Morgunblaðið - 07.06.2000, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Mjúk lending
í efnahagsmálum?
NÚ RÍKIR þensla hérlendis sem
lýsir sér í verðbólgu og viðskipta-
halla. Hagvöxtur er auðvitað vel-
kominn, en ef hagkerfið er þanið um-
fram framleiðslugetu
með erlendum lánum
geta afleiðingamar
orðið fjöldagjaldþrot
og atvinnuleysi. Stjóm-
völd geta ekki bannað
eyðslu en verða að
beita hagstjóm tfi að
forðast brotlendingu.
Þrjú hagstjórnartæki
ei-u til ráðstöfunar;
vextir, gengi og ríkis-
fjármál. Höfuðáherslan
hefur hingað til verið
lögð á vaxtastjómun
sem ekki hefur dugað
sem skyldi, en á sama
tíma hefur beiting rík-
isfjármála verið veik.
Eins og nú er komið er líklegt að
gengið verði tekið til kostanna.
Vaxtastefna
Erlend lántaka varð frjáls árið
1995 og því er hægt að leita út ef
vextir hækka innanlands. Vaxtastig
hérlendis er nú rúmlega 6% hærra
(m.v. ríkisvíxla) en erlendis og því
ábatasamt að taka erlend lán og end-
urlána innanlands. Nær helmingur
af útlánaaukningu fjármálastofnana
á síðasta ári var þannig til komin.
Hærri vextir eiga að fá fólk til þess
að fresta fjárfestingum en lands-
menn eiga bágt með að bíða. Hér er
margt ungt fólk sem þarf þak yfir
höfuðið og mun ekki láta nokkrar
vaxtaprósentur stöðva framrás lífs-
ins. Mjög lítið var byggt á ámnum
1990-96 og því hefur safnast íyrir
húsnæðisþörf á höfuðborgarsvæðinu
sem jókst enn frekar vegna búferla-
flutninga af landsbyggðinni. Hækk-
anir á fasteignaverði hafa einnig
sannfært fólk um að að hika sé það
sama og tapa og vaxtabætur hlífa
lántakendum gagnvart vaxtagjöld-
um. Þá er vafasamt að stjórnvöld
vilji raunverulega láta sverfa tfi stáls
s.s. með afföllum húsbréfa.
Ríkisútgjöld
Tekjur ríkisins eru að mestu
veltuskattar og vaxa með hraða þeg-
ar kaupgleði eykst. Stjórnvöld geta
unnið á móti þenslunni með tekju-
afgangi og aðhaldi í rekstri. Núver-
andi rfldsstjórn hefur verið aðhalds-
samari í góðæri en aðrar stjórnir frá
stríðslokum, en það er nær innan-
tómt hrós. Fjárlög síðasta árs voru
með 14 milljarða afgangi sem er þó
lítið miðað við að heildartekjur ríkis-
ins jukust um um 33,5 ma. það ár.
Mörg sveitarfélög eru rekin með
halla svo aðhaldssemi hins opinbera í
heild getur ekki talist sériega mikil.
Ennfremur var grafið undan trú-
verðugleika efnahagsstefnunar með
ýmsum útgjaldaaukum nú fyrir
þinglok. Það tækifæri sem stjórn-
völd höfðu til þess að
kæla hagkerfið með
ríkisfjármálastefnu er
líklega að fara út um
þúfur. Þó skal haft í
huga að þegar t.d.
vegaáætlun kemur til
framkvæmda eftir 1-4
ár gæti veður hafa
skipast á lofti og nauð-
synlegt verði að vinna á
móti samdrætti.
Gengisstefnan
Aukin vaxtamunur
hefur hækkað nafn-
gengi krónunar sem
ætti að leiða til verð-
lækkana. En þessi
kjarabót varð eftir í búðarkössunum
því innflutt matvæli hækkuðu um
7,8% á síðasta ári vegna fákeppni.
Gengishækkun hins vegar þjarmar
að útflutningsgreinum og lækkar
Efnahagsmál
Fjöregg efnahagsstefn-
unnar er trúverðugleiki,
~ *
segir Asgeir Jónsson,
sem hættulegt er að
henda á milli sín.
tekjur þeirra í krónum talið. Nú þeg-
ar er útflutningur aðþrengdur vegna
launa, vaxta og kostnaðarhækkana
sem eru mun hærri hér en erlendis.
Frekari rýmun á samkeppnisstöðu
leiðir til þess að fyrirtæki flytjast úr
landi eða leggja upp laupana, sem
skaðar framtíðarhagvöxt. Þar á ofan
getur tímabundin gengishækkun
hæglega verið þensluhvetjandi ef
fólk væntir gengislækkunar síðar
meir og hamstrar erlendar vörur.
Gengishækkun síðustu mánaða virð-
ist jafnvel hafa örvað hagkerfið
fremur en hitt. Á hinn bóginn þótt
það heppnist að hemja verðbólguna
um stundarsakir með gengishækk-
unum situr eftir gríðarlegur við-
skiptahalli sem þrýstir á gengis-
lækkun.
Gengissig?
Útflutningur sjávarafurða hefur
lengi leitt hagvöxt hérlendis, en nú
liggur fyrir að byggja upp aðrar
greinar til að skapa nýjar gjaldeyr-
istekjur. Það hefur að nokkru tekist,
en vöxtur útflutningstekna er samt
of hægur fyrir vaxandi hagkerfi.
