Morgunblaðið - 07.06.2000, Page 50

Morgunblaðið - 07.06.2000, Page 50
.50 MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ tSigurður Sig- urðsson fæddist í Reykjavi'k 7. júlí 1921.Hann lést á líknardeild Land- spítalans 28.maí síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Sigurður Árnason, f. 29. nóv- ember 1877, d. 18.apríl 1952, vél- stjóri í Reykjavík, og Þuríður Pétursdótt- ir, f. 22.júní 1886, d. 15-desember 1949, húsmóðir. Systkini Sigurðar voru 14. Þau eru: Ingveldur, f. 1905, látin; Ingibjörg, f. 1907, látin; Helga, f. 1909, látin; Bryndís, f.1911, látin; Elísabet, f. 1912, látin; Árni, f. 1915; Þuríður, f. 1917, látin; Emel- ía, f. 1917, látin; Pétur, f. 1918, lát- inn; Erlendur, f 1919; Haraldur Örn, f 1924; Valur, f. 1925; María, f. 1928, og Bergljót, f. 1931. Systk- inahópurinn ólst upp á Bergi v/ Suðurlands- braut. Sigurður kvæntist 7. september 1946 Gunnhildi S. Guðmun- dsdóttur f. lö.mars 1924, húsmóðir í Reykjavík. Börn þeirra eru: 1) Guð- mundur, f. 20. septem- ber 1946, viðskipta- fræðingur, maki Valgerður Marinós- dóttir hagfræðingur. Dóttir þeirra er Guð- björg Erla, f.lO.mars 1992. Sonur Guðmundar og fyrri konu hans Elísabetar Halldórs- dóttur er Ragnar, f. 23.júní 1966 2) María, f. 3. febrúar 1949, mat- arfræðingur, maki Einar Loftsson húsasmíðameistari. Börn þeirra eru: a) Loftur Þór, f. 2. nóvember 1976. b) Áslaug, f. 29.október 1981 3) Áslaug, f. 10 . janúar 1951, hjúkrunarfræðingur, maki Sveinn S. Hannesson viðskiptafræðingur. Dætur þeirra eru: a) Gunnhildur, f. 28. janúar 1976. b) Elín, f. 4. september 1978. c) Kolbrún, f. 16.mars 1985. d) Margrét, f. 9.des- ember 1990. 4) Hrefna, f. 28.júní 1952, leikskólakennari, maki Haukur Valdimarsson læknir. Sonur þeirra er Fjalar, f. 21. sept- ember 1979 5) Sigurður, f. 22. febrúar 1954, iðjuþjálfí, býr í Dan- mörku. 6) Ingibjörg, f. 27. mars 1963, leikskólakennari, maki Bjarni S. Einarsson tæknifræðing- ur. Synir þeirra eru: a) Einar Siggi, f. 24.október 1994. b) Birkir Ingi, f. 7.febrúar 1997. Dóttir Ingi- bjargar er Ester Hermannsdóttir, f. 3.apríl 1991. Sigurður og Gunn- hildur eiga eitt bamabarnabarn. Sigurður varð búfræðingur frá Bændaskólanum á Hvanneyri árið 1940. Hann útskrifaðist sem húsa- smiður frá Iðnskólanum í Reykja- vík 1949 og starfaði lengst af sem húsasmíðameistari í Reykjavík eða þar til hann lét af störfum vegna aldurs 1991. Útför Sigurðar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. SIGURÐUR * SIGURÐSSON Mig langar í örfáum orðum að minnast tengdaföður míns Sigurðar Sigurðssonar sem jarðsettur er í »dag. Okkar leiðir lágu fyrst saman fyrir rúmum þrjátíu árum þegar ég fór að venja komur mínar að finna Aslaugu dóttur hans. Ekkert veit ég enn um það hvort honum líkuðu þessar heimsóknir betur eða verr. Um það, eins og svo margt annað, hafði hann fá orð. Aftur á móti kom enginn að tómum kofanum hjá hon- um í umræðu um þjóðmál eða bók- menntir. Má það raunar eftir á að hyggja furðu gegna hversu fróður og vel lesinn Sigurður var, því lengst af var vinnudagurinn óhemju langur og TlVí fáar stundir til bóklesturs, að minnsta kosti á sumrin. Þar kom hvort tveggja til að Sigurður var í senn