Morgunblaðið - 07.06.2000, Page 44

Morgunblaðið - 07.06.2000, Page 44
44 MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN „Ábyrg“ fiskveiðistjórn? ' „KVÓTAKERFIÐ hefur sannað sig“... „Besta fiskveiðistjórnkerfi í heimi“. Göbbels virðist hafa haft nokkuð til síns máls, - „ef eitthvað væri tuggið nóg og oft - þá færu menn að trúa“. Samkvæmt frétt í Mbl 26/5 s.l. hafa fiskafurðir hækkað í verði um 50% (í dollurum) í USA s.l. 15 ár. Sumir eru svo ósvífnir að eigna fiskveiðistjóm- inni allt, - líka hækkun afurðaverðs erlendis. Það er líka fráleitt að eigna „bættri“ fiskveiðistjórn veigamesta ,%triði sem bætti lífskjör - og rekstur fyrii-tækja hérlendis s.l. 10 ár. Það er sú umbylting í stjórn efnahagsmála sem varð hérlendis upp úr 1990. Um það leyti var hætt að prenta seðla til greiðslu fjárlagahalla hérlendis. Árin 1979, 1981, 1982, 1983, 1984, 1985, 1986, og 1987 nam seðlaprentun til greiðslu fjárlagahalla (án fjárauka- lagaheimilda) hérlendis um 153 millj- örðum króna (verðlag ársins 1988). Fjáraukalög höfðu ekki verið af- greidd fyrir öll þessi ár þegar ég hóf afskipti af þessari óráðsíu 1988, þeg- ar ég sat á Alþingi 1988-1991. Þetta er allt til skjalfest, í þingskjölum og bréfum. I maí 1989 skrifaði ég þáverandi - riármálai’áðherra Ólafi Ragnari Grímssyni og krafðist þess, að fjár- málaákvæði stjómarskrár lýðveldis- ins um fjáraukalög yrðu virt aðfullu, frá og með haustinu 1989. Ólafur Ragnar brást hárrétt við kröfu minni, og kom þessu til framkvæmda. Seðla- prentun til greiðslu fjárlagahalla var samt ekki endanlega hætt fjor en Friðrik Sophus- son lokaði „tímabundn- um yfirdrætti“ ríkisins í Seðlabanka og regla komst þar með á láns- fjármögnun ríkissjóðs. Eins og við manninn mælt datt verðbólga niður þegar seðlaprent- un var hætt. Ekki þurfti lengur að fella gengið, eftir að gjald- miðilinn hafði verið þynntur út, með seðla- prentun mánuðum saman, samfara „fastgengisstefnu“!!! Fyrir þá, sem ekki vilja fjalla um þetta sem mikil- Kvótinn Forsendur veiðiráðgjaf- ar, segir Kristinn Pétursson, virðast aldrei standast. vægan áhrifavald á bætta afkomu út- gerðar, er hollt að kynna sér þá stað- reynd, að danska krónan og íslenska krónan vora jafn verðmætar eftir myntbreytinguna 1980 (1:1). Tíu áram síðar - um 1990, var 1 dönsk króna 9 íslenskar!! Gjaldmiðill þjóðarinnar hafði því verið þynntur út um hvorki meira né minna en 90% á þessum 10 ár- um!! Vill einhver reikna út skaða útgerðarfyrir- tækja þessi 10 ár vegna þessa? Villandi málflutning- ur um að stjórnkerfi fiskveiða sé aðalatriði fyrir bættum rekstri út- gerðar s.l. 17 ár hlýtur Kristinn að vera byggður á mis- Pétursson skilningi, eða vanþekk- ingu. Aðalatriði bættr- ar afkomu útgerðar er hve fiskverðið hækkaði mikið og reglusemi komst á fjáraukalög og lánsfjármögnun ríkis- sjóðs. Talsmenn gæða stjórnkerfis fisk- veiða „gleyma" svo að taka tillit til þess tjóns og sóunar sem gallar í stjómkerfi fiskveiða valda og afleitir gallar í veiðiráðgjöf. Allt of lítill þorskkvóti hefur neytt menn til að henda ógrynni afla sem aldrei áttiað veiða og enginn kvóti var til fyrir. Út- úrsnúningur um að ég sé þar með að ásaka sjómenn eða útgerðarmenn fyrir að kasta fiski, þegar þetta er til umfjöllunar, er alveg dæmalaus!! Fyrrverandi sjávarútvegsráðherrra sagði 1996, þegar skipstjóri nokkur sagði sannleikann um brottkast afla, „að yrðu menn uppvísir að því að henda fiski ætti að fara fram lög- reglurannsókn"!! Ef svona fram- koma ráðherra