Morgunblaðið - 01.07.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.07.2000, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 148. TBL. 88. ÁRG. LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Hörmulegt slys á Hróarskelduhátiðinni í Danmörku Troðningur verður áheyrendum að bana AÐ MINNSTA kosti fjórir tónleika- gestir Hróarskelduhátíðarinnar í Danmörku létust í gærkvöldi og tugir slösuðust eftir mikinn troðning á tón- leikum bandarísku hljómsveitarinnar Pearl Jam. Mikið lið lögreglumanna og sjúkraflutningamanna var strax kallað á staðinn og sagði Leif Skov, stjómandi tónlistarhátíðarinnar, í samtali við fíitzau-fréttastofuna í nótt að Qórir eða fimm hefðu látist í þeim gífurlega troðningi sem mynd- aðist og að tuttugu eða fleiri slasaðir tónleikagestir hefðu verið fluttir á sjúkrahús í Hróarskeldu. Hjördís Þorgeirsdóttir fylgdist með tónleikum Pearl Jam af hliðar- sviði og sagði í samtali við Morgun- blaðið í nótt að fyrst virtist sem eng- inn hefði áttað sig á því sem gerst hefði. Sagði hún að fljótlega hefðu margir sjúkrabflar komið á vettvang og að aðgangi að sviðinu hefði verið lokað. „Eftir dálítinn tíma kom einn aðstandenda tónleikanna og tilkynnti að fjórir hefðu látist. Ég frétti það síðan frá einum tónlistarmannanna hér að sex væru látnir.“ Fréttastofa Ríkisútvarpsins sagði frá því að áætlað væri að um tvö þús- und íslendingar væru tónleikagestir á hátíðinni. Ekki hafa enn borist fregnir af þjóðerni þeirra sem létust eða slösuð- ust og voru fréttir enn óljósar er Morgunblaðið fór í prentun. Að sögn sjónarvotta hafði hljómsveitin leikið í alls 45 mínútur er mikill troðningur hófst fremst við sviðið. Er hljómsveit- in hefði leikið um helming laga sinna hefði hún hætt að leika og aðalsöngv- ari hennar brugðið á það ráð að biðja tónleikagesti þrívegis um að færa sig frá sviðinu. I fjórða sinn hefði hann beðið gesti um að taka þrjú skref aft- ur á bak og fyrirskipað hljómsveitinni að hætta. Einn sjónarvottur sagði að hópur um tíu til fimmtán manna, sem hefðu staðið næst sviðinu, hefði dottið og að fjöldinn sem fyrir aftan stóð hefði troðið þá niður vegna þrýstings. Scanpix Nordfoto Fjöldi lögreglu- og sjúkraflutningamanna var kallaður á tónleikasvæði Ilróarskelduhátíðarinnar í nótt eftir að gífurlegur troðningur varð a.m.k. Qórum tónleikagestum að bana. 70% Breta mótfallin inngöngu í Efnahags- og myntbandalag Evröpu Blair öllu volg- ari í garð EMU Bcrlín, Tiibingen. Reuters, Daily Telegraph. Hnattrænt hörmung- arástand? Washington. AFP. FARSÓTTIR munu aukast svo mjög á næstu tuttugu árum að hætta er á að skapast muni hnattrænt „hörmungarástand" sem ógni bandarískum hags- munum að því er fram kemur í skýrslu Leyniþjónusturáðs Bandaríkjanna (NIC) sem birt var í gær. „Nýjar og endurvaktar far- sóttir munu valda versnandi - og í versta falli hörmulegu - heilbrigðisástandi um heims- byggðina og mun það gera bandarískum þjóðarhagsmun- um örðugara um vik á næstu tuttugu árum,“ sagði David Gor- don, talsmaður NIC, frammi fyrir utanríkismálanefnd öld- ungadeildar Bandaríkjaþings. Sagði hann að farsóttir myndu ógna heilsu bandarískra þegna sem og hermanna sem staddir væru á erlendri grund. Myndi þetta auk þess leiða til pólitísks óstöðugleika á þeim heimssvæð- um þar sem hagsmunir Banda- ríkjanna væru hvað mestir. Mongólskur hermaður fylgist í gær með rokktónleikum ásamt fjölmennum hópi áheyrenda í Úl- an Bator, höfuðborg Mongólfu. Kosningar verða haldnar í Mongólíu á morgun og voru tón- STJÓRNVÖLD í Suður- og Norður- Kóreu undirrituðu í gær tímamóta- samning um endurfundi fjölskyldna sem hafa verið sundraðar vegna skiptingar Kóreuskaga í tvö ríki fyrir 55 árum. „Tveimur 100 manna hópum hefur verið leyft að fara í heimsókn til höfuðborga Norður- og Suður-Kóreu 15.