vandvirkur og hreinasta ham- hleypa til verka enda eftirsóttur til vinnu að sama skapi. Mér og minni fjölskyldu var Sig- urður ómetanleg hjálparhella þegar kom að því að koma þaki yfir fjöl- skylduna. Það var hreinasta unun að vinna með manninum og furðulegt hvað hann gat drifið verkin áfram. Það var hreint eins og hann væri í huganum búinn að vinna verkið áður en hann mætti á staðinn og nánast eins og hvert handtak væri fyrirfram þaulhugsað og hnitmiðað. Á því er enginn vafi að Sigurður >A ,nti á réttri hillu í lífinu þegar hann fór að læra smíðar að loknu búfræði- námi. Reyndar er ég viss um að hann hefði orðið jafnmikill afbragðs bóndi og smiður. Áhugi á ræktun og þá sérstaklega skógrækt fylgdi honum alla ævi. Mér er nær að halda að vinnugleði Sigurðar hafi verið ein- stök. Það lá alltaf vel á honum við vinnuna og hraustur var hann með afbrigðum, hertur af útivinnu árið um kring um áratuga skeið. Ætla mætti að það séu forréttindi að skilja eftir sig svo margar og vel gerðar byggingar sem minnismerki löngu eftir að smiðurinn er genginn til feðra sinna. Slíkt var fjarri Sigurði. Hann lagði sig allan fram um að skila góðu verki en aldrei heyrði ég hann tala um þessi verk sín, hvað þá að hann miklaðist af þeim eins og mörg- um hættir til á efri árum. Sigurður var það sem kalla mætti fáskiptinn mann en þó glaður og kát- ur í góðra vina hópi. Hann átti stóran hóp ættingja, samstarfs- og við- skiptamanna en fáa nána vini. I raun er mér nær að halda að eiginkona hans Gunnhildur Guðmundsdóttir hafi verið hans eini trúnaðarvinur sl. 54 ár. Þar bar aldrei skugga á svo vitað sé. Þeim mun meiri er hennar missir en það er þó huggun harmi gegn að það eru viss forréttindi að hafa átt góðan og traustan eigin- mann öll þessi ár. Sigurður var alla tíð sannfærður liðsmaður jafnréttis og félags- hyggju. Þessum skoðunum var hann ekkert að flíka frekar en öðrum. Hann kynnti hins vegar börnum sín- um og öðrum samferðamönnum þessa lífsskoðun sína í verki en eins og allir vita þá er verkleg kennsla ævinlega áhrifaríkari en langar ræð- ur. Sigurður hafði engan áhuga á að byggja upp atvinnurekstur eða efn- ast umfram það sem hann þurfti til að framfleyta sér og sínum. Hann hafði hreinlega engan áhuga á ver- aldlegum hlutum eins og bílum eða sófasettum. Þegar barnauppeldi lauk og held- ur fór að hægjast um varð það hon- um og Gunnhildi sérstök nautn að ferðast saman bæði innan lands og utan. Ég er viss um að þessar ferðir voru einhverjar bestu stundir sem þau áttu saman í sínu langa og far- sæla hjónabandi. Þessi ferðalög voru líka helsti munaðurinn sem þau veittu sér. Þá varð sumarbústaður- inn í Borgarfirðinum sem þau hjónin byggðu og áttu með bömum sínum, sérstakur sælureitur í þeirra huga. Við kveðjum í dag góðan dreng sem lifði í sátt við sjálfan sig og sína samferðamenn. Þar með reisti hann sér í hugum okkar minnisvarða, sem er þegar allt kemur til alls, síst lakari eða brotgjamari en vel smíðað hús. Sveinn Hannesson. Elsku afi, við hugsum til allra þeirra stunda sem við áttum með þér. Það er erfitt að kveðja einhvem sem okkur þykir svo vænt um og hef- ur alltaf verið til staðar fyrir okkur frá því að við munum fyrst