Morgunblaðið - 01.07.2000, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.07.2000, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2000 1 9 Aukning fískeldis, erfðamengun og notkun tilbúins fóðurs úr mjöli og lýsi Varað við slæmum áhrif- um á lífrflrið Nokkrir vísindamenn vara við því í grein í tímaritinu Nature að varasamt sé að nota uppsjávarfísk, sem víða sé þegar ofnýttur, sem mikilvægt hráefni í fóður fyrir dýrari eldisfísk. BRESKA tímaritið Nature birti í síðasta tölublaði sínu grein eftir tíu vísindamenn þar sem fjallað er um aukinn þátt fiskeldis í heildarfram- leiðslu á fiski í heiminum. Benda þeir m.a. á að í sumum tilfellum þurfi allt að fimm kílógrömm af fóðri, sem unnið sé úr öðrum fisktegundum, til að framleiða eitt kfló af verðmætum matfiski á borð við lax. Sé gengið á hráefnið í fóðrið, einkum ýmiss kon- ar uppsjávarfisk neðarlega í fæðu- keðjunni, sem lítið eða ekkert sé not- aður milliliðalaust til manneldis, minnki m.a. æti fyrir villtar fiskteg- undir sem lifi á uppsjávarfiskinum. Vísindamennimir sem rituðu greinina eru frá Bandaríkjunum, Filippseyjum, Svíþjóð og Bretlandi. í fyrstu er lýst þeirri miklu aukn- ingu sem orðið hafi í fiskeldi víða um heim, ekki síst í skelfiski. Fram- leiðslan hafi meira en tvöfaldast sl. 15 ár og nú séu meira en 220 tegund- ir beinfiska og skelfisks framleiddar með eldi. Ekki er fjallað um eldi sæþörunga í greininni. Um 90% af öllu fiskeldi fer fram í Asíu og Kínverjar einir framleiða tvo þriðju af öllum eldisfiski í heim- inum. Vestrænar þjóðir neyta á hinn bóginn þorra þess sem selt er á al- þjóðlegum mörkuðum. „Vöxtur í fiskeldi er á hinn bóginn vafasamur ávinningur hvað varðar eflingu hefðbundinna veiða á höfun- um. A sumum sviðum eldis, þ.á m. í rækju- og laxeldi, er hugsanlegt að tjón á auðlindum í höfunum og við strendurnar vegna skemmda á líf- rfld, mengunar frá úrgangi, innrása framandi tegunda og hættulegra ör- vera og mikillar notkunar á lýsi og fiskimjöli til að fóðra eldisfiskinn geti valdið því að enn frekar en ella verði gengið á veiðistofna villtra teg- unda.“ Úrgangur og smithætta Skelfiskur, þ.e. kræklingur o.fl., sé oftast ræktaður við strendur þar sem eldisdýrin lifi algerlega á dýra- og jurtasvifi. Beinfiskur sé hins veg- ar ýmist ræktaður í tjömum, kerum eða kvíum þar sem hann fái tilbúið fóður. Vatnafiskur eins og karpi, sem mikið er ræktaður í Kína, lifi þó oft að mestu á ýmiss konar náttúru- legum gróðri, sama eigi við um krabbadýr eins og rækju. En þaul- ræktun af þessu tagi, þar sem safnað er saman miklum fjölda einstaklinga af sömu tegund, valdi því meðal ann- ars að mikið verði tfl af úrgangi á af- mörkuðu svæði og smithætta aukist mjög. Greinarhöfundar segja að mark- aðslögmálin hafi afar mismunandi áhrif á eldið eftir því hvaða tegundir sé um að ræða. „Ef hugað er að laxinum sést að auknu eldi hefur ekki fylgt sam- dráttur í veiðum þótt markaðsverð á fjórum af fimm mikilvægustu teg- undum af villtum laxi hafi hrapað um 30-50% á tíunda áratugnum. Lax- veiðar jukust um 27% á árunum 1988-1997. Og þrátt fyrir hraðan vöxt í eldi á beitarfiski og fleiri teg- undum hefur magnið af villtum haka og ýsu verið tiltölulega svipað und- anfarinn áratug.“ Karpinn og t.d. vatnasteinbítur, sem mikið er ræktaður í Bandaríkj- unum, fá einkum tilbúið fóður úr sojabaunum og öðrum prótínríkum jarðargi’óðri. Bent er á að við eldi á stórum ránfiski og sjávarrækju sé talið nauðsynlegt að nota fiskimjöl og lýsi í fóðrið vegna þess að þessar fisktegundir þurfi mjög á amínósýr- um í lýsinu að halda, sýrum sem ekki finnist í jurtaolíu. I greininni er sagt að hlutur fiski- mjöls og lýsis í fóðrinu valdi því að margar eldistegundir éti meira af fiski en sjálft eldið gefi af sér. „Um tíu algengustu eldistegundirnar gildir að nota þarf 1,9 kíló af villtum fiski til að framleiða eitt kíló af eldis- fiskinum. Aðeins þijár af tegundum tíu - vatnasteinbítur, mjólkurfiskur og karpi - þurfa minna af fiski en eldið gefur á endanum af sér.