Morgunblaðið - 07.06.2000, Qupperneq 34
34 MIÐVTKUDAGUR 7. JÚNÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Svo bregðast
krosstré...
TOJVLIST
Salurinn
KAMMERSINFÓNÍU-
TÓNLEIKAR
Áskell Másson: Ymni (frumfl.).
Finnur T. Stefánsson: Fiðlukonsert
(1996). Þorkell Sig-urbjörnsson:
Þjóðhátíðarregn (frumfl.). tílfar
Haraldsson: Dual Closure (frumfl.).
Haukur Tómasson: Talnamergð
(frumfl.). Marta G. Halldórsdóttir
sópran, Bergþór Pálsson barýton;
Sigrún Eðvaldsdóttir fiðla; Guðni
Franzson klarínett; kammer-
sinfóníuhljómsveitarhópurinn
Caput. Stjórnandi:
Guðmundur Óli Gunnarsson.
Miðvikudaginn 31. maí kl. 21:30.
FRUMFLUTNINGAR settu
mark sitt á tónleikana á vegum
Tónskáldafélagsins, Menningar-
borgar 2000 og Listahátíðar í Saln-
um sl. miðvikudagskvöld, þar sem
kammersinfóníuhljómsveitarhópur-
inn CAPUT kom fimm íslenzkum
tónverkum á hljóðöldustig í fyrsta
sinn. Öll voru þau frá yfirstand-
andi júbilári nema Fiðlukonsertinn
og tvö, Ymni og Þjóðhátíðarregn,
voru samin að ósk Tónskáldafé-
lagsins „að tilhlutan" Listahátíðar
í Reykjavík, eins og það var orðað
í tónleikaskrá. Á öðrum stað var
talað um „fyrir tilstilli", og virðist
mega túlka hvort tveggja sem um-
ritun fyrir að síðastnefndur aðilji
hafi kostað tónsmíð og hljóðfæra-
leik. Hið kortérslanga Ymni Áskels
Mássonar var skrifað fyrir sept-
ettsáhöfnina flautu, óbó, klarínett/
bassaklarínett, fiðlu, selló, kontra-
bassa og píanó, og kvað að sögn
höfundar nk. sálmur eða lofsöngur
til kviknandi lífs. Meðal tónræns
efnis væri alþekkt lag úr Þingeyj-
arsýslunni, sem reyndist vera
Kvölda tekur, sezt er sól. Framan
af var aðallega tæpt á þríhljóms-
upphafi lagsins (la do mí do la), en
smám saman birtust stærri hlutar
þess. Meðal annarra formþátta
voru tvær litlar einleikskadenzur,
fyrst fyrir fiðlu (við bassaklarínet-
torgelpunkt), seinna fyrir selló.
Verkið var ófeimið við kyrrlátan
aðgengileika sinn, enda kom það
tært og áferðarfallegt fyrir með
vandaðri en lagrænnni raddfærslu,
og hefði sennilega sómt sér vel við
náttúrukvikmynd af Mývatnssveit í
sindrandi kvöldsólarglampa.
Fiðlukonsert Finns Torfa Stef-
ánssonar yaknaði hér í fyrsta
skipti af fjögurra ára dásvefni á
nótnapappírnum í meðförum Sig-
rúnar Eðvaldsdóttur og fullskip-
aðrar Caput-sveitar. Verkið ein-
kenndist eins og flest hljóm-
sveitarverk Finns af önnum
köfnum kontrapunkti þegar frá
byrjun í iðandi síkvikri útfærslu á
stefrænu byggingarefni verksins,
allt niður í minnstu frum, líkt og
hver nóta - og hver sekúnda -
væri of dýrmæt til að mega ganga
til spillis. Af þeim sökum hefur
manni stundum áður fundizt að
einstaka breiðir hvíldarfletir gætu
komið bæði heildinni og hlust-
andanum að gagni, þó ekki væri
nema til að hlaða upp einbeitingar-
batteríin milli átaka. En í þetta
sinn virtist sem glæst melódísk
arfleifð fiðlukonsertgreinarinnar
hefði haft einhver mýkjandi áhrif á
njörvaðan gripdýrafléttustíl höf-
undar. A.m.k. var engu líkara en
að greina mætti hér og þar furðu-
blíðan ávæning af náttúrurómantík
19. aldar og heildaráferðin var með
því hlustvænasta sem maður hefur
heyrt úr penna Finns í seinni tíð.
