Morgunblaðið - 07.06.2000, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 07.06.2000, Qupperneq 46
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JUNI 2000 í tilefni af frumsýningu myndarínnar Rules of Engagement 9, júní efnir mbi.ís til netleiks, Taktu þátt og svar- aðu léttum spurningum í skemmti- legum netleik. Glæsilegir vinningar eru í boði fyrír þá sem hafa heppnina með sér, Éfc, ,. .,, SumYÍMHtterðÚ Landsýn á Vinningar; • Ferð í sólina ^ fyrír tvo með Samvinnuferðum-Landsýn. • 20 Adídas boltar í tilefní af EM 2000, adldaS • 200 boðsmiðar á myndina. n £r: m onrJM Ki Etargarbíó Heiti myndarinnar, „Ruies of Engagemenf11, á við regiur sem bandarískir bermenn fara eftir í stríði. Terry Chiiders (Samuel L. Jackson) hefur hingað tii verið álitinn hollur þjóð sinni og stríðshetja en nú er framganga hans dregin í efa þegar björgunaraðgerð undir hans stjórn fer iiia. Það er höfuðsmaðurinn Hay Hodgers (Tommy Lee Jones) sem ver hann fyrir rétti en réttarhöldin eiga eftir að leiða margt i Ijós. Leik- stjóri myndarinnar er Wiiliam Friedkin. mbl.is TUl jy\f- e/TTH^AO A/Y7~J UMRÆÐAN Um vanda ferða- þj ónustunnar AÐ UNDANFORNU hefur nokk- uð verið rætt um vanda ferðaþjón- ustunnar og margir lagt orð í belg. Hér verður höggvið í sama knérunn en reynt að draga umræðuna saman og benda á lausnir. í fyrsta lagi er um að ræða fjárhags- og rekstrarlegan vanda. A meðan gjaldeyristekjur af ferðaþjónustu hafa skipað henni í annað sæti yfír gjaldeyrisafl- andi atvinnugreinar er afkoma fyrirtækja slæm. Nýting fjárfest- inga er léleg og erfítt er að manna ferðaþjón- ustu vegna lágra launa. Menn eru almennt sam- mála um að eftirspurn sé eftir ferðaþjónustu á lágönn en greinir nokkuð á um leiðir að úr- lausnum. Svo rammt kveður stund- um að umræðunni um þennan fjár- hagsvanda að við liggur að fræðimenn h'ti á það sem akad- emískt sport að benda á hve klúð- urslega ferðaþjónustan hefur spilað úr sínum málum. Minna fer fyrir lausnum í því sporti. Þá er í öðru lagi um að ræða skipulagsvanda. Þær stofnanir sem sinna ferðamálum á íslandi af hálfu hins opinbera hafa ekki með sér neitt formlegt samstarf sem miðar að sameiginlegu marki. Eina stefnu- mótunin sem gerð hefur verið af hálfu ríkisins er stefnumótun sam- gönguráðuneytis sem var unnin 1996 og 1997. Skipulags- og stefnu- leysi birtist einnig í fjárfestingum og lánum Byggðastofnunar sem hef- ur enga stefnu í ferðaþjónustu en veitir í hana miklu fé á ári hverju að því er virðist án athugana á fýsileika framkvæmda. Þá birtist skipulags- vandinn einnig í dreifíngarieiðum og áhrifum milliliða á einstaka ferða- mannastaði. Skipulagið einkennist af því sem kalla má „top down“ sldpulagi og þýðir að heimafólk ferðamannastaða ræður litlu um hverjir koma, hve lengi þeir dvelja og hvaða forsendur eru fyrir heim- sókn þeirra. Þess konar skipulag hefur verið talsvert rannsakað er- lendis og er forsenda fyrir því sem kallað er „enclave tourism". Þá er miklu ábótavant í markaðsfærslu svæða þar sem hvorki er til virk markaðsrás sem öll héruð eða ferða- mannastaðir geta komið upplýsing- um á framfæri í gegnum, né heldur virðist starfað af þekkingu á mis- mun þess að markaðs- færa afurð eða að markaðsfæra stað eða hérað. í þriðja lagi er um að ræða þekkingar- skort ferðaþjónustu- aðila á þjónustu sem afurð, hvernig hún er markaðsfærð og hvernig slík afurð er búin (il. Þegar fjöldi ferðamanna vex hrað- ar en geta birgja til að taka við þeim, minnka gæði þjónustunnar og ferðamannalandinu íslandi hnignar. Um þetta vitnar aukinn fjöldi kvartana er- lendra og innlendra ferðamanna á ári hverju. Þá ber stundum á þekk- ingarskorti ýmissa þeirra er halda um stjómartauma stofnanna og fyr- irtækja sem gegna hlutverkum í þróun og uppbyggingu ferða- Ferðaþjónusta Til þess að leysa þessi vandamál er nauðsyn- legt að finna vettvang, segir Björn Margeir Sigurjónsson, þar sem þeir geta komið saman sem vilja vinna að lausninni. mennsku á eðli og eiginleikum ferðamennsku. í fjórða og síðasta