málaflokks sem hann ber ábyrgð á er ekki fyrirmæli um að halda kjafti, eða löggan banki uppá, hvað er það þá? Það er engu líkara en sumir haldi að það sé hægt að valta yfir allt og alla, sem vilja heiðarlega umræðu og - ekki síður - heiðarlega framkomu. Þegar umræðan snýst um „gjafa- kvóta“ eða „uppboðskvóta" er mér öllum lokið. Uppboð á fiskikvótum í bolfiski er að fara úr öskunni í eldinn, því brottkast myndi magnast vegna aukinnar spennu í stjómkerfinu! Nálgast verður þetta málefni - betri fiskveiðistjóm - með faglegri vinnu: 1. Fyrst verður að gera vandaða skoðanakönnun um hve miklu hefur verið hent s.l. 5 ár og hætta óheiðar- legum feluleik með galla stjómkerf- isins._ 2. I öðra lagi er mikilvægt grand- vallaratriði að láta framkvæma áhættu- og umhverfismat um hvaða áhættuþættir fylgi veiðum, með þeim veiðarfæram sem við notum við fisk- veiðar. Þegar þetta tvennt hefur verið framkvæmt - helst af íslenskum ráð- gjafar- og verkfræðistofum - koma margar nýjar staðreyndir og for- sendur í ljós sem nýta má til að lag- færa leikreglur stjórnkefia fiskveiða. í dag er svo enn einu sinni að koma á daginn, að veiðiráðgjafar hafa ekki farið með rétt mál um að það ætti að spara þorskveiði. Hvað á „barnið að heita“ nú - þegar það virðist vera búið að týna kannski 300 þúsund tonnum af þorskstofninum?! Bannað var að veiða þorskkökkinn við Vestfirði 1995-1998. Þorskurinn gekk þá norður fyrir land og át upp rækjustofninn!! 60 þúsund tonna rækjukvóti sem úthlutað var 1. sept 1998 að viðbættum 15 þúsund tonn- um frá árinu áður, samtals 75 þúsund tonn, var skorinn niður í 20 þúsund tonna veiðikvóta, en veiddist samt ekki!! Ætla ráðgjafar svo að halda því fram að þeir hafi vitað hvað þeir vora að gera? Þorskurinn virðist - eftir allt rækjuátið - hafa týnst!! Lítur dæmið þá svona út sl. 5 ár? 1.300 þúsund tonn týndur þorskur - 2.250 þúsund tonn þorskur sem hef- ur verið hent s.l. fimm ár - 3.500 þús- und tonn af étnum höfuðstól rækju. Samtals eru þetta 1050 þúsund glötuð tonn - verðmæti 210 milljarð- ar?? Forsendur veiðiráðgjafar virðast aldrei standast. Fullyrðingar um gæði veiðiráðgjafar og ágæti veiði- stjórnunai-virðast ekki standast, eins og hér hefur verið rakið. Fagleg end- urskoðunarvinna - unnin af ráðgjaf- ar- og verkfræðistofum - verður að fara fram. Efst á blaði er að veiði- ráðgjafar sitji fyrir svöram, hvernig þeir reikni grundvallaratriði veiðir- áðgjafar og hvaða forsendur séu þar til grandvallar. Það er fagleg leið til að finna út galla í veiðiráðgöf og stjómun fiskveiða svo hægt sé að lag- færa þá galla. Höfundur er framkvæmdastjóri. Ríkisstyrktur hrunadans AUKIÐ fijálsræði í atvinnurekstri vora #eyg orð hjá Davíð Oddssyni í aldamótar- æðunni síðustu. Þau hljómuðu eins og ís- lensk fyndni. Nú hafa einkaleyfin verið áfgreidd á færi- bandi af ríkisstjóm hans sbr. gagnagrann- inn og fiskveiðar, sem er undirstaða búsetu okk- ar íslendinga og kom okkur út úr moldarkof- unum. Fjárfestar una Halldór glaðir við sitt, vextir Halldórsson hækka og verðbólgan komin á skrið, yín- 5,8% síðastliðið ár en er 6% það sem af er þessu ári. ^, Þetta er allf saman í góðu lagi, ságði Davíð í þíettinum Silfur Egils, ríkið er að borga upp skuldir! Hann gleymdi því að stjóm hans veitti út- vegsmönnum með framsalinu á kvót- anum veð hjá lánastofnunum upp á 300 milljarða a.m.k. Stærsti hluti lána hjá útveginum era erlend lán og skuldir útvegsins era samtals 170 milljarðar, en erlendar skuldú okkar íslendinga eru um 540 