Skuldasöfnun og viðskiptahalli sýnir
því óþolinmæði ungrar og framsæk-
innar þjóðar sem hefur tekið forskot
á sæluna með erlendum lánum upp á
útflutningstekjur framtíðar. En því
miður eru lítil líkindi tfi þess að út-
flutningur aukist nægilega mikið á
næstu árum til þess að standa undir
svo miklum innflutningi auk afborg-
ana og vaxta af þessum lánum.
Við fyrstu sýn virðist freistandi að
rétta af viðskiptahallann með geng-
issigi innan vikmarka núverandi
fastgengis. Sú ráðstöfun yrði líklega
ekki þensluhvetjandi vegna gengis-
affalla af erlendum skuldum og gæti
einnig slegið á erlendar lántökur og
aukningu útlána. En jafnframt
hækkar verð á erlendum vörum sem
gæti sent af stað verðhækkunaröldu
og því yrðu að koma til mótaðgerðir.
Þar koma ýmsar leiðir til greina, s.s.
að taka mun harðar á fákeppni og
leyfa frjálsan innflutning á græn-
meti. Meginþungi aðgerðanna gæti
falist í lækkun á virðisaukaskatti, en
hér er hann með því hæsta sem ger-
ist í heiminum. Því tekjutapi yrði síð-
an mætt með nýjum tekjustofnum
eða niðurskurði ríkisútgjalda. Geng-
islækkun er þó áhættusöm, en vegna
erlendra skulda og viðskiptahalla má
lítið útaf bregða með fjármagns-
streymi til landsins. Ef gengið byrj-
ar að síga getur skriða farið af stað
sem erfitt er að stöðva. Fjöregg
efnahagsstefnunar er trúverðugleiki
sem hættulegt er að henda á milli
sín.
Áhætta
Þó þensla sé ekki nýtt fyrirbrigði
hérlendis þá eru aðstæður nú
nýstárlegar því fjármagnsstraumar
eru frjálsir. Stjórnvöld hér áður gátu
beitt genginu nokkuð frjálslega og
án tillits til trúverðugleika eða fjár-
magnsflótta. Þeir tímar eru nú liðnir
og stjómendur landsins verða að
hafa það í huga. Fjármagn getur
leitað jafn hratt út og það kom inn í
landið og árangur hagstjórnarað-
gerða snýst um að stýra væntingum
og ákvörðunum fólks. Mjúk lending
hefst með „réttri“ beitingu gengis-
ins, en nokkrum vafa er undir orpið
hvað telst rétt eða rangt. Núverandi
hágengisstefna gæti náð utan um
þensluna þó enn sjáist þess lítil
merki, en getur jafnframt aukið
ójafnvægið í þjóðarbúskapnum. Aft-
ur á móti gæti hófleg gengislækkun
með markvissum hliðaraðgerðum
kælt niður hagkerfið og komið í veg
fyrir stórfellda leiðréttingu síðar. Ef
slíkt skipulagt undanhald er þá
mögulegt. Lykilatriðið hér er þróun
væntinga meðal þjóðarinnar næstu
misseri sem enginn getur séð fyrir
með vissu.
Höfundur er hagfræðingur.
Ásgeir Jónsson
Þátttaka í happdrættí Krabbameinsfélagsins
er stuðningur við mikílvægt forvarnastarf
Krabbameinsfelagsins s
/7tyiuu'2000
MIÐINR. 002000
Upplýs»'i‘Jar um
vUmtntjsuOmcr í
sirnum S40 1018
(Sjmsvari).
í»40 1900 oy á
heimu>íöu
KrÁbbdintííns-
fúidgsms
http://www.
krabbís/happ/
‘(iúmituy
1 Renault Uguna 2.0,
station, sjálfskiptur.
Verfimæti 2.100.000 kr.
1 Bifreið eða greiðsla upp |
í ibúö.
Verðmaeti 1.000.000 kr.
|l70 Úttektir hjá ferðaskrifstofu
eða verslun.
Hver aö verömæti
100.000 kr.
fið$i iÍtgéfinna mlöa: 160.000
BM?"" ..... ...
Veittu stuðning - vertu meðl
Dregið tf.Júní
MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 2000 45
í Útilíf finnur þú glæsilegt úrval af
sund- og strandfatnaði frá Speedo.
Komdu i Útilíf áður en þú skellir þér
í laugarnar eða heldur í sumarfrí.
UTILIF
GLÆSIBÆ
Sími 545 1500 • www.utilif.is
Fáðu fallegan sólgullinn lit á húðina án sólar - og án nokkurs
skaða af hennar völdum. Sérstök ávaxtasýrublandan í Self-Action
SuperTan gerir húðina eðlilega „sólbrúna". Þú gætir líka prófað
Go Bronze litaða brúnkukremið okkar, sem fæst ekki aðeins fyrir
andlit og háls heldur fótleggina Kka og þú getur notað það til að
sveipa þig sólarljóma frá toppi til táar.
NÝTT - ÉSTÉE LAUDER IN THE SUN
Fáðu fallegan sólbrúnan lit á húðina um leið og þú verndar hana
fyrir óæskilegum geislum sólarinnar. ( þessari nýju efnasamsetn-
ingu eru andoxunarefni og sérstakir rakagjafar og svo er það
þessi einstaka mýkt sem gælir við húðina, bæði í sólbaðinu og
í skuggsælunni á eftir.
Clara Kringlunni, Sara Bankastræti, Lyfja Lágmúla,
Lyfja Setbergi, Lyfja Hamraborg, Hagkaup Kringlunni,
Hagkaup Smáranum, Amaró Akureyri, Apótek Keflavíkur.