Morgunblaðið - 07.06.2000, Side 28
\í\r\f } _ n-iiw f ,
28 MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 2000
LISTIR
MGRGUNBLAÐIÐ
Sýning á tréverki í Listasafni Árnesinga
Erum bara
að skoða
tréð
A morgun verður sýningin Telgt í tré
7 ' ; * :
opnuð í Listasafni Arnesinga. Hildur
Hákonardóttir safnstjóri lóðsaði Eyninu
Baldursdóttur um safnið, þar sem saman
ægir fornum og nýjum trélistaverkum eftir
fjölda listamanna.
Morgunblaðið/Jim Smart
Híldur Hákonardóttir safnstjóri framan við endurgerða mynd Harðar Ágústssonar af elsta útskurðarverki ís-
lands, Dómsdagsmyndinni úr Hóladómkirkju.
Morgunblaðið/Jim Smart
Á eftri hæð Listasafns Árnesinga eru listaverk unnin úr við. Þau sýna þversnið af
tréskurðararfleið okkar íslendinga. Hér er nýiegt verk eftir Þór Vigfússon.
VIÐURINN hefur frá fomu fari ver-
ið efni í listsköþun á íslandi. Fundist
hafa tréristur frá öndverðri 12. öld
sem bera þessu listformi vitni og enn-
þá er viðurinn notaður í sama til-
gangi. Þessi efniviður er skoðaður á
sýningunni í Listasafni Árnesinga og
að sögn Hildar Hákonardóttur safn-
stjóra er einnig reynt að varpa ljósi á
hvað varð um tréskurðararfleifðina í
tímans rás.
Sýningin er tvískipt. Á neðri hæð
Listasafnsins er endurgerving Harð-
ar Ágústssonar af Dómsdagsmynd-
inni, sem er elsta kunna tréskurðar-
verk á íslandi. Nær okkur í tíma eru
hinsvegar verk á efri hæð listasafns-
ins, en þar er að finna verk eftir rúm-
lega 40 aðila; starfandi listamenn,
hagleiksmenn úr héraði og einnig eitt
tréverk eftir unglinga úr Sólvalla-
skóla.
Samkvæmt Hildi var kveikjan að
sýningunni sú að henni þótti tíma-
bært að draga fram tréskurðarverk
Halldórs Einarssonar sem lengi hafa
verið í eigu Listasafns Árnesinga, og
er sýningin honum tileinkuð. „Einnig
hefur verki Harðar Ágústssonar ekki
verið geflnn viðlíka gaumur og verð-
ugt er,“ segir Hildur. „Því fannst
okkur tilvalið að setja verkin á sýn-
ingu ásamt öðrum sem sýna þversnið
af tréskurðarhefð Islendinga," segir
hún en ráðgjafar á sýningunni eru
Níels Hafstein og Alda Sigurðardótt-
ir.
Elsta mynd af kölska
og Maríu mey
Um uppruna Dómsdagsmyndar-
innar hafa ýmsir fræðimenn fjallað.
Flest bendir til að fjalirnar þrettán
sem fundist hafa séu brot úr
býzanskri dómsdagamynd frá fyrri
hluta 12. aldar og hafl prýtt vestur-
gafl Hóladómkirkju áður en þær
voru notar til bygginga á bænum
Bjamastaðahlíð í Skagafirði. Einnig
MYIVDLIST
Stöðlakot
MYNDVERK
SIGRID 0STERBY
Opið alla daga frá 15-18. Til 11.
júní. Aðgangur ókeypis.
FRAMNINGUR Sigrid 0sterby
í Stöðlakoti samanstendur af ýms-
um tækniaðferðum í kringum graf-
ík eða kannski réttara einþrykk,
svo sem tréristu/einþrykki, tré-
ristu/einþrykki/olíukrít, þurrnál,
dúkþrykki og svonefndri pólýgraf-
ík, að viðbættu einu grjótverki, -
máluðu grjóti.
Þetta er mjög í anda tímanna, en
einþrykkið og hinar ýmsu hliðarað-
ferðir hafa tröllriðið grafíkheimin-
um á síðustu árum og framborið
ótölulegan fjölda tilbrigða, - þykir
sá helstur sem flnnur upp alveg
spánnýja þrykkaðferð og þýtur þá
fiskisagan. Ekki hefur rýnirinn hið
minnsta á móti þessu í sjálfu sér,
fundust fjórar fjalir í
Flatartungu í Skaga-
firði.
Fjalimar era geymd-
ar í Þjóðminjasafni ís-
lands en í Listasafni Ár-
nesinga er hinsvegar að
finna stækkaða mynd af
endurgerð Harðar
Ágústssonar á verkinu,
en hann hefur út frá
fjölunum leitt líkur að
því hvemig myndin hafi
litið út í heild sinni.
