku. Haegt er að panta l-l I vikur, 19 júní l.september
Takmarkaður fjöldi, pantið sem fyrst í síma 861 6406 Kristín námskeiðsstjóri og 854 3789.
I lífstíðarfangelsi
fyrir aðild að gasárás
Tókýd. Reuters.AFP.
YOSHIHIRO Inoue, einn af for-
ystumönnum japanska ddmsdags-
safnaðarins Aum Shinri Kyo, sem
sést fyrir miðju myndarinnar var
í gær dæmdur í lífstíðarfangelsi
fyrir aðild að taugagasárás í lest-
argöngum í Tókýd fyrir fimm ár-
um og níu öðrum glæpum.
Ddmari umdæmisddmstdls
í Tdkýd hafnaði kröfu ákæru-
valdsins um að Yoshihiro Inoue
yrði dæmdur til dauða og komst
að þeirri niðurstöðu að hinn
ákærði hefði ekki sett taugagasið
í lestargöngin eða tekið beinan
þátt í verknaðinum. Saksdknar-
arnir sögðust ætla að áfrýja
ddmnum.
Inoue er þrítugur og var einn af
helstu aðstoðarmönnum stofn-
anda safnaðarins, Shoko Asahara,
sem hefur verið sdttur til saka
fyrir að hafa fyrirskipað gasárás-
ina og fleiri glæpi. Tdlf manns
biðu bana í árásinni og þúsundir
veiktust.
Inoue játaði að hafa komið skila-
boðum til þeirra sem settu tauga-
gasið í lestargöngin. Verjendur
hans sögðu að erfitt hefði verið
fyrir hann að fara ekki eftir fyr-
irmælum annarra forystumanna
safnaðarins en ddmarinn hafnaði
því að Inoue bæri ekki ábyrgð á
gerðum sinum.
Inoue, sem stjdrnaði njdsnastarf-
semi safnaðarins, var einnig
dæmdur fyrir aðild að þremur
morðum.
>
Iranar hafna framburði liðhlaupa um Lockerbie-tilræðið
Segjast ekki kann-
ast við manninn
Teheran. Damaskus. AP, AFP, Reuters.
ÍRANSSTJÓRN neitaði í gær al-
gerlega að hún hefði nokkur tengsl
við liðhlaupa úr írönsku leyniþjón-
ustunni sem hefur sagt að Iran beri
ábyrgð á sprengingu í bandarískri
farþegaþotu árið 1988. Maðurinn,
Ahmad Behbahani, sagði frétta-
mönnum CBS-sjónvarpsstöðvar-
innar nýlega að hann hefði, sem yf-
irmaður hryðjuverkadeildar
leyniþjónustunnar, staðið að baki
Lockerbie-tilræðinu sk. þegar þota
Pan American-flugfélagsins fórst
yfir bænum Lockerbie á Skotlandi
með þeim afleiðingum að 270
manns fórust.
Að sögn Hojatoleslam Ali Yun-
essi, sem fer með málefni leyni-
þjónustunnar í ríkisstjórn Irans,
hefur maður með þessu nafni aldrei
unnið fyinr írönsku leyniþjónust-
una. Sakar Yunessi ísrael og
Bandaríkin um samsæri til að koma
sök í málinu á íran. „Mistök ríkis-
stjórnar Zionista í Suður-Líbanon
og réttarhöldin yfir írönskum gyð-
ingum sem grunaðir eru um njósnir
í þágu ísraels búa að baki þessu
ráðabruggi," er haft eftir ráðherr-
anum. Hann segir enn fremur að
yfirlýsingar mannsins séu mót-
sagnakenndar, t.d. hafi hann sagst
hafa verið fangelsaður árið 1998 en
á sama tíma hafa gegnt toppstöðu
innan írönsku leyniþjónustunnar.
íranskur blaðamaður sem er í út-
legð frá heimalandi sínu sagði
fréttamönnum AP-
fréttastofunnar £ gær
að Behbahani væri
ekki raunverulegt
nafn mannsins og að
því skyldu menn ekki
undrast að hann fynd-
ist ekki á launaskrá
hjá írönsku leyniþjón-
ustunni.
Lágur aldur manns-
ins hefur þó vakið
grunsemdir annarra,
en tyrknesk yfirvöld
hafa sagt að maðurinn
sé aðeins 32 ára. Þá
sagði nafngreindur
bandarískur embætt-
ismaður á mánudag að
hann hefði sterkar
efasemdir um að
Behbahani væri sá
sem hann segðist vera vegna þess
að miðað við þetta hefði hann að-
eins verið tvítugur þegar Locker-
bie-ódæðið var framið.
Þekki ekki manninn
Behbahani hefur sagt að hann
hafi ráðið foringja palestínsks
hryðjuverkahóps með aðsetur í
Sýrlandi, Ahmad Jibril, til að stýra
framkvæmd Lockerbie-tilræðisins
og nokkurra annarra hryðjuverka.
Jibril sagði í viðtali við íranska út-
varpsstöð í gær að hann hefði
aldrei hitt Behbahani. „Ég hef
aldrei séð né þekkt
þennan mann, þennan
málaliða, þennan
mann sem hefur látið
kaupa sig,“ sagði Jibr-
il. Viðtalið fór fram á
arabísku og var þýtt
yfir á persnesku.
Behbahani segist
hafa orðið undir £
valdabaráttu innan ir-
önsku stjórnsýslunnar
og hafi flúið land til að
komast hjá handtöku.
Hann dvaldi i flótta-
mannabúðum i Tyrk-
landi þar sem frétta-
menn höfðu uppi á
honum eftir ábending-
ar frá írönskum
stjórnarandstæðing-
um. í þættinum „60
mínútur" sem sýndur var á CBS sl.
sunnudag var framburður Behba-
hanis endursagður. Hann heldur
því fram að Lockerbie-tilræðinu
hafi verið ætlað að hefna fyrir það
er bandarískt herskip skaut niður
íranska farþegaþotu fyrr sama ár.
Tyrknesk stjórnvöld eru nú sögð
hafa Behbahani í haldi í höfuðborg-
inni Ankara, þar sem m.a. fulltrúar
bandarísku leyniþjónustunnar
(CIA) hafi yfirheyrt hann. Hermt
er að Behbahani hafi sótt um hæli
sem pólitískur flóttamaður í
Bandaríkjunum.
CBS-sjónvarpsstöð-
in segir þetta nýlega
mynd af liðhlaupan-
um Ahmed Behba-
hani.