eftir okk- ur. Fyrstu minningar okkar eru frá Ljósalandi, þar sem þið amma bjugguð. Þar vomm við oft í pössun og lékum okkur í garðinum sem þú varst búinn að leggja mikla vinnu í að gera fínan. Þú varst svo hraustur og fullur af dugnaði og krafti. Á sumrin varstu varla kominn heim úr vinnunni fyrr en þú varst kominn út í garð til þess að snyrta trén. Þér leið alltaf best þegar þú hafðir eitthvað fyrir stafni og varst alltaf tilbúin að hjálpa okkur. Við fómm oft upp í sumarbústað með þér og ömmu og þú hjálpaðir okkur að smíða ýmsa hluti. Það var alltaf svo stutt í góða skapið hjá þér og það var gaman að heyra þig segja sögur. Þú sagðir svo skemmtilega frá og sögurnar hljóm- uðu svo lifandi. Otal vísur og ljóð kunnir þú og hafðir gaman af að syngja og alltaf varstu að raula eitt- hvað við vinnuna. Eitt af því sem okkur er minnis- stætt em litlu gjafirnar frá jólasvein- unum með skrýtnu nöfnin, t. d. Naglaskelfir og Plankastrekkir. Þetta vom jólagjafir sem þú keyptir sérstaklega handa okkur barnabörn- unum svona til að skemmta okkur og við biðum alltaf spennt eftir að fá. Þú áttir svo auðvelt með að fá okkur til að brosa og komast í gott skap kannski helst af því það var svo stutt í það hjá þér sjálfum. Við munum eft- ir heimsóknum til þín og ömmu, þá sátum við og spjölluðum og fengum okkur afabrauð, eins og við vomm vön að kalla normalbrauðið sem þér þótti svo gott. Það var svo gott að tala við þig því þú skildir okkur og varst alltaf tilbúinn til að hlusta, hvað sem okkur lá á hjarta. Sjálfsagt var það ekki alltaf mjög merkilegt en það var sama. Alltaf nenntir þú að hlusta. Þessi kveðjustund er mjög erfið fyrir okkur en þó ömgglega enn erf- iðari fyrir ömmu Hildu eftir öll árin sem þið áttuð saman. Við viljum þakka þér fyrir allar góðu stundirn- ar sem við áttum með þér. Þessar stundir munum við ævinlega varð- veita í hjörtum okkar. Gunnhildur og Elín. Elsku afi, þú kvaddir okkur á mildum og fallegum sunnudegi. Það hvíldi mikil ró yfir þér er þú fórst, eftir erfið veikindi sem þú svo hetju- lega barðist við. Með ömmu þér við hlið sem studdi við bakið á þér allan tímann. Það verður erfiðast að sjá ömmu Hildu án Sigga afa sér við hlið, svo samrýmd vom þið. Það hlýt- EMANÚEL GUÐMUNDSSON + Emanúel Guðmundsson, sjó- maður og vélstjóri, fæddist á Búðum í Staðarsveit, Snæfells- nesi, 16. júlí 1911. Hann lést á Landspítalanum 20. maí síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Ól- afsvíkurkirkju 27. maí. Kveðja frá félögum í hesteig- endafélaginu Hringi Laugardaginn 20. maí sl. lést á sjúkrahúsi í Reykjavík Emanúel Guðmundsson frá Ólafsvík. Emanúel var fæddur 16. júlí 1911, og var því tæplega 89 ára gamall er hann lést. Við fráfall hans er horfinn af sjónar- sviðinu merkur og traustur sam- ferðamaður sem var einn af elstu íbúum Ólafsvíkur og setti svip á sam- félagið. Hestamenn minnast horfins v^yinar og frumkvöðuls hestamenn- skunnar og ylja sér við gamlar minningar. Ljóð Einars Benediktssonar, Fákar, lýsir í hnotskum upplifun hestamanna eins og Emanúels í fortíð og nútíð. í morgun pmann er lagt af stað. Allt logar af dýrð, svo vítt sem séð. Sléttanhúnopnastsemóskrifaðblað, þar akur ei