-18. ágúst,“ sagði Lee Kwan-Sei, talsmaður sameiningarráðuneytisins í Seoul. Að sögn stjórnarinnar í Seoul hafa 7,6 milljónir Suður-Kóreumanna ekki getað haft neitt samband við fjölskyldur sínar eða frændfólk hand- leikarnir liður í kosningabaráttu þeirra flokka er bjóða fram til þings. Þetta er í þriðja sinn sem kosningabarátta er háð í Mongól- íu sfðan kommúnistastjórnin var lögð af árið 1990. an landamæranna frá því að Kór- euskagi skiptist í tvö ríki árið 1945. Samningurinn var undirritaður eftir fimm daga viðræður fyrir milli- göngu Rauða krossins við Kumkang- ij'all í Norður-Kóreu. Hann kveður einnig á um að Norður-Kóreumenn, sem voru lengi í fangelsum í Suður- Kóreu en hafa verið látnir lausir, verði sendir til Norður-Kóreu í sept- ember. Norður-Kóreustjóm samþykkti að hefja viðræður um fleiri endurfundi sundraðra fjölskyldna eftir að Norð- SAMKVÆMT nýrri skoðanakönn- un eru nú sjö af hverjum tíu Bret- um mótfallnir inngöngu lands síns í Efnahags- og myntbandalag Evrópu, EMU. Þetta gerist sam- tímis því að eftir brezka forsætis- ráðherranum Tony Blair eru höfð sterkari ummæli um vilja hans til að Bretland tilheyri myntbanda- laginu en áður hafa heyrzt af hans munni opinberlega, en þau lét hann falla í tveggja daga heim- sókn sinni í Þýzkalandi sem lauk í gær. Viðræðum sem hann átti við Gerhard Schröder kanzlara í Ber- lín og Potsdam á fimmtudag lýsti Blair sem „stórgóðum". Evrópustefna ríkisstjórnar Bla- irs hefur nú mjög komizt milli tannanna á pólitískum andstæð- ingum hans og fjölmiðlum í Bret- ur-Kóreumennimir hafa verið sendir heim. Kóreurfldn hafa aðeins einu sinni áður náð slíku samkomulagi. Um 50 manns frá hvoru ríki var leyft að hitta ættingja sína árið 1985. 83 Norður-Kóreumenn, sem voru dæmdir í fangelsi fyrir njósnir í þágu kommúnistastjómarinnar í Pyong- yang í Kóreustríðinu 1950-53, era enn í Suður-Kóreu. Stjómin í Seoul áætlar að um 50 manns vilji fara til Norður-Kóreu og segir að allir sem óski þess verði sendir þangað. landi, ekki sízt í tilefni af því að fyrr í vik- unni hélt Jacques Chir- ac Frakklands- forseti ræðu í Berlín þar sem hann hvatti til þess að Frakk- ar og Þjóðverj- ar væru í far- arbroddi ríkja innan ESB sem vildu ganga lengra í samrunaátt en önnur. Blair lýsti því yfir í ræðu sem hann hélt í gær við háskólann í Tubingen í Suður-Þýzkalandi að Bretum væri hollast að líta á Evrópusamrunann sem tækifæri en ekki ógn. Varðist hann gagn- rýni heiman frá þess efnis að Bret- land væri að beinast inn á hliðar- spor í fransk-þýzk-stýrðri Evrópu. Sagði hann að Bretland væri og ætti að vera virkt í stefnumótun ESB. En svo lengi sem Bretland er utan við hinn efnahagslega sam- runa sem fylgir myntbandalaginu er það óhjákvæmilega að mörgu leyti einangrað frá samrunaþróun- inni á meginlandinu. Blair lét svo ummælt í Potsdam að hann væri fylgjandi inngöngu Bretlands í ÉMU en til þess að af því gæti orðið yrðu efnahagslegar kringum- stæður að stemma og ákvörðunin um inngönguna að vera samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu. ■ ■ Bretland/21 MORGUNBLAÐIÐ 1. JÚLÍ 2000 AP Kosningar í Mongólíu Suður- og Norður-Kdrea undirrita sögulegan samning Samið um endur- fundi fjölskyldna Seoul. AFP. " Tony Blair
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.