milljarðar. Já, Davíð man sjaldan eftir þeim smáu, þó yrkir hann sálma á tyllidögum og er þá lítillátur við þá. Silfur Egils era yfir- leitt góðir þættir og gaman að fylgjast með þeim, en að fá einstakl- ing í þáttinn gagngert til að hann hrósi eigin verkum er lágkúra og setur þáttinn niður fyrir það. Hugleysi þátta- stjórnenda og frétta- manna almennt er ótrú- legt þegar forsætisráðherra á í hlut. Verðbólgan verður ekki stöðvuð nema framsalið verði tekið af, peningamir flæða út úr sjávarútveg- inum inn í þjóðfélagið, mynda þenslu og verðbólgu og ekkert á bak við þá nema syndandi fiskurinn í sjónum. Utanríkisráðherra skammar sífellt erlendar þjóðir fyrir að styrkja sjáv- arútveginn með ríkisstyrkjum. Nú hefúr Hæstiréttur staðfest að fiski- stofnar við Island séu eign þjóðarinn- ar eða með öðram orðum rödsins. Al- þingi hefur afhent nokkram einstaklingum þennan óveidda fisk til að hagræða hjá sér. Hvað er það ann- að en ríkisstyrkur? Verðmæti kvótans eða veiðiheimildimar era seldar fyrir Kvótaframsal Verðbólgan verður ekki stöðvuð, segir Halldór Halldórsson, nema framsalið verði tekið af. 400 milljarða. Ef allai- aflaheimildir myndu skipta um eigendur væri það um 1,5 milljón á hvert mannsbarn á Islandi. Geri aðrar þjóðir betur. Væri ekki skynsamlegra fyrir utanríkisráð- herra að fara hægar í að gagnrýna aðrar þjóðir fyrir það sem hann gerir nákvæmlega sjálfur í miklu meira mæli? Hæstiréttur staðfesti það með sínum dómi að þetta væri löglegt, en siðlaust er það, enda era þeir að reyna að firra sig ábyrgð með því að vitna í Alþingi í sínum dómsorðum. Já, það ætla að verða margir „Briggs-dóm- amir“ hjá þeim í Hæstarétti. Eg hélt að það mætti ekki taka mannréttindi af öllum almenningi nema öryggi eða hagur almennings væri í húfi, hvoragt á við um kvótalög- in. Höfundur er skipstjóri. Helgi Hálfdanarson Sálmaskáldið og hinn NÝLEGA varð ég fyrir því dul- arfulla slysi að rangnefna merkan fræðimann alkunnan, sem þar að auki hefur verið góðvinur minn um margra ára skeið. Þessa ótrúlegu skyssu flýtti ég mér að skýra sem elliglöp af níræðum fauski til þess að lýsa sökinni á hendur sjálfri ör- laganominni. í sömu svifum varð ég fyrir annars konar nafnaslysi, sem einnig er helzt að kenna ein- hverjum nomagaldri. Ótal sinnum hef ég orðið að leið- rétta það, að mér hafa verið eignuð skáldverk, einkum sálmar, þess mæta manns, síra Helga Hálfdan- arsonar, skólastjóra Prestaskólans, sem uppi var á áranum 1826-1894. Eflaust teldi margur að ég mætti vera þakklátur fyrir þessi sér- kennilegu hlunnindi, en vanþakk- lætið má sín einlægt meira. Nú gerist það fyrir nokkra, að ég fæ senda til álita skrá yfir kveðskap sem ætlað var að liggja frammi á sýningu í Þjóðmenningarhúsi. Þar vora mér eignuð tvö ljóð, og voru þau bæði eftir þennan nafna minn. Eg hringdi þegar í stað til send- andans og benti á villuna, og var því heitið að þessu skyldi kippt í lag. Svo er það einn dag að ég legg leið mína á sýninguna í Þjóðmenn- ingarhúsi. I lestrarsalnum fer ég að blaða í ljóðaheftum sem þar liggja á borðum til kynningar. Og hvað sé ég! Annað þessara Ijóða stendur þar bísperrt á heilli blaðsíðu, eign- að mér með nafni og réttu fæðing- arári. Snöggvast gleymdi ég að hugsa kurteislega; ég kvartaði við umsjónarfólk, sem lofaði leiðrétt- ingu, þó vitaskuld væri það fyrir löngu um seinan. Sjálfsagt má það kallast hégóm- legt að gera sér opinbera rellu út af smámunum sem þessum. En svei- mér þá, ég er orðinn svo dauðleiður á að vera