lagi er vandi ferðaþjónustunnar sá að möguleikar hennar til byggðaþróunar eru órannsakaðir og verðmæti umhverf- isins í krónum talið er erfitt að mæla þannig að samanburðarhæft sé við frumframleiðslugreinar s.s. orku- vinnslu, sjávarútveg og landbúnað. Afleiðingin er sú að þegar átök verða um landnýtingu eða nýtingu fjár til atvinnustarfsemi eru ákvarð- anir manna byggðar á sögusögnum, málflutningur verður ótrúverðugur og götóttur og ferðaþjónustu er ým- ist varpað fyrir róða eða óraunhæfar væntingar gerðar til hennar. Þetta er fyrir þá eina sök að fjármunum hefur ekki verið varið til rannsókna til jafns við aðrar atvinnugreinar. Hvað er til bóta? Lausnirnar sem hér verða lagðar til skiptast í tvo megindrætti. I fyrsta lagi að auka menntun, rann- sóknir og framboð fræðslu til ferða- þjónustuaðila. Að þessu er unnið af hálfu hins opinbera en betur má gera. Ferðaþjónustuaðilar og hags- munasamtök þeirra mega ganga röskar fram í að afla sér menntunar. Um leið og ferðaþjónustuaðilar og hagsmunasamtök þeirra gera þá kröfu að rekstrarumhverfi ferða- þjónustu verði breytt, verða þeir sjálfir að afla sér markvissrar þekk- ingar á rekstrarumhverfinu og hvernig eigi að starfa innan þess. Til þess að þessi lausn gangi þarf að verða sú hugarfarsbreyting meðal ferðaþjónustuaðila að menntunar sé þörf í ferðaþjónustu. Innan mennta- kerfisins er ákveðin viðleitni til þess að laða að fólk með reynslu úr rekstri en skortir formlega mennt- un. Þessa viðleitni ættu ferðaþjón- ustuaðilar að nýta sér. I öðru lagi þarf að gera ákveðnar skipulagsbreytingar á samstarfi rík- isstofnanna, sveitarfélaga og hags- munasamtaka sem sinna ferða- mennsku. Fyrir það fyrsta verða aðilar að auðkenna sitt hlutverk, taka þátt í virku samstarfí og sam- mælast um markmið. Þá er hægt að mynda umræðuvettvang eða hring- borð sem síðar gæti orðið að form- legu skipulagi. Innan þess skipulags væri hægt að skipa þáttum á borð við markaðsfærslu svæða, hlutverki ferðaþjónustu í byggðaþróun, menntun og rannsóknum, hvers konar ferðamennska skal stunduð og hvar, og hvernig leysa eigi átök um landnotkun á vitrænan hátt þeg- ar hagsmunum ferðamennsku lýstur saman við aðrar atvinnugreinar. Til þess að leysa þessi vandamál er nauðsynlegt að finna vettvang þar sem þeir geta komið saman sem vilja vinna að lausninni. Sá vett- vangur er ekki til og þarf því að skapa hann. Erlendis hafa stjórn- völd sums staðar haft frumkvæði að því að mynda hringborð eða „for- um“ þar sem aðilar víðs vegar að koma saman og vinna að lausnum á skipulegan hátt. Frumkvæði að þessu þarf að koma frá ráðuneyti ferðamála. Menn hafa verið ötulir við að benda á vandann, nú er kom- inn tími til að leysa hann. Höfundur er sérfræðingur Ferða- málaráðs íslands á skrifstofu þess á Akureyri og stundakennari við ferðamálanám Háskóla íslands og Háskólans á Akureyri. CFViSömin <tm> 1• " Sockerírt 2ft Apclsin Sockerírí iít Apótekin Björn Margeir Sigurjónsson Hlutabréfasjóðurinn auðlind hf. AÐALFUNDUR Verður haldinn á 1. hæð á Grand Hótel Reykjavík þann 15. júní 2000, kl. 17.00 Dagskrá: 1. Skýrsla stjómar 2. Staðfesting ársreiknings rekstrarársins 1999-2000 3. Ákvörðun um ráðstöfun hagnaðar 4. Tillaga um heimild handa stjóm Hlutabréfasjóðsins Auðlindar hf. um kaup á eigin bréfum félagsins 5. Tillaga um breytingar á samþykktum: Tillaga um lækkun hlutafjár: Stjóm félagsins leggur til, að hluthafafundur samþykki að lækka hlutafé félagsins um kr. 100.000.000.- - Ástæða tillögunnar er að lækka hlutfé í eigu félagsins, til samræmis við þau mörk sem áskilið er í lögum og samþykktum. Framkvæmd lækkunarinnar er því einungis tilfærsla í reikningum félagsins. 6. Kosning stjómar félagsins 7. Kosning endurskoðenda félagsins 8. Ákvörðun um laun stjómarmanna 9. Erindi um hlutabréfamarkað 10. Önnur mál Reykjavik, 6. júni 2000 Stjóm Hlutabréfasjóðsins Auðlindar hf. Bk' AI 1P b INIC' Ármúli 13A, 108 Reykjavík, KIINVJ sími 515 1500 fax 515 1509 LIÐ-A-MÓT rmn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.