Morgunblaðið - 01.07.2000, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 01.07.2000, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Neyðarvakt tann- lækna og aðstaða á sjúkrahúsunum MUNNHOLS- VANDAMÁL þeirra sem dvelja langdvöl- um á sjúkrahúsum, þar með talið barna, og þeirra sem búa á hjúkrunarheimilum eru nú leyst með þeim hætti að kallað er á tannlækni þegar kom- ið er í óefni, í svoköll- uðum akúttilfellum, eða viðkomandi er ekið til tannlæknis, jafnvel við erfiðar kringumstæður. Eng- in aðstaða er fyrir tannlækningar á sjúkrahúsunum, hvorki Landspít- ala né Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Sérfræðingar í munn- og kjálka- Bolli Valgarðsson skurðlækningum sem eru á bakvakt fyrir neyðarvakt Sjúkra- húss Reykjavíkur hafa ekki aðra að- stöðu en skurðarborð til að gera að kjálka- brotum. Enginn tann- læknastóll er til stað- ar og því engin aðstaða til að taka á móti sjúklingum með tannbrot og úrslegnar tennur. Þeim er vísað frá og bent á neyðar- vakt Tannlæknafélags íslands, sem félagið telur sér skylt að starfrækja á eigin kostnað vegna þess að heilbrigðisyfirvöld telja sér málið ekki skylt. Munnholið er Stundum er svo erfítt að vera maður j, STRÆTÓSKÝLIN nýju sem prýða borg- ina eru í senn biðstöðv- ar og auglýsingaskilti. Um þessar mundir er að finna á skýlunum veggspjöld sem tengj- ast nýrri útgáfu Biblíunnar. Á þeim getur að líta grípandi texta, mynd af ein- staklingi og svo slag- orð: „Biblían fjallar um þig.“ Textarnir á vegg- spjöldunum hafa tvenns konar skírskot- un: Annars vegar skír- skota þeir til upplifun- ar hvers og eins af Ámi Svanur Damelsson " 'tilverunni og hins vegar til tiltek- inna frásagna í Biblíunni. Persónu á einu af veggspjöldunum eru lögð eftirfarandi orð í munn: „Stundum er svo erfitt að vera maður að ég bara nenni því ekki.“ Eg veit það fyrir víst að sá maður sem þessi orð er látinn mæla á að vera Pontíus Pílatus. „Stundum er svo erfitt að vera maður,“ segir Pontíus í dag og bætir svo við „að ég bara nenni því ekki.“ Þessi setning stendur hvergi í Nýja testamentinu en hún getur engu að síður verið sönn útlegging á frásögnum guð- spjallanna. Pílatus lét nefnilega ýmislegt ógert og ef til vill mætti leggja það þannig út að hann hafi einfaldlega ekki nennt að gera það sem rétt var. Ég minnist þess að hafa eitt sinn lesið lýsingu á nútímamanninum sem „homo accelerandus," en það myndi útleggjast á íslensku sem „maður hröðunarinnar“. Þessi mað- ur er, samkvæmt lýsingunni, alltaf á hlaupum, alltaf að flýta sér. Hann vill helst fá allt upp í hendurnar án fyrirhafnar og græða sem mest, jafnt tíma sem önnur veraldlegri verðmæti. Getur verið að við líkj- umst þessum manni? Að við nennum ekki hluti líkamans. Svæfingar vegna tannlækninga á veikum ein- staklingum fara fram á tannlækna- stofum þar sem aðstaða til þess er ekki fyrir hendi ef bráðahætta skapast og veigra svæfingarlækn- ar sér, af eðlilegum ástæðum, við því að vinna við þessar aðstæður. Tannlækningar í ræstiherbergi Það er mikill ábyrgðarhluti að mati TFI að vísa börnum og öðr- um í svæfingu á tannlæknastofur sem ekki hafa eins góða aðstöðu til skyndihjálpar og fyrir hendi er á sjúkrahúsunum. Þess eru dæmi að tannlæknir hafi þurft að sinna bráðatilfelli inni á baðherbergi sjúkrahúss í höfuðborginni, þó reyndar ekki svæfingu! En jafnvel þótt ekki skuli vera aðstaða fyrir tannlækningar á sjúkrahúsunum er heldur ekki gert ráð fyrir slíkri aðstöðu á hinum nýja barnaspítala. Þrátt fyrir að Landspítali þeki um sextíu þúsund fermetra undir einu þaki, og eru þá ótaldar aðrar Aðstöðuleysi Þótt Landspítali þeki um sextíu þúsund fm, fyrir utan aðrar bygg- ingar á lóðinni, segir Bolli Valgarðsson, telja forráðamenn ekki pláss fyrir einn tannlæknastól í húsinu. byggingar á lóðinni, telja forráða- menn ekki pláss fyrir einn