blettar, þar skyggir ei tréð. - Menn og hestar á hásumardegi í hóp á þráðbeinum, skínandi vegi, með nesti við bogann og bikar með. Betra á dauðlegi heimurinn eigi. Slíkar stundir átti Emanúel Guð- mundsson margar. Emmi, eins og hann var kallaður, umgekkst hesta frá blautu barns- beini og hélt sjálfur hesta frá unga aldri. Snemma lagði hann metnað sinn í að eiga duglega og kraftmika ferðahesta sem hann reið um fjöll og fjailvegi á Snæfellsnesi, sjálfur var hann einnig traustur, til marks um það var honum falið að vera fylgdar- maður læknis og flutti yfirsetukonur á milli staða. Þau trúnaðarverk voru ekki falin í umsjá annarra en traust- ustu manna. Eflaust hefur hann lært umhirðu og meðferð hrossa af reynslunni og af þeim er hann um- gekkst, af reynslu sinni miðlaði hann síðar byrjendum og þeim sem honum fannst á hjálp þurfa að halda. Það var umtalað hversu vel hann fóðraði og hirti hross sín, og að mörgu leyti var hann á undan sinni samtíð með skepnuhaldið. Eftir því var tekið þegar mestar annir voru á vertíðum í Ólafsvík hér áður fyrr og vinnudag- urinn var frá klukkan átta að morgni til tvö-þrjú á nóttunni, þá gekk Emmi tvisvar á dag hálftíma göngu til að gefa hestum sínum, enda taldi hann að þeir fóðruðust betur með tveimur gjöfum en einni og því sjálf- sagt að gefa tvisvar. Hann eignaðist býsna góða hesta í gegnum árin, meðal þeirra fyrstu var Hringur, segir sagan að þann hest hafi hann jámað daginn fyrir Þorláksmessu og síðan riðið honum einhesta frá Ólafs- vík að Staðastað og til baka aftur samdægurs, það gætu hafa verið um 80 km. Sú ferð mun hafa verið farin til að liðsinna einhverjum sem á þurfti að halda. Eftir þessum hesti hafa félagar í hesteigendafélaginu í Ólafsvík nefnt félag sitt, Hring. Aðra má nefna, svo sem Rósu, Dögg, Hárek, Þokka og Flugu, sem var úrvals keppnishestur, og svo gæðinginn Hildu, sem varð m.a. efsta kynbótahrossið á Evrópu- meistaramóti 1985. Emmi hafði yndi af að ferðast á hestum, eftir að þau Ásta Kristjáns- dóttir hófu búskap fóru þau ríðandi til frændfólks hennar í Skógamesi og var þá sprett úr spori á Löngu- fjömm. Margar ferðirnar fór hann í broddi fylkingar að Kaldármelum og í Faxaborg, þá var oft sungið við raust og pela veifað og fyrir kom að hestakaup vom gerð. Emmi var einn af reyndustu og þrautseigustu hestamönnum í Ólafs- vík. Á þeim tíma sem flestir seldu hesta sína, hættu hestamennsku og keyptu bíla var hann einn af þeim sérvitringum sem héldu sínu striki, hann vildi vera í takt við dýrin og náttúmna. Fyrir þessa þrautseigju getum við hestafólk í dag verið þakk- lát, það hélt ungu fólki við efnið og gerði öllum auðveldara að hefja hestamennsku bæði hvað varðar húsakost og leiðbeiningu við fóðmn og hirðingu. Árið 1991 þegar Emanúel varð átt- ræður var hann gerður að heiðursfé- laga hesteigendafélagsins Hrings. Þá var hestamennsku hans ekki enn lokið því hann var með trippi sem hann strauk og kembdi en er nú í eigu Gunnars dóttursonar hans. En nú hefur Emanúel lagt á sinn gæðing til hinstu farar. Og því segjum við: Ef inni er þröngt tak hnakk þinn og hest og hleyptu á burt undir loftsins þök hýstu aidrei þinn harm. Það er best Að heiman, út, ef þú berst í