Miðþáttur verksins var að mestu
undirlagður allkrefjandi ein-
leikskadenzu, sem Sigrún lék með
heitri innlifun og tæknilegum
brilljans, og fínallinn mótaðist af
átakamiklum samskiptum sólista
og hljómsveitar, sem rofin voru við
og við með hvössum málmblásturs-
frammíköllum.
Síðasta verk fyrir hlé var sjarm-
erandi lítil ör-óperuskissa eftir
Þorkel Sigurbjömsson fyrir flautu,
klarínett, fiðlu, selló og tvo söngv-
ara, þar sem Marta Halldórsdóttir
og Bergþór Pálsson töluðu og
sungu hlutverk ungs pars á þjóð-
hátíð á Þingvöllum. Andstæða
hversdagslegs texta Sigurðar Páls-
sonar við „háan“ óperustíl Þorkels
var kostuleg, og hlustendur gátu
óvíða varizt hlátri, t.d. þegar brot
úr Öxar við ána skaut óforvarandis
upp kolli, og eins þegar parið
leiddist út að lokum, gegndrepa og
skjálfandi af kuldahrolli við tann-
glamrandi tremóló úr hljómsveit-
inni.
Höfundum verkanna tveggja eft-
ir hlé var ekki hlátur í hug. Báðar
tónsmíðar voru háalvarleg dæmi
um nútímamúsík af flóknustu sort.
Dual Closure fyrir klarínett og
kammersveit eftir Úlfar Inga Har-
aldsson var um 16 mín. að lengd og
í tveim aðskildum þáttum. í þeim
fyrri bar mest á snörpum tutti-
hviðum á milli slagverksinnslaga
þar sem einleiksklarínettið verkaði
eins og drukknandi maður að
krafla sig upp á yfírborðið í ólgu-
sjó, burtséð frá fremur stuttri en
ákafri einleikskadenzu. Þar á eftir
hélt hljómsveitin áfram kraumandi
suðu sinni að viðbættum snöggum
brass-áherzlum. Seinni þátturinn
hófst á kyrrlátri íhugun við austur-
lenzkt hofbjöllukling, og eftir aðra
stutta klarínettkadenzu upphófst
mikil og flókin súpa skarandi
rytma, unz fjaraði út á lágværri
einmana trompetlínu con sordino.
Guðni Franzson var hér, líkt og
Sigrún í fiðlukonsertinum fyrir hlé,
fremstur meðal jafningja í náinni
samtvinnun fremur en óskoraður
sviðsljósagosi. Hlutverkið gerði
samt verulegar kröfur, sem Guðni
leysti snaggaralega af hendi með
að virtist lítilli fyrirhöfn.
Talnamergð Hauks Tómassonar
fyrir sópran og 12 manna hljóm-
sveit var byggt á ljóði pólsku
skáldkonunnar Wislöwu Szymb-
orsku í þýðingu Þóru Jónsdóttur.
Haukur hefur einatt haft aðdáun-
arvert lag á því að Ijá jafnvel
flóknasta rithætti almenna tilhöfð-
un, kannski ekki sízt fyrir hug-
myndaríka orkestrun. En í þetta
sinn var sem geistinn guggnaði.
„Komplexítetið“ var á sínum stað,
og það í þverpokum, en skáldneist-
ann vantaði. Hvort pólska Ijóðið
hafi reynzt höfundi óþægari ljár í
formþúfu en til var stofnað er
ágizkun ein, en miðað við mörg
fyrri verk höfundar var að þessu
sinni alltjent eins og hann næði sér
aldrei almennilega á flug. Áferð
verksins var ofurflókin nánast út í
gegn og varð fyrir vikið fljótt eins-
leit; kvalafull en gjörsneydd
spennu. Sagt á mannamáli: drep-
leiðinleg. Til að gera illt verra
heyrðust varla orðaskil frá Mörtu
Halldórsdóttur, annaðhvort fyrir
ónæga uppmögnun eða fyrir það
hvað sönglínan lá ofarlega á tón-
sviði. Nema hvort tveggja hafi ver-
ið. Linnulítill atgangur hljómsveit-
ar var sízt heldur til þess fallinn að
greiða fyrir meðtöku textans, sem
þar að auki var ekki tiltækur á
prenti.
