Morgunblaðið - 07.06.2000, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 07.06.2000, Qupperneq 47
T MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 2000 47 UMRÆÐAN * Sjálfsmynd Islendinga VARÐANDI inn- flytjendamál í víðu sam- hengi, tel ég tvö megin- atriði mikilvægust: A. Kynþáttafordóm- ar eða mismunun eftir þjóðemi. B. Mismunandi mat varðandi hagsmuni þjóðarinnar. Sem sagt hvort innflytjendur hafi jákvæð áhrif eða nei- kvæð fyrir efnahag þjóðarinnar, menningu eða viðhald stjóm- skipulagsins. Hér ætla ég fyrst og fremst að fjalla um atriði B, sem sagt um hagsmuni þjóðarinnar eins og þeir eru metnir samkvæmt sameigin- legum viðmiðum lýðræðisþjóða. Þau em t.d. mannréttindi eða virðing á sjálfstæði og fullveldi þjóðanna. Það má segja að þessi sameiginlegu við- mið séu viðhorf til að viðhalda og bæta lýðræðið bæði innan hverrar þjóðar og í alþjóðlegu samhengi. Auk þessara viðmiða getum við bætt við trúarlegu- eða hugmyndafræðilegu gildismati, en það gildismat á að ræt- ast með lýðræðisreglum. Þegar við metum hagsmuni þjóð- arinnar verðum við að nota þessi við- mið, en þó að við séum innan ramma þeirra, leggjum við áherslu á mis- munandi málefni. Fyrir suma vega t.d. efnahagslegir hagsmunir þungt, en aðrir leggja áherslu á umhverfis- vernd. Þessi munur speglar að vissu leyti eiginleika mannsins og sjálfs- mynd hans. Og þess vegna er fólk með mismunandi skoðanir í lýðræðis- þjóðfélagi og það er af hinu góða. Nú er oft spurt af hveiju íslend- ingar þurfi að taka á móti innflytjend- um? Er ísland ekki fyrir íslendinga eingöngu? Til þess að svara þessari spurningu verða Islendingar að ákveða hvað vegur mest í gildismati þeirra, hvað meta þeir meira en ann- að. í því samhengi er mjög mikilvægt að gera sér grein fyrir þeim tímum sem við lifum á. í gamla daga var jörðin stærri en núna. Gamla testamentið segir okkur að Nói hafi flúið synduga jörð í örkina og sögu Móse og ísraelsmanna og flutning þeirra frá Egyptalandi. Þessar sögur fjalla um ákvörðun um aðskilnað. Það var enn til nóg rými á jörðinni til þess að færa sig um set. Árið 2000 er jörðin okkar orðin minni en áður. Þetta er staðreynd sem við getum staðfest í daglegu lífi okkar á áþreifanlegan hátt. Nú til dags er ekki hægt að búa til örk og flýja úr landi. Kannski getum við sagt að jörðin sé sjálf orðin stór örk, en samt getum við ekki flogið út í geim- inn með henni. Þegar árið 1963 skrifaði Martin Lúther King úr fangelsi í Bandaríkj- unum: „Óréttlæti á tilteknu svæði ógnar réttlæti alls staðar í heiminum. Við erum allir bundnir við net, sem við getum ekki flúið og það net er kallað gagnkvæmni.“ Oréttlæti og þjáning á einum stað veldur kvöl sem snertir okkur öll. Mig langar til að ítreka það að þetta er ekki aðeins trúarlegt efni heldur raunveruleiki heimsins, raunveruleiki gagnkvæmn- innar sem við byggjum líf okkar á. En hvemig er þessi gagnkvæmni á íslandi? Hvernig verðum við áþreif- anlega vör við hana? 1. Hvað fara margir Islendingar til útlanda til þess að klára framhalds- nám og nýta síðan þessa menntun eftir að þeir koma til baka til lands- ins? Læknar, flugmenn, íþróttafólk, listafólk o.fl? 2. Hvaða vörur kaupa íslendingar frá útlönd- um, og nota í daglegu lífi? Bfla, tölvur, lyf o.fl? Séstaklega með því að kaupa framleiðslu í þungaiðnaði kemst ís- land hjá mengun og eyðileggingu á náttúru landsins. Fögur náttúra íslands reiðir sig að vissu leyti á þjáningar í Toshiki Toma útlöndum. 