sí og æ kallaður sálma- skáld á almannafæri, að ég fæ ekki orða bundizt. Einnig og ekki sízt er hér um að ræða vítavert hnupl úr sjóði hins látna heiðursmanns. Enn einu sinni bið ég honum vægðar og mælist til þess, svo sem ég hef áður gert, að hann sé réttilega titlaður síra Helgi Hálfdanarson, svo að verk þess mæta sálmaskálds falli ekki þrá- sinnis í hendur raufuram. Hraðagagnrýni og atvinnurógur VEGNA listrýni Braga Ásgeirssonar í Morgunblaðinu þann 1. júní sl. á sýningu Kristins Pálmasonar „Tímaófreskjumál- verkaserían" á Kaffi Mokka 10. maí-10. júní. Bragi Ásgeirsson er fyrir löngu búinn að sýna það og sanna að hann er að mörgu leyti ófær um að fjalla um samtímalist, ekki einungis vegna kreddufullra viðhorfa sinna heldur einstaks áhugaleysis og oft þekkingarskorts á ýmsu sem henni tilheyrir og vegna of persónulegs álits á aðferðum. Fyrir vikið gef ég lítið fyrir listrýni hans. Það hefði því ekki snert mig neitt sérstak- lega ef Bragi hefði látið sér nægja að gagnrýna „sýninguna" á Mokka Listgagnrýni A mér að þykja það leitt að hafa tekið aðra stefnu, spyr Kristinn Pálmason, en Bragí virðist hafa vænst? sem slíka og fengið sömu niður- stöðu og sjálfsagt hefði ég orðið að kyngja þessari rýni teldist ég til frístundamálara. Sem sagt, Braga þarf alls ekki að líka þær aðferðir sem ég nota en hann getur ekki sakað mig um vankunnáttu og skort á þjálfun sem faglærðum myndlistarmanni á þennan hátt án þess að^ útkoman verði atvinnu- rógur. Eg vil minna Braga á að hann gaf mér gjarnan háar ein- kunnir er ég stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla ís- lands og útskrifaðist ég með hæstu einkunn sem þar var gefín auk sérstakrar viðurkenningar frá málunardeild. Honum hlýtur einn- ig að vera kunnugt um tveggja ára nám mitt og meist- aragráðu frá einum virtasta háskóla Eng- lands að ekki sé talað um ómælda vinnu þess fyrir utan. Á mér að þykja það leitt að hafa tekið aðra stefnu en Bragi virð- ist hafa vænst? Getur Bragi ekki sætt sig við það að málverk skuli kynnt og sett fram á forsendum samtímalistar? Það er hægt að lesa málverk á svo marga vegu, sérstaklega ef maður er vel læs. Er ekki hugsanlegt að ég þekki „innra gangverk myndflatarins“ það vel eftir tíu ára listiðkun að ég hreinlega geti einbeitt mér að „turninum" um stundarsakir, byggingin er að mestu fullkláruð og fátt annað eftir en þakið. Hvað á ég að gera? Steypa upp í hurða- opin? Mér virðist sem það vanti annan pól í skrifum um samtíma- málverk, annars er hætta á að Bragi, sjálfskipaður verndari „málverksins“ verði sá sem á end- anum kæfir það. Ég kem úr námi í einum heitasta potti myndlistar síðasta áratugar, þar sem málarar á borð við Chris Ofili, Martin Mal- oney, Gary Hume, Peter Doig, Estelle Thompson, Paul Morrison, Torie Begg, Bernard Frize og Juan Uslé, svo einhverjir séu nefndir, hafa unnið ötullega að endurreisn málverksins. Væru þessir málarar blómstrandi í dag ef allir listrýnar skrifuðu eins og Bragi Ásgeirsson? Þess ber að geta að ljósmynd sú er Bragi hef- ur sjálfur tekið af einu verka minna fengi tæpast góða umfjöllun fagmanns á því sviði og spurning hvort það séu ekki „helgispjöll" að leyfa Braga að taka ljósmyndir af myndverkum. Það hlýtur að flokk- ast undir virðingarleysi að setja ekki réttan titil undir myndina en Bragi slettir fram „Eitt af hraða- málverkum Kristins." Er þetta ekki hraðagagnrýni? Höfundur er myndlistarmaður. Kristinn Palmason

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.