Morgunblaðið - 07.06.2000, Síða 31

Morgunblaðið - 07.06.2000, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 2000 31 LISTIR Mosfellskir afmælistónar TOJVLIST Borgarleikhtisið KÓRTÓNLEIKAR Ymis inn- og erlend lög. Karlakór- inn Stefnir; einsöngur: Kristinn Sigmundsson; Sigurður Marteins- son, píanó. Stjórnandi: Atli Guð- laugsson, trompet. Laugardaginn 4. júníkl. 14. SJÓMANNADAGURINN var meðvirkur þáttur í dagskrárvali á lokatónleikum í tilefni af 60 ára af- mæli karlakórsins Stefnis úr Mos- fellssveit á laugardaginn var í þétt- ingsfullu Borgarleikhúsi sem kórinn lét hljóðrita við sama tækifæri. Sjáv- arlöðrið mátti lesa af lögum eins og Úr útsæ rísa Islandsfjöll, Land- kjenning, Sailing, Sefur sól hjá Ægi, Bára blá, Suðumesjamenn og Ship ohoj. Til marks um hvað mildð var í lagt að þessu sinni var fenginn ein- söngvari úr fremstu röð, Kristinn Sigmundsson, er söng með kómum í sjö lögum. Meðal beztu laga kórsins í fyrri hluta var Úr útsæ rísa íslandsfjöll, þar sem kórstjórinn jók áhrif lagsins með vel úthugsaðri dýnamík. I Landkjenning eftir Grieg kom fram tilhneiging til sigs sem oft vill fylgja kórsöng áhugamanna á litlum styrk, kannski ekki sízt þegar aldur færist yfir, og var heildarblær lagsins því heldur daufur. Hins vegar var margt fallegt í hinu kannski fullhæga Sail- ing (Sutherland). Nótt eða Blómin sofa (= Ma Curly Headed Babby; lag Clutsams, var ranghermt upp á Ólaf B. Guðmundsson, sem líklega hefur verið textaþýðandinn) hneig aftur nokkuð í tónhæð, enda bak- grunnssöngurinn veikur og þindar- stuðningur of lítill, en dúnmjúkur ÞAÐ KOSTAR ÞIG £KKI MIKIÐ AÐ AUKA AFKÖSTIN í VINNUNNI R*kBtrarf«iga er mi6u8 er við 24 mánuði og 20.000 km akstur á ári. Fjármögnunarieiga er mi6u6 við 60 mánu6i og 25% útborgun, grei6slur eru án vsk. Vsk leggst ofan á leigugreiSslur en viBkomandi fær hann endurgreiddan ef hann er með skattskyldan rekstur. Allt verð er án vsk. ' Jj ■ 4 11 'ÍSIÉIll* Rekstrarieigusamningur Engin útborgun 19.851 kr. á mánuSi Fjármögnunarleiga Utborgun 199.799 kr. 11.879 kr. á mánuði einsöngur Kristins aftur á móti for- kunnarfagur. Efstu nótur kórsins í Vín, borg minna drauma eftir Dr. Rudolf Sieczynski („Wien, Wien, nur du allein“) hefðu mátt vera hreinni og tónmyndunin í Prestakór „Ó, Is- is“ [sic] og Söngur Sarastrós úr Töfraflautu Mozarts þéttari. Krist- inn söng hlutverk Sarastros af fal- legu látleysi, serenissimo eins og It- alir segja. Eitt bezta lag kórsins kom fyrst eftir hlé, þ.e. Sefur sól hjá Ægi (Sig- fús Einarsson), sem var mjúkt og hreint sungið þrátt fyrir smárennsli milli tóna. Bára blá (í tónskrá sagt ísl. þjóðlag) skartaði sömu kyrrð, sem Kristinn undirstrikaði enn gerr. Eftir prýðilegt lag stjórnandans, Þar sem háfjöliin heilög rísa (og þar sem A-kaflinn minnti undirritaðan ofur- lítið á A-hluta fertuga slagarans „It- sy Bitsy Teenie Weenie Yellow Polkadot Bikini") og fremur kraft- lausan sjómannavals Svavars Bene- diktssonar, Eyjan hvíta, brilleraði Kristinn í Suðurnesjamenn (Kalda- lóns/Öm Arnarson; lag- og textahöf- undar víxluðust í tónskrá) og aftur með viðeigandi höfðingjabrag og heimsveldislegri byrði hvíta manns- ins í Mandalay eftir Speaks, sem vakti mikla hrifningu. Miðað við næstgengna deyfð flaut Ship ohoj eftir Oddgeir Kristjánsson á hinn bóginn furðu létt og elegant á úthafs- bárunni. Prentaðri dagskrá lauk síð- an á nettilegri útfærslu á Suður um höfin eftir Kennedy við texta Skafta Sigþórssonar. Ríkarður Ö. Pálsson Vortónleikar á Húsavík Húsavík - Kirkjukór Húsavíkur hélt vortónleika hinn 17. maí síðastlið- inn. Kórnum stjómaði Judit Györ- gy, sem jafnframt söng með kórn- um og undirleikari var Aldár Rácz. Kirkjukór Húsavíkur, sem var formlega stofnaður fyrir meira en 50 árum, hefur alltaf sungið end- urgjaldslaust við kirkjulegar at- hafnir. ATVINNUBÍLAR FyRIRTSKJAÞJÓNUSTA Grjóthálsi 1 Sfmi 575 1200 Söludeild 575 1225 HYunoni IMOKIA *Öllum sem kaupa Nokia 3210 eða 5110 áTAL12 ásamt símkorti gefst kostur á að kaupa (þróttaframhlið á aðeins eina krónu (verð áður 2.990,-) Gildir til 14.06.00 eða meðan birgðir endast. Skeifunni - 550-4444 • Hafnarfirði - 550-4020 12 IMOKIA 3210 TAL12 er 12 mánaða áskrift hjá TAL, þar sem síminn er niðurgreiddur og eru greidd- ar krónur 400 eða 800 á mánuði (eftir því hvaða slmi er valinn) ásamt föstu áskriftar gjaldi. Hægt er að velja á milli þriggja þjónustuleiða sem eru EinTal, FriTal og TímaTal. Tal 12 er bundið við kredit kort, Visa, Euro eða Veltukort. Símkortið kostar kr. 1.999,- og er greitt fyrir það aukalega. NOKIA 5110 Skelltu þér beint á netið með WAP net- aðgangi I þessum skemmtilega síma. Kringlunni - 550-4499 • Reykjanesbæ - 421-4040 • Akureyri - 461-5500

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.