Hvert smáatriði byggir
hann á rannsóknum
sínum á öðrum dóms-
dagsmyndum og krist-
inni myndlist þess tíma.
Verkinu gerði hann skfl
í bók sinni Dómsdagur
og helgir menn á Hól-
um, og telst honum til
að fuOgerð hafi Dóms-
dagsmyndin verið 7,32
metrar að lengd og 2,98
metrar að hæð. Alda
Sigurðardóttir mynd-
listarkona sá um að uppfæra mynd-
ina á vegg í Listasafninu, en þar er
hún smækkuð um 10% þar sem ekki
var til nógu stór veggur í safninu sem
borið gæti hana í fullri stærð. Þetta
mun vera í fyrsta sinn sem verkinu
era gerð skil á vegg.
Myndefnið er sótt til Miklagarðs,
en sýnir þó að miklu leyti frumkristin
áhrif. Dómsdagsmyndin er sam-
kvæmt Herði elsta og glæsilegasta
útskurðarverk þjóðarinnar og sýnir
elstu myndir á Norðurlöndum af
Maríu guðsmóður, kölska karU,
Mikjáli erkiengli og „skauti Abra-
hams“.
Gamalt og nýtt
„Við vildum gaumgæfa hvað varð
af tréskurðararfleiðinni og hófum því
rannsóknir á þessari hefð - að því
þó svo að hann meti sígildu aðferð-
irnar meira og þær nýjungar sem
hægt er að töfra fram innan þeirra,
þar er róðurinn þó í senn erfiðari
og til muna seinvirkari.
Sigrid hefur víða komið við í
listnámi bæði í heimalandi sínu
Danmörku og hérlendis. Hún býr
hér og starfar, hefur kennt mynd-
list við framhaldsskóla, en er nú á
leið í nám í listþerapíu. Þetta er
fyrsta einkasýning hennar í
Reykjavík, en hún hefur átt mynd-
ir á samsýningum og að auk haldið
heilar sjö einkasýningar í Tromso í
Finnmörk.
Leiðistef sýningarinnar er ein-
mitt sótt til áhrifa frá ferðum
leyti sem við gátum,“ segir Hildur til
útskýringar því safni verka sem stað-
sett er á annarri hæð hússins. Þau
Hildur, Alda og Níels munu hafa
sankað saman verkum eftir hagleiks-
menn úr héraði og aðra sem atvinnu
hafa af því að vinna á einn eða annan
hátt með tréskurð.
Ljóst er að mikillar fjölbreytni
gætir í verkunum sem öll hafa það
sammerkt að vera unnin úr tré, utan
eitt sem gert er úr tjöratexi. Þetta
era verk af „veraldlegra tagi“ en þau
fyrmefndu; þar má til að mynda sjá
útskoma lopapeysu með íslensku
mynstri, hatt, skilningstré góðs og
ills, tálgaðar fígúrar úr Manni og
konu og aðra sköpun sem ekki hæfir
að hneppa undir ok hugtaka. Hlutim-
ir era frá mismunandi tímum og sést
glögglega að hugmyndir yngri lista-
hennar um Samabyggðir, einkum
til litlu eyjunnar Rolvsoy sem til-
heyrir Finnmörku, en þar dvaldi
hún sumarlangt fyrir tveimur ár-
um. Þar sá hún hirðingjatjöld,
hreindýraréttir og hellaristur, upp-
lifði fornar hefðir; galdratrommur
og galdrastafi og hvernig spáð var
í steina. Frá þeim áhrifum mun
gólfverkið upp runnið, en í því
merkti ég þó engan magnaðan
galdur og síst formrænan.
Helst má greina áhrif frá Sama-
byggðum í heiðtæram bláum lita-
tónum og eru þau mestmegnis hug-
lægs eðlis. Þó er það svo að
sterkustu tökum á viðfangsefnum
sínum nær Sigrid þegar hún vinnur
manna era mjög nýstárlegar. „Sumt
er nytjahlutir, annað skrautmunir og
enn annað myndlist og fer það stund-
um saman allt í senn,“ segir Hildur.
Þijú afbrigði tréristu
,Með tímanum hefur tréristan
runnið í þrennskonar farveg, eins og
kémur fram á sýningunni." í fyrsta
lagi er þar að finna þjóðlega arfleið í
formi minja og skrautgripa. Þjóðlegi
útskurðurinií sýnir blómaskrúð og
munsturgerð og seinni-tíma útskurð;
ur ber vitni erlendum áhrifum. „I
annan stað era hér verk útskurðar-
manna 20. aldarinnar sem í kjölfar
aukinnar listmenntunar fóra að móta
meira í tréð, skera og höggva styttur
í form.“
í þriðja lagi er um að ræða hluti
sem tálgaðir hafa verið til gamans og
í dekkri blátónum með svörtu ívafi
og lætur skapgerðina róða för.