Illmögulegt var að átta sig til
hlítar á frammistöðu flytjenda við
þessar aðstæður. Slög og inngjafir
stjórnandans virtust þó skýr, og
því hefði maður haldið að stjörnu-
spilverk á við Caput færi létt með
að gæða þetta verk lífi, eins og svo
mörg önnur.
En svo bregðast krosstré sem
önnur tré. A.m.k. lét hrifning
áheyrenda að mestu á sér standa,
ef marka má háttvísar málamynda-
undirtektir þeirra.
Ríkarður Ö. Pálsson
Skeggöld, skálmöld...
TðNLIST
EI d b o r g
TÓNVERKAKYNNING
Atli Heimir Sveinsson: Hlými;
Sturla; Pilsaþytur; Doloroso.
Hljóðritun Kammersveitar
Baltnesku Fflharmóníuhljómsveit-
arinnar í Riga ásamt karlakór og
íslenzkum einleikurum undir sljórn
Guðmundar Emilssonar.
Kynnir: Atli Heimir Sveinsson.
Umsjón: Guðmundur Emilsson.
Mánudaginn 5. júní kl. 17.
ÓBILANDI bjartsýni hlýtur að
hafa búið að baki þeirri ráðstöfun
að hefja tónverkakynningaröð á
vegum Lista- og menningarhátíðar
Grindavíkur meðan Listahátíð í
Reykjavík er enn í fullum gangi, á
miðju menningarborgarári 2000 og
kristnihátíð rétt handan við homið.
Líkt og í mótmælaskyni hófu veð-
urguðimir sinn sérstæða andsöng
sama dag úr landsuðri og þyrluðu
gulu mistri og moldviðri yfir suð-
vesturhornið, svo varla var stætt á
berangri og aðsóknin var eftir því
takmörkuð. Aðstandendur létu það
þó ekki á sig fá, vitandi að fáni
blaktir fegurst í mótbyr. „Við byrj-
um á núlli,“ eins og menningar-
fulltrúi Grindavíkur orðaði það af
micawbersku æðruleysi.
Tilefni uppákomunnar sl. mánu-
dag í Eldborg, kynningarhúsi Hita-
veitu Suðumesja á Svartsengi, var
útkoma geisladisks með fjómm
tónverkum eftir Atla Heimi Sveins-
son, sem mun væntanlegur ein-
hvern tíma á hausti komanda, enda
fáein smáatriði að sögn eftir óedít-
erað. Gestum bauðst því tækifæri
til að hlýða á heimsframflutning
hljóðritanna og um leið á umsögn
tónskáldsins um verkin, en slíku
eiga hlustendur ekki að venjast á
hefðbundnum tónleikum hér um
slóðir. Mátti heyra margt fróðlegt í
athugasemdum höfundar, sem
reiddar vora fram af bæði gaman-
semi og hreinskilni.
Fyrsta verkið, Hlými („það sem
hljómar") fyrir kammersveit frá
1965, mátti skilja sem e.k. opinber-
an „Op. 1“, þó að við seinni eftir-
grennslan fyndust eldri verk eftir
Atla eins og 5 lög f. fiðlu og píanó
(ITM 1957) og Drei Impressionen
(1961 skv. Göran Bergendal). Það
var framflutt í Súlnasal Hótel Sögu
undir stjóm höfundar og síðar und-
ir stjórn Wodickos á Norrænum
músíkdögum, þar sem það kvað
hafa slegið í gegn, en hafði ekki
heyrzt eftir það fram að þessu
sinni. Rýni í Heildarlista Tónverka-
miðstöðvar leiddi eftir á í ljós 23
mínútna upphaflega tímalengd, sem
hér var komin upp í um 30, svo
annað hvort var það leikið hægar í
umræddu hljóðriti eða einhverju
bætt við í millitíðinni. Verkið hlaut
nýjan ferskleika í afbragðsgóðum
flutningi Baltanna, sem greinilega
era engir viðvaningar í nútímatón-
list. Það einkenndist m.a. af all-
löngum innskotsþögnum milli lit-
rikra vellandi hljómsveitarsmágosa
og bar keim af huldufólki í feluleik,
eða eins og erlendur áheyrandi orð-
aði það á sínum tíma: „ævintýri án
upphafs og endis“. Hin nærri sin-
fóníska núverandi lengd verksins
virtist þó heldur í drýgra lagi fyrir
meðalhlustanda; a.m.k. þótti undir-
rituðum sem frekar litlu inntaki
væri við bætt í síðasta þriðjungi.
