Morgunblaðið - 01.07.2000, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.07.2000, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ ceoneiisa Lifnaðarhættir á yngri ár- um geta haft áhrif á geð- heilsuna á efri árum. Matur Of mikil fita getur verið líkamanum skaðleg en oflítil fita líka. Handþvottur Gamla ráðið að þvo sér vel um hendurnar dregur úr sýkingarhættu. Hreyfing Tengsl eru á milli líkam- legra æfinga og minni hættu á heilablóðfalli. Konur geta tvinnað saman daglega Iíkamsáreynslu og skemmtun og minnkað um leið hættuna á heilablóðfalli. Æfingar minnka hættuna á heilablóðfalli AP. KONUR sem iðka Mkamlega áreynslu og æfingar daglega minnka hættuna á heilablóðfalli um allt að 30%. Þetta á jafnvel við um konur sem láta nægja að ganga rösklega á hverjum degi. Þetta er niðurstaða greinar í bandaríska læknatímaritinu Journal of the American Medical Association um rannsókn sem náði til 72.488 kvenna á aldrinum 40-65 ára. Greinarhöfundarnir segja að þetta sé fyrsta umfangsmikla rannsóknin sem sýni greinileg tengsl á milli lík- amlegra æfinga og minni hættu á heilablóðfalli, sem er þriðja algeng- asta dánarmein karla og kvenna. Samkvæmt fyrri rannsóknum var óljóst hvort æfingar drægju úr hætt- unni. Niðurstaða nýju rannsóknarinnar er að konur sem iðka æfingar nánast daglega minnka hættuna á heilablóð- falli vegna blóðþurrðar, algengasta afbrigði sjúkdómsins, um 30%. Hætt- an á öðrum afbrigðum heilablóðfalls minnkaði um 20%. Ekki skipti máli hvort konumar iðkuðu heilsubótar- göngur eða kröftugri líkamsæfingar, svo sem skokk eða þolfimi. „Kyrrseta er helsta heilbrigðis- vandamál þjóðarinnar," sagði einn greinarhöfundanna, JoAnn Manson. „Göngur eru algengasta heilsubótar- æfingin meðal miðaldra og eldri kvenna, þannig að þetta eru mjög góð tíðindi.“ Ávinningurinn af æfing- unum kemur fram tiltölulega fljótt, þannig að konur sem hefja þær seint á ævinni eiga enn möguleika á að minnka hættuna á heilablóðfalli, að sögn Mansons. „Því fyrr sem þær byrja þeim mun betra. En mikilvægt er að fólk viti að það er aldrei of seint að byrja. Fólk ætti ekki að halda að ef það er orðið sextugt, sjötugt eða átt- rætt njóti það ekki góðs af reglulegri hreyfingu.“ Manson lagði áherslu á að til að minnka hættuna á heilablóðfalli þyrfti fólk að ganga rösklega hálfan annan kílómetra á innan við 20 mín- útum, eða nógu hratt til að hjartslátt- urinn og andardrátturinn yrði örari. Menntun bætir geðheilsuna New York. Reuters Health. HÆTTAN á að eldra fólk verði þunglynt kann að eiga sér rætur í því sem gerðist mun fyrr á ævi þess, sam- kvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar. Menntun, eða ein- hver þáttur sem tengist henni, kann að leiða til betri geðheilsu jafnvel langt fram eftir aldri. Fólk sem hefur ekki mikla menntun og lægri laun og nýtur þar af Ieiðandi færri tækifæra er talið eiga frem- ur á hættu að verða þung- lynt. Ymsir hafa þó haldið því fram, að eftir því sem aldurinn færist yfír dragi úr þessari hættu. En niður- stöður nýrrar rannsóknar á hátt í 2000 manns á aldr- inum 18-90 ára benda til þess að niálinu sé þveröfugt farið. I júníhefti Joumal of Health and Social Behavior greina vísindamenn frá því að eftir því sem aldurinn færðist yfir þá þátttakendur sem höfðu minnsta menntun jókst hættan á því að þeir yrðu þunglyndir og var ástæðan oftast slæm líkam- leg heilsa. Richard A. Miech, við heilbrigðisdeild Johns Hopkins- háskóla í Bandaríkjunum, er aðal- höfundur rannsóknarinnar. Kannaðir voru nokkrir þættir sem hafa áhrif á þunglyndi meðal eldra fólks, s.s. starfslok, fjár- hagslegt óöryggi, missir maka og missir félagslegrar aðstoðar og tilfinning fyrir missi á stjórn á eigin lífi. Líkamleg heilsa hafði þó mun meiri áhrif á þunglyndi en allir þessir þættir. Líkamleg vandamál sem voru þrándur í götu í daglegu lífi, t.d. Reuters Menntun getur bætt geðheilsu á efri árum en þættir á yngri árum eins og stress geta haft langtímaáhrif til hins verra á andlegt