Morgunblaðið - 01.07.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.07.2000, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Golli Þingmenn höfðu um nóg að spjalla við upphaf fundar í gær enda nokkuð um liðið siðan Alþingi kom saman siðast. Engir nýir nemendur teknir inn í Fiskvinnsluskólann í Hafnarfirði Allsherjar endur- skipulagning framundan LÍTIL aðsókn að Fiskvinnsluskólan- um í Hafnarfirði veldur því að engir nýnemar verða teknir inn í skólann í haust. Gísli Erlendsson skólastjóri segir það mikil vonbrigði hve aðsókn var lítil en aðeins bárust þrjár um- sóknir um skólavist. „Það var ákvörðun menntamála- ráðherra að halda þessu ekki áfram með svona fáum nemendum," segir Gísli. Lítil aðsókn í fiskvinnslunám Gísli telur margar ástæður fyrir því hve aðsókn var dræm. Lítill áhugi virðist vera fyrir verknámi tengdu fiskvinnslu. „Það er svo lítið af fólki á þessum aldri sem vinnur í fiskvinnslu og hefur áhuga á að sækja nám hjá okkur,“ segir Gísli. Fiskvinnsluskólinn í Hafnafirði út- skrifaði 9 fiskiðnaðarmenn í vor en 8 nemendur munu halda áfram námi við skólann í vetur. )vAf svipuðum skólum á Norðurlöndin útskrifuðum við flesta í vor,“ segir Gísli. Á næstunni verður hafin endur- skoðun á kennslu í fiskvinnslu en Gísli telur líklegt að kennslunni verði haldið áfram undir öðrum formerkj- um. Skammt er síðan framhaldsdeild Verkmenntaskólans á Akureyri var lokað en þar fór einnig fram kennsla í fiskvinnslu. Ástæðan fyrir lokun- inni var dræm aðsókn. Alþingi íslendinga til fundar á ný í tilefni kristnihátíðar Sjálfsagt og eðli- legi er að minnast þessara tímamóta ALÞINGI íslendinga kom saman að nýju í gær í tengslum við kristnihá- tíð á Þingvöllum sem fram fer nú um helgina. Tekin var til fyrri umræðu þingsályktunartillaga um stofnun Kristnihátíðarsjóðs, sem allir þing- flokkar standa að í tilefni þess að 1000 ár eru liðin frá því að kristinn siður var lögtekinn á Islandi. Síðari umræða um tillöguna fer síðan fram á sérstökum hátíðarfundi á Þingvöll- um á morgun, sunnudag. Ráðgert er að Kristnihátíðarsjóð- ur njóti framlaga af fjárlögum næstu fimm ár, 100 milljónir króna á ári, og hafi tvö meginmarkmið; að efla fræðslu og rannsóknir og menning- ar- og trúararf þjóðarinnar og stuðla að umræðum um lífsgildi hennar, siðferði og framtíðarsýn, og síðan að kosta fornleifarannsóknir á helstu sögustöðum þjóðarinnar, m.a. á Þingvöllum, í Skálholti og á Hólum. Sigríður Anna Þórðardóttir, for- maður þingflokks Sjálfstæðisflokks- ins, gerði grein fyrir tillögunni á fundinum í gær en flutningsmenn ásamt henni eru þingflokksformenn allra hinna flokkanna. Sagði Sigríður Anna að bærileg samstaða hefði orðið um þá hug- mynd að stofna Kristnihátíðarsjóð en því væri ekki að leyna að afstaða þingmanna og þingflokka til aðgerða af tilefni kristnihátíðar hefði verið ærið misjöfn og þurft hefði talsverða lipurð af allra hálfu til þess að sam- einast um tillögutexta og greinar- gerð sem allir gátu sætt sig við. Kom fram í máli hennar að flutt yrði lagafrumvarp í haust um stofn- un Kristnihátíðarsjóðs og að Alþingi myndi kjósa sjóðnum stjórn. Sjóðs- stjómin myndi síðan skipa tvær verkefnisstjórnir, sína fyrir hvort starfssvið sjóðsins, og væri gert ráð fyrir að önnur þeirra hefði aðsetur á landsbyggðinni. Rannveig Guð- mundsdóttir, þingflokksformaður Samfylkingar, sagði ánægjulegt að flokkamir hefðu náð saman um þessa tillögu. Hún taldi þó mikilvægt að þau fjárframlög, sem ráð væri fyrir gert í tillögunni, yrðu ekki til að skerða önnur framlög ríkisins til t.d. fornleifarannsókna. „Samþykkt þessarar tillögu er vel við hæfi af þessu merka tilefni þegar íslending- ar minnast með hátíðahöldum þús- und ára kristni í landinu," sagði Rannveig m.a. Kristinn H. Gunnarsson, þing- flokksformaður Framsóknarflokks- ins, sagði kristindóm hafa staðið tryggum fótum meðal þjóðarinnar. „Það er ef til vill það merkilegasta við kristindóminn að hann hefur haft almenna skírskotun til fólks á öllum aldri, á öllum tímum, og ekkert bendir til þess að það breytist,“ sagði Kristinn. „í því felst að sjálfsögðu ekki að önnur trúarbrögð séu sett til hliðar eða minna úr þeim gert. Virð- ing fyrir skoðunum og trúfrelsi er grundvallarþáttur í siðferðisvitund Islendinga en það breytir því ekki að sjálfsagt er og eðlilegt að minnast NÝTT forrit sem á að halda utan um skotvopnaleyfi