Þannig komu tvær myndir á sýn-
ingunni mjög á óvart: „Vetrarríki“
(16) niðri, dúkþrykk, og „Tilbrigði
11“ (3) uppi, trérista/einþrykk. í
þeim báðum býr mun meiri sam-
þjappaður tjákraftur en nokkrum
öðrum ásamt meira jafnvægi og
skýrleika í formi og tónstiga, hins
vegar eru formin dreifðari, lausari
í sér og á köflum skreytikenndari í
ýmsum hinna. Næst þessum tveim
myndum má svo telja að komi:
„Tilbrigði 1“ (2), trérista/ einþrykk,
„Hreinn“ (12), þurrnál og „Milli
árstíða" (15), dúkþrykk.
Sýningin í heild boðar engin ný
tíðindi en ljóst má vera af bestu
myndum sýningarinnar að Sigrid
0sterby er við upphafsreit dýpri
átaka við efniviðinn. Skiptir þar
öllu í framhaldinu að hún haldi
ekki aftur af sér í einföldum og
svipmiklum átökum við myndflöt-
inn; þar virðist eftir öllum sólar-
merkjum vera vettvangur hennar.
Bragi Ásgeirsson
dægrastyttingar. „Þeir bera vitni
gleðinni sem oft fylgir því að telgja í
tré. Þau verk koma oft svo hnyttilega
beint frá hjartanu," segir Hildur en
bendir hlæjandi á að sjálf hafi hún
aldrei borið hníf að tré.
,Á sýningunni blöndum við saman
hreinum formum og þessu útskoma
þar sem hver einasti flötur er notað-
ur til að flúra. Ætlunin er að þurrka
út þennan aðskilnað milli lærðra og
ólærðra - því við eram bara að skoða
tréð.“
Verkin vora fengin hjá söfnum og
einstaklingum og aðeins tvö verk-
anna var gert fyrir sýninguna sér-
staklega. Annað er eftir hóp 14-15
ára unglinga úr Sólvallaskóla. „Böm-
in komu hingað að skoða sýninguna
og vora mjög áhugasöm. Þau vildu
endilega vera með og bjuggu saman
til svokallað sálartré," segir hún og
bendir á að þau hafa haft gaman að
þvi að vinna úr viðnum.
Vinsældir í takt við
ræktun skóga á íslandi
„Það er geysilega mikill óhugi fyrir
trévinnu núna og mér finnst merki-
legt að þessi áhugi virðist haldast í
hendur við það að við erum að fara að
rækta aftur skóg í landinu. Það er
stóraukning á því hversu margir
starfandi listamenn vinna með tréð,
en fyrir tveimur áratugum var mjög
sjaldgæft að þeir notuðu þennan efn-
ivið,“ segir Hildur. Hún kveður sýn-
inguna einá þá yfirgripsmestu sem
safnið hafi lagt út í en hún er jafn-
framt sú síðasta sem Hildur hefur
bein afskipti af en hún lætur senn af
störfum sem safnstjóri Listasafnsins.
Sýningin stendur frá 7. júní - 16.
júlí og verður formlega opnuð kl.18 á
morgun. Við opnunarhátíðina mum
Sigurður Rúnar Jónsson spila á ís-
lenska fiðlú og segja frá rannsóknum
á upprana hennar. Aðgangur að sýn-
ingunni er ókeýpis.
Síðustu
sýningar
Þjóðleikhúsið
Komdu nær
Síðasta sýning á breska verð-
launaleikritinu Komdu nær
verður íostudaginn 9. júní, en
sýningar hafa legið niðri m.a.
vegna ferðar Þjóðleikhússins
með Brúðuleikhúsið til Græn-
lands.
Komdu nær lýsir flóknum
ástarferhymingi, samskiptum
fjögurra ólíkra einstaklinga sem
eiga samleið um stund. Þetta er
grátbrosleg og harkaleg saga
um ást og rómantík okkar daga,
án rósamáls og skýjaborga, án
skuldbindinga, án framhaldslífs.
Sýningin er ekki við hæfi
bama. Leikendur era Baltasar
Kormákur, Brynhildur Guð-
jónsdóttir, Elva Ósk Ólafsdóttir
og Ingvar E. Sigurðsson.
Tilbrigði/
sama stef