3. Hversu mikið af fiski selja íslendingar til útlanda? Geta sjómenn haldið vinnu ef önnur lönd hætta að kaupa fisk frá íslandi? Framtíðin Málefni innflytjenda eru ekki aðeins mál sem snertir útlendinga, segir Toshiki Toma, heldur eru þetta mál sem varða ----------7---------------- tilveru Islendinga eða sjálfsmynd þeirra 4. Hvað vinna margir innflytjendur eða erlent fólk á íslandi? Getur iðnað- urinn starfað án þessara starfs- manna? I fiskvinnslu, á veitingastöð- um, hótelum eða sjúkrahúsum? Fjöldi nýrra atvinnuleyfa til útlend- inga í fyrra var 3.073. Þýðir þessi tala aðeins umburðarlyndi íslendinga? Þýðir hún ekki að ísland þarfnist vinnuafls útlendinga? 5. Hvað koma margir ferðamenn til íslands á hverju ári? Fleiri en 200.000 erlendir ferðamenn komu hingað til lands í fyrra. Hafa þeir ekki góð áhrif á efnahag þjóðarinnar? Þannig virkar gagnkvæmnin milli íslands og útlanda. Það er ekkert annað en tálsýn að horfa fram hjá þessum raunveruleika og reyna að gera Island að eins konar eigin örk. Næstu hundrað ár fi-á árinu 2000 eru ekki tími sem byggir á hugmynd aðskilnaðar eins og sést í sögu Móse, heldur verður framtíðin að byggja á hugmynd hvítasunnudags. Það er dagur þegar fólk byijar að tala og heyra mörg ókunnug tungumál í Nýja testamentinu. Þar er það tákn- að sem andstæða aðskilnaðarhug- myndar. Það er hugmynd um blönd- un og gagnkvæma aðlögun, m.ö.o. von um uppbyggingu jákvæðrar fjöl- breytni. fveir eða fleiri ókunnugir mætast þar og lyfta tilveru sinni á hærra plan með því að gera hið óþekkta þekkt. Ef mannkynið á að þroskast á einhvem hátt tel ég að það hljóti að vera á þennan hátt. Samfélag mannkyns hefur þróast og breyst í samhengi við rými á jörð- inni. Enn hefur mannkynið þó ekki náð að þróa þá dýpt sem þarf til sam- eiginlegrar tilvistar á jörðinni. Er það ekki satt að þetta sé stefnan í fram- tíðinni á okkar tímum? Mér sýnist að í umræðum um málefni innflytjenda hafi skort að skoða þau mál út frá manneskjunni sjálfri og hvernig þau snerta tilveru okkar allra. Málefni innflytjenda eru ekki að- eins mál sem snei-ta útlendinga, held- ur eru þetta mál sem varða tilveru ís- lendinga eða sjálfsmynd þeirra. Hverjir eru íslendingar og hvað er gildismat þehra? Hveijir eru náung- ar þeirra? Hvemig sanna Islendingar sig í sögunni sem stolt þjóð? Hug- myndir íslendinga í þessum efnum ættu að vera grunnur innflytjenda- mála. Að breyta lögum eða samfé- lagskerfi smátt og smátt án þessara hugmynda getur ekki verið annað en jdirborðsleg „plástursmeðferð“. Hvemig skilja íslendingar þá tíma sem þeir lifa á? Hver er framtíðar- mynd þjóðarinnar? Hvað færir fram- tíðina til íslands? Einangrunarstefna færir enga framtíð. Hvað er sjálfstæð þjóð? Er það þjóð sem þykist geta gert allt sjálf? Er það ekki frekar sú þjóð sem viðurkennir mikilvægi al- þjóðlegrar gagnkvæmni og sam- virkni og ber ábyrgð ekki aðeins ar sjálfri sér heldur á hagsmunum og friði alls mannkyns? Ef það er ekki svo, hver er þá fram- tíðin? Höfundur er presíur innflytjenda og istjóm félagsim fjölbreytni auðgar. 1 f$st litum 4 * Æ $ I B Æ wwreíjmis Islandssími "iV. ■■■ íslandssfmi efnir til kynningar og Ijósaveislu í íslensku óperunni, fimmtudaginn 8. júní klukkan 16.00. Islandssími er í fararbroddi íslenskra fjarskiptafyrirtækja og á fimmtudaginn munum við kynna nýjungar sem gætu haft áhrif á hvernig fyrirtæki þitt starfar í framtíðinni. Meðal efnis: • Vefurinn sem þjónustuver • Samtenging staðarneta • Þráðlaust internet • Hýsing tölvukerfa £ Ú * Neytendur i gegnum netið ÉHBÉÍMfiÉÉMÍ Maestro ÞITT FÉ HVAR SEM ÞÚ ERT
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.