tann- læknastól í húsinu. Það er gleði- legt að TFÍ hefur sannfrétt að forstjóri Ríkisspítalanna hafi áhuga á að bæta úr þessu aðstöðu- leysi. Nú er lag Fyrir dyi’um stendur að endur- nýja tannlæknastóla á tannlækna- deild Háskóla íslands og eru Rík- iskaup með útboð vegna kaupa á nýjum stólum í undirbúningi. Væri ekki rétt að nota tækifærið og út- búa aðstöðu á sjúkrahúsunum með núverandi stólum tannlæknadeild- ar? Þá má auðveldlega samnýta með augndeild. Neyðarvaktin Neyðarvakt tannlækna er eins og áður segir skipulögð á skrif- stofu TFI. Vaktinni sjálfri er sinnt í sjálfboðavinnu af tannlæknum á höfuðborgarsvæðinu. Tannlæknar hafa stofur sínar opnar til skiptis tvo tíma á dag á helgidögum og sinna bakvakt fimm daga vikunnar þess á milli til skiptis. Tannlæknar ganga með farsíma á sér sem hægt er að hringja í allan sólarhringinn. Ekki er um greiðslur að ræða fyrir bakvaktir eins og annars tíðkast, en tannlæknar fá útköllin greidd af þeim sem biðja um útkallið og í mörgum tilfellum neita sjúklingar að greiða fyrir slíkt útkall þegar á hólminn er komið. Talsverðrar þreytu gætir meðal tannlækna með þetta fyrirkomulag og verður æ erfiðara að manna vaktirnar. Það er alveg ljóst að fyrirkomulag neyðarvaktar TFI verður að taka til endurskoðunar á nýju ári. TFI hefur mikinn áhuga á við- ræðum við heilbrigðisyfirvöld um þessi mál. Af því tilefni ritaði fé- lagið heilbrigðismálaráðherra, Ingibjörgu Pálmadóttur, bréf í lok september 1999. Engin viðbrögð hafa fengist við því bréfi, hvorki jákvæð né neikvæð. TFI telur að mjög mikilvægt sé að leysa þessi mál. Aðstöðuleysi til tannlækninga langveikra á sjúkrahúsunum er heilbrigðisvandamál og yfirvöldum ekki til sóma. Né heldur afskipta- leysi heilbrigðiskerfisins gagnvart neyðarþjónustu tannlækna. Ríkis- sjóður greiðir á þriðja hundrað milljónir króna árlega til dýra- lækna vegna bakvakta. Er ekki rétt að mannfólkið njóti svipaðrar þjónustu og blessuð dýrin að þessu leyti og heilbrigðisyfirvöld axli sína ábyrgð? Höfundur er framkvæmdastjóri Tannlæknafélags fslands. til dæmis ekki að lesa Biblíuna. Hún er göm- ul og erfið viðureignar og margt sem í henni er dregur í efa að ýmis gildi sem talin eru mikilvæg í nútímasam- félagi séu það þegar allt kemur til alls. Þetta er bara eitt dæmi af mörgum um hvemig má sjá hlið- stæður og heimfæra boðskap Biblíunnar upp á okkur sjálf og okkar eigin samtíð. Veggspjöldin á strætó- skýlunum má skilja sem tilraun til að vekja okkur til umhugsunar - þau þau fela í sér vissan sannleika en öðru frem- ur kveikja þau spurningar. Af þeim sökum eru þau hentug til kynningar á Biblíunni vegna þess að hún gerir Biblían Biblían er aftur á móti ekki auðveld aflestrar, segir Árni Svanur Daníelsson, en búast má við því að lesturinn skilji eitthvað eftir sig, ef ekki svör þá að minnsta kosti spurningar. það sama, hún geymir vissan sann- íeika og hún kveikir spumingar, sem beina okkar í rétta átt. Hún er aftur á móti ekki auðveld aflestrar en búast má við því að lesturinn skilji eitthvað eftir sig, ef ekki svör þá að minnsta kosti spurningar. Höfundur er guðfræðingur. ISLEIVSKT MAL Sögnin að gefa fer reglulega eftir 5. hljóðskiptaröð, og em þá kennimyndirnar gefa - gaf - gáf- um - gefinn. Hún á sér nauðalík- ar og náskyldar frænkur víða, svo sem ensku og dönsku give, þýsku geben, gotn. giban. Hún er fjarskyld latnesku sögninni habere = hafa, enda verður latn- eskt h germanskt g samkvæmt germönsku hljóðfærslunni. Gefa merkir oftast að afhenda einhverjum eitthvað til eignar, en undantekningar em þó auðfund- nar, svo sem að gefa í spilum, enda er hún ekki give á ensku. Við skulum svo líta á fáein orð sem em skyld sögninni að gefa. Af fjórðu km. kemur beint að maður er vel gefinn, með öðmm orðum: honum er mikið gefíð, og þá meinum við andlega hæfileika. Við gætum svo sem best