vök. Það fmnst ekki mein, sem ei breytist og bætist, ei böl sem ei þaggast, ei lund sem ei kætist við fjörgammsins stoltu og sterku tök. Lát hann stökkva svo draumur þíns hjarta rætist. Um leið og við félagamir í hesteig- endafélaginu óskum honum góðrar ferðar viljum við senda aðstandend- um hans okkar dýpstu samúðar- kveðjur. Samferðafélk í Hesteigendafé- laginu Hringi. ur að þurfa mikla ást og virðingu til að vera gift í rúm 53 ár, enda var það augljóst að allt það var til staðar. Afi, það er svo erfitt að þurfa að kveðja þig, þú varst svo miklu meira en bara afi okkar. Við afabörnin þín erum öll sammála því að þú varst góður vinur okkar Mka. Þú gafst þér alltaf tíma til að setjast niður með okkur og spjalla um allt milli himins og jarðar. Þú hlustaðir af athygli, sama hversu leiðinleg vandamálin voru. Ekki var minni athyglin frá okkur er þú sagðir okkur sögur af uppvaxtarárum þín- um, eða eins og við kölluðum það, „fornöld." Við gleymum því heldur aldrei hversu hátt þú skrifaðir okk- ur, aldrei var yngsta kynslóðin skilin út undan. Eins og þegar þú varðst sjötugur og hélst sér barnaveislu íyrir okkur, þar sem allir fengu hatta og blöðrur og boðið var upp á „rop- vatn“ og dýrindis súkkulaðiköku. Og auðvitað var okkur líka boðið í veisl- una um kvöldið. Einnig eigum við seint eftir að gleyma jólapökkunum sem við fengum er stflaðir voru frá „Naglaskeifi" eða „Plankastrekki," en þú viðurkenndir þó aldrei að hafa komið nálægt því. Þetta er þó aðeins brot af þeim ógleymanlegu stundum sem við áttum með þér. Þú varst ömmu allt og munum við reyna eftir okkar bestu getu að vera henni til halds og trausts, hún veit að við gerum allt fyrir hana. Við erum þakklát fyrir að hafa fengið að kynn- ast þér svona vel og að hafa átt þig sem vin. Takk fyrir allt. Bless, elsku afi. Loftur Þúr og Áslaug. Hann afi var smiður og var mjög góður við okkur öll. Mörgum þykir vænt um hann. Við afi fórum oft í feluleik og spil- uðum Olsen Olsen og okkur þótti það mjög gaman. Það var mjög gaman að fá hann og ömmu í heimsókn og að heimsækja þau. Afi fór oft í göngu- túr og tók mig og ömmu með sér áð- ur en hann varð veikur. Við löbbuð- um um Hvassaleiti og fórum stundum í Húsdýragarðinn. Afi sagði mér oft brandara og kenndi mér að segja sögur. Við afi horfðum oft á uppáhaldsþætti hans í sjónvarpinu sem voru um dýralíf og náttúru. Mér þykir mjög leiðinlegt að afi sé dáinn og ég sakna hans mjög mikið. Ester. Siggi afi heilsaði mér alltaf og klappaði mér á kollinn þegar ég kom heim til hans og á spítalann. Ég man þegar við vorum að taka dót úr kjall- aranum í Hvassaleiti. Við afi fórum líka í húsdýragarðinn með Hildu ömmu og sáum kýr og gassir. Við gáfum gæsunum að borða. í sumar- bústaðnum vorum við líka að skoða einhver dýr, hesta og kýr. Við vorum með kíki sem afi átti. Við smíðuðum báta og orustuflugvélar og spiluðum Olsen Olsen og Veiðimann. Afi getur alltaf séð okkur en við getum ekki séð hann. Ég elska afa. Einar Siggi. Skilafrestur minningar- greina EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: I sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útfór hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.