allra lögreglu- embætta landsins í einum miðlæg- um grunni hefur ekki staðið undir væntingum og gert embættunum ókleift að gefa út skírteini til þeirra sem skotvopnaleyfi hafa. Forritið átti að vera til þess að auka hagræði og yfirlit yfir þennan málaflokk. Skarphéðinn Njálsson, sem held- ur utan um þessi mál hjá lög- reglunni í Reykjavík, segir að ekki sé hægt að gefa út skírteini en á hinn bóginn gildi kaupaheimild fyr- þessara tímamóta," sagði Kristinn. Ögmundur Jónasson, þingflokks- formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, sagði ánægjulegt að styrkja ætti fornleifarannsóknir í landinu. Ennfremur væri jákvætt að rannsaka ætti trúararf íslensku þjóðarinnar. Þá bæri hins vegar að hafa í huga að trúfrelsi væri í land- inu, ekki ætti því að fara að stunda trúboð. „Þvert á móti er leitað eftir breiðu samstarfi trúfélaga, félaga- samtaka og menntastofnana um við- fangsefni sem eftirsóknarvert gæti verið að taka til rannsókna og um- ræðna,“ sagði hann. Guðjón A. Kristjánsson, þing- flokksformaður Frjálslynda flokks- ins, sagði við hæfi á þessum tíma- mótum að Islendingar hygðu að trúararfi sínum, sögu og siðferðis- mati, lífsgildum sínum og framtíðar- sýn. Sagði Guðjón að erfitt væri að meta áhrif kristni í landinu en að vonandi hefði hún verið til góðs. Kristinn arfur skipti þjóðina miklu, hann væri hluti af sjálfsmynd henn- ar og lífsafstöðu. ir byssu frá lögreglu sem skot- vopnaleyfi fyrir þá tilteknu byssu í fjórar vikur. Eins og málum háttar nú er ekki hægt að gefa út skírteini og þurfa byssueigendur því að sækja um framlengingu á leyfinu sem felst í kaupaheimildinni að fjórum vikum liðnum. Skarphéðinn | segir að það sé slæmt að ekki sé p hægt að gefa út skírteini en við því sé ekkert að gera. Eftir sem áður sé haldið utan um skráninguna og að hluta til byrjað að nota grunninn til þess. Ekki hægt að gefa út skotvopnaskírteini V erðkönnun Samkeppnisstofnunar á lyfjum Yerðmunur allt að 403% á sama lyfi Lyf sem kostaði 756 krónur í einu apóteki var 403% dýrara í öðru apóteki þar sem það kostaði 3.800 krónur. Þetta kom fram í verðkönnun sem Samkeppnisstofnun gerði nýlega á lyfjaverði á höfuðborgar- svæðinu og úti á landi. MIKILL verðmunur var á einstök- um lyfjum milli lyfjaverslana á höf- uðborgarsvæðinu þegar Samkeppn- isstofnun kannaði verð á lyfjum þann 13. júní sl í fjórtán lyfjaverslunum á höfuðborgarsvæðinu og tuttugu lyfjaverslunum á landsbyggðinni. Að sögn Kristínar Færseth deild- arstjóra hjá Samkeppnisstofnun reyndist verð lyfja vera 33% hærra í dýrustu lyfjaversluninni en í þeirri ódýrustu. Fyrir elli- og örorkulífeyr- isþega reyndist verðmunurinn vera enn þá meiri, eða 37%. Úti á landi var almennt meiri verð- munur á einstökum lyfjum. Þannig var dæmi um lyf sem var ókeypis sums staðar en kostaði 3.800 á öðrum stöðum. Annað lyf kostaði 330 krón- ur á einum stað en 2.400 á nokkrum öðrum stöðum. Dýrasta lyfjaverslun- in seldi lyfin til almennra sjúklinga á 36% hærra verði en sú ódýrasta. Sambærilegur verðmunur fyrir elli- og örorkulífeyrisþega var 34%. Lyf á landsbyggðinni 6,5% dýrari Þegar meðalverð lyfja á höfuð- borgarsvæðinu var borið saman við meðalverð lyfja úti á landi kom í ljós að þessi lyf voru að meðaltali 6,5% dýrari úti á landi. Munurinn var meiri fyrir elli- og örorkulífeyrisþega eða 9,5%. Þessi verðmunur segir Kristín að skýrist að verulegu leyti af því að lyfjaverslanir á höfuðborgar- svæðinu veita þessum hópi sjúklinga meiri afslátt af lyfseðilsskyldum lyíi' um, einkum lyfjum sem Trygginga- stofnun ríkisins greiðir að mestu. Kristín segii- að þann 15. júní hafi heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytið breytt hlut sjúklinga í kostn- aði vegna lyfseðilsskyldra lyfja. Upp- lýsingar þær sem aflað var í könnun Samkeppnisstofunar þann 13. júní sl. um verð á einstökum tegundum lyfja sem sjúklingar greiða eru því úreltar og ekki unnt að birta. Að mati Sam- keppnisstofnunar komu engu að sið- ur fram athyglisverðar upplýsingar í könnuninni um verðdreifingu á lyfja- markaðnum eins og hann var þegar könnunin var gerð og vitnað er í hér að ofan. Kristín tekur fram að hér sé un> sýnishorn að ræða og hlutfóll og pró- sentutölur gætu breyst ef könnunín hefði náð til allra lyfjaverslana í land- inu eða ef lyfjaval hefði verið annað. I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.