“ Fjallað er um arðsemi af eldinu með tilliti til fóðursins og samanburð Sjóeldiskvíar við Noreg en Norðmenn er nú umsvifamestir á þessu sviði fiskeldis í heiminum. Kínveijar fram- leiða á hinn bóginn meirihlutann af öllum eldisfiski, aðallega vatnafisk. við veiðar á villtum fiski og sagt að hann sé afar flókinn. Of lítið sé enn vitað um samspil milli hinna ýmsu stiga fæðukeðjunnar í sjónum til að hægt sé að fullyrða, eins og sumir talsmenn fiskeldis geri, að afrakst- urinn af eldinu sé meiri en af veiði- stofnum í hafinu. „En hvað sem líður þeim arðsemi- stuðlum sem menn nota getur fisk- eldið sem vaxandi atvinnugrein ekki haldið áfram að treysta á takmark- aða stofna af villtum fiski sem menn veiða, stofna sem margir hafa þegar verið skflgreindir sem fullnýttir, of- nýttir eða blóðmjólkaðir. Ef menn láta röksemdir um afrakstur og mestu hagkvæmni hafa sinn gang - segja að veiða skuli sífellt meira af litlum uppsjávarfiski til að nota í fóð- ur fyrir eldisfisk og auka þannig heildarframboð af seljanlegum fiski - er ljóst að niðurstaðan yrði skelfi- legt áfall fyrir lífríki hafsins. Slík stefna myndi einnig setja öflugar skorður við langtímavexti fiskeldis." Sagt er að áherslan á fiskeldi geti dregið úr afrakstri veiðistofna sem ef til vill mætti gera að matfiski. „Sem dæmi má nefna að í Suðaust- ur-Asíu eru litlar uppsjávarfiskteg- undir eins og makrfll, ansjósur og sardínur mikilvægar prótínupp- sprettur fyrir fólk. Þótt sumar teg- undir sem notaðar eru í framleiðslu á mjöli og lýsi, til dæmis meinhadd- ur, smakkist illa er líklegt að þörfin fyrir smávaxinn uppsjávarfisk til manneldis aukist eftir því sem fólki fjölgar í þróunarríkjunum." Fjallað er um ýmis slæm áhrif sem fiskeldi geti haft á lífríkið og þá ekki síst villtar fisktegundir. í Asíu hafi mörg hundruð þúsund hektarar af mangrove-skógum og votlendis- gróðri við strendurnar vikið fyrir tjörnum fyrir mjólkurfisk og rækju. Nokkrir stjórnarþingmenn krefjast afsagnar Mugabe Harare. AFP. NOKKRIR af þingmönnum stjórn- arflokksins í Zimbabwe hafa hvatt Robert Mugabe forseta til að segja af sér vegna fylgishruns flokksins í þingkosningunum um síðustu helgi. Þingmennirnir hafa hótað að ganga til liðs við stjórnarandstöðuna gefi Mugabe kost á sér til endurkjörs í forsetakosningunum eftir tvö ár. „Við guldum afhroð í kosningun- um vegna þess að fólk hefur fengið sig fullsatt á Mugabe sem leiðtoga flokksins og stjórnarinnar," hafði óháða vikublaðið Financial Gazette eftir ónafngreindum þingmanni ZANU-PF, flokks forsetans. Stærsti stjórnarandstöðuflokkur- inn, MDC, sem var stofnaður fyrir níu mánuðum, fékk 57 þingsæti í kosningunum, aðeins fimm færri en ZANU-PF. Stjórnarandstaðan var aðeins með þrjú þingsæti fyrir kosn- ingarnar en er nú með nógu marga þingmenn til að geta komið í veg fyr- ir að ZANU-PF breyti stjórnar- skránni. Financial Gazette sagði að a.m.k. átta þingmenn stjómarflokksins hygðust ganga til liðs við MDC ef Mugabe reyndi að halda völdunum og byði sig fram í næstu forsetakosn- ingum. Blaðið hafði eftir nokkrum þingmönnum að þeir myndu snúast á sveif með stjórnarandstöðunni á þinginu ef Mugabe og dyggir stuðn- ingsmenn hans hindruðu umbætur. Nokkrir af forystumönnum ZANU-PF hafa einnig kennt Mug- abe um fylgishrun flokksins. Chenj- erai Hunzvi, sem stjómaði umdeildu jarðanámi stuðningsmanna ZANU- PF fyrir kosningamar, viðurkenndi Þessi breyting á umhverfinu hafi ör- lagarík áhrif á hrygningarstöðvar fyrir villtan fisk við strendurnar, tempmn flóða, setlög og vatnsbú- skap. Annars staðar hafi verið gengið um of á stofna ýmissa uppsjávar- fiska með ofveiði. „í Norðursjónum hafa menn til dæmis ofveitt ýmsa stofna loðnu, sandsflis og spærlings, er hafa aðallega verið notaðir í fiski- mjöl, og talið að ofveiðin hafi átt þátt í að sumir aðrir stofnar af villtum fiski eins og þorski hafi minnkað. Einnig hafi ofveiðin valdið breyting- um á útbreiðslu, fjölda og æxlunar- tíðni ýmissa tegunda sela og sjó- fugla.