Að öðra leyti bar það samt ald-
urinn vel og hefði þess vegna getað
verið samið á síðustu áram.
Sturla fyrir kammersveit og
karlakór er yngra verk, samið við
Ijóð eftir Matthías Johannessen
fyrir fjöllistaröðina „Námur“ og
vísar til Sturlu Þórðarsonar.
Baltnesku söngvuranum var að
sögn hljómsveitarstjórans stillt upp
í tveim andspænis standandi hóp-
um, líkt og herjum á vígvelli, og
stafaði ólýsanlegri ógn af dimmum
dranga hljóðfæranna og heiftúðug-
um herópum karlanna sitt hvoram
megin við ljóðaupplestur skáldsins í
áhrifamikilli túlkun flytjenda. Hér
fór í senn hvöss og harmþrangin
lýsing á tilgangslausu ofbeldi frá
sjónarhóli aldins sagnaritara að
glötuðu sjálfstæði þjóðar eftir
hjaðningavíg Sturlungaaldar.
Osjálfrátt rifjuðust upp vísuorð
Völuspár: Skeggöld, skálmöld, /
skildir klofnir...
Pilsaþytur, eða upp á frönsku,
„Brait des robes“, var á sínum tíma
framflutt af Kammersveit Gren-
obleborgar í Frakklandi en birtist í
þessu hljóðriti með þátttöku Mart-
ials Nardeau á flautu, Bryndísar
Höllu Gylfadóttur á selló, Elísabet-
ar Waage á hörpu og Önnu Guðnýj-
ar Guðmundsdóttur á píanó, er
mynduðu n.k. „concertino“-hóp í af-
brigði af concerto grosso. Fram
kom að verkið væri samið fyrir
virtúósa, og túlkun þess var að
sönnu krefjandi, því stykkið moraði
í hröðum stuttum nótum og trem-
ólóum, að mestu á efra tíðnisviði,
svo verkaði nærri sem uppmögnun
á hljóðheimi skordýra. Verkið gerði
að sama skapi veralegar kröfur til
einbeitni hlustandans, en á móti vó,
að úthaldstíminn var skaplegur,
eða um 10 mínútur, og því með
þokkalegu móti torgandi við fyrstu
heyrn.
Síðasta verkið var strengjaverkið
Doloroso, samið í minningu Guð-
rúnar Katrínar forsetafrúar, þar
sem undir lokin tvinnaðist saman
útlegging höfundar á Allt eins og
blómstrið eina. Verkið var fremur
einfalt að tónmáli eða að hætti ný-
klassískra millistríðsárahöfunda en
samt tímalaust. Það var leikið af
mikilli tilfinningu og kom fyrir sem
fögur og einlæg elegía; sannkallað-
ur lítill gimsteinn sem gæti átt eftir
að prýða marga dagskrá strengja-
sveita á komandi árum.
Ríkarður Ö. Pálsson
Túba og
píanó hjá
Sigursveini
TVENNIR tónleikar verða í Tón-
skóla Sigursveins D. Kristinssonar.
Fyrri tónleikarnir verða í kvöld en
hinir síðari annað kvöld, og hefjast
báðir kl. 20.
Á tónleikunum í kvöld leikur
Harri Lidsle túbuleikari lög eftir
Trygve Madsen, Áskel Másson,
Juhani Komulainen og Paul Hind-
emith. Á tónleikunum annað kvöld
leikur píanóleikarinn Tarmo Javri-
lehto etíðu eftir Franz Liszt.