heilbrigði. erfiðleikar við að ganga eða kom- ast upp stiga voru algengari með- al þeirra þátttakenda sem höfðu minni menntun. Líkamlegt heilsu- leysi á efri árum útskýrði þó ekki fyllilega meiri tíðni þunglyndis meðal minna menntaðra þátttak- enda. Rannsakendurnir telja fremur, að áhrifaþættir á yngri árum, eins og stress vegna vinnu, óheilnæmt fæði, hreyfíngarleysi og óað- gengileg heilsugæsla hafi lang- tímaáhrif á andlegt heilbrigði. Hvað er eðlilegt? MAGNÚS JÓHANNSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Spurning: Nýlega fór ég í tékk- un út af blóðþrýstingi, blóðfitu og þess háttar. Ég var ekki nógu dug- leg að spyija hvað allt þetta þýddi og hvort öll sýnin væru of há eða eðlileg. Það voru svo mikil læti og biðröð en útkoman var þessi: Blóð- þrýstingur 162/71. Púls: 71. Þyngd: 69,7. Blóðfita: 5,0. BMI: 28. Hlutfall vefjafitu: 41. Blóðsykur: 5,8. Hvað þýðir t.d. BMI eða vefja- fita? Er þetta of hátt eða eðlilegt? Ég er 70 ára og 158 cm á hæð. Svar: Það er á vissan hátt dapur- legt og merki um brotalöm í heil- brigðiskerfinu að sjúklingur skuli þurfa að leita svara hjá dagblaði við atriðum sem hefði átt að út- skýra í ró og næði á læknastofunni. Ég skal reyna að útskýra þetta lið fyrir lið. Blóðþrýstingur er mæld- ur í mm kvikasilfurs (mmHg) og gefinn upp sem tvö gildi, það hærra og það lægra. Hærra gildið sýnir þrýstinginn í slagæðum eins og hann verður hæstur þegar hjartað dregst saman og lægra gildið sýnir lægsta þrýstinginn í slagæðunum á milli samdrátta í hjartanu. Við hvern samdrátt í hjartanu sveiflast blóðþrýstingur- inn því á milli þessara gilda. Nú er talið æskilegt að hærra gildið sé undir 140 og lægra gildið undir 90. Ef blóðþrýstingurinn er yfir þessum mörkum, 140/90, er við- komandi með of háan blóðþrýsting eða háþrýsting. Þetta þarf að stað- festa með nokkrum mælingum vegna þess að blóðþrýstingurinn sveiflast dálítið yfir daginn og frá einum degi til annars. Bréfritari ætti við tækifæri að láta endurtaka Blóð- þrýstingur blóðþrýstingsmælinguna vegna þess að hún er nokkuð há. Púls segir til um fjölda hjartslátta á mínútu og 71 er fullkomlega eðli- legt. Út frá hæð og þyngd er reiknað líkamsþyngdarhlutfall eða BMI (Body Mass Index). Þetta er þyngdin í kg deilt með hæð í metr- um í öðru veldi. Þinn BMI er þann- ig 69,7/(1,58*1,58) sem gerir 28. Farið er að nota BMI sem mæli- kvarða á hvaða líkamsþyngd sé æskileg og er talað um ofþyngd ef BMI er yfir 25 og offitu ef BMI er yfir 30. Til að komast undir of- þyngdarmörkin (BMI=26) þyrfti bréfritari að léttast um 8 kg (í 62 kg) og telst það æskilegt. Með blóðfitu er venjulega átt við kólesteról sem er sú blóðfita sem skiptir mestu máli. Kólesteról skiptist í nokkra flokka sem hafa ólíka þýðingu fyrir heilsufar og skipta þar mestu máli LDL- kólesteról sem stuðlar að æðakölk- un og HDL-kólesteról sem er æða- verndandi. Stundum eru þessir flokkar mældir hver fyrir sig en algengast er að mælt sé heildarkólesteról eða blóðfita. Æskilegt er að blóðfita sé lægri en 5,2 mmól/1 og bréfritari er því vel innan þeirra marka. Hlutfall vefjafitu er einfaldlega hve fitan er mörg prósent af líkamsþyngdinni. Þetta hlutfall hækkar oftast með aldrinum og hjá konum hækkar það að meðaltali úr 25% hjá ungum konum í 40% hjá öldruðum. Bréfritari mældist með 41 sem er þannig aðeins í hærri kantinum. Blóðsykursmæling að morgni (fastandi) er notuð sem vísbending um sykursýki. Ef blóðsykurinn er hár bendir það til þess að viðkomandi sé með sykursýki. Oft er miðað við að blóðsykur að morgni eigi að vera lægri en 6,1 mmól/1. Bréfritari mælist með 5,8 sem er innan eðlilegra marka. • Lcsendur Morgunbladsins geta spurt lækninn um það scm þeim liggur á hjarta. Tekið er á móti spurningum á virkum dög- um milli klukkan 10 og 17 í síma 5691100 og brófum eða símbréfuin merkt: Vikulok. Fax 5691222. Fyrirspurnir má senda í tölvupósti til Magnúsar Jóhannssonar: elmag@hot- mail.com.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.