“ Blöndun laxastofna Minnt er á að fiskeldi geti valdið líffræðilegri mengun í fiskstofnum. „Mest er framleitt af Atlantshafslaxi í laxeldisstöðvum og hann sleppur oft úr kvíunum. Allt að 40% af Atlantshafslaxi sem sjómenn á norð- urhluta Atlantshafs veiða er ættaður úr fiskeldisstöðvum. Á norðurhluta Kyrrahafs er talið að yfir 255.000 laxar af tegundinni Atlantshafslax hafi sloppið síðan í upphafi níunda áratugarins og laxinn er veiddur af skipum frá Washington-ríki til Alaska. Vísbendingum fjölgar um að lax sem sleppur úr eldisstöðvum geti blandast villta laxinum og breytt þannig erfðamengi Atlantshafslax- ins sem er aðlagað náttúrulegum hrygningarstöðvum hans. Slíkar erfðabreytingar gætu ýtt enn frekar undir hnignun margra staðbundinna stofna villta Atlantshafslaxins sem nú eru í hættu. Einnig getur flutningur fiskstofna með eldi í huga aukið hættuna á því að sýklar og veirur breiðist út. Sam- Daily Vits að stokka þyrfti upp í forystuliði flokksins. „Bylting hefur augljóslega átt sér stað. Flokkurinn þarf að yngjast upp.“ „í gíslingu" stjórnar- andstöðunnar Trudy Stevenson, einn af stofn- endum MDC, sagði að Mugabe væri „í gíslingu" stjómarandstöðunnar og þyrfti að gangast undir stefnu henn- ar vildi hann halda völdunum. Stevenson er einn fjögurra hvítra manna sem voru kjörnir á þingið. Mugabe áréttaði í gær að þrátt fyrir fylgishrun ZANU-PF væri stjórnin enn staðráðin í að fram- fylgja þeirri stefnu sinni að taka jarðir hvítra bænda eignarnámi og úthluta jarðnæðislausum blökku- mönnum jörðunum. (9 X w o W 3 « « C (B w > X “> O) c •C « w Q Inniheldur 29 tegundir af vítamínum, steinefnum og Rautt Panax Ginseng. APÓTEKIIM Upplýsingar í síma 567 3534. hengið milli eldisfisks og villta fisks- ins og útbreiðslu sjúkdóma er flókið og oft er erfitt að ráða í það. En í Evrópu hafa menn tengt útbreiðslu alvarlegra sýkinga á borð við fur- unculosis og gyrodactylus salaris í Atlantshafslaxi við flutninga á fiski í eldisstöðvar og skipti á stofnum í stöðvunum." Höfundar segja að stuðla beri að því að fiskeldisfyrirtæki framfylgi stefnu sem samræmist umhverfis- sjónarmiðum og góðri auðlinda- stjórn. Þótt framfarir hafi orðið sé víða enn þá langt frá því að búið sé að hrinda í framkvæmd umbótum. Setja þurfi strangari reglur eða búa til fjárhagslega hvata til að hindra mengun frá fiskeldi við strendurnar sem m.a. valdi því að umfang skeldýraeldis sé minna en það gæti verið. „Niðurgreiðslur í úthafsveiðum koma oft í veg fyrir að eldisfiskur sé notaður í stað villta fisksins, a.m.k. þar til búið er að ganga af veiðistofn- inum dauðum. Ef til vill er mesti óvissuþátturinn, jafnt fyrir einka- rekstur sem opinberan, hvort nægi- lega mikið verður af ferskvatni fyrir fiskeldi. Hörgull á ferskvatnsbirgð- um gæti hamlað mjög eldi á fiski eins og karpa og beitarfiski sem lifir á jurtafæðu. Auknar hömlur á notk- un ferskvatns gera jafnvel enn brýnna að þróa aðferðir fyrir sjóeldi sem ekki valda tjóni á umhverfi eða samfélagi." SABiANA HITABLASARAR SABIANA hítablásarar eru hentugir til notkunar fyrir heitt vatn og gufu. Hitaelement blásaranna eru þríggja raða. SABIANA hitablásara eru bæði fáanlegir með eins og þríggja fasa viftumótor með rakavöm. Leitíð upplýsinga! * VATNSVIRKINN ehf. ÁRMÚU 21 «SlMl 533 2070 • WX 533 2022 - Slöiwjl rmái í 45 ór -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.