skellt okkur yfir í 3. km. og sagt að maðurinn væri gáfaður, og þá býr hann yfir miklum gáfum. Gáfa er á þýsku Gabe, og það minnir okkur á að fyrr á ámm vora eignir nefndar háfur, töku- orð úr þýsku Haben. Skáld- Sveinn sagði í Heimsósóma að háfur væru „til einskis vansa sparðar". Þannig var nú þá. Forfeður okkar þökkuðu goð- unum eitt og annað gott sem þeim hafði gefist, og fengu a.m.k. tvær gyðjur nafn af því, Gefjun og Gefn = þær gjöfulu. Konur hafa nú verið skírðar þessum nöfnum þó að ekki sé algengt, og er Gefn ekki beint þægilegt í framburði (Innskot: Gefjun og Iðunn em ekki mynduð á sama veg. Því er Iðunn með tveimur n- um í öllum föllum, en Gefjun með eitt í öllum). Enn eru ofðin gift og gifta mynduð með i-hljóðvarpi af fyrstu kennimynd. Þau merkja gjöf, gáfa og hamingja, og af hinu síðara er myndað giftudrjúgur. Með u-klofningu er myndað orðið gjöf, en með a-klofningu gjafari, svo og í samsetningunni gjafmildur. Þá eigum eftir að sjá hvort ekki kemur eitthvað meira Umsjónarmaður Gísli Jónsson 1064. þáttur af 3. km., og ekki stendur á því, því að við okkur blasir gæfa, myndað með i-hljóðvarpi. Gæfan er þá það (góða) sem okkur er gefið. Af 2. km. höfum við nafn- orðið göfgi og lýsingarorðið göf- ugur. Af öllu þessu sést hversu frjó- söm sögnin að gefa hefur verið, og er hér ekki allt talið. En fyrir þá sem gaman hafa af klassískum tungum ætlar umsjónarmaður að taka eina setningu úr Mattheus- arguðspjalli (6,11), snúa á gotn- esku og latínu: Gef oss í dag vort daglegt brauð. Á gotn.: Hláif unsarana þana sinteinan gif uns himma daga. Á latínu: Panem nostrum supersubstantialem da nobis hodie. Latínan hefur ekki sögnina að gefa. Da er boðháttur af do sem það merkir. ★ Hlymrekur handan kvað: Lét Bjöm sr. Hagalín hresstan, þegar hafði ’ann bílinn sinn klesstan í þoku og mistri (að Þuríði kysstri) af landa frá Vilfríði vestan. í framhaldi af 1063. þætti em hér tekin upp brot úr Aldar- hætti, ein heil vísa og nokkrir vísuhlutar. I fyrsta brotinu er Hallgrímur býsna langt frá kristilegri miskunnsemi og hjálp- fýsi. Ósæmdir biðu þeir ofríki liðu og ekki sín hefndu. Það var sem sagt smán, ef menn hefndu ekki fyrir misgjörð- ir sem þeir höfðu orðið að þola. Fyrirgefningin var ekki talin til dyggða þarna. Þegar Hallgrímur hefur lýst vígfimi og hreysti forfeðranna í löngu máli, getur hann einnig vitsmuna þeirra. Allt var betra áður: Spakvitrir spáðu þeir gjörla margs gáðu og glöggskyggnir váru; kænt niður kljáðu, þá kífþrætur háðu, úr kappmálum skáru. Þeir voru gæddir miklum vits- munum og spámannshæfileikum, og ef þeir lentu í deilum, þá út- kljáðu þeir þær viturlega og skáru úr ágreiningsmálunum, enda segir hann litlu síðar: ísland má sanna það átti völ manna, þá allt stóð í blóma. ★ Seinni hluti kvæðisins lýsir samtímanum og þá „er öld snúin, á aðra leið búin“. Fræknleikur er flúinn úr landi, menn eru svikul- ir, ágjarnir „og grær lasta grúinn". Og svo fær æskan sinn skyld- uga skammt. Ætli menn kannist við tóninn? Ungdómsins æði þó áður fyrr stæði til afreka hárra, losti, sjálfræði, leti, svefn bæði, það lízt þeim nú skárra; vits kulnar sæði á vinds hyrjar svæði, því veldur geð þrárra; að lesa góð fræði og læra siðgæði er lundemi fárra. Vits hyrjar svæði er líklega hugarfar eða sálarlíf. Síðan lýsir skáldið í löngu máli hugleysi og manndómsskorti hinna fullorðnu. Þeir lyppast nið- ur ef eldhúshnifi er brugðið á loft, eiginlegur vopnaburður er enginn, þeir fela sig ef hættu ber að höndum og í „besta“ falli grýta þeir náungann. Linnir nú Hallgrímsfræðum umsjónarmanns, en þráðurinn kannski tekinn upp síðar. ★ Salómon sunnan sendir: Sigldi Ásmundur Ben yfir sílakró (fannst seppar hér búnir að ýla nóg) í von um frjálsræði, kæti og fantastísk læti með funheitum konum í Milano.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.